Dagblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978. 22ja feta Flugfiskbátur 220 með 105 ha Chrysler utanborðsmótor, dýptarmæli og rafmagnslensidælu. Verðmæti kr. 2.550.000. Fæst í skiptum fyrir góðan bíl, t.d. Citroen GS. Sýningahölfínni við Bíldshöfða. Símar 81199 og 81410 Einbýlishús í austurbænum í Kópavogi hef ég til sölu. Húsið er hæð og kjallari og á hæðinni eru 5 herbergi og eldhús en í kjallara er stór bílskúr með geymslum og m. Hugsanlegt er að taka 3ja herb. íbúð upp í. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6, sími 15545. Tónmenntakennari óskast að Grunnskóla Vestmannaeyja, mikil vinna og góð aðstaða fyrir hendi. Skólanefnd Grunnskóla Vestmannaeyja Sérkennari óskast að Grunnskóla Vestmannaeyja. Lesver, athvarf og góð vinnuaðstaða. Skólanefnd Grunnskóla Vestmannaeyja Flísalagnir Maður vanur flísalögnum óskast til starfa strax við nýbyggingu fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. Uppl. í síma 97-7600 Neskaupstað. Dráttarbrautin hf. Atvinna í boði Kennara vantar við grunnskóla Hellis- sr.nds. UppL gefur formaður skóla- nefndar í síma 93-6605, innanhússsími 54. BÍLAPARTASALAN Höfum úrvalnotadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: l Land-Rover '65, Chevrolet Nova '67, Saab '68, Hillman Hunter '70, VW 1600 '69, Willys '54. Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10 Simi 11397 Danmörk: Kaupmaimahöfn á kúpunni og biður umríkisstyrk — tekjuháir íbúar flytja í hrönnum til nágrannabyggðarlaganna Slæm fjárhagsstaða Kaupmanna- hafnar verður tekin til umræðu í danska þinginu á næstunni. Vegna stöðugt færri íbúa og vaxandi fjölda aldraðra, hlutfallslega, þegar beztu skattgreiðendurnir flytja til nágranna- bæjanna, á borginviðmikinn fjárhags- vanda að stríða. Sterkar raddir eru uppi um nauðsyn þess að danska ríkið verði að veita borginni sérstaka aðstoð. Talið er að Kaupmannahöfn fái í það minnsta fimmhundruð milljónum danskra króna minna en henni beri raunverulega af opinberu fé. Er það talið vera vegna þess að ekki sé nægilegt tillit tekið til sérstakra félags- legra vandamála sem þar séu. Að sögn Egon Weidekamp, yfir- borgarstjóra í Kaupmannahöfn, flytja fimmtán þúsund manns á brott frá borginni. Flestir eru hinir brottfluttu hlutfallslega tekjuháir sem greiða ríf- lega í sameiginlega sjóði. Kjósa þeir fremur að búa i nágrannasveitarfélög- unum, sem bjóða upp á lægri opinber gjöld. Eftir sitja fleiri og fleiri aldraðir íbúar sem verða að taka á sig aukin sameiginlegan kostnað. Barbadoseyjar: Hafna 750.000 dölum fyrir herstöðina — eru sagðir vilja fá tuttugu milljónir dollara Stjórn Barbadoseyja i Karabíska hafinu tilkynnti í gær að hún hefði hafnað tilboði frá Bandaríkjunum um .sjö hundruð og fimmtíu þúsund doll- ara leigugjald fyrir herstöð á eynni Saint Lucy. Jafnframt var tekið fram að stjórn landsins væri reiðubúin til frekari samningaviðræðna. Samkvæmt fregnum frá Bridge- Portúgal: Eanesfelur fyrrum iðnað- ‘ arráðherra stjórnar- myndun Útnefning Eanes forseta Portúgal á Alfredo Nobre Da Costa iðjuhöldi til að reyna að mynda nýja ríkisstjóm i landinu hefur vakið mikla furðu. Soares fráfarandi forsætisráðherra telur út- nefningu hans brot á þingræðisreglum og Kommúnistaflokkur Portúgals hefur lýst yfir vantrú sinni á að Da Costa muni takast stjómarmyndun. Stjórnar- myndunartilraunir eru þó ekki fyrstu afskipti Da Costa af stjórnmálum. Hann hefur verið iðnaðar- og tæknimálaráð- herra í stjórn landsins. Stjórnarkreppan í Portúgal hefur nú staðið í hálfan mánuð. Flórída: Rænf|u öryggishólfin undirforustu ungrar Ijósku Lögreglan i ferðamannabænum Long Beach leitar nú ákaft rængingjahóps sem undir forustu ungrar Ijóshærðrar stúlku rændu í gær fimmtíu og níu öryggishólf í hóteli einu. Á meðan á verknaðinum stóð var starfsfólki haldið í skefjum með byssum. Að sögn lögreglu standa margir ferðamenn, bæði frá Evrópu og Suður Ameríku, uppi vega- lausir, hafa hvorki peninga né vegabréf. Þeir sem rannsaka málið telja að þjófarnir hafi komizt á brott með mikil verðmæti. town, höfuðborg Barbados, þá hefur stjórnin þar farið fram á tuttugu millj- ónir dollara fyrir herstöðina á Saint Lucy. Sú upphæð hefur ekki verið staðfest af opinberum yfirvöldum. Þau hafa aftur á móti tekið fram að þau væru ekki á móti afnotum Bandaríkj- anna af herstöðinni ef fullnægjandi skilmálar næðust. Auk þess ýrði að tryggja fullt öryggi Barbadoseyjanna og yfirráð þeirra óvéfengjanleg yfir öllu sínu landi. Bandaríkin hafa haft herstöð á Saint Lucy eyjum síðan 1961 sam- kvæmt samningi við stjórnina í London en þá var Barbados brezk ný- lenda. Sá samningur gekk úr gildi í desember siðastliðinn. Teitur á forsíðu Teitur Þórðarson knattspyrnu- maður frá Akranesi, sem undanfarin ár hefur stundað atvinnuknattspyrnu í Svíþjóð komst heldur betur í fréttirnar þar i landi fyrir nokkrum dögum. Á forsiðu dagblaðsins Dagens Nyheter eins virtasta blaðs í Svíþjóð sem sumir vilja telja meðal betri dagblaða í heimi, var flennistór mynd af Teiti þar sem hann var að skora afdrifaríkt mark í leik liðs síns öster sem lék við Malmö í það skiptið. Leiknum lauk með sigri Östers I —0 og þótti Teitur hafa staðið sig með ágætum. Svo merkileg þótti þessi íþróttafregn að meira að segja fregn af dauða Páls páfa sjötta, sem er ofar á síðunni féll í skuggann. xs-s; Stridiii kriiifí torwu i Luijil 50 proeent fler ungn utun urbete Maniröm Si+tusk í’orrhi, I9KI... tjumtiirt j pá bál Utm raddtide AÍÍsvenskan IIU.I IS IIIII VW'*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.