Dagblaðið - 10.08.1978, Side 10

Dagblaðið - 10.08.1978, Side 10
BIAÐIÐ Utgefandi: DagblaðiöKf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjólfsson. Rrtstjórí: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Aflstoflarfróttastjóran Atli Steinarsson og Ómar Valdimarsson, Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurfls son, Guflmundur Magnússon, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiflur Kristjánsdóttir. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Krístinsson Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson,- Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þi.rmóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. GjakJkerí: Þráinn Þoríertssor. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeHd, auglýsingar ogskrifstofur ÞverhoKi 11. Aflalsími blaðsins er 27022(10 linur). Áskríft 2000 kr. á mánufli innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Fríverzlun grænmetis í manneldisþáttum sjónvarpsins í vetur kom fram, að íslendingar borða óeðlilega lítið af grænmeti og garðávöxt- um. Þar kom einnig fram, að hæfilegt magn matvæla úr jurtaríkinu mundi gera kröfu til rúmlega þriðjungs matarpeninga fólks. Þessar tvær staðreyndir eru greinilega tengdar. íslend- ingar eru ekki andvígari grænmeti en aðrar þjóðir. Þeim finnst það bara of dýrt. Það er raunar ósköp eðlilegt við- horf, því að í flestum öðrum löndum eru matvæli úr jurtaríkinu aðeins lítið brot af matarútgjöldum fólks. Útsalan á tómötum síðustu vikuna í júlí sýndi, að íslendingar fást til að borða mun meira grænmeti en þeir gera venjulega, ef boðið er upp á það á viðráðanlegu verði. Þessa viku seldust upp allar umframbirgðir tóm- ata. Bæði neytendur og framleiðendur högnuðust á þriðj- ungs lækkun tómataverðs. Garðyrkjubændur komust hjá því að henda tómötum á haugana og juku tekjur sínar í heild. Neytendur fengu tiltölulega ódýra tómata í eina viku. Nú er spurningin sú, hvort íslendingar geta ekki lært eitthvað af þessu til frambúðar, að minnsta kosti þá ein- földu reglu, að framboð og eftirspurn eiga að ráða verði. Þrátt fyrir allt sýnir reynslan, að neytendur hafa verð- skyn. Við höfum annað og stærra dæmi um breyttar neyzlu- venjur hér á landi. Það eru ávextir, sem fyrir þrjátíu árum voru lúxusvara, sem börn sáu helzt á jólunum. Innflutningur ávaxta var háður einokun, skömmtun og hátollum. Langt er síðan þetta breyttist. Nú er innflutningur ávaxta frjáls og ótollaður. Fyrir bragðið er jafnan til á boðstólum mikið úrval af tiltölulega ódýrum ávöxtum. Verð á ávöxtum er svo hagstætt í samanburði við önnur matvæli, að þeir eru orðnir hversdagsleg neyzluvara ungra og gamalla um land allt. Svipuð breyting þarf að verða í grænmeti og garð- ávöxtum, svo að fæða íslendinga verði fjölbreyttari en áður og þessar afurðir nái eðlilegu hlutfalli í mataræði þjóðarinnar. Frívezlun með grænmeti og garðávexti mundi fljót- lega leiða til stórlækkaðs verðs, svo sem reynslan var á sínum tíma í ávöxtunum. Samið við gerla Nýlega komst upp um svindl Mjólkursamsölunnar í stimplun mjólkur. í stað þess að stimpla síðasta leyfilega söludag þrjá daga fram í timann komst samsalan upp í átta daga. Mjólkursamsalan afsakar sig með helgarfríum starfs- fólks. Virðist svo sem hún hafi náð samkomulagi við gerlana, að þeir starfi ekki um helgar. Kannski er það fyrir milligöngu Heilbrigðiseftirlitsins, sem ekki hefur. enn kært samsöluna fyrir brot á reglugerð, þegar þetta er ritað. Á föstudaginn myndaði Dagblaðið stimplun mjólkur fimm daga fram í tímann og birtist sú mynd á laugardag- inn. Fjórum dögum síðar var þessi mjólk orðin súr. Virðist svo sem Mjólkursamsalan og Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki nægan aga á gerlum þeim, sem þessar stofnanir semja við! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST I978. Ródesía: EFNAHAGUR AÐ HRUNI K0MINN ÞRÁTT FYRIR GÓÐA STJÓRN sextíu þúsund eða um það bil þrjátíu þúsund á ári. Síðastnefnda talan þótti athyglisverð, sérstaklega í samanburði við hin svörtu nágrannaríki, sem fæst höfðu náð slíkum árangri þrátt fyrir verulega erlendra aðstoð í stað viðskiptabannsins á Ródesiu. Ef Ian Smith hefði látið sér nægja að hrósa sér af árangrinum fram að 1974 hefði ekki verið hlegið að honum á fundinum, sem minnst var á i byrjun. Því miður virðist svo vera að stjórnmálaleiðtogarnir í Ródesíu hafi gleymt sér vegna þessa góða árangurs sem hægt var að sýna fram á og vanrækt að nota timann til að leysa þann þjóðfélagslega og stjórnmálalega vanda sem við er að stríða. Því er lika þannig farið að Ian Smith forsætisráð- herra og félagar hans hafa viðurkennt að þeir hafi ekki átt von á svo hraðri þróun í átt til valdatöku svertingja. Þeir áttu ekki von á að völd Portúgala í Mósambik rynnu svo skjótt út í sandinn með hinum alvarlegu erfið- leikum, sem það hafði fyrir aðflutninga til Ródesíu. Þeir áttu heldur ekki von á auknum þrýstingi frá Suður-Afríkustjórn um að þeir leystu deilumál sin við svarta þjóðernissinna. Ródesíumenn áttu heldur ekki von á því að vestræn riki mundu enn eftir þrettán ára sjálfstæði landsins herða á efnahagslegum og stjórnmálalegum þrýstingi sínum. Hagtölur eru heldur ekki jafnglæsi- legarogárið 1974. Þjóðarframleiðslan hefur stöðugt farið*minnkandi siðast- liðin fjögur ár. Talið er að meðaltekjur á íbúa séu nú komnar niður í það sem þær voru árið 1965, árið sem hvítir menn í Ródesiu lýstu yfir sjálfstæði. Eftir að Ródesíu hefur haft stöðugt gengi í um það bil tuttugu og fimm ár þá hefur orðið að fella gengið þrisvar á síðustu þrem árum þar af tvisvar á síðustu tíu mánuðum. Verðbólgan hefur verið 9% að meðaltali síðustu ár. Atvinnutækifærum hefur fækkað um fjörutiu þúsund á meðan fimmtíu þúsund svartir íbúar bætast á vinnu- markaðinn árlega. Iðnaðarfram- leiðslan er komin niður í hið sama og árið I97l og hvítum íbúum, sem fjölgaði um þrjátíu óg átta þúsund frá 1965 til I974 hefur nú fækkað um tutugu þúsund frá því síðartalda árið. Hagtölur segja auðvitað ekki allan sannleikann og þá til dæmis ekki neitt um hið varanlega tjón sem efnahagur landsins hefur hlotið af öllum þessum erfiðleikum. Skaðinn af tsetseflugunni er sam- kvæmt opinberum heimildum mjög mikill núna og liklega með versta móti sem af er þessari öld. Er það vegna þess að þjónusta dýralækna verður sifellt minni og minni i hverjum lands- hlutanum á fætur öðrum. Einnig er talin ástæða til að óttast aukna tiðni sjúkdóma í sauðfé, sem berast með vissum maurategundum. Afleiðingin af þessu öllu er og jafn- framt þá orsök frekari erfiðleika að margir af hinum bezt menntuðu flytjast úr landi eða hyggja á brottför. Vélar og tæki eyðileggjast í átökum við skæruliðana. Má þar nefna dýrmæt áveitumannvirki, brýr og ræktað land. Af jtessu má sjá að framtíðin virðist ekki björt fyrir Ródesíu. Vestræn lönd sem hingað til hafa verið sökuð um að hafa ekki haldið viðskiptabannið gegn landinu nógu vel virðast vera að herða það. Vestrænu rikin fást heldur ekki til að styðja þá tilraun Ians Smith til að bjarga málunum með því að taka svarta leiðtoga inn í stjórn sína. Allt bendir raunar til þess að efnahagslega standist hin hvíta Ródesía ekki mikið lengur án utanaðkomandi hjálpar. — aukið atvinnuleysi, verðbólga og minnkandi iðn- aðarframleiðsla Yfirsýnin yfir Salisbury höfuðborg Ródesíu ber þess merki að velmegun hefur verið þar á undanförnum árum. Háhýsin ber við himin en nú spyrja borgarbúar hver muni ráða þessum byggingum eftir nokkur ár? Verða það hvítir eða svartir ibúar landsins? Sumir hvítra eru svo svartsýnir að vilja telja valdatfma þeirra i mánuðum en ekki árum. Hróp, frammíköll og hæðnishlátur heyrðist frá áhorfendum á fundi sem Ian Smith forsætisráðherra hélt nýlega í Salisbury í Ródesíu. Sérstaklega vakti athygli fullyrðing hans um að þrettán síðustu árin hefðu verið þau beztu í sögu landsins. Þetta eru einmitt þau ár sem liðin eru síðan Ian Smith lýsti ein- hliða yfir sjálfstæði Rodesíu árið 1965. Aðeins einum sólarhring síðar lögðu fjármálaráðherrar bráðabirgðastjórn- ar landsins, sem í eru bæði svartir og hvítir, fram fjárlagafrumvarp fyrir árið I978. Þar sést ljóslega að efna- hagslif landsins er að því komið að falla saman. Fjárlagafrumvarpið byggir á því að takast megi að ná ein- hvers konar samkomulagi við svarta landsmenn og þannig brjótast út úr vítahring viðskiptabanns og einangr- unar undanfarinna ára. Flestir eru þó sammála um að á þessum þrettán árum hafi Ródesíu- menn staðið sig mjög vel og haldið efnahag landsins í meiri blóma en ytri aðstæður hafi gefið tilefni til. Á þessum tíma hafa viðskiptahöft af ýmsu tagi þjáð landið, veðrátta hefur verið óhagstæðari en að jafnaði áður, skæruliðaárásir frá nágrannaríkjun- um, alþjóðleg verðbólga, olíukreppan, sem fór sérstaklega illa með efnahag Ródesíu, flutningavandamál eftir að Portúgalar misstu tökin í nágranna- ríkinu Mósambik. Þrátt fyrir allt þetta hefur hvítum í Ródesíu tekizt að tóra að vísu ekki hjálparlaust en þeim hefur tekizt það. Árið 1974 gátu Ródesiumenn meira að segja sýnt fram á það sem sumir vildu kalla einhvers konar efnahags- legt kraftaverk. Þjóðarframleiðslan. (GNP) hafði aukizt um rúmlega átta tíundu í raunvirði á níu árum. Lifs- kjörin höfðu batnað um 34% þrátt fyrir 38% mannfjölgun. Tekizt hafði að halda verðhækkunum í 3,5% að meðaltali þessi níu ár frá sjálfstæðis- yfirlýsingunni. Iðnaðarframleiðsla hafði tvöfaldazt á meðan námugröft- ur hafði aukizt um tvo þriðju. Sam- kvæmt hagtölum Ródesíustjórnar hafði einnig tekizt að auka atvinnu- tækifæri svartra um tvö hundruð og

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.