Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.08.1978, Qupperneq 13

Dagblaðið - 10.08.1978, Qupperneq 13
 ■ SiiSS MMÍMHÉtijk Siglingamenn! íslandsmótið í siglingum Optimist verður 11. og 12. ágúst og hefst kl. 17.00 þann 11. Fireball og Flipper verður 18. til 20. ágúst. Þátttaka tilkynnist í síma 13177 og 40145. Mótsnefnd. Björgvin þegar í fyrsta sæti — ásamt Sigurði Hafsteinssyni á íslandsmótinu ígolfi t gær voru fyrstu 18 holurnar spilaðar I öllum flokkum á Íslandsmótinu i golfi og keppnin þegár orðin tvisýn og spennandi. Í mcistaraflokki karla var nokkuð vel leikið og munar aðeins 7 höggum á 1. og 11. manni. Íslands- meistarinn frá i fyrra Björgvin Þorsteinsson þykir mjög sigurstranglegur og er þegar kominn i fyrsta sæti ásamt Sigurði Hafsteinssyni en þeir léku 18 holurnar aðeins 1 höggi yfir pari. Röð 11 efstu eftir fyrsta dag er þcssi: HÖGG 1—2 Björgvin Þorsteinsson GA 73 1—2 Sigurður Hafsteinsson GR 73 3—4 Þorbjörn Kjærbo GS 75 3—4Óskar Sæmundsson GR 75 5. Geir SvanssonGR 76 6. Sveinn Sigurbergsson GK 77 7—8. Hannes Eyvindsson GR 79 7—8 Hallur Þórmundsson GR 79 9—1 lGunnar Finnbjörnsson GK 80 9—11 Óttar Yngvason GR 80 9—11 Þörhallur Hólmgeirsson GS 80 I meistaraflokki kvcnna er einnig mikil barátta og eru fimm efstu eftir 18 holur þcssar: 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 80 2. Kristín Pálsdóttir GK 81 3. Jakobina Guðlaugsd. GV 84 4. Hanna Aðalsteinsdóttir GK 85 5. Sólveig Þorstcinsdóttir GK 86 1.11. kvenna: 1. Kristine E. Kristjónsson NK 92 2. Sigríður B. Ólafsdóttir Húsav. 97 3. Sjöfn Guðjónsdóttir GV 98 1. fl. karla 1. Jón Þór Ólafsson GR 80 2—3 Guðm. Þörarinsson GV 81 2—3 Viðar Þorstcinsson GA 81 II. fl. karla 1—2 Hannes Hall NL 83' 1—2 Jóhann Einarsson NL 83 3. Einar Guðlaugsson NK 84 III. fl. karla 1—2 Hclgi R. Gunnarsson GK 93 1—2 Stefán H. Stefánsson NK 93 3—4 Samóel P. Jónsson GR 3—4 Sigurður Runólfsson NK 95 HBK. Nýjung hjá Nesklúbbnum Golfklúbbur Ness kemur skemmtilega á óvart með þvi að veita svokölluð „surprise” verðlaun á hverju kvöldi eftir að keppni lýkur. Það er ekki nokkur leið að vita hver fær verðlaun i það og það skiptið þvi sú reiknikúnst sem notuð er i dag gildir ekki á morgun. Fyrsta dag mótsins fékk Sveinn Finnson GR skemmtilega mynd I verðlaun fyrir að vera „maðurinn með meðalskorið” og i gær fékk Kristin Einarsdóttir GV tvo aðgöngumiða á lokahóf G.S.Í. vegna þess að talan 8 kom óvenju oft við sögu hjá henni. Hvað skeöur i kvöld veit enginn og verður gaman að fylgjast með þvi. Verðlaunaafhendingin fer fram á hverju kvöldi kl. 9,30-10. HBK hissa DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978. Mac Wilkins þeytir kringlunni 66.90 m. Bezti árangur á íslandi. DB-mynd Bjarnleifur. „Varð mjög þegarég frétti um nýja heimsmetið” — sagði Mac Wilkins á Reykjavíkurleikunum í gær. Hefur keppt átta sinnum við Wolfgang Schmidt, nýja heimsmethafann, en aðeins sigrað tvívegis „Ég verð að viðurkenna, að ég varð mjög hissa, þegar fréttin barst að Wolf- gang Schmidt hefði bætt heimsmet mitt i kringlukasti i Berlin. Það kom mér á óvart því Schmidt hefur ekki áður kastað yfir 69 metra, svo þarna var um mikla framför að ræða. Schmidt átti bezt áður 68.92 metra. Bætti sig þvi um 2.24 metra. En hann er ákaflega sterkur kringiukastari — hærri og þreknari en ég, eða 1.95 cm á hæð en ég er 1.93 m,” sagði Mac Wilkins eftir að hafa kastað 66.90 m á Reykjavíkurleikunum í gær. Það er bezti árangur, sem náðst hefur hér á landi. 10 cm betra en Svíinn Ricky Bruck kastaði á Laugardalsvellinum fyrir nokkrum árum. Wilkins stóð þvi við þau orð, sem hann lét falla við DB á mánudag. „Ég reikna ekki með þvi að ná heims- metinu aftur á þessu ári þó ég sé i góðri æfingu. Tæknin góð. Ég á aðeins eftir að keppa á þremur mótum. Á Reykjavikur- leikunum í kvöld. í Kaupmannahöfn á föstudag og síðan í Varsjá. — Þetta hcfur verið erfitt ár hjá mér. Ég er nokkuð ánægður með árangur minn hér í Reykjavík — það vantaði vind til að ná betri köstum. Kannski bæti ég mig síðari dag mótsins ef einhver vindur verður. Ef til vill verð ég þá nærri nýja heimsmetinu. Við Wolfgang Schmidt höfum keppt saman átta sinnum og ég hef aðeins unnið hann tvisvar. Á Olympiuleikun- um í Montreal 1976 — og svo einu sinni í sumar. Hann er mjög snjall kringlu- kastari,” sagði Wilkins ennfremur. Óskar Jakobsson, sem keppti með þessum köppum á heimsleikunum i Hel- sinki i sumar sagði, að það hefði verið skemmtilegur aðdragandi að sigri Wilk- ins þar. Schmidt hafði forustu 66.60 metra og hafði lokið keppni — en Wilkins átti eitt kast eftir. Hann gekk þá Þurfum fleiri áhorfendur „Ég er ánægður með mótið og aðstæður á nýja vellinum. Þetta var frá- bært mót — og það má jafnvel búast við enn betra móti í kvöld”, sagði örn Eiðs- son, formaður FRÍ, og bætti við. „En auðvitað hef ég áhyggjur. Þetta kostar mikla peninga að fá alla þessa afreks- menn hingaö til keppni. Við þurfum fleiri áhorfendur svo ekki verði stórtap.” Langt er þó siðan jafnmargir áhorf- endur hafa verið hér á frjálsíþróttamóti. 1224 greiddu aðgangseyri, svo í allt hefur verið um 1400 manns á vellinum. Eiríkur Tómasson, formaður íþrótta- ráðs Reykjavikur setti mótið. Heildar- ksotnaður við nýja leikvanginn er nú um 150 millj. kr. — þar af kostnaður við gerviefni á hlaupa- og atrennubrautir um 58 milljónir. Eirikur gat þess, að stefnt yrði að því að Ijúka fram- kvæmdum næsta vor. Þá verður efnt til sérstaks vígslumóts 17. júní. Þá verða liðin 20 ár frá vígslu aðalleikvangsins í Laugardal. Betra en heimsmetið Tracey Wickham, Ástralíu, náði betri tima en gildandi heimsmet i 400 m skrið- sundi kvenna á Samveldisleikunum í Kanada í gær. Synti á 4:08.45 sek. Önnur gullverðlaun hennar. Það er þó ekki bezti timi, sem náðst hefur. Um helgina synti Kim Lenehan á 4:07,66 á meistaramóti USA. Graham Smith, Kanada, vann sjöttu gullverðlaun sin á mótinu — f lauginni, sem skýrð er eftir föður hans, alnafna — þegar hann var i sigursveit Kanada 1 4X100 m boðsundi. Ekki var keppt i frjálsum iþróttum í gær. Eftir sjö keppnisdaga i Edmonton hefur Kanada hlotið 30 gull, Ástralía 17 og England 12. Ólafsvíkur-Víkingar standa vel að vígi Nú standa Ólafsvíkur-Vikingar vel að vígi í C-riðli 3ju deildar eftir sigur 2—1 gegn Aftureldingu úr Mosfellssveit í Ólafsvfk i gær. Víkingur á einn leik eftir — við Óðin 1 Rcykjavík — og hefur 16 stig. Afturelding 15. Vikingar byrjuðu með krafti. Strax á fyrstu mín. skoraði Atli Alexandersson. Jóhannes Kristjánsson kom Víking í 2— 0 en rétt fyrir hálfleik skoraði Hafþór Kristjánsson fyrir Aftureldingu. 18. mark hans i keppninni. Vikingar sóttu stift f fyrri hálfleik en I þeim siðari jafnaðist leikurinn. Bæði liö fengu góð tækifæri til að skora en fleiri urðu mörkin ekki. Afturelding á eftir að ieika við Leikni. S.kr. til Schmidt og sagði: „Nú sigra ég þig.” Fór í hringinn og þeytti kringlunni 66.66 metra. Hinn 24ra ára Schmidt bætti heims- metið á móti i Austur-Berlín í gær. Bætti met Wilkins um 30 sm. Átti góða kast- seríu. Eitt risakast en árangur hans var þessi: 68.14 — 71.16 — 67.72 — 67.16 — 65.78 — 68.34 og var því aðeins með eitt kast betra en áður. Fyrra Evrópu- met hans var 68.92 metrar. — hsím Brautin fín, lognið bezt! — sagði Jón Diðriksson eftir að hafa sett nýtt íslandsmet í 1500 m. hlaupi ,Jú, brautin er fin — en lognið var bezt. Maður er svo óvanur þvi að hlaupa i logni á tslandi,” sagði Borgfirðingur- inn snjalli, Jón Diðriksson, eftir að hafa sett nýtt íslandsmet i 1500 m hlaupi á Reykjavikurleikunum i gær. Hljóp á 3:44.4 mín. og það eru margir áratugir sfðan íslandsmet hefur veriö sett á milli- vegalengdum á íslandi. Jón bætti met Ágústs Ásgeirssonar um nákvæmlega tvær sekúndur. Það var sett á Olympíu- lcikunum i Montreal 1976. Jón átti bezt áður 3:46.6 mfn. Bætti sig um 2.2 sek. „Þetta met er aðeins áfangi — ég verð ekki ánægður fýrr en ég er búinn að kiippa 2—3 sekúndur af þessum tima. Vona jafnvel að ég komist niður undir 3:40 f sumar. Ég hef æft eftir þýzku pró- grammi sföasta mánuðinn — og árang- urinn er að lagast mjög,” sagði Jón enn- fremur. í Sviþjóð fyrir nokkrum dögum hljóp hann fyrstur íslendinga innan við 1:50 — eða á 1:49.3 sek. Jón hefur nú alveg söðlað um i námi. Hættur i há- skólanámi á Englandi en byrjar þess í stað i haust á iþróttaháskólanum i Köln i Vestur-Þýzkalandi. Hann hefur alla möguleika á þvi, að stórbæta þann árangur, sem hann hefur nú náð. Jón varð fjórði í 1500 m í gær. Hann keppti við flmm snjalla Bandaríkjamenn. Tiny Kane vann á 3:41.0 mfn. eftir frá- bæran endasprett. Mike Manke annar á 3:41.2 mín. Þá George Malley á 4:43.7 mín. Sfðan kom Jón á nýja íslandsmet- inu. Doug Brown varð fimmti á 3:45.4 mín. og Craig Virgin sjötti á 3:47.2 mfn. Hann er með beztan árangur allra þess- ara hlaupara á vegalengdinni. Hefur hlaupið innan við 3:40. „Það er gott að halda i við þessa hlaupara, sem allir hafa hlaupið á 10 sek.,” sagði Vilmundur Vilhjálmsson. Hann varð fjórði í 100 m á 10.7 sek. Ör- lítill mótvindur kom í veg fyrir góða tíma. Charlie Wells, USA, sem Villi sigraði í fyrra, vann nú á 10.5 sek. Hann þjófstartaöi í fyrstu tilraun, þegar aörir hlupu í gegn — nema Sigurður Sigurðs- son. Hlaupið var þvi endurtekið. Wells alveg hvildur. Steve Riddick varð annar á 10.6. Bill Collins 3ji á 10.7 — Vil- rnundur sjónarmun á eftir. Sigurður hljóp á 10.8 sek. Það kom á óvart að smádæld var á 100 m brautinni. Þá hljóp Vilmundur 400 m á 47.9 sek. — á bezt 47.1 sek. — eftir harða keppni við Tony Darden, USA. Hann hljóp á 47.3 sek. Á bezt 45.3 sek. Spurningin hvað ég kemst langt — sagðiHreinn „Það styttist óðum i 21 metra — spurningin er nú bara hvað ég kemst langt,” sagði Hreinn Halldórsson eftir að hann hafði varpað 20.56 m í kúlu- varpi i gær. Bezti árangur hans i sumar — 26 sentimetrum lengra en áður. Hreinn bætir sig á hverju móti og nú ætti verðlaunasæti á EM i Prag að vera inn- an seilingar. Þá varpaði Hreinn einnig í gær 20.32 m og 20.20 m. Óskar Jakobsson, hinn 22ja ára ÍR- ingur, stórbætti sinn árangur. Varpaði lengst 18.73 m. Átti bezt áður 18.51 m. Annar bezti árangur íslendings. Guðmundur Hermannsson varpaði lengst 18.48 m. Óskar kastaði kringlu 60.40 m. Þar varð Norðmaðurinn Knud Hjeltnes annar á eftir Wilkins með 63.72 m. Varð einnig annar í kúluvarpi 19.64 m. Þar varð Walahanowitsch, Sovét, fjórði með 18.51 m og Guðni Sigfússon náði sínum bezta árangri 17.84 m, „þó ég gerði allt rangt, þegar ég varpaði kúl- unni," sagði Guðni á eftir. Það var ánægjulegt afrek hjá Guðna. Hann slas- aðist mjög illa á fæti fyrir tveimur árum. Af öðrum árangri á Reykjavíkurleikunum vakti há- stökk Ben Fields, USA, mikla athygli. Hann stökk 2.21 m, það langHæsta, sem stokkið hefur verið hér á landi (2.15 áður) Stefán Friðleifsson UÍA, stórbætti árangur sinn. Stökk i fyrsta sinn fyrir 2 metra. Sigriður Kjartansdóttir, Akureyri, setti stúlknamet í 400 m. Hljóp á 56.9 sek. — stúlka, sem á framtiðina fyrir sér. Reykjavíkurleikarnir halda áfram i kvöld. Þá verður aftur keppt í kringlukasti og kúluvarpi. 200 og 800 m hlaupin ættu að geta orðið stórskemmtileg. Fleira gott verður á leikunum, sem hefjast kl. 19.30, m.a. stangar- stökk. Larry Jessee USA keppir. Hann á bezt 5.61 metra!! — hsím Skagamenn í úrslitum Bikarsins í íslandsmeistarar Skagamanna tryggðu sér sæti i úrslitum bikarkeppni KSÍ i níunda sinn með 1-0 sigri á neðsta liðinu i 1. deild, Breiðabliki i Kópavogi, i gærkvöld. Skagamenn mæta bikarmeist- urum Vals i úrslitum — tvö yfirburðalið i íslenzkri knattspyrnu. Skagamenn og Valur berjast um meistaratign og úrsiita- leikur þeirra i Bikarnum staðfestir enn þá yfirburði er þessi tvö lið hafa i is- lenzkri knattspyrnu i dag. Skagamenn mæta Valsmönnum i úr- slitum í Bikarnum í fjórða sinn og hafa ávallt tapað. Raunar hafa Skagamenn leikið átta sinnum i úrslitum í Bikarnum en ávallt beðið lægri hlut — og marka- talan er ekki glæsilkeg, skorað 10 mörk en fengið 28! Skagamenn ættu þvi, hefð-i inni samkvæmt, ekki að eiga mikla' möguleika gegn Val, sem hefur skorað 14 mörk gegn ÍA í úrslitum en aðeins' fengið á sig fjögur. Sorgarsaga Skaga- manna í Bikarnum hlýtur að taka enda einhvern timann — verður það í ár? Ekki ef dæma á eftir leik Skagamanna gegn Blikunum í Kópavogi. Sigur að visu en Skagamenn voru allt annað en sannfærandi, þrátt fyrir að sigurinn væpi verðskuldaður. Leikmenn virtust ekki taka á, léku á hálfum hraða og með hálf- um huga. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hvort hinum snjalla þjálfara lA, George Kirby, tekst að berja eldmóði i Skagamenn fyrir leikinn gegn Val skal ósagt látið en ekki vinna Skagamenn Bikarinn i ár með því að sýna jafn slakan leik gegn Val. Skagamenn náðu sér aldrei á strik í Kópavogi en þrátt fyrir það unnu þeir auðveldan sigur. Staðreynd, sem stað- festir djúp milli efstu og neðstu liða, um- hugsunarefni vissulega. Karl Þórðarson skoraði eina mark leiksins — fallegt mark. Markið kom á 40. mínútu fyrir hálfleiks, Árni Sveinsson gaf út’S vinstri vænginn til Matthíasar Hallgrimssonar sem lék laglega á varnarmann Blikanna, upp að endamörkum og gaf góða send- ingu fyrir. Þar kom Karl Þórðarson á fullu og þrumuskot hans úr teignum hafnaði í netmöskvunum án þess að Sveinn Skúlason kæmi vörnum við, 0-1. Eftir það var aldrei spurning um hvort liðið sigraði — einungis hve stór sigur Skagamanna yrði. Þrátt fyrir að þeir réðu meiru áttu Blikarnir tvívegis skot i hliðarnetið og Hákon Gunnarsson komst á auðan sjó i vítateig ÍA en Jón Þorbjörnsson varði vel — eftir mikil mis- tök í vörn tA vegna kæruleysis. Já, það voru kærulausir Skagamenn sem léku í Kópavogi — þeir voru heppnir hve Blikarnir hafa veriö slakir í sumar, og lánlausir. Gegn sterkari andstæðingi hefði kæruleysið aðeins þýtt tap og ekk- ert annað. Leikurinn í Kópavogi var ákaflega daufur, Skagamenn þurftu lítt að taka á til að sigur næðist og slíkt eru hættu- merki í íslenzkri knattspyrnu — sýnir hina gífurlegu yfirburði ÍA og Vals yfir önnur lið. tslenzkir áhorfendur geta þó litið með bjartsýni til úrslitaleiksins — sýningarleiks islenzkrar knattspyrnu í ár. H Halls Stórtap gegn Englendingum en Ragnar Ólafsson stóð sig vel Meistaraliö Evrópu í golfi með Ragnar Ólatsson innanborðs tapaði með miklum mun gegn Englend ingum 2 1/2 á móti 12 1/2f holukeppni sem fram fór í gær. Ragnar átti 3ja bezta árangur i sinu liði og tapaði 3—2 og samanlagt tap hans og Acutis, en þeirra árangur er lagður saman var aðeins 2—1. Ragnar lék mjög vel á brautunum en púttaði illa og gerði það gæfumuninn. # Næst á dagskrá hjá honum er 2X18 holu högglcikur og komast 40 fyrstu menn áfram í unglingameistara- mót Englands, ef Ragnar næði þvl, væri það stórkost- legur árangur til viðbótar við mjög góða frammistöðu hans nú þegar. HBK fí i i í i i i BIABIB frjálst, óháð dagblað Óskum eftir góðum starfskröftum við almenn skrifstofustörf. Uppl. f síma 27022. Jón Diðriksson, Borgfirðingur, eftir aö hann setti nýtt íslandsmet í 1500 metra hlaupi á Rcykjavíkurleikunum í gær. Jón bætti metið um tvær sekúndur — sinn bezta tima um 2.2 sekúndur. í Svíþjóð setti hann met i 800 m og hljóp þá fyrstur íslendinga innan við eina og fimmtíu. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.