Dagblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
Maja Tsibúrdanidse.
Uhlmann að ógleymdum Ulf Anders-
son. sem hún sigraði á mótinu í Dort-
mund. Þetta er i 5. sinn sem hún ver
heimsmeistaratitil sinn, en hingað til
hefur hún ávallt borið sigur úr býtum.
Maja Tsibúrdanidse er liklega eitt-
hvert efnilegasta efni, sem fram hefur
komið i Sovétríkjunum hin síðari ár og
þótt viðar væri leitað. Þó hún sé
aðeins 17 ára gömul hefur hún náð
stórkostlegum árangri að undanförnu.
nú síðast sigraði hún Kushnir-Stein frá
ísrael 7 1/2-6 1/2 i einvíginu um rétt-
inn til að skora á heimsmeistarann.
Þegar siðast fréttist var staðan i
Heimsmeistaraeinvíginu 4-2, Maju í
vil, sem virðist þvi vera á góðri leið
með að brjóta áralangt einveldi heims-
meistarans á bak aftur. Að svo komnu
máli er þó of snemmt að spá um úrslit-
in. Gaprindashvili hefur margoft sýnt
það og sannað. að hún gefst ekki upp
þótt á móti blási.
Margar skákanna i einvíginu hafa
verið mjög fjörlega tefldar. Kvenfólkið
er greinilega mun djarfara en karl-
mennirnir á Filippseyjum, enda verða
jafnteflin mun færri. Hér á eftir fer 5.
skákin, en með henni jók Tsíbúrdan-
idse við forskot sitt.
Hvítt: Maja Tsíbúrdanidse
Svart: Nona Gaprindashvili
Pirc-vörn
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3
Bg7 5. Be2c6
Venjulega er fyrst leikið 5. — 0-0,
sem heldur ýmsum öðrum leiðum
opnum. Eftir 6. 0-0 lék Larsen 6. —
a5!? í tveimur skákum á Las Palmas
mótinu i ár. Sanz lék 7. a4, en eftir 7.
— Ra6 og 8. — Rb4, jafnaði Larsen
tafliðauðveldlega.
6. a4 a5 7.0-0 0-0 8. h3 Ra6 9. Hel
Þetta afbrigði kom tvisvar fyrir i
áskorendaeinvígi Spasskys og Horts,
sem háð var í Reykjavík. i 7. skákinni
lék Spassky 9. Be3, en í þeirri 9. endur-
bætti hann taflmennsku sina með 9.
Bf4. Hann náði betri stöðu i báðum
skákunum. en samt hefur Tsibúrdan-
idse ekki áhuga á að feta i fótspor
hans. Leikur hennar er þó einnig
góður og e.t.v. sá nákvæmasti í stöð-
unni. Hvitur biður með að leika bisk-
upnum. því það veltur á svarleik
svarts hvar hann er best staðsettur.
9. — Dc7 10. Bg5!?
Ginnir fram 10. — h6, sem veikir
kóngsstöðu svarts.
10. — H6 11. Be3 Kh7 12. Dd2 Rb4
13. Hadl Bd7 14. Rh2!
Einkennahdi leikur i slikum
stöðum. Frekari þrýstingur á kóngs-
væng svarts með 15. Rg4 vofir yfir.
14. - b5 15. Bf3 bxa4 16. Rg4 h5?!
Ekki 16. — Rxg4? 17. hxg4! og
hvítur hótar óþyrmilega að hertaka h-
línuna. með g2-g3, Kg2 og Hhl. 16,—
Rg8 er þó hugsanlega sterkara, en slikt
fellur ekki að hvössum skákstíl Gapr-
indashvili.
17. Rxf6+ exf6
Norræna kirkjutónlistarmótið:
KÓR LANGHOLTS-
KIRKJU HLÝTUR
FRÁBÆRA DÓMA
— í f innskum blöðum
„Verkin flutti Kór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar. Frábær
hópur, lyriskt mjúkur, tær og i jafnvægi
og hreinhljóma.... Raddirnar eru góðar.
samhæfðar og hreinar og í jafnvægi hver
við aðra. Kórinn syngur mjög hreint og
liflega og flytur rytmabreytingar
lipurlega. ... Beztu hliðar Kórs Lang-
holtskirkju undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar voru ósvikinn tónlistarákafi.
mánuði en þá tók kórinn þátt i 12.
norræna kirkjutónlistarmótinu sem að
þessu sinni var haldið i Helsinki. Söngv-
arar og hljóðfæraleikarar víðs vegar að
af Norðurlöndum tóku þátt í flutningi
tónverka á mótinu. Íslenzku tónleikarnir
fóru fram i Gömlu kirkjunni i Helsinki
19. ágúst og hlaut Kór Langholtskirkju
afburðaviðtökur áheyrenda.
Stjóm Jóns er örugg og ræður hann vel
við kórinn. Milli kórs og stjórnanda
virðist rikja einhuga samband ' og
söngvarar fylgdu bendingum stjómanda
sins af áhuga."
Þetta eru glefsur úr mjög jákvæðri
gagnrýni sem birtist um Kór Langholts-
kirkju í finnskum blöðum i siðasta
Að lokinni þátttöku sinni í mótinu
hélt kórinn í tónleikaferðalag um Suður-
Finnland og voru haldnir hljómleikar i
þremur borgun. Turku, Tampere og
Jyvaskylá. Hvarvetna hlaut kórinn rnjög
góðar viðtökur.
Þátttakendur í ferð kórsins voru 63,
þar af 43 söngfélagar.
-GAJ-
Glænýr Fíat stórskemmdur
— og stungið af
Aðfaranótt þriðjudags var ekið á
gulan Fiat 128 á móts við Grettis-
götu 42 og hann stórskemmdur. Sá er
á bílinn ók stakk af frá öllu saman.
Vill nú lögreglan biðja þá sem sáu
áreksturinn, ef einhverjir voru. að
hafa samband.
Nú verður d-peð svarts veikt, en 17.
— Bxf6 18. g4! var engu betra.
18. Bf4 Hfe8 19. Rxa4 g5
Svarta staðan var erfið, en þetta
bætir ekki úr skák. Gaprindashvili
vonast til að ná mótspili á kóngsvæng,
en í rauninni veikir þetta stöðu hennar
enn frekar.
20. Bg3 g4 21. hxg4 hxg4 22. Be2! f5
Auðvitaðekki 22. — Hxe4? 23. Bd3
Rxd3 24. Hxe4 og vinnur.
23. exf5
23. c3 Ra6 24. exf5 kom ekki siður
til greina.
23.-Bxf5 24.c3 Rd5 25. Bd3!
Eftir uppskipti á hvítreita biskupun-
um koma veilurnar í svörtu stöðunni
vel i Ijós og hann tapar a.m.k. peði.
25. — Bxd3
25. — Dd7? er svarað með 26. c4!
og 27. Rb6
26. Dxd3+ Kg8 27. Df5 Rf6 28. Df4
Db7 29. Dxd6?!
Einfaldara og mun sterkara er 29.
Bh4! Svartur lumar nú á óvæntum
mótspilsmöguleika.
29, —Re4! 30. Hxe4
Ef 30. Df4, þá 30. - Rxg3 31.
Dxg3 Db5! og svartur getur barist
áfram.
30. —Hxe4 31.Rc5 De7?
Svörtum sést yfir hinn skemmtilega
möguleika 31. — Dxb2! 32. Rxe4
De2. Svartur vinnur manninn aftur og
hefur góða jafnteflismöguleika.
32. Rxc4 Dxe4
Miðað við athugasemdina hér á
undan hefur hvitur nú umframpeð á
b2 og þar af leiðandi góðar líkur á
sigri.
33. Hal a4 34. b3?
í timahrakinu leika þær báðar óná-
kvæmt. Svartur fær nú möguleika á
hinum mjög svo óþægilega leik 34. —
a3! því 35. Hxa3 er svarað með 35. —
Dbl+ 36. Kh2 Dh7+ með þráskák!
En fleiri verða möguleikar svarts ekki.
Hér eftir teflir hvítur óaðfinnanlega og
gefur svörtum enga möguleika.
34. - Bf8? 35. Df4 Dg6 36. bxa4
Hxa4 37. Hxa4 Dbl+ 38. Kh2
Dh7+ 39. Bh4! Dxh4+ 40. Kgl Dh5
Hér fór skákin í bið, en svartur gafst
upp án frekari taflmennsku. Biðleikur
hvits var4l. Ha8.
Björgvin
í Oóalfe
Björgvin er - um þessar
mundir - aö vinna nýja
sólóplötu
Efni af henni veróur á
dagskránni annað
kvöld
wMr,