Dagblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978.
3
Að horfa á gamlan mann gráta að
ÁVald skrifar:
Sá fáheyrði atburður gerist nú fyrir
skömmu að brotizt var inn hjá
fátækum hugsjónamanni i höfuðstað
íslands, Reykjavik.
Þetta innbrot var að því leyti ólíkt
þeim innbrotum, sem oft má sjá fréttir
um á síðum dagblaðanna að ekki voru
að verki ótindir þjófar og misyndis-
menn heldur borðalagt yfirvald í
embættisnafni.
Aðfarir þeirra og eril tiunda ég ekki.
Það hefur áður verið gert i máli og
myndum en atlaga þessi mun fræg
verða að endemum þegar fram liða
stundir. Á hitt vil ég minnast sem
mestu varðar, að hér er gerð
svívirðileg atlaga að samvizkusömum
og heiðarlegum hugsjónamanni sem af
þrotlausri elju og umhyggjusemi hefur
bariztvið að koma upp safni íslenzkra
dýra ogfugla.
Kristján Jósepsson er um margt sér-
kennilegur persónuleiki. Fyrir liðlega
12 árum fékk hann áhuga á að koma
upp sýnishorni íslenzkra dýra og hefur
farið víða um land til fanga og brugðið
við hart ef spurðist um sérkennileg af-
brigði og sparaði þá hvergi fé og fyrir-
höfn þegar um var að ræða að bæta og
auka við safnið. Hver króna sem hon-
um áskotnaðist umfram brýnustu lifs-
nauðsynjar fór til viðhalds og
uppbyggingar þessa safns, sem nú
hefur verið tætt niður og flutt á brott.
Óneitanlega fallast manni hendur
þegar horft er á opinbera aðila
eyðileggja margra ára þrotlaust
menningarstarf sem unnið er í þeim
tilgangi að gefa kaupstaðarbörnum,
ekki sízt bomum og óbomum, kost á
að sjá á einum stað það helzta úr
íslenzku dýralifi.
Ég ætla ekki að gera lítið úr kaupi
íslendinga á hinum fræga geirfugli á
sínum tíma en smá er skuld íslenzka
dýrasafnsins við ríki og borg saman-
borið við kaupverð þess góða geirfugls
umreik'nað á núgildi. Hið sama má
segja um Ijósakrónuna góðu og
spegilinn svo fleira sé nefnt.
Nei, góðir herrar. Þið sem að þessu
standið hafið sett smánarblett bæði á
ykkur sjálfa og á það embætti sem þið
eigið að heita að vinna fyrir. Allir
sannir og sómakærir Islendingar fyrir-
lita vinnubrögð ykkar enda vart dæma
að leita í siðfrjálsum heimi. að sjálf-
borðið menningarstarf sé svo fótum
troðið af ráðandi yfirvaldi.
Nú hefur uppboðið verið auglýst í
dag, laugardag, á dýrum Kristjáns
Jósepssonar og að þvi uppboði loknu
fullnægt hinni veraldlegu makt. Þvi
skora ég á alla sanna drengskapar-
menn að mæta á þessu uppboði og
freista þess að safnið sundrist ekki
frekar en orðið er og svara aðför
þessari á þann eina hátt sem allra
þjóða og allra tíma ójafnaðarmenn og
kúgarar skilja: ÞOGN.
EYÐA ÞARF AUÐVALDINU
Lárus Ingibergsson verkamaður skrif-
ar:
Ég rakst á grein eftir Óskar P. Héð-
insson í DB 1. sept. sl. þar sem hann
ritar um ofsóknir kommúnista fyrr og
nú. Ef þetta er ekki áróður hjá þessum
blessaða manni þá veit ég ekki hvað
áróður er, en hann úthúðar komm-
únistum svo mér ofbýður. Það eru
ábyggilega fleiri en verkamenn komm-
únistar á Islandi. En þú segir orðrétt i
grein þinni: „Ég sá fljótt í gegnum
brögð þessa hyskis, sem var að megin-
stofni skitugir verkamenn sem ekki
buðu góðan dag.” Ja mikil er raun
hinna háu herra þegar hinn skítugi
verkamaður er hættur að skriða fyrir
þeim og farinn að hugsa sjálfstætt. Því
miður hafa verkamannaþrælamir
þurft að vera illa klæddir og óhreinir i
gegnum árin svo þið háu herrar gætuð
lifað i vellystingum. Þú sérð kommún-
ista í öðrum hverjum manni sem ekki
er titlaður framkvæmdastjóri eða
meira. og sem ekki hafa getað borgað
mannsæmandi laun. þannig að verka-
menn gætu fengið sér mannsæmandi
föt svo þeir óhreinki ykkur ekki þegar
þess er krafizt að þeir bjóði góðan dag.
En góði maður hefurðu ekki gert
þér grein fyrir því að við búum í lýð-
frjálsu landi, þar sem hver maður má
hafa sína trú og sína skoðun. Og að
ætla að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að
drepa niður kommúnista finnst mér
fáránlegt eða heldurðu að hann hafi
verið stofnaður til þess. En nóg
um það.
Siðar í sömu grein kemur þú, hr.
framkvæmdastjóri, inn á álverið við
Straumsvik þar sem þú segir að ham-
ingja og gleði hafi skinið út úr and-
litum verkamannaog þeir jafnvel sung-
ið við vinnu sina (Erlu viss um að þeir
hafi ekki verið kommúnistar?) Ég á
bágt með að trúa þessu þar sem þetta
er þannig vinna við erfiðar aðstæður
og mikinn hita. Mig minnir að það
hafi verið og sé enn afar óhollt að
vinna þar og menn eigi það á hættu að
fá svokallað stállunga. og þá sérstak-
lega í kerskálunum. þó það hafi
kannski lagazt eitthvað eftir að byggt
var yfir hluta af kerjunum. Kannski
þeir hafi verið svona hamingjusamir
yfir að eiga von i að komast inn i alls-
nægtirnar á Vífilsstöðum sem þú segir
aðséu þar.
Svo að lokum þetta: þegar plast-
kvoðutankur ykkar feðganna sprakk í
loft upp á Reyðarfirði segir þú að þessi
atburður hafi verið hið mesta happ
fyrir byggðarlagið. Ja. er það ekki
furðulegt að þegar þorri landsmanna
er að berjast á móti mengun i landinu
skuli vera til sá maður sem hreinlega
hælir sér af því að hafa mengað heilt
byggðarlag. Já er það ekki furðulegt
hvar sumir nienn eru þjóðhollir.
Guð blessi hina frjálsu Íslendinga
segir þú þegar fráfarandi ríkisstjórn
sem sat í fjögur ár (fjórum árum of
lengi) er svo gott sem búin að setja
þennan hraunhólma.á hausinn vegna
erlends skuldabagga sem nemur mörg
hundruð þúsundum á hvert manns-
barn í landinu. Og sem ekki hafa getað
haldið uppi sjálfstæði i landinu nema
pieð tilkomu hers sem sjálfstæðismenn
hafa nú tryggt okkur til eilifðar.
Bréfritarí segir að afar óhollt sé að vinna i Álverinu.
Torfæruaksturskeppni
Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík heldur torfæruaksturskeppni viö
Grindavík sunnudaginn 17. sept. og hefst kl. 14.
Væntanlegir keppendur láti skrá sig í símum 92-2874 (Ragnar) eda
92-2009 (Verzl. Duus) fyrir hádegi laugardaginn 16. sept.
Spennandi keppni — Góð verð/aun
Björgunarsveitín Stakkur
Spurning
dagsins
Hver er uppáhalds-
íþróttahetjan þín?
Jóhann Björgvinsson, 14 ára: Ath
Eðvaldsson i Val. Hann er mjög góður
knattspyrnumaður.
Margrét Ötöf Héðúisdótttr, II ára:
Hreinn Halkkmson. Hann vann i
Fvrópumeisiaramóti I kuluvarpi. svo er
hann svakalega sterkur maður.
Jón Sigurðssun, 12 ára: Auðvitað
strákarnir i Val. Þeir urðu Íslandsmeist
arar i knattspyrnu. þess vegna eru þcir i
uppáhaldi hjá mér. Ég held lika með
Val.
Egill Arnarsson, II ára: Það er hann
Hreinn Halldórsson. Hann cr lika
ofsalega sterkur.
F.lin Jónsdóttir, 10 ára: Hreinn
Halldórsson. Hann er góður i kúluvarpi.
Hann er lika næstum þvi sterkasti
maður i heimi.
Ingigerður Fanney Bragadóttir, 9 ára:
Hreinn Halldórsson. Hann hefur unnið
svo mörgum sinnum. Svo er hann líka
svakalega sterkur.