Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 1

Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 1
dagblað Uppsláttur hollenzku blaðanna á mánudag: Pétur skrifaði undir þriggja ára samning Frétt DB á mánudag var rétt, að því leyti að Feyenoord hafði tilkynnt i Hollandi að Pétur hefði skrifað undir samning við Feye- noord. Kænskubragð Peter Stephen, framkvæmdastjóra Feye- noord, sem þannig vildi halda öðrum félögum frá. Pétur skrifaði undir I gær en er hann dvaldi í síðustu viku I Hollandi vakti hann þar mikla athygli. Viðtal við hann I útvarpi, 10—12 ljósmyndarar fylgdust með hverju fótmáli hans og þrívegis sýnt í sjónvarpi er hann var felldur innan vítateigs i EM- leik Islandsog Hollands. —Sjá íþróttir I opnu Eftir að hafa skrifað undir I gær að Hótei Loftleiðum. Pétur Péturs- son, ásamt móður sinni, Guðriði Jónsdóttur, Peter Stephen og föður Péturs, Pétri Elissyni. DB-mynd Bjamleifur Bjamlerfsson. 4. ÁRG. — FIMMTLDAGUR 12. OKTÓBER 1978 — 226. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11. — AÐALSÍMI 27022. —17 ára piltur lézt, tveir h félagar hans handteknir Sautján ára piltur lézt á sjúkrahúsi I Reykjavík I nótt af völdum falls í gegnum þakglugga á nýbyggingu Kama- bæjar við Austurstræti. Féll pilturinn niður á steingólf og var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús skömmu síðar, skv. upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar. Tveir félagar hans voru handteknir um svipað leyti, grunaðir um innbrotstil- raun i húsið. Annar þeirra lét vita af slysinu. Þeir voru báðir ölvaðir í nótt og hafði því rannsóknarlögreglunni ekki gefizt tækifæri til að yfirheyra þá i morgun þegar DB fór i prentun. Það var kl. 01:26 í nótt að Rannsóknarlögreglunni barst tilkynning um slysið. Svo virðist, við skoðun á ummerkjum á staðnum, sem pilturinn sem lézt hafi ætlað að sparka glugganum úr, en við það fallið í gegnum hann og lent á steingólfinu. Um er að ræða kúlu- laga glugga úr tvöföldu, þunnu plasti. Fallið niður er um 3 metrar. ÓV/ASt. Glugginn, sem pilturinn féll I gegnum er á þaki nýbyggingar bakhóss Karnabæjar viö Austurstræti. Falliö niður er um þrír metrar. DB-mynd: Hörður. Slælegur frágangur á Keflavíkur- flugvelli: Er vinnuflokkur Aðalverktaka var að grafa fyrir afrennslisræsum frá byggingum og brautum á Keflavíkur- velli fyrir nokkru kom vinnufiokkur- inn niður á einhvers konar olíudrullu sem var samansöfnuð i jörðinni á svæði við stóra fiugskýlið 885 og fiug- vélastæðin við það. Framkvæmdir við yfirborðsræsis- lagnir voru þá stöðvaðar en hafizt handa um að dæla upp olíudrullunni OLIUSORIIJORDUI NÁND VID VATNSBÓUN og olíumengaður jarðvegur fjarlægður ístórum stil. Olíusori þessi. sem víst þykir að sé uppsafnaður á mörgum árum, er ekki ' nema i eins til hálfs annars kílómetra fjarlægð frá vatnsbóli Njarðvíkinga. Hafa þeir að vonum gengið hart fram í að komizt verði fyrir rót vandamáls- ins. Albert K. Sanders bæjarstjóri i Njarðvík sagði að svo hefði verið frá hnútum gengið við fiugskýlið og fiug- vélaplanið að yfirborðsvatni hafi verið beint i leiðslum út I opinn skurð og leitt út í heiðina. „Þetta átti bara að vera vatn,” sagði Albert, „en þegar verið er að tappa á vélar eða hreinsa þær getur olía auð- veldlega blandazt vatninu. Leiðslur virðast svo hafa stíflazt og olían setið eftir og siazt út í jarðveginn i kring.” Albert kvað Njarðvíkinga hafa kraf- izt skjótra úrbóta af hálfu vamarmála- nefndar og varnarliðs. Nú væri búið að tilkynna að fjárveiting væri fengin fyrir sérstökum oliuskiljum sem settar yrðu á enda frárennslisleiðsla frá flug- skýlum og flugvélaplönum svo að tryggja mætti að olía kæmist ekki i yfirborðsvatn. „Við höfum stöðuga rannsókn á vatnsbólum okkar. Hræðsla okkar við olíumengun er áragömul. En það hefur enn ekkert komið fram sem bent gæti til mengunar vatnsbólanna. Þó vatnsból Njarðvíkinga sé næst olíu- staðnum nú, erum við á sama báti og Kefivikingar og varnarliðið hvað vatnsból snertir. Forðabúr bólanna allra er eitt og hið sama.” - ASt. INNBROTSTILRAUN ENDAÐIMEÐ BANASLYSI A

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.