Dagblaðið - 12.10.1978, Side 2

Dagblaðið - 12.10.1978, Side 2
2 r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978. Leigjendasamtökin varla málstað leigj- enda til framdráttar —húsnæði byggt til leigu til tapreksturs Grundi skrifan Nú fyrir skömmu hafa verið stofnuð samtök leigjenda til vernd- unar hagsmunum þeirra. Ýmsar yfirlýsingar og brigzlyrði hafa borizt frá forráðamönnum hópsins, sem varla geta talizt verða málstað leigjenda til framdráttar. Eitt helzta áhyggjuefni forystu- manna þessara samtaka er leigu- upphæðin, sem þeir segja að sé nú allt að kr. 75.000,- fyrir tveggja herbergja íbúðá mánuði. Nú skulum við setja upp reiknings- dæmi og athuga hvort það sé arðbær atvinnuvegur fyrir mann að byggja Raddir lesenda JÓNAS HARALDSSON Hringið í síma 27022 ntilli kl. 13 og 15 Leigubílstjórinn og reykingarnar: ÓVIÐKOMANDI ÞESSUM BÍL 0G ÞESSU NÚMERI Leigubílstjóri einn hringdi i þáttinn vegna bréfs frá starfsbróður hans sem birtist á laugardaginn. í bréfinu sagði bílstjórinn að hann mundi leyfa reyk- ingar í sinum bíl og reykja þar sjálfur. Með bréfinu birtist mynd af leigubil — en það verður að koma skýrt fram að sá bill er á engan hátt tengdur fyrr- nefndu bréfi, né heldur bilnúmerið sem þar sést. „Ég mun eftir sem áður fara að lögum landsins hvort heldur ég er þeim sammála eða ekki,” sagði eigandi bílnúmersins sem skreytti þessa grein. Myndin var sem sé ekki af viðkom- andi leigubíl og ekkert viðkomandi bréfinu frá leigubílstjóranum. Leggjum við áherzlu á að þetta sé tekið með í dæmið. tveggja herbergja ibúð í blokk með það fyrir augum að leigja hana. Láta mun nærri að byggingar- kostnaður á 60 fermetra íbúð sé nálægt kr. 10.000.000 i dag. Við skulum einnig gefa okkur að ársvextir í banka séu 25% fyrir utan verðbólgu. Verðbólguviðmiðun tek ég ekki inn i myndina og reikna með 20 ára jöfnum afskriftatíma. Krónufjölgun í áætluðu söluverði eignarinnar frá ári til árs er ekki tekin í myndina þar sem ekki er hægt að kalla verðbólgu tekjulind. Rekstrarreikningu pr. ár Húsaleigutekjur (75.000x 12) kr. 900.000,- Fyrning 1/20 af lOmilljónum 500.000.- Vaxtakostnaður af 10 millj. pr. ár 2500.000.- Fasateignagjöld 45.000.- Brunabótaiðgj. 8.000.- Viðhald og viðgerðir á skemmdum 200.000.- Samanlagt alls 3.253.000.- 900.000.- Tap á fjárfestingunni kr. 2.353.000.- Siðan gerir leigusalinn framtal sitt um áramótin og ef hann er með meðal árstekjur þá eru skattar hans, eftir siðustu aðgerðir núverandi stjórn- valda i skattaálagningu, allt frá 50— 70% af rekstrarafgangi ef einhver kynni að vera i því tilfelli að skuldir hvíldu ekki á eigninni. Það er þvi erfitt að átta sig á merkingu orðsins „leiguokur” sem ofangreind leigjendasamtök hafa dylgt með í sambandi við verð á húsa- leigu hérlendis. „Ég hef ekki heyrt um neinn sem byggir nýtt húsnæði sérstaklega til að leigja það, enda væri slikt dæmt til tapreksturs,” segir Grundi. Leiguhúsnæðið sem er á boðstólum í dag mun að mestu vera þannig til komið að ungt fólk sem hefur byggt hús hefur innréttað kjallara eða ris i húsi sínu oft vegna þarfa ættingja eða kunningja og síðan leigt út. Ég hefi ekki heyrt um neinn sem byggir nýtt húsnæði sérstaklega til að leigja það, enda væri slíkt dæmt til tapreksturs. Raunin mun vera sú að fjöldi íbúða- eigenda, sem gæti leigt út gott húsnæði, lætur það frekar standa autt heldur en að leigja það út. 1 blöðunum hefi ég séð ýmsar upplýsingar um lög og reglugerðir um húsaleigumál á hinum Norðurlöndun- um. Ég hefi hins vegar ekkert séð frá þessum aðilum um verð á húsaleigu á Norðurlöndunum. Væri mjög fróðlegt að fá slíkar upplýsingar frá leigjenda- samtökunum, því það virðist liggja í loftinu að þau hafi aflað sér töluverðra upplýsinga um þessi mál þaðan. Mér er hins vegar kunnugt um að húsaleiga er tvisvar til þrisvar sinnum hærri þar en hér og á það sérstaklega við um Svíþjóð. Að minu áliti er húsa- leiga lág á íslandi miðað við hin Norðurlöndin og önnur nágranna- lönd. Annars væri hér mjög verðugt verkefni fyrir verðlagstjóra að kynna sér, þannig að óyggjandi tölur lægju fyrir um markaðsverð á húsaleigu til samanburðar á öllum Norðurlöndun- um. Ég hefi séð ávæning af því í blöðun- um að leigjendasamtökin ynnu að þvi að koma í gegn lögum og reglugerð sér og umbjóðendum sínum til verndar. Slíkar einhliða aðgerðir geta auðvitað ekki gengið og hagsmuna leigusala verður einnig að gæta, t.d. að umsamin húsaleiga sé greidd á réttum gjalddögum, að hægt sé að kveðja til þriggja manna nefnd, þegar í stað, ef um ítrekaðar og alvarlegar skemmdir á útleigðu húsnæði er að ræða, einnig ef um ítrekuð brot er að ræða vegna hávaða að næturlagi og umgengnis- hátta, sem öðrum íbúum er til ama. Að minu áliti eiga yfírvöld ekki að hafa afskipti af verðlagi þar á meðal á leiguhúsnæði. Framboð og eftirspum er það eina sem skapar heilbrigt jafn- vægi á markaðnum á þessu sviði sem öðru. Allt annað fæðir af sér lögbrot og feluleik og skiptir engu hvort þvingunaraðgerðir eru reyndar í borgum frelsisins, t.d. New York, eða borg ofstjórnunarinnar, í Moskvu. Augljóst er að nýgift fólk þarf að eignast íbúö og lánakerfi Húnæðis málastjórnar ríkisins hrekkur of skammt i dag miðað við þær kröfur um þægindi i húsnæði og tækjabúnað sem gerðar eru. Auka þarf stórlega lánveitingar til húsbygginga nýrra fjölskyldna. Einnig þarf hvetjandi aðgerðir stjófnvalda til að fleiri vilji leigja ónotað íbúðarhúsnæði. T.d. mætti hugsa sér að rekstrarafgangur af út- leigðu ibúðarhúsnæði væri skattfrjáls hjá leigusala, einnig að Húsnæðis- málastofnun rikisins hjálpaði hús- eigendum til að standsetja ibúðir í risum eða kjöllurum. Löggjafinn gæti gert ungu fólki létt- bærara að stofna heimili með því að leyfa greiddri húsaleigu að vera frá- dráttarbærri til skatts. Kaupum ekki áfengi —fyrren það verður lækkað Magnús Magnússon hringdi: Almenningur getur ráðið verðinu á áfenginu. Sýnum samstöðu, kaupum ekki dropa af áfengi fyrr en verðið hefur verið lækkað verulega. Sjáið hvernig fór með smjörfjallið góða. Þeir urðu að lækka það. Eins skulum við láta fara með Ámuna. Samtaka nú. Samtök áfengisunnenda. Brennivinið er orðið svo dýrt að sala i rikinu hefur stórlega dregizt saman.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.