Dagblaðið - 12.10.1978, Page 3

Dagblaðið - 12.10.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12-OKTÓBER 1978 3 íslenzki málaliðinn í Ródesíu: Breytast menn í óargadýr? Móðir skrifar: Mann setur hljóðan eftir að lesa frá- sögn ungs landa okkar af stríðsað- gerðum suöur í Mosambique í Afríku. Hvernig getur ungur og siðmenntaður maður breytzt i annað eins óargadýr? Við íslendingar getum hrósað happi yfir þvi að þekkja ekki annað til hern- aðar en það sem blasir við augum á Keflavíkurflugvelli. Hvernig skyldi það vera suður þar? Ætli ungum og efnilegum piltum vestan úr Ameríku sé breytt i þessi skrimsl, sem líta á mannlíf rétt eins og lif meindýrs eða pöddu? Allur hernaður er ógeðfelldur, og birting á frásögn íslendingsins unga var að þvi leyti gagnleg að hún opnaði 4 augu fjölmargra Islendinga fyrir ógn- inni. Allir hlusta á útvarpsfréttir dag eftir dag, svo og svo margir fallnir — en eru þær fréttir ekki hættar að komast inn fyrir hauskúpu flestra? Þessi mynd var tekin á Keflavikurflug velli af varnarliðsmönnum á hergöngu. — Húsmóðir spyr hvort striðsafskipti breyti ungum, siðmenntuðum mönnum í óargadýr. Raddir lesenda Frændi minn, Jón Ilulda \ uldimarsdóttir skrifar: \ fimmtu siðu Daghlaðsins þ. 3. októher »ar grein um tvö 18 ára skáld á röndóttum husum. Blaðainenn héldu társt að þeir væru Hihurarar af þti háðir toru grannir. fölir ug með gleraugu, en stn tar nú ekki „nenta htað Jón Sigurðsson forseti" (og retndar lika frændi hréfritara) „tar ættfaðir þeirra heggja". Sto imirg toru þau on\. Kn htemig á Jon frændi Sigurðsson að geta terið ættfaðir nokkurs þar sem hann álti engin horn sto titað sé til? — I n sem betur fer átti Sigurður palilii hans liann og hlessuð sé niinning þeirra. STUn BRÉF OG FULLT NAFN Enn skal það brýnt fyrir lesendum að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja bréfum. Ef bréfritari óskar eftir að nota dulnefni skal þess getið. Vinsamlega hafið bréf eins stutt og mögulegt er. Dagblaðið áskilur sér rétt til þess að stytta lengri bréf. JH Áskorun til sjónvarpsins: Komið með landsleik Tjalla og Bauna rigrib skrifar: Ég og félagar mínir vorum svo heppnir að fá aðgöngumiða að leik Dana og Englendinga á Idrætsparken í Kaupmannahöfn um miðjan siðasta mánuð. Hvílíkur leikur! Við skorum nú á sjónvarpið að afla sér filmu af þessum leik. Hann mun svo sannar- lega verða áhugamönnum um knatt- spyrnu — og þeir eru margir — hin bezta skemmtun. Tjallamir voru þarna fjölmennir í áhorfendahópi og létu ófriðlega, en Baunarnir stóðu sig meðeinstakri prýði. Þór Vigfússon, formaður umferðarnefndar, er reiðhjólamaður i umferðthni og býr I gömlum bæ i vesturborg Reykjavikur. Hér hellir hann upp á kaffisopann. DB- mynd R. Th. Sig. Nýr tónn í umferðinni Ökumaður skrifar: Mér lízt vel á eina breytingu i stjórnun borgarinnar eftir að „rauða” stjórnin tók við — aðrar breytingar hafa enn ekki látið á sér kræla — það er hinn nýi tónn í æðstu stjórn umferðarmála. Eftir að hafa hlýtt á sunnudags- erindi Þórs Vigfússonar fyrir nokkrum Heimilis- læknir svarar Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. vikum síðan og lesið viðtöl við hann, sé ég i hendi mér að þar er góður maðurí réttu starfi. Vildi ég óska þess að Þór og félögum hans í umferðarnefnd borgar- innar takist að skapa nýjan og betri hugsunarhátt meðal ökumanna. Ekki mun af veita því hvergi í veröldinni fyrirfinnast jafn margir „kaldir” og „öruggir” klaufar i umferðinni eins og einmitt í Reykjavik. Nóg k jöt á Reyðarfirði Jón Guðmundsson kjötiðnaðarmaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa Reyðarfirði hringdi: í grein, sem Herdís Hermóðsdóttir skrifaði í DB nýlega, sagði að ekki hefði þýtt fyrir Eskfirðinga að leita til Reyðfirðinga til þess að fá kjöt á lága verðinu, þar sem þeir hefðu selt það til Færeyinga. Þetta er ekki rétt. Þegar verð var lækkað á kindakjöti átti Kaupfélagið á Reyðarfirði um 900 skrokka. Síðan hefur verið selt látlaust kjöt, m.a. til Eskifjarðar, en enn eru eftir á annað hundrað skrokkar hjá kaupfélaginu. Þessi staðhæfing hinnar ágætu konu á Eskifirði hefur þvi verið sett fram að ókönnuðu máli. ✓ Tekur þú þér vetrarfrí? Sölvi Eliasson bílstjóri: Nei, ég ætla ekki að fara i frí i vetur. Ég hef aldrei farið í frí um vetrarmánuðina. Ég fer í sumarfrí og líkar það vel. Ég ferðast um Island yfirleitt um miðjan júlí og fer þangað sem sólin er. Sigurgeir Svelnbergsson matreiðslu- maðun Nei, það geri ég nú ekki. Ég er nýkominn úr fril. Ég ferðaðist um meginlandið og likaði það vel. Geir Gunnlaugsson nemi: Nei, ég fer ekki í vetrarfri, þar sem ég er að læra. Tek mér sumarfrí i staðinn, og vinn ég gjarnan í þvi. Guðrún Árnadóttir húsmóðir: Nei, ég fer aldrei í fri. Ég hef ekki farið í fri i nokkur ár. Sigurður Bergsson stöðumælavörður: Ég hef ekki tekið mér sumarfri. Hvað þá að ég fari að taka mér vetrarfrí. Ég ætla mér ekki i neitt frí vegna þess að efna- hagur minn leyfir það ekki. Óskar Erlingsson nemi: Nei, það vært þá ekki nema að ég færi í jólafrí. Ég er að læra og þess vegna er ekki hægt að taka sér fri í vetur. Ég tók mér hins vegar sumarfrí og fór ég til Þýzkalands.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.