Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 4

Dagblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978. ] DB á neytendamarkaði ■Pl Hávaðinn á heimilunum eroft SKAÐLEGUR HEYRNINNI Margir öfunda þá sem vinna heima við og telja að þeir hljóti að vera al- sælir að vera lausir við ys og þys hvers- dagslífsins og sitja heima hjá sér í kyrrð og ró. En á nútímaheimilum með flóknum vélum er langt frá því að vera kyrrð og ró. Hávaðinn er þvert á móti mikill, oft skaðlega mikill. Norska neytendablaðið (Forbruker- Rapporten) lét gera hávaðamælingu á algengustu heimilistækjum og fara niðurstöðurnar hér á eftir. Ef til vill eru aðstæður ekki alveg eins hér á landi en þó eru þær eflaust mjög líkar. Mjög misjafnt er hvernig fólk bregzt við hávaða. Það má þó alhæfa að eftir að fólk hefur tekið eftir honum og fer að hugsa um hann finnur það meira fyrir óþægindum. Mestu óþæg- indin eru jafnan af óreglulegum hávaða, s.s. þegar verið er að reka nagla i vegg. En á heimilum er sá há- vaði oftast það lítill að hann veldur ekki skaða á heyrn. Sá hávaði sem þar er aftur á móti mestur er frá heimilis- tækjum sem suða jafnt og þétt og taka menn oft ekki eftir hljóðinu. í norsjtri byggingarsamþykkt eru ákvæði um að i hverju heimilistæki megi ekki vera meiri hávaði en sem samsvarar 35 framleiði upp í 85 dB hávaða. Sam- svarar það þvi er vörubíll ekur fram hjá í 7 metra fjarlægð. Mestur hávaði er oftast þegar vélin þeytivindur og er hægt að draga úr honum með því að láta hana ekki standa á steyptu gólfi. Einnig ætti fólk ævinlega að fá að heyra í vélunum áður en það kaupir þær til þess að geta valið um hver því finnst valda minnstum hávaða. Ryksugur hafa einnig anzi hátt, að minnsta kosti sumar þeirra. Ekki er óalgengt að hávaðinn sé ein 68 dB. Fyrir utan þvottavélina er því ekkert sem framleiðir eins mikinn hávaða. Hávaðinn samsvarar því að síminn hringi í tveggja metra fjarlægð frá okkur. En hávaðinn frá ryksugunni er góður að þvi leyti að hann fer lítt í taugarnar á flestum. Flestir hreinlega viðurkenna hann sem staðreynd en þola mun verr hávaða sem þeir þekkja ekki, þó hann sé minni. Næst á eftir ryksugunni fylgir hrærivélin. 62 dB er ekki óalgengur hávaði frá hrærivél. Og það hljóð finnst flestum óþægilegt. En langflest- ir láta sig hafa það vegna þess gagns sem hrærivélin gerir. Reyndar er það svo aö nær öllum finnst bærilegri há- því að börn þeirra á táningaaldri spila plötur með ærandi hávaða. Ein aðal- röksemdin gegn sliku er að þessi hávaði sé hættulegur eyrum ungling- anna. En sannleikurinn er sá að há- vaðinn reynir meira á taugar eldra fólksins en heyrn unglinganna. Þau eru fá tilfellin þar sem hægt hefur verið að sýna fram á að heyrnardeyfð stafi af hljómflutningstækjum. Baðið Þó að flestum finnist sá hávaði sem myndast við það aö vatn rennur í bað- ker ekki mikill er hann oft verulegur, og þá oft verri fyrir manninn í næstu íbúð en fyrir þann sem baðkerið á. í norskri blokk kom i ljós að hávaðinn frá því er rann í baðker komst upp í 75 dB inni í baðherberginu og 52 dB í næstu ibúð. Og þá er nábúinn ekki sjálfráður um að minnka hávaðann sem gerir taugaveiklun hans út af há- vaðanum meiri en þess sem lætur renna í baðið. Auðvelt er að minnka hávaðann sem fylgir því er rennur í baðið með því að smeygja slöngu upp á kranann og láta hana ná niður á botn kersins. Komið hefur 1 ljós að hávaðinn frá hljómflutningstækjum tekur meira á taugar eldra fólksins en heyrn unga fólksins. Fæstir þola hávaðann af þvl er borað er 1 vegg. Eina bótin er að það gengur fljótt yBr. Þegar við sturtum niður úr klósett- inu getur hávaðinn komizt upp í 70 dB. Það er þess vegna sem bannað er í mörgum blokkum i Reykjavík að sturta niðureftir miðnætti. Hitaveitan Oft hvín leiðinlega í hitaveitupípun- um og tökum við sérlega eftir því á nóttunni. í blokkum kemur það fyrir aö hávaði úr íbúð þar sem skrúfað er frá krana heyrist um alla blokk. Við þessu er fátt hægt að gera. Kannski dugar þó eitthvað að setja fleiri pípur en smærri í húsið. Viftur Hávaðinn sem fylgir viftum á þak- inu getur verið illþolanlegur. Slikar viftur eru ekki mjög algengar á lslandi en þekkjast þó til þess að lofta út úr ÞvottavéÚn er það heimilistækl sem skapar mestan hávaða. Allt upp i 85 dB. Þegar rennur i baðið getur nágranninn Uka orðið fyrir óþægindum. desibelum séu tækin í þeim herbergj- um sem dvalið er í og ekki meiri en 40 dB í eldhúsum. Ekki var öryggiseftir- liti ríkisins kunnugt um að neinar slikar reglur væru i gildi á íslandi. Hávaöi í heimilistækjum Við skulum byrja á þvottavélinni. Ekki er óalgengt að sjálfvirk þvottavél Eldhúsviftan skapar svipaðan hávaða og er i stórverzlun. vaði frá tækjum sem þeir geta sjálfir slökktogkveiktá. Á eftir hrærivélinni fylgja eftirfar- andi tæki: uppþvottavél með 60 dB, samsvarandi hávaði og samtal í metra fjarlægð, eldhúsvifta með 42 dB, svipaður hávaöi og í stórverzlun, og djúpfrystir með38dB. Hljómflutningstæki Margir foreldrar ergja sig mjög yfir Hávaði f rá umhverfinu Þegar reist eru íbúðarhús og at- vinnufyrirtæki í sama hverfi er oft mikill hávaði, þó ekki sé af öðru en ný- lenduvöruverzlun. Meira að segja á nóttunni þegar bílarnir loksins eru hættir að skarka í grenndinni þagna kæli- og frystigeymslur búðarinnar aldrei. Þar sem hávaðinn er lágur er þó oft erfitt að koma kaupmanninum í skilning um að þarna sé vandi á ferðum. En sem betur fer eru þau tæki sem nýjust eru á markaði mun hávaðaminni en gömlu kælarnir og frystarnir. Hávaði frá næstu nágrönnum getur oft verið illþolanlegur. Sérlega á þetta þó við er þeir halda veizlur eftir mið- nættið og fólk dansar og syngur við undirleik grammófónsins. Hér er ekk- ert annað en aukin tillitssemi sem getur leyst máiið og þá er gott að lita í eigin barm fyrst. Hvert á að kvarta í Noregt er það þannig að fólk getur kvartáð til yfirvalda yfir óþægi- legum hávaða og menn eru sendir til þess að mæla hvort rétt sé. Hér á landi er enginn slikur aðili, það er við bezt vitum. Öryggiseftirlitið skiptir sér bara af vinnustöðum, heimilin koma því ekki við. Eina ráðið virðist þvi vera að kvarta beint til jress sem hávaðann fremur, senda lögguna á hann ef allt annað bregzt. Það mun ekki vera óal- gengt um helgar að kvartað sé til lög- reglu ef hávaðinn frá nágrönnunum er óbærilegur og komið undir morgun. En hávaðann inni i eigin ibúð verða menn að reyna að minnka sjálfir. • DS Hávaðinn frá uppþvottavél samsvarar mannamáú 1 metra fjarlægð. dB hávaði. Lyftan getur lika skapað mikinn hávaða ef hún er staðsett þannig að innréttingin i húsinu syngur með henni. Sorplúgurnar skapa lika mikinn hávaða séu þær óeinangraðar. Mælzt hefur 92 dB hávaði af sorplúgu sem skellur til og frá. Auövelt er að koma i veg fyrir þetta með gúmmiein- angrun. gluggalausum baðherbergjum í blokk- um. Hávaðinn er oftast jafn og lágur en getur farið óskaplega i taugarnar á sumum. Fæstir taka þó eftir þessum hávaða í byrjun en smátt og smátt siast hann inn í meðvitundina. Útihurð sem skellur Þegar við komum út fyrir okkar allra helgasta er líka hávaði þar. Til dæmis fylgir hurð sem skellur um 80

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.