Dagblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978.
5
Gamla bryggjan frá síldarárunum
er farin að gefa sig og vlða hafa
myndazt göt 1 hana eins og myndin
sýnir.
Raufarhöfn:
Götíbryggj-
unni og
staurarnir
ormétnir
„Jú, þessar byggingar eru mjög
að ganga úr sér eins og gengur með
gamlar bryggjur. Þær eru ekki í
eigu hreppsins og því er það ekki
hans að sjá um viðhald á þeim,”
sagði Sveinn Eiðsson, sveitarstjóri
á Raufarhöfn, er DB hafði
samband við hann í gær.
„Hér er um að ræða gamlar
bryggjur sem voru í eigu
Kaupfélags Raufarhafnar og fleiri
aðila. Þær hafa verið notaðar tals-
vert þegar mikið er af bátum í
höfn.”
Dagblaðið hefur fregnað, að
þessar bryggjur sem eru frá síldar-
árunum séu farnar að gefa sig
verulega, víða hafi myndast göt í
þær og bryggjustaurarnir séu
ormétnir. Þar sem hafnaraðstaða á
Raufarhöfn hefur verið fremur
slæm hafa útgerðarmenn notað
gömlu byggjurnar þótt lélegar séu
og jafnvel hættulegar.
-GAJ,-
Formaður skipulagsnefndar fólksflutninga með bifreiðum:
— hélt sjálf ur áf ram akstri langf erðabif reiða — réð ekki
aðstoðarmenn til rekstrar fyrirtækisins — kærur bárust
og á sérleyf i Ólafs, að sögn nef ndarformannsins
verið væri að reyna með þessum
aðgerðum, að fá Ólaf til aö hætta,
svaraði hann, að í raun væri ekki hægt
að leggja til að maðurinn hætti sinni
starfsemi. En ég veit til þess að
viðræður hafa farið fram, þar sem reynt
hefur verið að að sameina þessi tvö
fyrirtæki, Sérleyfisbíla Selfoss og Ólaf
Ketilsson. Ólafur ætti siðan vissa eignar-
prósentu í því fyrirtæki. Það má e.t.v.
túlka út frá því, að verið sé að reyna að
láta Ólaf Ketilsson hætta,” sagði Leifur.
„Ef Ólafur Ketilsson hefði staðið við
'sitt,” sagði Leifur, og væri með góða og
ábyrga aðila sér til aðstoðar við rekstur
fyrirtækisins, þá hefði þetta aldrei komið
upp. Skipulagsnefndin getur hins vegar
aðeins gefið jákvæð og neikvæð
meðmæli með umsækjendum um sér-
leyfi, en það er siðan ráðherra að
ákveða."
-JH.
NÝTT!
VERÐ AÐEINS:
17 tommu.........328 þús.
26 tommu.........464 þús.
fleð fjarstýringu
RANK
litsjónvarpstækin koma til
íslands f fyrsta sinn í dag
— Gæðatæki frá þessu heimsþekkta fyrirtæki
— RANK er trygging fyrir fyrsta flokks tækjum
— Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta.
Til afgreiðslu STRAX.
Kalt kerfi
e
Snerti-
rása-
skipting
e
Spennu-
skynjari
SJÓNVARP
og
RADÍÓ,
Vitastíg 3.
Sími 25745.
Skipulagsnefnd fólksflutninga með
bifreiðum er ráðgefandi aðili til
samgönguráðuneytis í málefnum sér-
leyfishafa. Skipulagsnefnd mælti ekki
með endurnýjum sérleyfis Ólafs Ketils-
sonar árið 1977. DB hafði samband við
formann skipulagsnefndar, Leif Karls-
son, og spurði hann um ástæðuna og af-
stöðu nefndarinnar til máls Ólafs Ketils-
sonar.
Leifur sagði að í mörg undangengin ár
hefði Ólafur aðeins fengið sérleyfi sitt
endurnýjað til eins árs i senn. Sér væri
ekki að fullu kunnugt um ástæðu bess.
þar sem hann hefði aðeins verið í
nefndinni frá árinu 1976. Þegar hann
kom í nefndina var skoðanaágreiningur
um sérleyfi Ólafs Ketilssonar. Er sér-
leyfið rann út árið 1977, sótti Ólafur um
sérleyfið aðeins tveimur dögum áður en
umsóknarfrestur rann út, en aðrir
umsækjendur voru fimm.
Leifur sagðist hafa skoðað fundar-
gerðarbækur nefndarinnar I5 ár aftur í
timann, og að þeirri skoðun lokinni hafi
hann ekki getað mælt með endurnýjun
sérleyfis Ólafs Ketilssonar. Það var þvi
fellt með þremur atkvæðum gegn
tveimur, að endurnýja leyfi Ólafs.
Tillögu nefndarinnar var síðan komið til
ráðherra, sem veitti Ólafi Ketilssyni sér-
leyfið til eins árs en jafnframt Sérleyfis-
bílum Selfoss til fimm ára, sem síðan
tóku alfarið við sérleyfinu sl. vor.
„Ástæða þessarar afstöðu minnar,”
sagði Leifur, „voru kærur sem borizt
höfðu á sérleyfið. Það er ekki rétt, sem
Ólafur heldur fram, að kærur hafi ekk;
borizt á sérleyfi hans á síðustu sérleyfis-
timabilum hans. Við höfum þó ekki séð
ástæðu til þess að fjölyrða um það i
fjölmiðlum fram að þessu.
Aðrar ástæður til afstöðu minnar eru
þær, að Ólafur hafði gefið loforð, sem
hann hafði ekki staðið við. Hann hafði
lofað að aka ekki sjálfur. Við það var
ekki staðið. Árið 1973 var sett það
skilyrði fyrir áframhaldandi leyfis-
veitingu, að hann fengi menn til þess að
aðstoða sig við reksturinn. Það gerði
hann hins vegar ekki. Þáverandi sam-
gönguráðherra, Hannibal Valdimars-
son, hafði synjað Ólafi um sérleyfið, en
tók þá ákvörðun til endurskoðunar við
loforð sérleyfishafans.
Ólafi Ketilssyni var síðan veitt nýtt
sérleyfi, Reykjavik, Þingvellir, Gjá-
bakkahraun, Laugarvatn og Miðdal, og
siðar að Gullfossi og Geysi. Ráðherra
veitti þetta leyfi eftir að ég og Ágúst
Hafberg höfðum barið það i gegnum
skipulagsnefndina, en það var síðan
samþykkt með atkvæðum allra
nefndarmanna. Það má auðvitað segja
að ekki sé réttlætanlegt að veita sér-
leyfishafa, sem ekki er talinn hæfur að
hafa sérleyfi, annað sérleyfi.
En Ólafur Ketilsson sótti það stíft að
fá þetta sérleyfi og menn gátu fallizt á
það, þar sem nokkuð harkalega hafði
verið gengið að honum áður, er grund-
vellinum var nánast kippt undan frekári
rekstri hans. Sérleyfislögin segja að sér-
leyfi skulu veitt til fimm ára, en í undan-
tekningartilfellum til eins árs, en ekki
skemur.
Sérleyfið var þvi veitt til l. marz á
næsta ári, en ferðaáætlun til 30.
september, þ.e. þannig að Ólafur gæti
ekið á þessu sérleyfi í sumar og þyrfti
ekki að sækja um hópferðaleyfi á þessa
leið sérstaklega. Það eru mörg sérleyfi
háð þeim takmörkunum, að ferðaáætlun
Olafur Ketilsson.
sé ekki gefin út á þau. En nefndin hefur
ekki með breytingar á þessu að gera. Það
er ráðherra. Verði breytingar á
ferðaáætlun sérleyfisins verður Vega-
gerðin e.t.v. að moka Lyngdalsheiðina
daglega i allan vetur svo Ólafur komist.
Ölafur heldur þvi fram að skólastýra
Húsmæðraskólans, skólameistari
menntaskólans og skólastjóri íþrótta-
skólans á Laugarvatni hafi beðið Ólaf að
flytja sína nemendur að Laugarvatni nú
er skólar hófust, en honum verið synjað
um hópferðaleyfi til þess. Það er rétt að
fyrir liggur skrifleg beiðni skólastýru
Húsmæðraskólans þess efnis að Ólafur
flytji námsmeyjar skólans.
En hvað varðar flutning Ólafs á
nemendum hinna skólanna, þá ræddi
hann við skólastjórana en ekki lágu
fyrir frekari ákvarðanir um þá flutninga.
Er Leifur var að því spurður, hvort
„ÓLAFUR KETILS-
SON STÖÐ EKKI
VIÐ SÍN LOFORД