Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 6

Dagblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 6
6 Bandaríkin: Opnað fyrír raf- reiknasölu til Sovétríkjanna Bandaríkjastjórn hefur aflétt banni við sölu ýmiskonar rafreiknitækja til Sovétríkjanna, sem staðið hefur um nokkurt skeið. Má segja að þau tæki, sem nú verða afhent sovézkum aðilum hafi tvisvar áður verið stöðvuð af stjórn- völdum vestra vegna þess að þau hafa talið hættu á að notfæra mætti sér þau í hernaðarlegum tilgangi að sögn. Vitað er að er söluleyfið var veitt losnaði um sautján sölusamninga að upphæð um það bil tveggja milljón dollara eða jafnvirði sex hundruð millj- óna íslenzkra króna. Tækin munu ætluð til starfa við gerð símreikninga, tölfræði útreikninga, fjármálabókhalds svo eitt- hvað sé nefnt. Sadat forseti Egyptalands hefur helzt verið orðaður við friðar viðleitni undarfarna mánuði.Jafnvel hafa heyrzt raddir um að hann sé verðugur friðarverðlauna Nóbels.Að hætti þjóðhöfðingja víða um heim á hann þó uppruna sinn l her landsins og á myndinni sést Sadat við hcrsýningu, sem reyndar var honum til heiðurs eftir heimkomuna frá Camp David viðræðunum. kcmur skapinu i lag Nougal Cokiail Nokka DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÖBER 1978. VANCE RÆfHR VIÐ ARABÍU- KONUNGINN Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna brá sér í gær í heim- sókn til Khalids konungs Saudi-Arabíu þar sem hann liggur á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohiofylki i Bandaríkjun- um. Gekkst hann þar nýverið undir hjartauppskurð og að sögn lækna fer honum vel fram og þarf aðeins að liggja nokkrar vikur til að hvíla sig. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington sagði að Vance hefði ein- göngu verið að sýna þjóðhöfðingja vinaríkis virðingu. Ekki hafi verið um neinar samningaviðræður að þessu sinni. Bandaríski utanrikisráðherrann var í Saudi-Arabíu í síðasta mánuði og ræddi þá við konunginn og bróður hans. Helzta erindið var að fá þá til að fallast á samkomulagið í Camp David milli þeirra Begins og Sadats. Tóku Saudi-Arabiumenn þvi þunglega en sögðust þó ekki mundu standa í vegi fyrir að friður gæti komizt á milli Egypta og ísraelsmanna. Saudi-Ara- biumenn, sem eru trúaðir mjög að múhammeðskum sið, voru meðal ann- ars óánægðir með að heilagir staðir til dæmis í Jerúsalem áttu ekki örugglega að verða á yfirráðasvæði araba. Miðdemókrat- arstyðjaAnker — efnahagsstefna hans þar með komin íhöfn Miðdemókratarflokkur Erhards Jakobsen ákvað í gær að styðja stjórn Jafnaðarmanna í Danmörku og er þvi Ijóst að Anker Jörgensen getur komið efnahagsmálaáformum sínum i gegnum þingið. Er hinir tíu þingmenn Miðdemókrataflokksins bætast í fylk- ingu hans hefur stjórnin þokkalega góðan meirihluta. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frum- varp þar sem miklar hömlur eru lagðar á launahækkanir og gert ráð fyrir að virðisaukaskattur — nokkurs konar söluskattur — hækki ef launin hækki meira en gott þykir. Mikið atvinnu- leysi er í Danmörku. Samkvæmt opin- berum skýrslum ganga tólf af hverjum hundrað Dönum atvinnulausir um þessarmundir.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.