Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978.
Líbanon:
Leyniskyttur fella
enn þá sem skjót-
ast iír skjóli
— Beirút eins og púðurtunna þar sem hver ögrar öðrum
Enn hafa skot leyniskyttna hafið
glymjanda sinn í hverfi kristinna
hægri manna í Beirút í Libanon. Er
mikil spenna í borginni eftir að kunn-
ugt varð um áætlanir Sarkis forseta
landsins um hvernig leysa mætti úr
hinum stöðugu skærum, sem þar hafa
verið að undanförnu.
Báðir aðilar, sýrlenzka gæzluliðið
og skæruliðar kristinna, saka hvor
annan um að hafa rofið vopnahléið
sem sett var á laugardaginn var. Vitað
er um i það minnsta fjórtán manns,
sem hafa fallið fyrir skotum leyni-
skyttna, er þeir hafa reynt að komast
út úr rústum heimila sinna. Hverfi
kristinna er að sögn sjónarvotta að
mestu í rúst eftir stórfelldar eldflauga-
og stórskotaliðsárásir Sýrlendinga.
Utvarpsstöð i Líbanon sagði frá því
í gærkvöldi að systir eins frambjóð-
andans i forsetakosningunum árið
1976 hafi meðal annarra særzt í átök-
unum. Hafi hún verið að aka bifreið
sinni yfír gatnamót er kúlnahriðin hafi
skollið á henni og bifreiðinni sem end-
aði ferð sína á næsta húsvegg.
Ástand mála er óljóst en vitað er
um ráðagerðir Sýrlendinga um að
draga til baka herlið sitt og skipa
palestínskum hermönnum til stöðu á
hernaðarlega mikilvægum stöðum
nærri hverfi kristinna hægri manna i
Beirút. Hefur þetta valdið miklum
ótta hinna siðastnefndu, sem telja slikt
ögrun við sig. Einnig eru þessar að-
gerðir taldar eiga að draga úr Sarkis
forseta varðandi hugmyndir hans um
að kalla gæzlulið Arababandalagsins á
brott frá hluta Beirútborgar.
Erlendar
fréttir
REUTER
FEKK EMBÆTTIÐ
MEÐ FRIÐI
Það þykir tiðindum sæta ef forsetis
Afríkuríkis tekur við völdum á
friðsamlegan hátt. Þaö varð þó i
Kenya i fyrri viku, þegar Daniel Arap
Moi tók við embætti af Jomo
Kenyatta forseta sem nýlega er látinn.
Moi var áður varaforseti en átti við
þann vanda að striða, að vera ekki af
rikjandi þjóðflokki i Kenya. Málin
þróuðust samt þannig að hann hlaut
stuðning áhrifamikilla stjórnmála-
manna i hinum gamla flokki Kenyatta
og þar var ákveðið að hann tæki við
embættinu.Enginnannar vartormlega i
kjöri enda ekki leyfður annar stjórn-
málaflokkur i landinu. Á myndinni sést
hinn nýi forseti undir stórri mynd af
landsföðurnum Jomo Kenyatta.
— komst til læknis eftir þrjá daga
Danski rithöfundurinn Joseph Heller
gekk óvart inn um opið lyftuop og féll
niður fimm hæðir, þó ótrúlegt sé.
Hann er daufdumbur og gat því illa
látið vita af sér. Tókst honum ekki að
gera vart við sig fyrr en eftir þrjá
daga en þá hafði honum tekizt að drag-
ast brotinn og- bramlaður í gegnum
vörugeymslu þangað sem mannaferðir
voru. Að sögn lækna er óskiljanlegt
hvernig rithöfundurinn lifði fallið af og
enn furðulegra að hann skyldi lifa af
þriggja daga baráttu einn og yfirgef-
inn. Eins og sjá má er hann með hand-
leggi í fatla auk þess föngulegt víra-
virki heldur kjálkanum við höfuðið.
Lifði fall af
fímmtu hæð
-
mmm
A-ÐALSTRfETI 3
REYKdAVÍK
SIMI12E34
%
(y/7niefvrnb
jfntertuMfmaS