Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 10

Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 10
10 Útgefandi: DagblafliA hf. Framkvœmdaatjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rrtatjóri: Jónas Krístjónsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Rrtstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jó- hannos Reykdal. íþróttir Hallur Slmonarson. Aflstoðarfróttastjórar Atíi Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningatmól: Aflalsteinn IngóHsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Afcerts- dóttir, Gissur Sígurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ari Kristínsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Svoinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. Drerfing- arstjórí: Már E.M. Haildórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrtfstofur Þveríiolti 11. Aflabimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2400 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skerfunni 10. Linur krókur á móti bragði Ef til vill megum við vænta þess, að tollgæzla og lögregla fari að þjálfa sér- staka gerhunda til að þefa af bréfum, far- angri og varningi frá útlöndum. Ef til vill megum við vænta sérstakra gerdeilda hjá tollgæzlu og lögreglu og sérstaks gerefna- dómstóls við hlið fíkniefnadómstólsins. Fjármálaráðuneytið vill stöðva fríverzlun með ger- sveppi. Það vill afhenda Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins einkarétt á sölunni og takmarka hana við blautger og perluger til brauðgerðar. Yrði þá ekki á boðstólum neitt löglegt ger til bruggunar víns og öls. Því miður fyrir fjármálaráðuneytið er ger afar þægi- legt í flutningi. Menn geta látið senda sér það innan í bréfum. Og menn geta beitt sömu hugvitsamlegu brögðum og flytjendur fíkniefna. Bannið eitt nægir ekki til að draga úr innflutningi gers. Þar á ofan eru gersveppir auðræktanlegir og langlífir. Þess vegna má búast við umfangsmiklum skiptum og verzlun milli manna innanlands til viðbótar hinum ólög- lega innflutningi. Hver yrði þá árangur fjármálaráðu- neytisins? Bann við öl- og víngeri er marklaust, nema settar verði á stofn fjölmennar sveitir lögreglu- og tollgæzlumanna, þefvísra hunda og dómara til að fást við þúsundir þrjózkra og úrræðagóðra bruggara. Hugmynd fjármálaráðuneytisins er fáránleg. Hún dregur hvorki úr áfengisneyzlu né eykur hún tekjur ríkis- ins af hinni sömu neyzlu. Hins vegar eykur hún ríkisút- gjöld að marki. Mun vitlegra væri að setja háa tolla á efni til brugg- unar og reyna á þann hátt að bæta ríkinu upp hinn mikla tekjumissi, sem stafar af fækkun viðskiptavina Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Háir tollar mundu að vísu leiða til smygls á sama hátt og er nú á tóbaki og áfengi. En smyglið yrði samt ekki nema brot af því, sem fyígja mundi í kjölfar banns. Flestir mundu fremur vilja lögleg viðskipti, þótt gerið væri þeim töluvert dýrara en áður. Auðvitað er hægt að ofbjóða mönnum á þessu sviði eins og öðrum. Við höfum einmitt nýlegt dæmi um, að ríkisvaldið hefur ofboðið viðskiptavinum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins með tveimur 20% verðhækkun- um á einu sumri. Svo virðist sem mánaðarlega vanti um 300—400 millj- ónir króna upp á, að ríkið fái þær tekjur af áfengi, sem það hafði vænzt eftir hækkanir sumarsins. Þetta sýnir, að verðlag áfengis er komið yfir þau mörk, sem menn sætta sig við. Samdrátturinn í viðskiptum við ríkið stafar ekki af minni áfengisneyzlu, heldur af meiri bruggun. Þeim fjölgar ört, sem eru hættir að skipta við ríkið og fá sitt öl og vín á annan hátt. Þannig nær litli maðurinn sér niðri á óhóflega gráðugu kerfi. Það er raunar fagnaðarefni, að menn skuli hafa að- stöðu til að bjóða birginn hinu gráðuga ríkisvaldi. Við getum líka verið viss um, að fjármálaráðuneytinu tekst ekki að láta koma krók á móti bragði með hugmyndinni um bann við öl- og víngerlum. Hugmyndafræðingar fjármálaráðuneytisins ættu nú að fara yfir bók Orwells, „1984” og gera eftir henni skrá um það, sem enn er eftir að banna á íslandi. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978. Efnahagsbandalagið: Hitnar í kolunum vegna fiskveiði- afstöðu Breta Mjög mun nú farið að hitna í kolunum í höfuðstöðvum Efnahags- bandalags Evrópu í Brússel og eru hásettir aðilar þar sagðir vera farnir að byrsta sig illilega í viðræðum við John Silkin, brezka fiskveiðimála- ráðherrann. Fram hefur komið, að töluverður hljómgrunnur er fyrir því, að áfrýja heimild Breta til að stöðva veiðar á spærlingi og síld á þeim hluta Norðursjávar, sem þeir hafa helgað sér, til dómstóls Efnahagsbanda- lagsins. Hafa Danir til dæmis beinlinis farið þessa á leit við Finn Gundelach landa sinn, sem fer með fiskveiðimál fyrir hönd bandalagsins. Ásfæðan fyrir þvi hve mörgum er orðið heitt í hamsi vegna fiskveiðideilunnar mun vera sú að Eamon Gallagher, hinn brezki for- stöðumaður fyrir fiskveiðideild banda- lagsins, hefur látið hafa eftir sér í samtölum við brezka blaðamenn, að John Silkin hafi hagað málum þannig að fiskveiðideilan, sem aðeins sé minniháttar mál fyrir Efnahagsbanda- lagið í heild sinni, sé orðin eldfim sem mm ■» u* sprengja og geti valdið miklum skaða í samskiptum bandalagsþjóðanna. Ekki bætti Gallagher úr skák er hann lét einnig hafa eftir sér, að aðrar bandalagsþjóðir en Bretar hygðust nú halda áfram undirbúningi að nánara samstarfi á gjaldeyrissviðinu og þá alveg án tillits til þess hvort Bretar yrðu með eða ekki. Bretar hafa nefnilega ekkert annað upp úr þver- girðingi sinum og þrjózku í fiskveiðimálum og öðru en pólitíska mótleiki, sem á löngum tíma : kosti þá meira en hagurinn verður af hinum fyrrnefndu málum, að áliti Eamon Gallaghers embættismanns Efnahags- bandalagsins. John Silkin, brezki fiskimála- ráðherrann hefur ekki verið ýkja hrifinn af hinum berorðu yfirlýsingum landa síns, Gallaghers. Hefur hann nýlega meðal annars beint þeirri spurningu til Finn Olav Gunderlach hvort sá háttur þyki viðeigandi að embættismaður hjá Efnahagsbanda- laginu túlki afleiðingar stefnu ráðherra í ríkisstjórn eins aðildar- landsins. Sagt er að Gundelach hafi verið heldur óþress með djarfar yfirlýsingar Gallaghers. 1 það minnsta hefur Efna- hagsbandalagið nú afhent brezkum blaðamönnum yfirlýsingu þar sem segir að Gallagher hafi verið að lýsa sinum persónulegu skoðunum, er hann ræddi við þá um fiskveiðistefnu Breta og Efnahagsbandalagið. Hafi hann ekki talað i nafni Gundelach eða bandalagsins á neinn hátt. 1 yfir- lýsingunni segir einnig að Gundelach harmi þessa atburði og biður Silkin afsökunar á þeim óþægindum sem orðið hafi af ótimabærum yfir- lýsingum Gallaghers. Finn Olav Gundelach hinn danski, sem er æðsti embættismaður Efnahagsbanda- lagsins stendur i ströngu, enda hart deilt um afstööu Breta til Gskveiðistefnu bandalagsins. Gundelach hefur aftur á móti notað þetta tækifæri til að svara ritstjórnar- grein i brezka stórblaðinu The Guardian á fimmtudaginn var. Þar sagði, að það væri beinlínis hlægilegt og óviðeigandi að Gundelach, sem væri nú ekkert annað en þegn smá- rikisins Danmerkur, léti sér detta þau ósköp í hug að ætla að draga sjálft Bretland fyrir dómstól Efnahags- bandalagsins. Mun Gundelach hafa reiðzt þessum ummælum verulega og telja þau ómakleg mjög. FÆMÆEfóNE *" * Þannig vilja Bretar hafa fiskveiðiland- helgi og eru tregir til að hleypa flota annarra Efnahagsbandalagsþjöða þar inn fyrir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.