Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978.
11
SLYSINIUMFERDINNI
Af hverju verður slys? Þetta er
spurning sem leitar á marga þessa dag-
ana. Slys er oftast afleiðing tilviljana
eða keðju atburða. Það á sér orsakir.
Ég ætla að ræða hér dálítið um gang-
andi vegfarendur og stöðu þeirra í um-
ferðinni.
Alger forsenda fyrir því að fótgang-
andi verði fyrir bíl er að leiðir þeirra
liggi saman. Auðvitað fer bíllinn með
„sigur” af hólmi úr þeim árekstri. Það
er ekki hægt að likja 1000 kg af blikki
Kjallarinn
Óli Hilmar Jónsson
á 50 km hraða við nokkra tugi kjöt-
kílóa á gönguhraða. Spumingin er bara
sú hversu illa fer fyrir kjötinu? En þeir
sem verða fyrir bílum eru ekki bara
nokkrir tugir kílóa af kjöti og beinum,
heldur einstaklingar, dýrmætir þjóð-
félaginu og kærir sínum nánustu.
Hver slasaður kostar mikla peninga
í hjúkrun og læknishjálp. Hver látinn
er mikið fjárhagslegt tjón fyrir þjóð-
ina, þótt meiðsl, örkuml og manna-
missir verði raunar aldrei metið til
peninga. Hér er samt um mikið þjóð-
hagslegt spursmál að ræða. Hvað ber
að gera? spyrja menn. Lögreglan, Um-
ferðarráð og Slysavarnafélagið hvetja
til varfærni og tillitssemi í umferðinni.
Gamall söngur með sinu lagi, sem
hljómar stutt og gleymist fljótt. Og
slysin halda áfram að verða. Menn
horfa hver á annan og segja: „Aldrei
nógu varlega farið. Þetta var nú meiri
óheppnin.” En fáum dettur í hug að
líta dálítið í kringum sig og kanna
hvernig er að gangandi vegfarendum
búið í umferðinni.
Eins og hér að framan segir, þurfa
leiðir bíls og fótgangandi að liggja
saman til þess að slys verði. Venjulega
er það á götum. Það er því auðséð mál,
að með því að skilja bíla og fótgang-
andi að, hlýtur slysum að fækka. Það
er að segja með þvi að búa betur að
fótgangandi (og hjólandi), t.d. með því
að. byggja sérstakt aðskilið kerfi
göngugatna og tröppulaus undirgöng
við hættulegustu göturnar, má draga
stórlega úr slysahættunni.
Nýlega urðu fimm börn fyrir bílum
sama daginn í Reykjavík. Veður var
hið bezta og allar aðstæður til aksturs
góðar. Þannig er það nánast daglegt
brauð að lesa um slys í dagblöðunum,
þar sem ekið er á gangandi vegfar-
endur og fólk fer að líta á slysin sem
óhjákvæmilegan fylgifisk umferðar-
innar. Slíikt er hættulegt og má ekki
verða.
Það er almennt viðurkennt á hinum
Norðurlöndunum að aðskilnaður ak-
andi og gangandi umferðar sé mikil-
vægur þáttur i að tryggja öryggi hinna
gangandi, enda gefa eftirfarandi tölur
nokkra hugmynd um árangurinn af
viðleitni yfirvalda þar í löndum til að
Og slysin halda áfram að verða. Menn horfa hver á annan og segja: „Aldrei nógu varlega farið. Þetta var nú meiri
óheppnin.”
búa vel að léttri umferð. Tölurnar sem
eru meðaltal áranna 1966—76 sýna
hlutfallslegan fjölda meiddra eða lát-
inna gangandi vegfarenda af heildar-
fjölda meiddra eða*íátinna í umferðar-
slysum.
Svíþjóð 11,7%
Danmörk 13,7%
Finnland 16,6%
Noregur 20,7%
ísland 24,7%
Þar sem bifreiðaeign er mjög svipuð
á öllum Norðurlöndunum og raunar
mest í Svíþjóð, getum við ekki gengið
þegjandi framhjá þessum mikla mun.
Er sökin hjá skipulagsyfirvöldum?
Svo mætti spyrja. Ég veit að með
stjórn skipulagsmála fara hinir mæt-
ustu menn, sem leggja sig alla fram við
að gera sitt bezta í þessum málum.
En það er ekki alltaf til fé til fram-
kvæmdanna. Sérstakt hjóla- og göngu-
stígakerfi kostar mikla peninga. Það er
þó mín skoðun, að dýrt sé að „spara” á
kostnað gangandi vegfarenda. Og þess
er ég fullviss, að ein höfuðorsökin fyrir
hinni miklu bifreiðanotkun okkar
bæjarbúa er vegna þess að „það er svo
erfitt að komast gangandi og hættu-
legt að ferðast hjólandi”.
Óli Hilmar Jónsson
arkitekt.
Svör vegna spuminga
um Sædýrasafnid
í Dagblaðinu mánudaginn 25.
september sl. birtist grein eftir Borgþór
Kjærnested fréttaritara um Sædýra-
safnið við Hafnarfjörð. Þar varpar
hann fram ýmsum spurningum um
dýragarðinn. í lok greinarinnar spyr
hann hvað Samband dýraverndunar-
félaga íslands hafi gert í málum
Sædýrasafnsins. Til upplýsinga fyrir
hann og aðra er áhuga hefðu á málinu
skal eftirfarandi tekið fram:
Miklar kvartanir hafa ævinlega
borist stjórn S.D.l. vegna þessa dýra-
garðs. Þær berast frá ýmsum aðilum,
svo sem almenningi — foreldrum,
sem segjast einfaldlega verða miður
sín eftir för í Sædýrasafnið — að horfa
upp á þrengslin og sóðaskapinn sem
dýrin búa við.
Erlendir ferðamenn, sem í dýra-
garðinn koma, bera staðinn saman við
dýragarða í sínu heimalandi og furða
sig á að það skuli vera liðiö að
staðnum sé haldið opnum.
Erlendur dýralæknir, sem kom í
Sædýrasafnið, sagði við mig berum
orðum: Þetta er ormagarður. Hann
átti við að dýrin, t.d. kindurnar,
standa svo þétt að innyflaormar
magnast upp í þeim — þær þrífast
ekki. Þessu hafa líka íslenskir bændur
tekið eftir ef þeir hafa komið í dýra-
garðinn. Þeir bera sauðféð á drullugri
steinstéttinni saman við frjálsar
kindur heiðalandanna.
Svona miklar og látlausar kvartanir
er ekki hægt að sniðganga. Þvi hefur
stjórn S.D.f. nú I nokkur ár reynt að fá
aðbúnað dýranna bættan, að öðrum
kosti verði Sædýrasafninu lokað.
Stjórn S.D.Í. hefur ritað og rætt við
fjölmarga aðila vegna þessa máls, svo
sem stjorn Sædýrasafnsins, yfirdýra-
lækni, héraðsdýralækni, yfirvöld í
umdæminu, svo og alla þá aðila er
halda Sædýrasafninu gangandi með
því að ausa í það peningum. Það er t.d.
Reykjavíkurborg og bæjarfélögin í
var
að
það
Úr Sædýrasafninu.
nágrenni hennar. Viðbrögðin við
þessum kvörtunum hafa verið á ýmsa
lund. í svarbréfi yfirdýralæknis fagnar
hann því að stjórn S.D.l. skuli nú
„loks” sinna þessu „leiðindamáli” og
segist sjálfur hafa margvarað við
kostnaði og erfiðleikum við stofnum
og rekstur slíkrar stofnunar, en litlu
fengið áorkað til þessa.
í menntamálaráðuneytinu
margoft fullyrt — munnlega -
Sædýrasafninu yrði lokað, því
væri enginn fjárhagsgrundvöllur fyrir
starfsemi þess og skuldir þess allt of
miklar. En hvernig brást stjórn
Sædýrasafnsins við þessum réttmætu
kvörtunum? Með því að stefna for-
manni S.D.Í. og krefjast einnar
milljónar króna skaðabóta fyrir að
hafa skaðað dýragarðinn fjárhagslega.
Ekki einu af þeim bréfum sem stjórn
S.D.Í hefur ritað stjórn Sædýra-
safnsins hefur verið svarað.
Mér er það óskiljanlegt hvernig for-
ráðamenn Sædýrasafnsins geta
ævinlega herjað út svona mikla
peninga til starfseminnar. En þeir bera
því við að þetta sé menningarstofnun
og börn hafi svo gott og gaman af því
að sjá dýrin. Vissulega hafa börn
gaman af því að sjá dýr, en hafa þau
gott af þvi að sjá dýr sem lifa við
þessar aðstæður? Væri ekki nær að
fara með skólabekki og leikskóladeildir
á bóndabæi í nágrenninu og sýna þeim
íslensku húsdýrin við eðlilegar
aðstæður? Og varðandi þau dýr sem
þarna eru sýnd af fjarlægum slóðum
þá gerir sjónvarpið þeim góð skil i
hinum ágætu dýralífsmyndum sem
mikið er af í sjónvarpinu og eru teknar
í eðlilegu umhverfi dýranna. Það er
Kjallarinn
Jörunn Sörensen
ekki lengur viðurkennd skoðun
erlendis að dýragarðar séu heppilegir
til að sýna og kynna dýrin, lifnaðar-
hætti þeirra og heg'ðun. Dýragarðar
sýni þetta alls ekki. Þá er miðað við
erlenda dýragarða með besta
aðbúnaði, gott veðurfar og fjölmennt
sérþjálfað starfslið. Hvað þá með
Sædýrasafnið okkar? Getur
menningarþjóð, eins og við íslend-
ingar teljum okkur vera, látið þetta
viðgangast endalaust?
Ég ítreka hér það sem stjórn S.D.Í.
hefur margoft látið koma fram við
opinbera aðila, að sé ekki ákveðinn
vilji fyrir því að hið opinbera taki að
sér rekstur dýragarðs á besta hugsan-
legan hátt með sérhæfðu starfsliði, þá
verði Sædýrasafninu lokað.
Það er ekkert að þvi að ýmis bráða-
birgðastarfsemi sé rekin, en ekki ár
eftir ár þegar dýr eiga í hlut.
Jórunn Sörensen,
formaður Sambands
dýraverndunarfélaga íslands.