Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 12

Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978. — Tíu þátta sjónvarpsmynd sem endar á eldsumbrotum á íslandi gerð af sænska, danska og norska sjónvarpinu Sænskir, norskir og danskir sjónvarpsmenn hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð myndar í tíu þátt- um, sem hefur hlotið nafnið Viðkomustaður jörðin, og fjallar í aðalatriðum um stöðu mannkynsins í dag og nauðsyn þess að mannfólkið umgangist náttúruna af aukinni varúð. Við gerð myndarinnar var gengið út frá fimm höfuðpunktum — Hvernig varð jörðin til? Hvernig kviknaði líf á jörðinni? Samspil manns og náttúru. Náttúruauðlindir og rán- yrkja mannsins. Hvaða leiðir eru út úr ógöngunum? Sýning á myndinni er nú hafin í þessum þremur löndum. Svíar gerðu fyrstu fjóra þættina, og fjalla þeir um stöðu jarðarinnar í sólkerfinu og vitneskju okkar og tilgátur um myndun sólkerfisins, þróun þess og stærð. Myndin hefst á ferðalagi frá stað einhvers staðar úti í óendanleikanum, og áhorfendur fylgjast með því hvernig sólkerfið varð til samkvæmt tilgátum visindamanna. Ferðin heldur áfram í milljarða Ijós- ára, þar til komið er aö lítilli stjörnuþyrpingu sem nefnd er Vetrar- brautin, en þar er að finna lítið korn sem heitir Jörðin. Sviar hafa gert þessa þætti af mikilli hugvitssemi, aðsagter, og inn á milli skjóta þeir myndum frá BILAPARTASALAN Höfum úrval notadra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Fíat 128 árg. 1972 1 Cortinaárg. 1968 Volvo Amazon árg. 1964 Escortárg. 1968 Taunus 17M árg. 1967 Willys V-8 VW1300 árg.1971 Land Rover Einnig höfum við urval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN HöfiatúnilO - Súni 11397 Piltur eða stúlka, 17 til 20 ára með bílpróf, óskast til starfa við sendi- og lagerstörf. KRAFTUR HF.r VAGNHÖFÐA 3, SÍMI85235. Mr. Roman Finnsk úrvalsföt ■HERRA ©URINN AílALSTfHETI 9 - REYKdAVÍK- SÍMI12234 tunglförum og öðrum geimrannsókn- armönnum. Það eru ekki „nema” þúsund ár frá því maðurinn fann upp hjólið, en nú hefur maðurinn þegar ekið farartæki á sjálfu tunglingu. Ferðin til tunglsins var stórkostlegt afrek, en ferðin þangað var eins og lítið skref miðað við fjarlægðimar í geimnum, sem eru nánast óskiljanlegar. Með DC—9 flugvél geturðu ferðazt hálfa leið kringum jörðina á nokkrum klukkustundum, en ef þú ætlar með sömu flugvél til þeirrar stjörnu, sem næst er jörðu, myndi ferðin taka 5 milljónir ára! Ef við slepptum nú [flugferöinni og slæium á þráðinn til einhvers á stjörnunni, þá yrðum við að bíða í meir en átta ár eftir að heyra „halló” frá viðkomandi. Sviar reyna að svara eftirfarandi spurningum í þáttunum fjórum: Finnast mannverur á öðrum stöðum en jörðinni? Finnast dýr, bakteríur eða vírusar á öðrum stöðum? Er jörðin bara viðkomustaður á ferð lífsins í gegnum óendanleikann? Munum við eyðileggja allt líf á jörðunni með ofnotkun skaðlegra efna? 1 norsku þáttunum þremur erum við komin niður á jörðina; við fáum að kynnast hvernig náttúran vinnur sitt verk i friðuðum skógi í Noregi — eld- gömul tré falla til jarðar vegna ágangs skordýra og sveppagróðurs. Spætur höggva göt í trjástofninn, ræturnar visna og stormurirm rekur enda- hnútinn á verkið. Þegar tréð er fallið, byrja maurar og bjöllur á sínu verki, tréð morknar smásaman og hverfur ofan í svörðinn. Næstu tveir þættir fjalla um norska greniskóginn og „Hardangersvidda”, sem er stórt Noregsbréf: Maðurinn er kominn til tungisins en f sjónvarpsmyndinni er ferðazt milljónir Ijós- ára þar til komið er að lítilli stjórnuþyrpingu sem nefnd er Vetrarbrautin. Þar má Gnna Utið kom sem heitir Jörðin. Sigurjón Jóhannsson friðaðsvæði á norska hálendinu. Danir byrja sina þætti á að lýsa nútíma þjóðfélagi, velferðar- þjóðfélaginu, og gífurlegri orkunotkun þess. Þeir sýna litla, forvitna veru sem heitir „Snuden”. Snuden veit ósköp litið um manneskjurnar og þarf þvi margs að spyrja. Hann finnur m.a. stóran gám, sem er fullur af varningi, sem enginn vill lengur eiga, því allir þurfa stöðugt að kaupa eitthvað nýtt. Snuden hittir dreng og fer með honum heim til hans. Þar kynnist hann lifnaðarháttum nútíma fólks. Hann heldur áfram ferð sinni um landið og undrast meir og meir hvað fólkið not- ar mikið af orku. Hann sofnar og dreymir um nýtt og öðruvísi framtiðarþjóðfélag. Danir ljúka sínum þáttum með því að lýsa því, sem er að gerast undir yfirborði jarðar. Þar kemur ísland inn í myndina, en þar eru teknar þær myndir, sem lýsa eld- gosum og jarðhræringum. Sýndar eru myndir frá eldgosum og jaróhræringum á tslandi. Er þaó i þeim kafla sjónvarpsmyndarinnar er lýsa á þvl sem gerist undir yfirborði jarðar. Myndin er af eldgosi i Mývatnssveit. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.