Dagblaðið - 12.10.1978, Page 13

Dagblaðið - 12.10.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978. Úr einfaldleikanum í fáránleikann Um Ijóðabækurnar Fyrir stríð eftir Erlend Jónsson AB, 70 bisv Stækk- unargler undir smásjá eftir Jónas E. Svafár, Lystræninginn, 36 bls. JÓNAS E. SVA STÆKK UNDIR 1 síðustu ljóðabók sinni, Ljóðaleit (1974), tók Erlendur Jónsson lesend- um sínum vara fyrir að líta á fyrstu persónu ljóðanna og höfund þeirra sem eitt. Enga slíka viðvörun er að finna í nýjustu bók hans, Fyrir stríð, sem Almenna bókafélagið gefur út. Er okkur því í lófa lagið að lita á hana sem sjálfsævisögulegan ljóðabálk, enda styður allt efni hennar og niður- röðun þess þá túlkun. Sögumaður segist hafa komið í heiminn „á mánu degi / árið fyrir kreppuna” og bókin endar á rútuferð norður í land í dögun vorið 1939. Okkur er þvi óhætt að álykta að bókin spanni 10 ár af ævi höfundar. Það er kannski ekki mikið sem gerist í lífi hans (og annarra) á því skeiði. Ástfanginn Dregin er upp mynd af lifnaðarhátt- um fólks í örstuttu máli, piltur verður ástfanginn átta ára og svo níu ára, dreymir um sveitaböll, er haldinn minni háttar biladellu, hlustar á heimsfréttirnar, heldur upp á jólin, gengur fjörur, missir föður sinn, strýkur til fjalla og horfir á veröldina þjóta fram hjá á ýmiss konar trylli- tækjum. Bókin er skrifuð í þeim opna stíl sem þróast hefur í kringum Morgunblaðið en örlítið knappari þó en gerist í ljóðum þeirra sem galopnir eru. Setn- ingar Erlends eru styttri og hendingar hnitaðri og hann spinnur ljóð sín út frá ákveðnum kjarna í stað þess að setja fram sneið „úr lífsins flaumi”. Læsilegt Gott dæmi er ljóð eins og Hillingar þar sem líkamlegur sársauki barns verður að líkingu fyrir böl heimsins og sú líking er síðan leidd til enda á eðli- legan hátt. Þær myndir sem höfundur bregður upp af heimi barnsins á árun- um fyrir strið eru svo sem ósköp læsi- legar — málfarið er einfalt og skrumlaust og það bregður fyrir bæði innileika og gáska í ljóðunum. En spurningin er hvort slikar smámynd- ir frá 1930—40 hafi einhverja þýðingu fyrir okkur í dag. Til þess að svo sé verður skáldið að búa yfír einhverri sérstakri reynslu eða hafa hæfileikann til að gera venjulega reynslu sérstaka. Nú sýnist mér reynsla Erlends í engu frábrugðin mörgu því sem til er á prenti um þessi ár, t.d. i Æskunni, og höfundur annað hvort getur ekki eða vill ekki finna henni nýstárlegan eða sérstaklega persónulegan farveg. Gæfljóð Eins og þau standa megna þessi ljóð varla að finna sér samsvörun og kveikja neista í hugum þeirra sem líta Bók menntir AÐALSTEINN INGÖLFSSON Erlendur Jónsson á skáldskap sem orustuvöll efnis og anda. Til þess eru þau of gæf og slétt- málug. En kannski sumir vilji hafa sín ljóð þannig. En vindum okkur nú úr einfaldleik- anum yfir i fáránleikann. Jónas E. Svafár hefur lengi verið skemmtilegur persónuleiki á jöðrum skáldskaparins. Með honum hefur ýmrslegt dár og hringavitleysa komið inn í íslenskan skáldskap, ásamt með einhverri alvöru — en menn eins og Jónas eru bráð- nauðsynlegir hér á landi, a.m.k. sem mótvægi gegn þeim hrútleiðindum sem oft einkenna islenskan nútíma- skáldskap. Handskrifuð Hann er ekki mikilvirkur, sendir frá sér bók svona á 5—10 ára fresti og nú síðast hefur „Þorlákshafnarrenessans- Kápumynd af bók Jónasar E. Svafár. inn”, sem Árni Bergmann kallar svo, gefið út bók eftir hann sem nefnist Stækkunargler undir smásjá. Hún er i minna lagi, 36 síður, og eru í henni 12 ljóð, öll handskrifuð. Þau eru því miður ekki öll af sama gæðaflokki, sem rýrir bókina enn frekar. En þau bestu eru með betri einkennum skálds- ins — einhverjar fréttir eru sagðar úr daglega lífinu, siðan er prjónað við þær með einhverju alls óskyldu og ljóðin eru leidd til lykta með dálítið til- viljunarkenndum samruna ýmissa til- brigða. Hvunndagurinn verður furðu- legur. Járnkarl Gott dæmi um þetta er ljóðið um strætisvagna Reykjavíkur. Einnig er Jónas snjall í því að finna hið kátlega í hinu venjulega. t „Vaðlaheiði” segir: maður var eitt sinn / með tveim stúlk- um / á ferð niður Vaðlaheiði / í hemla- lausri bifreið. / til að draga úr mesta / hraðanum hafði maðurinn / rekið járnkarl gegnum / gólf bifreiðarinnar. / önnur stúlkan stýrði / en hin þerraði svitann / úr andliti höfðingjans. / sem hélt járninu stífu / milli fóta sér þar til / ferðinni lauk í Vaglaskógi.” Er ein- hverju við þetta bætandi? MARGT BLÁTT GERIR Ein STÓRT Um sýningu Robin Crozier í Galleríi, Suðurgötu 7 Allt frá öndverðri 19. öld hafa lista- menn vantreyst allri þeirri rökhyggju og skynsemistrú sem leitaðist við að réttlæta hina sjáanlegu hlut-veröld sem óhagganlega og skiljanlega staðreynd þar sem þeir fundu glöggt fyrir þvi að sú rökhyggja nægði ekki andlegum þörfum mannsins. Á þessari öld hefur þetta rómantiska andóf (skilgreint af Nietszche) gegn heims- mynd Descartesar hins franska og fylgismanna hans fengið enn meiri byr undir vængi með uppgötvunum Einsteins og sálarfræði Freuds. Það var ekki sist sú vitneskja sem kveikti elda dadaismans á öðrum tug aldar- innar, ásamt með pólitískri þróun í Evrópu. Afneitun á gildismati Freud splundraði persónuleikanum og leiddi i ljós hinar myrku hliðar hans og afstæðiskenningin kippti stoðum undan alhæfingum og algildum reglum — í siðfræði og listum eins og vísindum. t myndlist bjó t.d. Marcel Duchamp sér til aðra persónu sem samsvaraði kveneðli hans og nefndi hana Rrósu Selavý („eros c’est la vie.. . ”) og afneitaði gildismati hefðbund- innar fagurfræði með þvi að tefla fram hversdagshlutum, stólum, flöskugrind o.fl. sem sjálfstæðum myndverkum eða „myndgervingum”. Félagar hans í dada-hreyfingunni sögðu hvern mann vera skapandi afl og allt fagurfræðilegt mat væri pip og einskis virði. Allt gat Myndlist verið sköpun, sögðu þeir, jafnvel hegðun. Orðstír deyr aldreigi... Á vorum timum hefur þessi þróun haldið áfram og tekið á sig margvís- legar myndir í konsept-list og skyldri listiðkun. Sem dæ'mi má nefna miðaldra ttala, Cavellini að nafni, sem hóf fyrir nokkrum árum að íhuga hugtakið „orðstir” og hvernig lista- menn öðluðust hann. Komst hann að þvi að „orðstír” var í hæsta máta sleipt hugtak og erfitt að handfjatla það en þó sýndist Cavellini sem flestum þætti gott að hafa orðstír, hvort sem hann var góður eða vondur. Ákvað hann því að búa sér til eigin orðstir, sem eins konar sköpunarverk, með því að plaga alla listamenn, gagnrýnendur og söfn, sem hann vissi um viða um heim, með bréfum sem innihéldu fagrar lýsingar á eigin ágæti og skapandi atferli. Hvati Þetta bar árangur því nú er Cavellini „þekktur” meðal framúr- stefnumanna og er kominn í alls kyns uppsláttarbækur fyrir vikið. Cavellini hefur haldið áfram að útbreiða orðstir sinn, skrifar og fær bréf og er orðinn eins konar hvati (catályzator) fyrir skapandi athæfi annarra og tekur þátt i sýningum um heim allan, með bréfum, athugasemdum o.fl. Hann hefur meira að segja skotið upp N kollinum á tveim sýningum i Galleríinu, Suðurgötu 7, og er m.a. þátttakandi í þeirri uppákomu sem nú stendur þar yfir. En sá sem skrifaður er fyrir þeirri sýningu heitir reyndar Robin Crozier og er Englendingur og líkist hann Cavellini um margt, ef marka má framlag hans á þessum vigstöðvum. í einni bendu Æviágrip hans er t.d. skemmtilegt sambland af skáldskap og staðreynd- um og sjálf sýningin er ekki eingöngu eftir Crozier heldur var fjölda manns boðið að taka þátt í henni með því skilyrði að öll innsend verk fjölluðu að einhverju leyti um hugtakið (og litinn) „blátt”. Um 150 manns þágu boðið og eru verkin á gólfi, í lausu lofti og á veggjum gallerísins og túlka á ýmsa vegu hið bláa „þema’V Eru hér allra þjóða kykvendi, fjöldi ltala, Englend- ingar, Þjóðverjar, Pólverjar, Ungverjar, Suður-Ameríkumenn og Bandaríkjamenn, Frakkar og svo auðvitað íslendingar og virðast flestir hafa skemmt sér konunglega. í raun er varla nokkur leið að lýsa sýningunni í heild — hér er gáski, skáldskapur, erótík, leikaraskapur, pólitík — allt í „ einni bendu og mega held ég allir hafa nokkurt gaman af sem sækja sýninguna með opinn huga og rúman . tíma. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Yfirlitsmynd af sýningunni Erratum varð mér á í messunni er ég sagði Evrópumála og inniheldur eitt- I asanum við að koma frá mér Singer skrifa á hebresku. Rétt er hvað af hebresku máli. Rétt skal upplýsingum um hinn nýja nóbels- að hann skrifar á jiddisku sem er vera rétt. höfund, Isaac Bashevis Singer, sambland nokkurra Austur- - A.I.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.