Dagblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 12.10.1978, Blaðsíða 14
14 1 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978. Iþróttir Sovétmanna íBúdapest Ungverjar sigruðu Sovétmenn 2-0 i 6. riðli Evrópukeppni landsliða í Búdapest i gærkvöld. Sigur Ungverja fylgdi i kjölfar ósigurs gegn Finnum i Helsinki. Þrátt fyrir ósigur eru möguleikar Sovétmanna enn mestir. Sovétmenn voru slegnir út úr HM af Ungverjum, í gærkvöld sóttu Sovétmenn mun meira en Oleg Blokhin fór þrívegis illa að ráði sínu. Á 25. minútu náðu Ungverjar skyndisókn og Varadi skoraði. Sovétmenn sóttu mjög en Katzirz, markvörður Ungverja, var snjall. Á 58. mínútu skoraði Szokolai annað mark Ungverja og gulltryggði sigur þeirra, 2-0. Áhorfendur voru 40 þúsund. V-Þjóðverjar sigruðu íPrag V-Þjóðverjar sigruðu Evrópumeistara Tékka 4-3 i vináttulandsleik Þjóðanna í Prag 1 gærkvöld. V-Þjóðverjar höfðu yfir, 4-1 í leikhléi en Tékkar komu tví- efidir til siðari hálfleiks, skoruðu tvö mörk, léku snilldarlega. En það dugði ekki — þremur minútum fyrir leikslok átti Zdnek Nahoda skalla í þverslá og Þjóðverjar sluppu með skrekkinn. Rudiger Abramczik náði forustu fyrir V-Þjóðverja á 9. mínútu, og Ranier Bonhof skoraði aftur aðeins tveimur mínútum síðar, beint úr aukaspyrnu. Frantisek Stambacher minnkaði mun- inn á 15. mínútu en Bonhof úr víti og Hansi Muller komu V-Þjóðverjum yfir í 4-1 fyrir leikhlé. Á 53. minútu minnkaði Marian Masny muninn i 2-4, lagði síðan upp mark fyrir Stambacher 3-4 á 63. minútu en það dugði ekki til þrátt fyrir mörg ágæt tækifæri. Áhorfendur voru 30 þúsund. Celtic sigraði Motherwell Celtic sigraði Mothcrwell 4-1 I gær- kvöld I skozka deildabikarnum í Motherwell. Þar mcð komst Celtic áfram, eftir 0-1 ósigur á Park Hcad — vann samanlagt 4-2. St. Mirren og Rangers skildu jöfn. 0-0, á Paisley og Rangers komust því áfram, samanlagt 3- 2. Aberdeen vann Hamilton stórt, 7-1, samanlagt 8 1. Ayr og Falkirk skildu jöfn, 1-1, Ayr komst áfram, 3-1. Clyde- bank og Hibernian skildu jöfn, 1-1 — Hibernian sigraði samanlagt 2-1. Montrose sigraði Raith Rovers saman- lagt 5-1. Finnar fengu skell í Aþenu Finnar komu niður með skelli i 6. riðli Evrópukeppni landsliða er þeir töpuðu 8—1 I Áþenu gegn Grikkjum. llöfðu áður sigrað í tvcimur fyrstu leikjum sinum, Grikki 3—0 og Ungverja 2—1. En í gærkvöld voru þeir yfirspilaðir af Grikkjum, sem skoruðu fimm mörk í fyrri hálfieik, þar af skoraði Mavros þrívegis. Fjögur mörk á níu mínútna kafia í fyrri hálfieik, 14. til 23. mínútu, sökktu Finnum. Grikkir sóttu látlaust i siðari hálfieik, og þrjú mörk fylgdu i kjölfarið. Heiskenen skoraði eina mark Finna í Aþenu en þá var staðan 6—1. Mavros skoraði 4 mörk fyrir Grikki, Nicoloudis, Dalakos og Delikaris 2 bættu við hinum. Áhorfendur í Aþenu voru átta þúsuiKd. Staðan í 6. riðli er nú: Finnland 3 2 0 1 6—9 4 Grikkland 3 10 2 8—6 2 Ungverjaland 2 10 1 3—2 2 Sovétríkin 2 10 1 2—2 2 Ép Iþróttir Iþróttir Iþró Pétur til Feyenoord —skrifaði undir samning í gær til þriggja ára. Feyenoord kemur hingað til lands næsta sumar auk þess að leikmenn og þjálfarar fá að dvelja íHoliandi — ÍA að kostnaðarlausu „Ég er mjög ánægður með samning minn við hollenzka liðið Feyenoord, bæði fyrir mig og félag mitt. þetta er aðeins byrjunin, mikil vinna framundan hjá mér. En ég vona að ég leiki marga landsleiki fyrir tsland, verði ég valinn og eins að ég eigi eftir, þó síðar verði, að klæðast peysu Skagamanna,” sagði Pétur Péfursson, Skagamaðurinn ungi, 19 ára, eftir að hann hafði undirritað samning við hollenzka stórliðið Feyen- oord i gær að Hótel Loftleiðum. Samningur Péturs Péturssonar við Feyenoord er honum mjög hagstæður, enda stórt félag Feyenoord. Ekki hafa veriö gefnar neinar tölur — slikt er trúnaðarmál leikmanns og félags en samningurinn mun mjög hagstæður. Þá er samningurinn og mjög hagstæður fyrir ÍA. Feyenoord greiðir ÍA ekki beinar peningagreiðslur — en engu að siður koma Skagamenn mjög vel út, fjárhags- lega og félagslega. Það er gert ráð fyrir — eins og sagt var í DB í gær — að Feyenoord komi hingað næsta sumar og leiki við Skagamenn, þeim alveg að kostnaðarlausu. Allar tekjur renni óskiptar til í A. Þá er einnig möguleiki að leikið verði við islenzka landsliðið, en um það á eftir að semiast. „Framkoma Feyenoord hefur öll verið til fyrirmyndar. Aðalatriðið af okkar hálfu var að Pétur fengi góðan samning, það var númer eitt — númer tvö var í A,” sagði Gunnar Sigurðsson í gær. „Ég er ánægður með samning Péturs, og veit að Akurnesingar eru allir ánægðir fyrir hans hönd. Bæði félags- lega og peningalega er samningurinn góður. Samningurinn gerir ráð fyrir að ÍA geti sent allt að þrjá leikmenn árlega í þrjá mánuði til Feyenoord á samnings- tímabilinu og tvo þjálfara í allt að 45 daga til náms og þjálfunar. Það ber að virða við Pétur og föður hans, Pétur Elísson, að aldrei kom til mála að Pétur færi út á meðan keppnis- tímabilið íslenzka stæði yfir. Við vildum frið á meðan á því stóð— þeir vildu frið. Svo var þó ekki alltaf, ásælni erlendra félaga, svo og manns hér á landi. Brott- för leikmanna erlendis hefur verið I sviðsljósinu undanfarið, 2 leikmenn farið út á miðju keppnistímabili. Það á ekki að geta gerzt, má ekki gerast og KSÍ verður að binda endaá slíkt með því'áð taka málin föstum tökum. Það er óvið- unandi að íþróttaforustan skuli ekki hafa tekið þessi mál föstum tökum þegar,” sagði Gunnar Sigurðsson að lokum. „Á síðasta þingi KSl var sett klausa um þessi mál en þvi miður hefur hún reynzt með öllu máttlaus,” sagði Gylfi Þórðarson en hann ásamt Alberti Guð- mundssyni var Skagamönnum mjög inn- an handar við samningsgerð við Feyen- oord. Það er greinilegt að um margt markar samningur Skagamanna og Feyenoord tímamót. Hann er mun hag- stæðari en samningar Vikings og Vals við Lokeren. Að vísu er ekki saman að jafna, annars vegar Lokeren — hins vegar stórlið eins og Feynenoord. Skaga- menn koma mjög vel út fjárhagslega, það er ljóst, einnig og ekki síður félags- lega þar sem eru samskipti Feyenoord og ÍA. Þessum samningi ber að fagna. Hann er öllum aðilum til sóma, ekki sizt Pétri sjálfum, sem sýnt hefur félagi sinu mikinn trúnað. Nýtt tímabil tekur nú við hjá honum — hinn harði skóli at- vinnumennskunnar. H Halls. Pétur getur orðið meðal þeirra beztu í Evrépu „Pétur hefur allt til að bera til að ná fremstu röð knattspyrnulega séð. Hann er eitt mesta efni I Evrópu í dag — og hafi hann einnig bein til að standast hinn erfiða skóla atvinnumennskunnar getur hann náð á toppinn i Evrópu I dag. Með félagi eins og Feyenoord hefur hann allar aðstæður til þess,” sagði Peter Stephan, framkvæmdastjóri Feycnoord i gær á Hótel Loftleiðum eftir að Pétur Péturs- son hafði skrifað undir atvinnusamning við Feyenoord. „Ég tel að Feyenoord, lA og Pétur Pétursson hafi staðið rétt að málum hér. Við höfðum samand við tA, sem er rétta leiðin, og eftir að hafa fengið leyfi þeirra, töluðum viö við Pétur. Feyenoord er | stórt félag og vant að virðingu sinni,” sagði Stephan ennfremur og hann bætti við: „Það er eðlilegt að félag hans hér heima fái eitthvað fyrir þá peninga, sem það hefur lagt í leikmenn hér. 1 þessu ! tilfelli var ekki um beinar peninga- | greiðslur að ræða, heldur kemur Feyen- oord hingað upp næsta sumar, Skaga- mönnum að kostnaðarlausu og leikur hér — allur ágóði rennur til ÍA og hann, ; vona ég að verði sem mestur. Þá varður hægt að telja þá peninga, sem ÍA fær. — sagði Peter Stephan í gær Síðan eru félagsleg samskipti IA og Feyenoord og þau tel ég mikilvæg. Meðallaun góðs atvinnumanns eru á bilinu 100 þúsund gyllini til 300 þúsund (15—45 milljónir) — og þegar í hlut á leikmaður eins og Pétur verður að greiða honum vel. Við höfum einnig áhuga á Karli Þórðarsyni, kona hans á von á barni um þessar mundir. Við munum fá hann út síðar en hann er einn bezti leik- maður er ég hef séð í langan tíma. Ég er mjög ánægður með að fá Pétur, hann er einn sá bezti af hinum yngri. Okkur i Hollandi furðar hve ísland á marga góða leikmenn og hver standardinn i knatt- spyrnu er hér þrátt fyrir allar þær erfiðu aðstæður sem þið verðið að glíma við," sagði Peter Stephan að Iokum. Búlgarar jöf nuðu —2-2 á Idrætsparken Danir og Búlgarar skildu jafnir I Kaupmannahöfn, 2—2, í 1. riðli Evrópu- keppni landsliða i gærkvöld. Búlgarar jöfnuðu 6 mínútum fyrir leikslok i Kaup- mannahöfn en aðeins 1600 áhorfendur voru I Kaupmannahöfn, á Ir.drætspark- Danir byrjuðu vel gegn Búlgörum, voru hættulegir í sókninni og náðu forustu á 17. mínútu. Benny Nielsen, Anderlecht, skoraði gott mark eftir góða sendingu frá Frank Arnesen, Ajax. En Arnesen urðu á mikil mistök, og Panov komst í gegn og skoraði, 1—1. Á 63. minútu náðu Danir aftur forustu, nú var félagi Arnesen Sören Lerby á ferðinni, skoraði gott mark. En sigurinn átti ekki að verða Dana, á 84. mínútu jafnaði Iliev, 2—2. Jafntefii — annað jafntefii Dana, áður gegn írum en Danir biðu ósigur I Kaupmannahöfn gegn Englendingum. Danir voru án leik- manna sinna frá Borussia Mönchenladbach, Allan Simonsen og Carsten Nielsen. Pétur Pétursson, atvinnumaður með Fe; ásamt framkvæmdastjóra Feyenoord, Pete HOLLAND SVISS — 3-líEvrópul Holland sigraði Sviss 3—1 í Evrópu- keppni landsliða í Bern i Sviss. Það var ekki fyrr en á síðustu minútunni að Hollendingar gátu andað léttar, er Ruud Geels gulltryggði sigur Hollendinga með marki á síðustu mínútunni. Svisslend- ingar sóttu mjög lokakaflann I von um að jafna. Piet Schrijver, markvörður Hollands bjargaði snilldarlega skalla Bizzini á 88. minútu og skömmu siðar komst varamaður Sviss, Raimondo Ponte í gegn en Schrjiver varði skot hans — Hollendingar náðu skyndisókn og Ruud Geels gulltryggði sigur Hollands, 3-1. Svisslendingar sýndu mjög góðan leik í Bern, ákaft hvattir af 23 þúsund áhorfendum. Þeir sóttu mjög og komu vörn Hollendinga iðulega í vandræði. Hollendingar náðu forustu á 19. mínútu er þrumuskot Piet Wildschut hafnaði í netinu, þrumuskot af löngu færi er fór i vamarmann og breytti um stefnu. Sviss lendingar lögðu þó ekki árar í bát. Náðu Uppsláttur hollenzku blaðanna sl. mánudag: Pétur skrifaði undir samning við Feyenoord til þríggja ára „Það var skýrt frá þvl I öllum dagblöð- unum hér i Hollandi á mánudag — með miklum uppslætti f þeim flestum — að Pétur Pétursson hefði á sunnudag skrifað undir samning til þriggja ára við J Feyenoord. Einnig var skýrt frá því i hollenzka útvarpinu og sjónvarpinu með tilheyrandi myndum frá athöfninni. Fréttir fjöimiðlanna hér byggðust á opinberri tilkynningu frá Feyenoord, að : Pétur hefði skrifað undir samning við ; félagið til þriggja ára — og um leið ' notuðu blaðamennirnir tækifærið til aö ræða við framkvæmdastjóra Feyenoord og stjórnarmenn um Pétur og framtíð hans hjá félaginu,” sagði iþróttaritstjóri Dagblad de Telegraaf i Hollandi, þegar undirritaður ræddi við hann i síma um þessi mál fyrri vikunni. „Það er engum blöðum um það að fletta að Pétur hefur skrifað undir samn- ing við Feyenoord á sunnudag — og þvi koma mér þessar fréttir frá íslandi tals- vert á óvart að enn hafi ekki verið gengið frá samningum milli Péturs og Feyenoord,” sagði ritstjórinn, þegar við skýrðum honum frá gangi mála hér heima. „Á sunnudag voru forráðamenn Feyenoord mjög ánægðir að gengið hafði verið frá samningum við Pétur,” sagði Hollendingurinn. Okkur hér á DB fannst rétt að birta þessa frétt ekki fyrr en allt var komið á hreint hér heima i sambandi við mál Péturs og Feyenoord. Vildum ekki spilla á neinn hátt fyrir góðum samningi Péturs Akurnesinga og Feyenoord, sem nú er orðinn staðreynd, einnig hér á íslandi. Hins vegar staðfesta þessi ummæli hollenzka ritstjórans alveg þá frétt Dag- blaðsins sl. mánudag, að Pétur hefði skrifað undir samning við Feyenoord. Undirritaður hringdi á skrifstofu Feyenoord i Rotterdam og ætlaði að tala við P. Stephan. Fékk þá þær fréttir á skrifstofunni að Stephan og Pétur væru farnir til íslands. Þá ræddi ég við fram- kvæmdastjóra félagsins — spurði hvort Pétur hefði skrifað undir samning við Feyenoord. Tvitók spurninguna og fékk i bæði skiptin játandi svar. Fram- kvæmdastjórinn hafði engu að leyna. Digurbarkaleg ummæli í Tímanum að ákveðinn maður undrist stórlega frétt DB og sé ekki sáttur við slíka blaða- mennsku vísast því til föðurhúsana.Hins vegar kemur ekki á óvart, að þeir sem stjórna íþróttaskrifum Timans skilji ekki þessa blaðamennsku. Fréttir hollenzku blaðanna voru bornar undir Stephan, stjóra Feyenoord, í gær. „Það er nokkur sannleikur í skrifum hollenzku blaðanna,” sagði

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.