Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12.0KTÓBER 1978.
17
Ashkenasy og
sinfónían -,a,míl
enröngleið
í Morgunblaðinu í fyrradag birtist
þýðing á viðtali sem hið þekkta
erlenda tónlistarblað Gramophone átti
við Vladimir Ashkenasy nýverið og
staðfestir Ashkenasy ummæli sín við
blaðið. Þar segir hann m.a. um
Sinfóníuhljómsveit tslands: „Stundum
verður leikur þeirra áhugaverður, en
tæknilega séð eru þeir ekki mjög færir.
Það þarf að fara að þeim eins og
börnum og gæta þess að ósiðir komist
ekki upp í vana.” Segir Ashkenasy
ennfremur að Sinfónían sé alls ekki
nógu góð og telur meginástæðurnar
þrjár: aukavinnu hljóðfæraleikara,
misjöfn gæði þeirra og reynslu og svo
stöðugar mannabreytingar. Nefnir
hann einnig að samkeppni sé ekki
nægileg á landinu og hljóðfæra-
leikarar ekki nógu vel launaðir.
Leiðindamál
DB bar þessi ummæli Vladimirs
Ashkenasy undir nokkra þá sem að
staðaldri skrifa um tónlist í íslensk
blöð. Það skal tekið fram að Sigurður
Steinþórsson sem skrifar fyrir Tímann
var að störfum við Kröflu og ekki
hægt að ná í hann. Guðmundur
Emilsson sem skrifar um tónlist fyrir
Morgunblaðið hafði þetta að segja:
„Þetta er leiðindamál. Það er margt
um Sinfóníuhljómsveitina að segja,
bæði gott og slæmt og hafa bæði ég og
aðrir reynt að koma af stað umræðu
um allan starfsgrundvöll hennar. En
sú leið sem bæði Ashkenasy og
hljómsveitin kjósa til skoðanaskipta er
ekki sú rétta að mínu mati, þótt
sannleika megi finna í ummælum
beggja.
Opinská
skoðanaskipti
Ashkenasy hefði átt að setjast niður
og ræða þessi vandamál opinskátt við
hljómsveitina og framkvæmdastjórn
hennar meðan hann vann með henni,
en ekki skjóta á hana utan úr heimi.
Það er ekki nema von að hljóðfæra-
leikararnir verði hissa og hneykslaðir.
Þeir eiga þetta alls ekki skilið. En mál
Sinfóníunnar, sem og tónlistarmál
yfirleitt hér á landi, þarfnast rækilegr-
ar endurskoðunar. Þetta var sem sagt
óþarft atvik og skemmir aðeins fyrir ”
Jón Ásgeirsson ritar tónlistar-
gagnrýni í Morgunblaðið og sagði um
þetta mál: „Jú, það má kannski segja
að Ashkenasy hafi notað íslensku
Sinfóniuhljómsveitina til að æfa sig i
hljómsveitarstjórn.
Getur ekki keppt
við útlönd
Ég skammaði hann oft fyrir að geta
ekki stjórnað þvi hann kunni ekkert.
En það er ekki bara tæknin sem skiptir
máli, — það þarf einnig að koma til
skilningur á skáldlegu inntaki tónlist-
ar, sem Ashkenasy hefur í rikum
mæli. Hann á eflaust eftir að verða
góður hljómsveitarstjóri. En það er
ekki hægt að bera okkur saman við
stærri hljómsveitir úti í heimi, við
getum ekki keppt við þær og það er
ekki svo ýkja langt síðan við
eignuðumst okkar fyrstu
atvinnumenn í hljóðfæraleik. Svo er
það spurningin um það hvað sé
venjulegt I listum. Snilld 1 listum er
nefnilega í hæsta máta óvenjuleg og
óeðlileg. Meðalmaðurinn er eðlilegt
fk
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Atriði úr Þess vegna skiljum við eftir Guðmund Kamban 1 meðförum Leikfélags Akureyrar,
FRUMSYNING
A AKUREYRI
fyrirbæri og þess vegna skiptir það
ekki máli hvort Ashkenasy kallar
Sinfóniuna hálfgerða atvinnuhljóm-
sveit eðaáhugafólk.
Bót á kennslu
Auðvitað má bæta hljómsveitina,
en þar hefur annar tónsnillingur, Paul
Zukofsky, lagt orð I belg og bent á
hlutverk tónlistarskólanna, sjálfa
undirstöðuna. Það er kannski
skynsamlegri gagnrýni. En það er I
sjálfu sér gott að Ashkenasy skuli hafa
sagt þetta. Það vekur fólk til
umhugsunar. Viðbrögð hljóðfæra-
leikaranna eru ósköp mannleg. En
skyldu þeir ekkert hafa lært af
honum? Og svo skulum við minnast
þess að Ashkenasy „fékk” að stjórna
Sinfóníunni vegna þess að hann tók
ekkert fyrir. Svona er nú hugsunar-
hátturinn hér á mörgum sviðum.”
Ekkiaf-
gerandi ummæli
Ríkharður Örn Pálsson, tónlistar-
gagnrýnandi Þjóðviljans, mælti svo:
„Þetta er heldur ómerkilegt mál I það
heila og ég held að ummæli
Ashkenasys séu ekki afgerandi á neinn
hátt. Hann er ekki sérfræðingur I
hljómsveitarstjórn og þess vegna held
ég að ekki verði mikið mark á þessu
tekið erlendis. Það er að visu margt
satt í öðru sem hann segir, en um þau
atriði hafa menn vitað og skrifað. Ég
vil einfaldlega taka undir það sem
Helga Hauksdóttir sagði í
Morgunblaðinu.” A.I.
Næstkomandi föstudagskvöld
frumsýnir Leikfélag Akureyrar
leikritið Þess vegna skiljum við eftir
Guðmund Kamban. Haukur
Gunnarsson leikstýrði verkinu og
teiknaði búninga en Jón Þórisson
gerði leikmyndina. Viðamikil hlutverk
eru nokkuð mörg og eru helstu
leikendur þau Þórhalla Þorsteins-
dóttir, Marinó Þorsteinsson, Björg
Baldvinsdóttir, Gestur E. Jónasson,
Aðalsteinn Bergdal, Svanhildur
Jóhannesdóttir, Anna I. Jónsdóttir,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Theódór
Júlíusson, Þráinn Hallsson, Sigurveig
Jónsdóttir og Kristjana Jónsdóttir.
...................
Rösklega unnið
DB hafði samband við Odd Björns-
son leikhússtjóra og spurði hann
tíðinda af leikritinu og starfinu yfir-
leitt. Oddur sagði að hann hefði tekið
til starfa heldur seint, en mjög rösk-
lega hefði verið unnið og væri hann
sannfærður um að allt mundi smella
saman. Æfingar á leikriti Kambans
hefðu gengið ágætlega og hann hefði
orðið var við mikinn áhuga á verkinu í
bænum. Sjálfur væri hann þeirrar
skoðunar að leikstjórinn Haukur
Gunnarsson hefði sett saman mjög
fallega sýningu og áhrifamikla. Ætti
leikurinn að gerast á árunum 1927—8
og væri öll leikmynd og búningar með
tilheyrandi sniði.
Stuðningur við
íslenska leikritun
Sagði Oddur að erfitt væri að
nálgast leikrit Kambans á annan hátt
sökum þess mikla raunsæis sem þar
gætir. Oddur var því næst inntur eftir
þeirri ákvörðun Leikfélagsins að leika
nær einvörðungu íslensk verk á þessu
starfsári. Sagði hann þá ákvörðun
hafa verið tekna á grundvelli þeirra
miklu vinsælda sem íslensk leikritun
hefði aflað sér siðastliðin ár og með
því gæfist einnig tækifæri til að styðja
við bakið á íslenskum leikritahöfund-
um. Hvað aðrar nýjungar snerti sagði
Oddur að ákveðið hefði verið að setja
upp málverkasýningar I anddyri leik-
hússins í tengslum við hverja leik-
sýningu og mundi Óli G. Jóhanns-
son ríða á vaðið með málverkum
sínum. A.I.
Ashkenasy — meðan allt lék i lyndi.
Upplýsingasedill
til samanburöar á heimiliskostnaöi
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldiö?
Vinsamlegast afhendið þennan svarseðil um leiö og þér greiðió áskrift
næst. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaöur í septmánuöi 1978
Matur og hreinlætisvörur kr.__________________________
Annað kr______________________
Alls kr.
W I /It l Y
Fjöldi heimilisfólks