Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 26

Dagblaðið - 12.10.1978, Síða 26
26 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978. salur Spennandi og bráöskemmtileg ísraelsk- bandarísk litmynd með Robert Shaw, Richard Roundtree og Barbara Seagull. Leikstjóri Menahem Golan. íslenzkur texti. Bönnuðbörnum. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. ——....salur IB---------- Kvikmynd Reynis Oddssonar Morösaga Aðalhlutverk: Þóra Sigurþórsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Bönnuðinnan 16ára Sýnd kl. 3.05, 5.05,7.05,9.05 og 11.05. Ath. að myndin verður ekki endursýnd aftur í bráð og að hún verður ekki sýnd i sjónvarpinu næstu árin. Átök í Harlem st«m»o FRED WILLIAMSON (H®%| ALarcoProduction COLOR by movielab An American International Release (Svarti guðfaðirinn 2) Afar spenna/idi og viðburðarjk litmynd, beint framhald af myndinni „Svarti guð- faðirinn. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16ára. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. • salur Lucky Luciano Spennandi og vel gerð ný ítölsk litmynd með Gian Volonte og Rod Steiger. Leik- stjóri Francesco Rosi. Bönnuð innan 14ára. íslenzkur texti. Sýndkl. 3.15,5.15,7.15,9.15 og 11.15. Skemmtileg og hrífandi ný kvikmynd um JóhannStrauss yngri. Horst Bucholz Mary Costa íslenzkur texti Sýnd kl. 5,7 og 9. Hörkuspennandi og viðburðahröð, ný bandarísk litmynd, tekin í Hong Kong. STUART WHITMAN, PETER CUSHING. Leikstjóri: MICHAEL CARRERAS. Islenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýndkl. 5,7,9 og 11. AUSTURBÆJARBÍÓ: Sekur eða saklaus? (Verdict) Aðalhlutverk: Sophia Loren, Jean Gabin. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. GAMLA BÍÓrSjá auglýsingu. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HÁSKÓLABÍÓ: Saturday Night Fever. Aðalhlut- verk: John Travolta. Sýnd kl. 5 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Dóttir hliðvarðarins kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuðinnan lóára. NÝJA BÍÓ: Þokkaleg þrenning (Le Trio Infernal) Aðalhlutverk: Michel Piccoli, Romy Schneider. Leikstjóri: Francis Girod. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. REGNBOGINN:Sjáauglýsingu. ;STJÖRNUBÍÓ:Close Encounters of theThird Kind, kl- 5,7.30og 10. TÓNABIÖ: Enginn er fullkominn (Some like it hot). Aðalhlutverk: Tony Curtis, Jack Lemmon og Marlyn Monroe. Leikstjóri Billy Wilder. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. Bönnuðinnan 12ára. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hrópað á kölska (Shout át t\ie Devil), leikstjóri: Peter Hunt, aðalhlutverk: Koger Moore, Ian Hilm og Lee Marvin, Kl. 9. #WÓÐl£IKHÖSW Sonur skóarans og dóttir bakarans í kvöld kl. 20. laugardag kl. 20. Uppselt. þriðjudag kl. 20. Á sama tíma að ári 6. sýning föstudag kl. 20. Kóta ekkjan sunnudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Litla sviðið: Mæður og synir sunnudag kl. 20.30. Miðasala 13.15—20. Sími 11200. blaðamaður segir skoðun sína á útvarpi og sjónvarpi Þarf að skipta um yf irmenn ríkisf jölmiðlanna? MÍN SKOÐUN Ómar Valdimarsson Það verður að segjast eins og er: mitt álit á efni sjónvarpsins er harla lítið. Álit mitt á efni útvarpsins er ennþá minna. Það er þó ekki þar með sagt að dag- skrá þessara fjölmiðla sé svona hræði- lega vond. Ég hef bara ekki smekk fyrir nema litlu af því sem boðið er upp á. Og raunar þekki ég ekki marga sem hafa smekk fyrir miklu sem boðið er uppá. Tvö fantagóð atriði vil ég þó nefna, bæði úr sjónvarpi. Hið fyrra er Skolla- leikur Alþýðuleikhússins. Ég man ekki eftir að hafa séð betri útfærslu á is- lenzku leikriti — og sagði þó einhver leiklistarskríbentinn að upprunalega sviðsetningin hefði verið miklu betri. Arnar Jónsson var hreinlega stórkost- legur. Hitt atriðið er bandariska kvik- v___ myndin sem sýnd var sl. laugardags- kvöld. Það var mögnuð sýning sem hélt manni negldum fyrir framan kass- ann. Ég ætla ekki að hrósa fréttunum. Þær eru yfirleitt hrútleiðinlegar. í starfi blaðamanns spillir ekki að fylgj- ast vel með fréttum en það er nánast alveg ónauðsynlegt að fylgjast með fréttum sjónvarpsins. Það gegnir öðru ' máli um fréttir í útvarpinu. Ekki veit ég gjörla hver er ástæðan fyrir dauðyflishætti ríkisfjölmiðlanna en maður nokkur, sem hefur unnið við sjónvarpið frá stofnun, sagði við mig ekki alls fyrir löngu: Það sem er að keyra allt um koll hér er sú einfalda staðreynd að frá stofnun þessa fyrir- tækis hefur starfsfólkið lært mjög mikið — það er að segja allir nema æðstu yfirmennirnir. Við ættum að skipta þar um menn. Svipaða sögu hef ég heyrt úr útvarpinu. Og í lokin langar mig að geta þess að það er víðar en á íslandi sem engil- saxneskt efni tröllriður öllu. í sumar var ég staddur í Póllandi og beið þar á járnbrautarstöð eftir lest til Prag. Það var fjöldi fólks á stöðinni, ys mikill og þys. Allt í einu var allt tómt. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið — var kannski búið að loka öllu úr því komið var kvöld? Þegar ég leit betur i kringum mig sá ég allan mannfjöldann — eða því sem næst — inni i veitingastofunni sem raunar var búið að loka. Þangað fór ég og komst að raun um hvað hafði svona mikið aðdráttarafl: það var tíu ára gamall bandariskur glæpona- og njósnaþáttur, Mission Impossible. En amerísku spíónarnir töluðu pólsku. ÚTVARPSLEIKRITIЗí kvSld kl. 21.05: GUD OG LUKKAN —eftir Guðmund G. Hagalín Útvarpsleikrit kvöldsins er eftir Guðmund G. HagaUn. Á myndinni sjáum við hann, þar sem hann spilar Olsen, ólsen við eiginkonu sina. Leikrit vikunnar er að þessu sinni eftir Guðmund G. Hagalín, sem áttræður varð sl. þriðjudag. Leikritið nefnist Guð o§ lukkan og er það flutt í tilefni af afmæli höfundar. Leikstjóri er Steindór Hjörleifsson en með aðalhlutverk fara Bessi Bjarnason, Jón Sigurbjörnsson, Gisli Alfreðsson, Soffía Jakobsdóttir og Klemenz Jóns- son. Leikritið er skrifað í gamansömum tón og helztu persónurnar skýrt dregnar. Fólk kveður fast að orði og málfarið er hrjúft og hressandi. Leikurinn fjallar um Einar nokkum sem er óðalsbóndi. Hann stendur i stappi við Jónas bónda á Mávabergi og Gunnar son hans út af jörðinni. Kona Gunnars á von á barni, og odd- vitanum finnst mesta fjarstæða að fara að hlaða niður ómegð á þvi heimili. Hann neytir ýmissa bragða, en þó Gunnar þyki ekki stíga í vitið, er hann ekki auðveldur viðfangs, enda hefur hann sóknarprestinn með sér. Höfundurinn, Guðmundur G. Hagalin, er fæddur 10. okt. 1898 í Lokinhömrum i Arnarfirði. Hann stundaði nám I Núpsskóla og víðar, fékkst við sjómennsku, blaðamennsku o. fl. til ársins 1929 en gerðist þá bóka- vörður á ísafirði. Jafnframt því stundaði hann kennslu og starfaði mikið að stjórnmálum og félags- málum. Var hann bókafulltrúi ríkisins um árabil. Guðmundur hefur skrifað um 40 bækur, en auk þess fengizt við þýðingar og skrifað greinar í blöð og tímarit. Hann er nú búsettur í Borgar- firði. Meðal leikrita, sem útvarpið hefur flutt eftir hann og gerð eru eftir sögum hans, eru Kristrún í Hamravík og Fornar dyggðir. Flutningur leiksins í kvöld tekur rösklega klukkustund.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.