Dagblaðið - 12.10.1978, Page 28

Dagblaðið - 12.10.1978, Page 28
Keflavíkurflugvöllur: Vamarliðið dregur úr öllum framkvæmdum Nýja jarðstöðin á Keflavikurflugvelii, ein af nýrri framkvæmdunum þar. DB-mynd Sv. Þorm. Nýjar framkvæmdir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verða í algeru lág- marki og því sem næst engar umtals- verðar um óákveðinn tíma. Viðhald verður eins og nauðsyn þykir til en alls ekki meira, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, sem DB hefur. Meginástæðan fyrir þessu er þátt- taka Alþýðubandalags í ríkisstjórn. Það er stefna bandariskra stjórnvalda og yfirmanna hermála, að vekja sem minnstar deilur um gerð hernaðar- mannvirkja þar sem varnarlið þeirra hefur aðsetur um lengri tíma. Litlu sem engu breytir í þessu efni, hvort bækistöðvar bandarisks herliðs eru i samningsbundnu bandalagslandi, eins og íslandi, eða ekki. Frestað verður öllum þeim framkvæmdum, sem beðið geta án þess að öryggi Bandarikjanna eða bandalagsrikja þeirra sé teflt í hættu. í þessu sambandi kemur bygging væntanlegrar flugstöðvar fyrir alþjóðlegt flug utan yfirráðasvæðis varnarliðsins til umræðu. Slik bygging Á siðasta sólarhring urðu alls 27 árekstrar í umferðinni, þar af 5 slysatil- felli. Að sögn Guðmundar Hermanns- sonar yfirlögregluþjóns er þessi árekstra- fjöldi á einum sólarhring með almesta móti. Fyrsta slysið var kl. 9.22 í gærmorgun á mótum Sætúns og Steintúns. Þar varð árekstur og öku- maður annarrar bifreiðarinnar fluttur á slysadeild. Síðan rak hver áreksturinn annan allan daginn. Kl. 19.43 varð árekstur á mótum Bústaðavegar og Ásgarðs. Slysið vildi þannig til að barn hljóp skyndilega fyrir bifreið og er öku- maður hennar reyndi að forðast að lenda á barninu lenti hann á öðrum bil og var sjálfur fluttur slasaður á slysa- deild. Kl. 20.27 varð mjög harður árekstur á mótum Sogavegar og Réttar- holtsvegar. Farþegi annarrar bifreiðar- innar og ökumaður hinnar fluttir á slysadeild. Aðeins þremur mínútum síðar varð barn fyrir bifreið á mótum Eyrarlands og Brautarlands og var flutt eitthvað slasað á slysadeild og loks varð slys kl. 00.32 á mótum Smyrilsvegar og Suðurgötu. Bifreið lenti þar undir palli á vörubifreið og voru kona og barn flutt á slysadeild. GAJ. veldúr röskun á stöðu, sem verið hefur um áratugaskeið. Þótt röskunin sé i þá átt að skilja betur en verið hefur á milli varnarliðsins sjálfs og íslenzks umráðasvæðis, breytir það sennilega engu. Ekki verður að svo komnu máli hafizt handa um neinar framkvæmdir í sambandi við hana. Varnarliðið eða Atlantshafsbanda- lagið þarf ekki að standa íslenzkum stjórnvöldum skil á ástæðum fyrir minnkandi framkvæmdum eða samdrætti i þeim. Varðandi byggingu flugstöðvar má minna á, að ennþá eru ekki einu sinni til teikningar af henni, sem samþykktar hafa verið. Utanrikisstefna, sem talin er vinsamleg Bandarikjunum, hefur og engin áhrif á þennan gang mála. Stefnan sem ræður, er sú, að gefa and- stæðingum herliðs Bandarikjanna í vinsamlegu bandalagslandi sem allra minnst tilefni til umræðu eða gagnrýni vegna vaxandi umsvifa. Bandarisk stjórnvöld líta á aðild Alþýðubandalagsins að ríkisstjórn aðeins tímabundna Hægagangur framkvæmda i skamman tima er mun þýðingarminni en tilefni til fjandsam- legrar umræðu og áróðurs. Þessi stefna þýðir samdrátt i umsvifum íslenzkra aðalverktaka, sem gæti jafnvel leitt til þess, að þeir leituðu aðildar að næstu stórverkefn-. um á íslenzkum bygginga- og fram-' kvæmdamarkaði. - BS frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 12. OKT. 1978. Reytingur á loðnunni og sfldinni Reytingsafli var hjá loðnubátunum djúpt út af Horni í gær og í nótt og fengu 13 bátar samtals 5250 tonn síðasta sólarhring. Þá hafa sex bátar tilkynnt um afla frá miðnætti, 3500 tonn. Svipaða sögu má segja af sildveiðun- um fyrir suðaustan land, en þar munu um 50 reknetabátar stunda veiðar þessa dagana. Algengt er að flotinn komi með þetta um tvö þúsund tunnur að landi á dag. Enn bólar ekkert á stóru „áhlaupunum” eins og þau gerðust af og til í fyrra og er heildaraflinn enn talsvert minni en á sama tima þá. G.S. „Náin kynni” útaf Langanesi: Skipverjar á Eyjabát sáu skært furðuljós Að kvöldi þess dags sem sýningar hófust hérlendis á kvikmyndinni Náin kynni af þriðju gráðu, sem fjallar um heimsókn geimvera til jarðarinnar, sáu skipverjar á Vestmannaeyjabátnum Hugin dularfullt ljós norðaustur af Langanesi. „Við sáum Ijósið mjög greinilega í rúman klukkutíma,” sagði einn skip- verja, Herbert Þ. Guðmundsson, i sam- tali við fréttamann blaðsins. „Það hreyfðist ekkert úr stað allan timann, en var mjög skært og skipti litum nokkrum sinnum. Það er útilokað að þetta hafi verið flugvél, bátur eða viti, við skoðuðum ljósið í kíki og auk þess var skýjáð þessa nótt og Ijósið greinilega undir skýjum en ofan sjávar." Eftir um það bil fimmtán stundar- fjórðunga dofnaði ljósið og hvarf síðan. Það skyldi þó ekki vera, að vitsmuna- verur utan úr geimnum hafi verið að koma af frumsýningunni í Stjörnu- bíói... ? ÓV. Ógnvænleg slysaalda: : 27 AREKSTRAR OG 5 SLYS Átta stærðar- og verðf lokk- ar af rækjunni Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað í gær verð á óskeHlettri rækju. Ákvarðast það af fjölda í hverju kílógrammi. Hæsti flokkurinn er með eitt hundrað og sextíu stykki í kílógrammi. Alls er rækjan flokkuð i átta fiokka og eru greiddar eitt hundrað tuttugu og sjö krónur fyrir lægsta fiokkinn.í hann á að setja rækju ef 281 til 310 eru i hverju kílógrammi. Flokkun rækjunnar á að vera í höndum Framleiðslueftirlits sjávarafurða eða trúnaðarmanns kaupanda og seljanda. ÓG. Skyndiverkfall í BÚR — starfsfólk telur að verkstjórinn hafi verið rekinn fyrírvaralaust Starfsfólk saltfiskvinnslu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur við Meistaravelli, um 80 manns, hóf ekki vinnu i mörgun, en tók sér sæti í mötuneyti stöðvarinnar. Ástæðan er að Matthías Guðmundsson, yfirverkstjóri, mætti ekki til vinnu í morgun og telur starfs- fólkið að skrifstofustjóri BÚR hafi vikið honum úr starfi í gær eftir orða- sennu þeirra á milli. Það mun Matthías einnig telja, en skrifstofu- stjórinn ekki. Dagsbrúnarmaðurinn Kristvin Kristinsson, er trúnaðarmaður starfs- fólksins gagnvart vinnuveitendum og sagði hann á fundi með fólkinu i morgun að hann teldi þetta setuverk- fall ákafiega vafasamt og hvatti fólk til að hefja aftur vinnu. Þess má geta að Kristvin er einnig í Útgerðarráði BÚR, og þykir sumum starfsmönnum því hæpið að hann geti jafnframt verið trúnaðarmaður starfsfólks. Er DB menn voru á ferð í vinnslu- stöðinni um kl. 9 í morgun, hafði Kristvin ekki enn tekizt að fá fólkið til vinnu, þrátt fyrir útskýringar sínar. Fólkið heimtaði að fá Matthias sjálfan til að skýra málið og er blaðið fór í prentun var ekki Ijóst hvort það tókst fyrir hádegið. A.m.k. hluti deilumáls Matthíasar og skrifstofustjórans er nafnlaust bréf frá einum starfsmanni til stjómar BÚR, þar sem starfsmaðurinn kvartar yfir mötuneytinu á staðnum. G.S. Trúnaðarmaðurinn og útgerðarráösmaðurinn Kristvin Kristinsson hvetur fóik til vinnu í morgun, — en það vildi fyrst heyra frá verkstjóranum. DB-mynd: Bj.Bj. Hún er Ijót þessi slysamynd frá í gær- kvöldi. En svona eru slysin, og þau verða oftast fyrir vangá einhverra vegfarcnda. Hér er kona flutt af slys- stað. Hún forðaði barni frá að verða fyrir bil hennar, en lenti á öðrum bil i staðinn. DB-mynd Sv. Þorm.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.