Dagblaðið - 21.10.1978, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1978.
II
I
Kjallarinn
Gunnar Friðriksson
— útkoman á þessu ári er enn
skelfilegri, því að í lok ágústmánaðar
— nýrri tölur hef ég ekki — voru
slysin orðin 443, en urðu 324 á sama
tíma í fyrra. Meiri háttar slys voru þá
orðin 198, en 175 á sama tima í fyrra,
svo að heildartala slysa jókst um 15 á
mánuði en alvarlegu slysunum
fjölgaði um 3 á mánuði hverjum.
Þetta eru þurrar tölur — ég vil kalla
þær frumtölur, þvi að þær segja
aðeins upphaf hverrar sögu, en fram-
haldið getur enginn reiknað í tölum,
hvernig sem á er litið. Og það á bæði
við það fjárhagslega tjón, sem
einstaklingar og þjóðfélagsheild
verður að sæta og þær mannlegu
þjáningar, sem eru afleiðingar þess-
aratalna.
Þeir, sem sjá sjúkrahús landsins
aðeins að utan, gera sér litla grein fyrir
þeim harmsögum, sem gerast þar
innan dyra fyrir marga einstaklinga og
fjölskyldur — harmsögur, sem taka
oft ekki enda fyrr en um leið og ævi
viðkomandi lýkur og oft eftir margra
ára kvöl.
Ég hygg að ýmsum þyki hér hrotta-
lega til orða tekið, en er sannleikurinn
í þessum efnum þó ekki oft hrottalegri
en svo, að fátækleg orð fái lýst?
Þess vegna verður þjóðin nú að
skera upp herör á ný — minnast 50
ára skipulags slysavarnastarfs hér á
landi með linnulausri sókn gegn þeim
voða í umferðinni, sem ekkert hefur
megnað að stöðva á síðustu árum.
Á aðalfundi SVFÍ á siðasta vori
var samþykkt ítarleg ályktun, þar sem
hvatt var til sameiginlegs átaks í
þessum efnum af hálfu allra, er að
þessum málum vinna. 1 samræmi við
þá viljayfirlýsingu hafa deildir
félagsins og stjórn unnið að ýmsum
verkefnum á þessu sviði. Deildir hafa
t.d. víða efnt til funda til þess að
ræða málin og finna heppilegustu
leiðir til úrbóta á vandanum á
hverjum.stað.
En stjóm SVFl er Ijóst að þótt
þetta starf sé gott og nauðsynlegt, er
meira — miklu meira — þörf. Þar af
leiðandi hefur hún og deildirnar um
land allt undirbúið enn frekari
aðgerðir og er stefnt að þvi, að
róðurinn verði hertur til muna, þegar
vetur gengur í garð og hætturnar
aukast enn í svartasta skammdeginu.
Á vegum deildanna á Stór-Reykja-
vikursvæðinu er í undirbúningi sér-
stök umferðarvika, sem verður
væntanlega um miðjan nóvember. Þá
verður kappkostað að beina athygli
almennings að ákveðnum þætti eða
vandamálum í umferðinni á degi
hverjum. Vikunni mun síðan ljúka
með því að hópur félagsmanna í SVFl
— konur jafnt og karlar — mun taka
höndum saman viðlögregluna,fást við
umferðarleiðbeiningar á götum úti.af-
henda vegfarendum fræðslubæklinga
og fleira, en SVFl treystir að
sjálfsögðu á fulltingi og traustan
stuðning fjölmiðla i þeirri lífs-
nauðsynlegu sókn, sem nú er verið að
undirbúa — og þá ekki sist Rikisút-
varpsins, hljóðvarps og sjónvarps. Það
er beinlinis skylda þeirra að beita
hinum ótvíræða áhrifamætti sínum til
að vekja þjóðina rækilega til
umhugsunar um þetta mál, því að í
þessu efni er hver einstaklingur að
heyja varnarbaráttu fyrir sig og sína.
Gunnar Friðriksson.
v
Sjónvarp
Sigurður Guðjónsson
leiki sem oftast er miklu sigurstrang-
legri í rökræðrm en beinharðar stað-
reyndir og sannanir — og fljótur að
átta sig á ýmsum sálfræðilegum at-
riðum i þrætuspeki. Þar er hann oft
fimur. Á mig orkuðu orðaleikir hans
þó fremur sem skýla yfir vanþekkingu,
tiltölulega grunna athugunar- og hugs-
unargáfu sem blandin var „hags-
muna”eigingirni en birting á verulegri
viöleitni til réttsýni. 1 heild var þáttur-
inn mjög brotakenndur sökum þeirra
afar ólíku áherslna er þátttakendur
lögðu á hina ýmsu þætti þessarar
þreytandi bruggunardellu.
Ekki vantaði andstæður miklar og
stórar, þó á annan hátt væri, í umræð-
unum um starfshætti alþingis. í upp-
hafi fannst mér gaman að gefa spenn-
andi fyrirheit að horfa á fulltrúa
„yngri” og „eldri” þingmanna sitja
keika hvor framan í öðrum. En mér
féll fljótlega allur ketill í eld vegna
þeirra glæsilegu yfirburða er gömlu
skröggarnir höfðu í flestum greinum
yfir hina „ungu og upprennandi”.
Þeir minntu mig stundum á gamla
hunda sem virða fyrir sér hvolpakríli
með lífsreynslulegu umburðarlyndi.
Undir lokin flúði ég undir þá huggun
að hinir ungu alþingismenn eigi
„ýmislegt eftir ólært” en muni sækjast
námið vel og greiðlega.
Höfuðskepnur
Gils Guðmundsson er fámæltur í
svona kringumstæðum en hugsar vel
það sem hann segir. Stundum lýsir
hann upp flókin atriði í Ijósi smellinn-
ar sögu eða skírskotana í liðna glæsi-
tíð. Þetta gefur máli hans næstum list-
rænt yfirbragð, stundum dramatiska
dýpt, þegar hann Ijær kaldri rökhugs-
un sinni þunga tilfinningaundiröldu
með sérkennilegum og mjörg persónu-
legum raddblæ. Vilmundur Gylfason
er eins og allt önnur höfuðskepna. Ef
Gils er hið þunga nið hafsins er Vil-
mundur sem byljir vindanna. Stund-
um hægur blær, svo ofsi og fár,
skyndilega dúnalogn, aftur rokur úr
öllum áttum. Þetta æsir í bili en
gleymist fljótt eins og öll veðrabrigði.
Það er afar erfitt að fá heila brú í rök-
leiðslu þessa furðulega þyrilhugsuðar í
óundirbúinni talaðri ræðu. Megin-
hugsunin er hvað eftir annað rofin af
aukaatriðum, útúrdúrum, nánari skýr-
ingum, innskotum, endurtekningum
og jafnvel málfræðilegum auka- og
skýringarsetningum sem kubba og
sundurtæta rökþráðinn.
Út af laginu
Þetta er ákaflega þreytandi. Það
minnir stundum á drykkjuraus manns
sem ætlar að segja einhverja sniðuga
sögu en kemst ekki lengra en aftur og
aftur aö byrjuninni. Friðrik Sophus-
son var miklu skýrmæltari en óvenju-
lega tvístígandi og hikandi, sem getur
einfaldlega stafað af eðlilegri varfæmi
að segja ekki meira en hann má, um
efni sem hann er rétt að byrja að kynn-
ast. Hins vegar sýndist mér Friðrik
ekki alveg sneyddur skopgáfu. Hana
skortir Ingvar Gíslason aftur á móti.
Málfar hans er rútinerað stjórnmála-
mál, safalaust og leiðinlegt en sæmi-
lega skýrt og þjálfað af langri reynslu.
En Ingvar er heldur ekki laus við ein-
hvers konar tilgerð sem stundum nálg-
ast keim af hroka og er sérlega lítið
geðfellt. Loks vil ég stinga því aö
Magnúsi Bjarnfreðssyni að fara hóf-
lega en umfram allt af taktvísi i
frammítökur, en þær settu Gils og
Ingvar a.m.k. tvisvar nokkuð út af lag-
inu.
Sigurður Guðjónsson
TIL HVERS ER
HÚSNÆÐI?
Á síðasta vori stofnuðu leigjendur
hér á landi með sér félag, er hlaut
nafnið Leigjendasamtökin. Mark-
miðið með stofnun þessa félags var að
koma á hérlendis svipuðu skipulagi og
ríkir í þessum málum annars staðar á
Norðurlöndum og reyndar í Vestur-
Evrópu. Annars staöar frá hef ég þvi
miður ekki glöggar heimildir um fyrir-
komulag húsaleigumála. Tilgangurinn
með því að reyna að ná þessu
markmiði er að sjálfsögðu sá, að því
fólki sem vill eða þarf að leigja sé
tryggt viðunandi og öruggt húsnæði á
viðráðanlegu verði og jafnframt að
tryggja að samningar um húsaleigu
séu gagnkvæmir viðskiptasamningar,
en ekki einhliða fyrirmæli leigusala,
svo sem nú er oft. Uppræta þarf þann
neyðarmarkað sem hér er látinn ríkja i
húsaleigumálum og koma á í staðinn
nauðsynlegu jafnvægi. Þetta verður
helst gert með þvi að taka myndarlega
á því að reisa ibúðir á félagslegum
grundvelli.
Frá því Leigjendasamtökin voru
stofnuð, hafa stöku sinnum skotið upp
kolli i blöðunum skriffinnar, sem reynt
hafa að gera samtökin tortryggileg og
tilgang þeirra vonlausa vitleysu. Hér
eru trúlega á ferðinni menn sem notið
hafa þeirra forréttinda að fá að
hagnast á leigjendum í skjóli ríkjandi
ástands. Kannski óttast þeir að missa
eitthvað?
„Bullreikningurinn"
Einn þessara manna kallar sjálfan
sig Grunda og skrifar í Dagblaðið
þann 12. okt. sl. undir þeirri fyrirsögn
að Leigjendasamtökin verði varla
leigjendum til framdráttar. Heldur
hverjum? Það er vitaskuld ekki gerlegt
að elta ólar við alla vitleysu sem
mönnum dettur í hug að setja á prent,
en vegna þess að með grein sinni birtir
Grundi þessi bullreikning, sem á að
sýna tap af reksti leiguhúsnæðis, þykir
mér rétt að gera við greinina nokkrar
athugasemdir.
Bullreikningur Grunda á að sýna
rekstrarreikning fyrir tveggja herb.
leiguíbúð nýbyggða og nær yfir eitt
ár. Hann telur eðlilegan byggingar-
kostnað íbúðarinnar tíu milljónir og
má það vera rétt. Síðan kemur
reksturinn. Fyrning 500.000 kr.
viðhald og viðgerðir 200.000 kt. fast-
eigna- og brunabótagjöld 53.000
kr. vaxtakostn. 2500.000 kr. Niður-
staða rekstrarkostnaðar samtals 3
milljónir tvö hundruö fimmtiu og þrjú
þúsund krónur. Á móti kemur húsa-
leiga fyrir þessa tveggja herbergja íbúð
krónur 75 þús. á mánuði (sem er mun
hærri upphæð en ég þekki dæmi um).
Þetta gerir níu hundruð þúsundir yfir
árið og þykir Grunda það engin býsn
að borga. Tapið reiknar hann svo:
3.253.000 kr. mínus 900.000. Það
gerir alls krónur 2.353.000.
Ekki er furða þótt vanti húsnæði.
Hver skyldi hafa efni á að tapa
talsvert á þriðju milljón króna á ári á
þvi að leigja út litla íbúð? Það er
merkilegt að allir leigusalar skuli ekki
löngu komnir á hausinn.
Um reikning þennan mætti að
sjálfsögðu ýmislegt segja, ef tími og
pláss leyfðu, en ég skal reyna að vera
ekki margorður. Ég hélt t.d. að fyming
og afskriftir væru til að mæta viðhaldi
og viðgerðum.í stað þess að bætast þar
við. Tvö hundruð þúsundir króna á ári
í viðhald er hærri upphæð en ég þekki
af reynslu minni sem leigjandi. Hér er
um nýtt húsnæði að ræða. En látum
svo vera, það er gott ef húsið fær
nauðsynlegt viðhald. Kostnaö vegna
skemmda á sá að greiða sem skemmir.
Meiru en þetta skiptir þó sú vitleysa að
reikna kostnaðinn við að eignast
íbúðina sem reksturskostnað. Vaxta-
kostnaður (sem er frádráttarbær til
skatts) er að sjálfsögðu ekki rekstrar-
kostnaður, heldur hluti af stofn-
kostnaði. Grundi sýnist vilja gleyma
því að eign hefur myndast og fátt
hefur þótt tryggja betur fé í okkar
Kjallarinn
Jón frá Pálmholti
verðbólgubrjálaða samfélagi en hús-
eignir. Vitaskuld þarf að fjármagna
íbúðabyggingar og fjármagnið kostar
eitthvað. Sama hvert eignarformiðer.
Hinn kapítalíski
hugsunarháttur
Ég skal ekki segja hvort hálf milljón
króna geti talist eðlileg upphæð i
fymingu, en sé það látið standa verður
rekstrarkostnaður þessarar litlu íbúðar
kr. 46 þús. á mánuði eða kr. 553.000
yfir árið, samkvæmt þessum Grunda-
reikningi. Eigandi hefur komið sér upp
fasteign, sem væntanlega þjónar
mörgum kynslóðum. Þar kemur að
eignin verður skuldlaus, og hér á landi
gerist það á furðu stuttum tima oft og
tíðum, ef menn á annað borð fá fjár-
magn til bygginga. Enn einn vandinn
er sá að fjármagn liggur ekki á lausu.
Engin lánastofnun hefur viðurkennt
byggingu leiguíbúða sem atvinnu-
grein. Húsnæðismálastjórn lánar t.d.
ekki til leiguíbúða, nema eftir sér-
stökum lögum um ibúðir á vegum
sveitarfélaga.
í dæmi sínu ætlar Grundi
leigjendum fyrstu áranna að borga
fjármagnskostnaðinn allan, það er i
raun að gefa eiganda kostnaðinn við
að eignast ibúðina. Eftir nokkur ár
getur eigandi svo flutt sjálfur inní
skuldlausa eign sina, eða sama sem.
Leigjandinn er búinn að borga allt
saman.
Ekki skal haldið lengur áfram talna-
leik hins kapítaliska husunarháttar
þar sem húsnæði er talið markaðsvara,
en ekki nauðsyn. Við gætúm vissulega
sett upp annað dæmi, sem sýndi tap af
séreignaríbúð. Við getum t.d. spurt
sem svo: Skyldi borga sig fyrir eigna-
lausa leigjendur, sem borga reglulega i
sinn lífeyrissjóö, að fé þessu skuli varið
að stórum hluta til að standa undir
lánveitingum til byggingu einbýlis-
húsa og annarra séreignaribúða, sem
þeir hafa enga möguleik á að eignast.
Spyrja má líka: Hefur hin mikla fjár-
festing hér í verslunar- og skrifstofu-
húsnæði borgað sig fyrir alþýðu?
Hefur borgað sig fyrir fólk að festa sig
varanlega í skuldabasli og allt
að takmarkalausri yfirvinnu, til að
komast yfir litla íbúð?
Ársleiga
fyrirfram
Grundi hamrar á því eins og
fleiri hans likar, að hækka þurfi lán
Húsnæðismálastjórnar. Sjálfur gerir
hann ráð fyrir að vaxtakostnaður af
tveggja herbergja íbúð sé 2 1/2 milljón
króna. Þá eru aðrar afborganir eftir.
Með hverju á fólkið að borga þessi
lán? Eða kosta lán til séreignaríbúða
ekki neitt?
Víst er að hér tiðkast leiguokur í
skjóli rikjandi ástands. Margir leigu-
salar eru þó heiðarlegir í viðskiptum.
Okurleiga er eitt af áhyggjuefnum
leigjenda, en hreint ekki eina
áhyggjuefnið. Fyrirframgreiðslukerfið
er kannski enn meira áhyggjuefni. Hér
í Reykjavík þarf fólk oftsinnis að snara
út fyrir ársleigu svipaðri upphæð og
dugir sums staðar annars staðar til aö
festa sér eignaríbúð. Verst er þó
öryggisleysið, sem leigjendur búa hér
við, ekki síst leigjendur með börn á
skólaaldri.
Leiguhúsnæði hér i borginni er aö
mínu viti einkum hús í gömlu
hverfunum í eigu eldra fólks og ný hús
sem utanbæjarfólk hefur látiö reisa til
að festa fé og til að skapa sér og
börnum sínum meira öryggi i fram-
tíðinni. Sumir leigja líka íbúðir sínar
vegna tímabundinnar fjarveru. Ris og
kjallaraíbúðir í húsum ungs fólks veit
ég ekki mörg dæmi um, enda eru ris og
kjallarar sjaldnast í nýrri hverfunum.
Þvi er nú ver.
Hin IMorðurlöndin
Grundi spyr um húsaleigu annars
staðar á Norðurlöndum. Hún er mjög
misjöfn og þar tiðkast víðast einhvers
konar flokkun húsnæðis eftir aldri,
stærð, staðsetningu o. fl. Hámarks-
leiga er síðan reiknuð út eftir þar til
gerðum reglum og leigjendum
tryggður réttur, líkt og t.d. ábúendum
jarða hér á landi. Leiguupphæðir er
erfitt að bera saman landa á milli,
enda verður þá að taka tillit til
almennra lífskjara. Mestu skiptir i
þessu efni að annars staðar er húsa-
leiga miðuð við laun, þannig að
leigjandi greiðir ekki nema visst hlut-
fall launanna í leigu. Sé leigan samt
sem áður hærri, og það getur hún
verið, kemur húsaleigustyrkur til, eftir
þar til gerðum reglum. 1 Svíþjóð fá þó
allir húsnæðisstyrk svonefndan, hvort
sem þeir leigja eða ekki, séu tekjur
þeirra innan ákveðins hámarks. Húsa-
leiga getur því i þessum löndum numið
hærri upphæð en þeirri sem leigjandi
greiðir. Þetta kerfi er að sjálfsögðu
reist á því að húsnæði er nauðsyn
öllum í samfélaginu og lausn þessara
mála kemur öllum við. 1 því ljósi
hlýtur sú spuming að verða fáránleg
hvort það borgi sig að byggja hús. Er
ekki ódýrara að reisa bara tjöld yfir
fólkið? Svona spurningar bera þeir
einir fram, sem skortir félagslegan
þroska og félagslegan skilning.
Við getum t.d. allt eins spurt hvort
borgi sig að hafa götur og gangstéttir,
vegi og skóla, vatnsleiðslur og sjúkra-
hús. Borgar sig yfirleitt að uppfylla
þarfir manna, ef séð er frá hreinu
kapítalisku sjónarhorni? Og nú er
skammt í spurninguna til hvers við
séum að lifa?
Minnst byggt
á íslandi
I opinberum skýrslum er frá því
greint að árið 1970 voru reistar hér á
landi 6,2 ibúðir á hverja þúsund íbúa.
Svíar reistu það ár 13.6 ibúðir á hverja
þúsund. Þaö er vel helmingi fleiri en
hér. Samsvarandi hlutfallstölur frá
öðrum löndum Vestur- og Norður-
Evrópu eru 10 til II ibúðir á hverja
þúsund ibúða, víðast hvar. Bretar eru
lægstir með tæpar sjö íbúðir, þ.e. næst
fyrir ofan okkur. Minnst var byggt af
ibúðum hér á íslandi. Viða annars
staðar eru í notkun gömul hús, jafnvel
mjög gömul. Hér bjó stór hluti
þjóðarinnar í lekum torfbæjum fyrir
nokkrum áratugum. Varla hefur þetta
ástand breyst mikið frá 1970. For-
stjóri steypustöðvar B.M. Vallá segir
í Morgunblaðinu nýverið að
steypusala hér hafi dregizt saman um
23% frá þvi 1976. Er við öðru að
búast en þetta komi niður á
einhverjum. Og auðvitað kemur það
helst niður á þeim sem hvergi fá lán,
þeim sem ekkert hafa að veðsetja og
standa höllum fæti, eins og sagt er.
Að lokum. Hvers vegna má ekki
nota eitthvað af fjármagni lífeyris-
sjóðanna til byggingar leiguíbúða, eða
íbúða með einhverjum viðráðanlegum
kjörum, úr því sjóðirnir eru á annað
borð látnir standa undir íbúða-
byggingum hér að miklu leyti????
Jónfrá Pálmholti,
form. Leigjendasamtakanna.
—