Dagblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978.
Upplýsingaseöill
til samanburöar á heimiliskostnaöi
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heirniliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaöur í okt. mánuói 1978
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m YIKU
Fjöldi heimilisfólks
Of nsteikt sfld
með laukfyllingu
Við skulum ekki láta deigan síga og
borða meiri síld í dag. Nú er það ofn
. ueikt síld með laukfyllingu.
3/4-1 kg nýslld
1 matsk.salt
1 tsk. edik
3 stórir laukar
2—3 harðsoðin egg
2 msk. smjörl.
salt, pipar, rasp.
Hreinsið sildina og takiö hrygginn
úr. Klippið uggana af og nuddið
síldina með blöndu af salti og ediki.
Hreinsið laukinn og finhakkið hann.
Merjið eggin og blandið saman við
laukinn, smjörl. og kryddi. Látið
fyllinguna inn í síldarnar og lokið með
sterkum tannstöngli. Veltið síldunum
upp úr raspi og látið þær í smurt eld-
fast mót. Ausið af og til yfir síldarnar.
Berist fram strax skreytt með
harðsoðnum eggjum og graslauk.
Verð: Fyrir allan réttinn rétt um
680 kr. eða um 78 kr. á mann, því
rétturinn er ætlaður fyrir fjóra.
-A.Bj.
Slldin með fyllingunni er Ijómandi skrauuegur rétiur a að sjá.
DB á ne ytendamarkaði
Hvað kostaði heimilishaldið f október?
NÝRSEDILL
Þá er komið að þvi að fylla út
upplýsingaseðilinn eftir veggspjaldinu
góða með mánaðarútgjöldum í
októbermánuði. — Fyllið seðilinn út
og sendið okkur hið allra fyrsta.
Sífellt verða fleiri og fleiri meö í
heimilisbókhaldinu okkar. Ef einhver
hefur enn ekki orðið sér úti um vegg-
spjald er hægt að fá það með þvi að
hringja í Neytendasiðu DB og biðja
um veggspjaldið.
Klippið upplýsingaseðilinn út og
Að flaka síld
- en ekki ýsu!
í fimmtudagsblaðinu birtum við
myndskýringu á þvi hvernig ætti að
flaka síld. Eins og sagði i textanum
tókum við myndirnar upp úr norskri
matreiðslubók. Hins vegar rugluðust
myndirnar og var birt mynd af ýsu i
stað síldar. 1 dag birtum við réttu
myndirnar og biðjum lesendur vel-
virðingará myndaruglinu.
-A.Bj.
NYTT UPPGJÖR
sendið okkur hann rétt útfylltan strax
i dag. Komið hefur fyrir að gleymzt
hefur að skrifa fjölskyldustærðina á
innsenda seðla. Þeir hafa því ekki
verið með i útreikningi okkar, — jjótt
þeir hafi aö sjálfsögðu verið með i
„pottinum” þegar vinningshafinn
hefur verið dreginn út.
Það er til mikils að vinna. Mánaðar-
leg úttekt fyrir fjölskylduna kemur sér
alltaf vel, ekki sízt í þjóðfélagi
verðhækkana og dýrtíðar.
Þar að auki er bæði gagnlegt og
fróðlegt að fylgjast með því hvað aðrir
nota til heimilisreksturs og bera sinar
eigin tölur saman við.
Munið — það er aldrei of seint að
byrja.
-A.Bj.
Þarna er veggspjaldið sem Vikan og
Dagblaðið gáfu út í sumar. Á annarri
hlið þess eru dálkar fyrir sex mánuði
ársins og hinum megin fyrir sex
mánuði. — Glcymiö ekki að geta um
finULvlHnUtprA i iinnlvivim’aseðlinum.