Dagblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 24
Ráðherra ogfylgdarlið kom að rafmagnslausu RAFHA:
„ Vægast sagt óþokkalegt
að loka svona á okkur”
— segir forstjóri Rafha og telur að hér hafi verið um hefndarráðstöfun að ræða
Um kl. 10.30 i gærmorgun
stöðvuðust skyndilega allar vélar í
Raftækjaverksmiðju Hafnarfjarðar og
Ijós slokknuðu. Ekki vissu menn i
fyrstu hver orsökin var en i Ijós kom
að starfsmaður Rafveitu Hafnar-
fjarðar hafði verið að verki og lokað
fyrir rafmagn til fyrirtækisins vegna
skuldar.
Axel Kristjánsson forstjóri sagði
DB að „skuldin” sem um væri að ræða
væri hluti af síðasta rafmagnsreikningi
fyrirtækisins. Væru þeir 1,6 til 1,7
milljónir fyrir hvert tveggja mánaða
tímabil. Búið hefði verið að greiða inn
á reikninginn rúmlega þriðjung og til
hefði staðið að greiða nú um helgina
helming eftirstöðvanna.
„Ég fékk upphringingu frá stúlku
sem talin er gjaldkeri Rafveitunnar
fyrr í vikunni og sagði hún að lokað
yrði fyrir rafmagnið á föstudag ef
greiðsla hefði ekki borizt. Síðan skeði
þetta fyrirvaralaust i gærmorgun að
lokað var fyrir rafmagnið. Engum
verkstjóra var gert viðvart og allar
vélar voru í gangi. Getur slíkt raf-
magnsrof orsakað alvarleg slys,” sagði
Axel.
Axel taldi að um einhverjar
hefndarráðstafanir væri að ræða af
hálfu Rafveitunnar er. Rafha hefur
unnið tvö mál fyrir domstólum sem
verksmiðjan og Rafveitan höfðu deilt
um. Taldi Axel að mörg fyrirtæki í
Hafnarfirði ættu í greiðsluerfiðleikum
og margir skutduðu Rafvcitunni meira
en Rafha en ekki hefði verið lokað
„Ég er á Þuðubog”
— nýtt dagheimili opnað í Breiðholti
Daghcimilið Suðurborg, eða
Þuðubog, eins og væntanlegir dvalar-
gestir munu vafalítið bera það fram i
fyrstu. cr nú að verða fullbúið og hefur
ein af fjórum deildum þegar verið tekin í
notkun. Það er skóladagheimilisdeild
fyrir börn á skólaaldri.
Hcimilið er i Suðurhólum i Breiðholti
og rnun rúma 71 barn, þegar það verður
fullbúið um áramót, eins og áætlað er.
Tvær deildir verða fyrir börn á
aldrinum sex mánaða til þriggja og hálfs
til sex, auk áðurnefndrar deildar. For-
stöðumaður er Sigríður Gisladóttir
fóstra.
-G5.
Hún Perla er fimm ára og unir sér vel á
Suðurborg. Hún sat og sagði okkur að
hún væri að bródera. Verkið vannst
henni vel, gluggarnir búnir.
DB-mynd R. Th. Sig.
Fjársvikamálið í Keflavík:
Svikin nema
um 5 milljón
kr. á þessu ári
Rannsókn á skýrslum fyrrí ára hefst eftir helgi
Við rannsókn á fjársvikamálinu i
Keflavík, sem tengt er atvinnuleysis-
tryggingasjóði, hefúr komið í Ijós að
fiskvinnslufyrirtæki það sem í hlut á
hefur fengið greiddar í kauptryggingu
úr sjóðnum um 9 milljónir kr. á þessu
ári. Sumt af þeirri upphæð hefur
reynzt fullkomlega réttmætt, en stærri
hlutinn. eða á að gizka um 5 milljónir.
virðist hafa verið svikinn út.
Allars skýrslur varðandi mál fyrir-
tækisins eru vel unnar og eins og lög'
gera ráð fyrir undirritaðar af trúnaðar-
manni á vinnustað og einnig fulltrúa
verkalýðsfélagsins í úthlutunarnefnd.
Þessir fulltrúar hafa enn ekki verið
yfirheyrðir nema að hluta en munu
verða kallaðir til yfirheyrslu. Virðast
þeir hafa undirritað skýrslurnar i
„góðri trú" án þess að kynna sér rétt-
mæti skýrslnanna.
Endurskoðunardeild RLR er með
bókhald fyrirtækisins til rannsóknar.
Lýkur henni væntanlega eftir helgina.
Hefst þá rannsókn á skýrslum fyrir-
tækisins frá fyrri árum. Við hana
verður dagbók verkstjóra mikilvægt
viðmiðunargagn. -emm/ASt.
Egilsstaðir:
hjáöðrum fyrirtækjum.
„Rafha hefur starfað i Hafnar-
firði yfir 40 ár. Fyrirtækið skuldar
engum, hvorki bæjarfélagi, ríki eða
öðrum, gamlar skuldir og á engar
skuldir ógreiddar nema þær sem eðli-
legar geta talizt i fyrirtækjum. Hér
starfa allt í allt 65—70 manns. Það er
vægast sagt óþokkaháttur að loka á
fyrirtækið fyrir þennan hluta sem
ógreiddur er af síðasta reikningi. Og
verði ekki búið að opna þegjandi og
hljóðalaust á mánudag er ekki um
annað að gera en senda fólkið heim og
loka fyrirtækinu,” sagði Axel.
Rafveitustjórinn neitaði að svara
spurningu DB um hvort lokað hefði
verið hjá fleiri fyrirtækjum en Rafha
vegna skulda og ekki heldur hvort
Rafha væri stærsti skuldarinn hjá Raf-
veitunni.
Var þá leitað til Kristins
Guðmundssonar bæjarstjóra um svör.
Eftir könnun svaraði hann því til að
Rafha væri stærsti skuldarinn ef
undan væru skilin bæjarfyrirtæki, eins
og t.d. BÚH sem skuldar um 25
milljónir króna.
Það var kaldhæðni örlaganna að í
gær kom iðnaðar- og orkuráðherra
ásamt föruneyti í heimsókn til að
skoða verksmiðjur Rafha. Þá var þar
að vonum dautt á öllum vélum og
hvergi hægt að kveikja. Ekki náðist i
ráðherrann til að fá ummæli hans um
hina myrku og hljóðlátu heimsókn
hans í þetta gamla raftækjafyrirtæki.
-ASt.
YFIRMENN RAFVEITUNNAR STOFNUDU
VERKTAKAFYRIRTÆKI í RAFIDNAÐI
— og iðnaðarráðuneytið skipar þeim að hætta fyrír áramót
Iðnaðarráðuneytið hefur fyrir-
skipað þremur yftrmönnum rafveit-
unnar á Austurlandi að hætta fyrir
áramót aðild sinni og stjórnarsetu í
nýlega stofnuðu verktakafyrirtæki á
Egilsstöðum. Mennirnir þrír hafa enn
ekki tekið ákvörðun um hvort þeir
hlýða boði ráðuneytisins eða hætta
störfum hjá rikinu.
í byrjun marz sl. stofnuðu fyrir-
tækið Tækniþjónustan hf. á Egils-
stöðum þeir Erling Garðar Jónasson
rafveitustjóri, Jón Pálmi Pálsson skrif-
stofustjóri rafveitunnar og Heimir
Sveinsson tæknifræðingur rafveit-
unnar. I tilkynningu til firmaskrár é
Eskifirði sagði að tilgangur félagsint
væri „að reka verktakastarfsemi I lág-
spennu- og háspennuvirki, verzlun,
iðnaði og tækniþjónustu.”
lðnaðarráöuneytið taldi að hér
væru þessir embættismenn að brjóta
lög um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna skv. 38. grein þeirra laga.
Óskaði ráðuneytið eftir skýringum og
gengu bréf á milli i nokkurn tima. Það
var svo 22. september sl. að ráðu-
neytið skrifaði þremenningunum bréf
og tilkynnti að þeim „bæri að hafa
lokið aðild” sinni að Tækniþjónust-
unni hf.
Áður hafði stjórn Rafmagnsveitna
ríkisins komið saman og ályktað að
þátttaka þeirra Erlings Garðars, Jóns
Pálma og Heimis væri óæskileg og
ekki i samræmi við reglur.
Erlingur Garðar sagði í samtali við
fréttamann blaðsins um málið að hann
sæi enga ástæðu til að leggja fyrir-
tækið niður. Það hefði aldrei starfað
en það myndi gera það „hvort sem við
verðum þar með eða ekki,” sagði
hann. „Enginn okkar vissi um þessa
38. grein. Við höfum frest til að
ákveða okkur til áramóta og getum þá
tekið okkar ákvörðun á gamlárskvöld.
Það er okkar að ákveða hvort við
hættum eða ekki.” .^y
y
Kakkalakkar eins og sá sem er næstur
eldspýtustokknum hrjá menn á Kefla-
vikurflugvelli. — DB-mynd R. Th. Sig.
Keflavíkurflugvöllur:
Stórir kakka-
lakkar
virðast land-
lægir þar
„Þessir stóru kakkalakkar eru alveg
landlægir á Keflavíkurvelli,” sagði Ævar
Petersen þegar hann sýndi blaða-
mönnum DB ýmis af þeim skordýrum
sem borizt hafa til íslands frá útlöndum.
Þessi skordýr eiga það flest, ef ekki öll,
sameiginlegt að þeim gengur illa að lifa
við íslenzkar aðstæður. En kakka-
lökkunum virðist þó líða vel hjá
hermönnunum.
„Þessi sem við erum með hérna
fannst reyndar i Reykjavík, en við fáum
sjaldan tilkynningar héðan um svona
dýr,” sagði Ævar.
-DS.
Ólympíuskákmótið:
Ungverjar
með sigur-
möguleika
Kúba vann tsland 2.5—1.5 í 13.
umferð ólympíuskákmótsins. Ekki var
getið í frétt Reuters hvor gerði jafntefli i
biðskák sinni Margeir eða Jón L. Árna-
son. Biðskákir úr 13. umferð voru
tefldar í gær. Úrslit Sovétríkin-Kanada
3—1, USA-Pólland 2—2, Byrne tapaði
fyrir Kuligovsky, England-V-Þýzkaland
2—2. Sviss-Austurríki 2.5—1.5.
Rúmenia-Spánn2—2. Svíþjóð-Finnland
2.5—1.5 Argentína 2.5-Noregur
1.5.
Fjórtánda og síðasta umferðin verður
tefld í dag. Staða efstu þjóða: 1.
Ungverjaland 34 v. 2. Sovétríkin 33.5 v.
3. Bandaríkin 33. v.4. V-Þýzkaland 31.5
v. Síðan kom tsrael 30.5 — Kanada,
Júgóslavía og Pólland 30 v. Svíþjóð 29.5
v.
tsland hefur 27.5 v. eða um 53%
vinningshlutfall. Samkvæmt því ætti
ísland að vera nálægt 25. sæti.
A&p A
/S* Xaupra
TÖLVUR. gl
QG TÖLVUHR ®f
BANKASTRÆTI8
£1*11