Dagblaðið - 02.01.1979, Side 4

Dagblaðið - 02.01.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANUAR 1979. DB á ne vtendamarkaði Sex manna fjölskyldan hagstæðust í nóvember Þá er lokið útreikningum á meðaltals- kostnaði við heimilishaldið i nóvem- bermánuði. í Ijós kom að hagstæðasta fjölskyldustærðin þann mánuðinn var sex manna fjölskyldan, með meðaltals- kostnaðinn 18.303 kr. á mann I mán- uðinum í mat og hreinlætisvörur. Næst hagstæðasta útkoman var hjá sjö manna fjölskyldunni, 20.179 kr. á mann, síðan kom fimm manna fjöl- skyldan með 20.246. Þar á eftir kemur tveggja manna fjölskyldan með 21.489 kr. á mann, þá fjögurra manna fjölskyIdan með 22.163 kr. og loks þriggja manna fjölskyldan með 22.345 kr. á mann. Langflestir seðlar komu frá fjögurra manna fjölskyldum, en fæstir, ekki nema fjórir, frá sjö manna fjölskyldum. Innan fjölskyldustærðanna var hæsti seðillinn frá fjögurra manna fjöl- skyldu á Selfossi með 44.925 kr. kostnað á mann. Lægsti seðillinn var frá þriggja manna Hveragerðisfjöl- skyldu með 9.237 kr. i meðaltalskostn- að á mann. Sama fjölskylda var einnig langlægst i októbermánuði (var þá reyndar 2ja manna). Þrátt fyrir marg- itrekaðar tilraunir til þess að ná sam bandi við þessa fjölskyldu til þess að athuga hvernig hægt er að vera með svo lágan meðaltalskostnað á mann, hefur það ekki tekizt. Hins vegar var önnur fjölskylda í Garðabæ, einnig þriggja manna, með mjög lágan meðaltalskostnað, eða 13.937 kr. á mann. Verður að telja að þarna sé óvanalega vel á málum haldið. Annar langlægsti seðillinn var frá fimm manna fjölskyldu á Hvolsvelli með 11.860 kr.ámann. Mjög athyglisvert er hve sáralítill munur er á milli fjölskyldustærðanna að þessu sinni. Ekki munar nema rétt um 4 þúsund krónum á hæstu fjöl- skyldustærðinni (þriggja manna) og þeirri lægstu (fimm manna). Að þessu sinni var enginn seðill frá eins manns fjölskyldu. in var upphæðin 30.981 kr. og var sú fjölskylda úr Reykjavik. Sú sem var með lægstan meðaltalskostnað var einnig úr Reykjavík, með 12.415 kr. 3ja manna fjölskyldan Þriggja manna fjölskyldan kom óhagstæðast út I nóvember, var með 22.345 kr. i meðalkostnað á mann. samband við Neytendasíðu Dag- blaðsins, þegar þeir lesa þessi orð! Næstlægsti seðillinn innan þriggja manna fjölskyldunnar er upp á 13.937 kr., en sá seðill er úr Garðabæ. 4 manna fjölskyldan Langflestir seðlar bárust að þessu sinni frá fjögurra manna fjölskyldum. Meðaltalskostnaðurinn reyndist 22.163 kr. á mann. Nokkuð mikil breidd var innan þessa hóps. Mátti sjá ýmsar tölur. Hæsti seðillinn var frá Selfossi, 44.925 kr., en lægsti frá Blönduósi með 13.118 kr. á mann. 5 manna fjölskyldan Innan fimm manna fjölskyldunnar reyndist meðaltalskostnaðurinn 20.246 kr. og er það næstlægsta meðaltalið að jjessu sinni. Áður hefur þessi fjölskyldustærð reynzt með lægstan kostnað. Reykjavíkurfjöl- skylda var með mestan kostnað, 27.998 kr., en lægst var fjölskylda á Hvolsveíli með aðeins 11.860 kr. meðalútgjöld á mann. Það er jafn- framt langlægsta meðaltalið fyrir utan sparsöntu fjölskylduna í Hveragerði. 6 manna fjölskyldan í nóvembermánuði reyndist sex manna fjölskyldan vera langhag- stæðust með 18.303 kr. i meðalútgjöld á mann. Sá sem átti hæsta seðilinn í Sáralítillmunurá meðaltalskostnaði hinna ýmsu fjöiskyldustærða þeirri fjölskyldustærð var úr Kópa- vogi, sáralítið hærri en meðaltalið eða með 20.684 kr. Lægsti seðillinn var úr Reykjavík með 12.243 kr. 7 manna fjölskyldan Mannflesta fjölskyldustærðin var sjö manna. Meðaltalskostnaður reyndist 20.179 kr. Kannski ekki mjög marktæk tala því það voru ekki nema fjórir seðlar frá sjö manna fjölskyld- um. Þeir sem voru hæstir og Iægstir voru úr Reykjavík með meðaltals- kostnað uppá 24.686 kr. og 19.222 kr. Vinningshafinn Við höfum nú dregið úr innsendum seðlum og reyndist vinningshafinn tveggja manna fjölskylda í Reykjavík. Hafdís Finnbogadóttir og Steinar Sigurðsson Hjallavegi 35. Þau fengu mánaðarúttekt fyrir tveggja ntanna fjölskyldu sem reyndist vera 42.978 kr. — Sjá viðtal við Hafdisi á Neyt- endasiðunni á morgun. A.Bj. 2ja manna fjölskyldan Meðaltalskostnaðurinn hjá tveggja manna fjölskyldunum að þessu sinni reyndist vera 21.489 kr. Hjá þeirri fjöl- skyldunni sem var með hæstu útgjöld- Það eru miklar fúlgur tjár samtals sem ganga yfir borðin milli viðskiptavina og stúlknanna við kassana í matvöru- verzlunum. Það er þvi fyllilega ástæða til fyrir fólk að hafa gát á eyðslu sinni. Það má gera með bú- reikningshaldi m.a. Og staðreynd er að verðskyn verður ekki byggt upp hjá almenningi nema almenningur geri sér grein fyrir hvað hver hlutur kostar. DB-mynd Árni Páll Mestur kostnaður var hjá Sandgerðis- fjölskyldu með 35.680 kr., en lægstur hjá Hveragerðisfjölskyldu með 9.237 kr. Það er nánast ótrúlega lágur matar- og hreinlætisreikningur fyrir heilan mánuð, en þessi sama fjöl- skylda hefur áður sent inn mjög lága kostnaðarseðla. Hins vegar hefur enn ekki reynzt unnt að ná sambandi við fólkið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, eins og áður segir. Væri kannski ekki úr vegi að biðja viðkomandi að hafa Hérna kemur desemberseðillinn. Fyllið hann út sem allra fyrst og sendið til DB og Vikunnar. Þetta er sjötti seðillinn sem sendur er út og fyrri hlið veggspjaldsins góða á nú öll að vera útfyllt. Nú er um að gera að snúa spjaldinu við og byrja á seinni helmingnum. — Við hvetjum alla til þess að vera með. Ekki veitir af að fá meira fyrir mánaðarlaunin þegar alltaf er verið að auka álögur á þjóðina. Það er lika til mikils að vinna, heil mánaðarúttekt fyrir viökomandi fjölskyldustærð! - A.Bj. SINE verður í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut fimmtudaginn 4. janúar kl. 14. Fundarefni: 1. Breytingar á úthlutunarreglum. 2. Starfsemi sambandsins og SÍNE blaðið. 3. Venjuleg jólafundarstörf. Afar mikilvægt er að allir félagar hér uppi mæti. S^órn SÍNE Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaöur í des. mánuói 1978 Matur og hreinlætisvörur kr____________________________ Annað kr.______________________ Alls kr. m nK t Y Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.