Dagblaðið - 02.01.1979, Síða 6

Dagblaðið - 02.01.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. Spánn: MANNLAUST RISAOLÍUSKIP- » SIGUR NÚ TIL HAFS —aðeins þrír komust af eftir olíuleka eld og sprengingar Engu var líkara en yfirnáttúrleg öfl væru að verki þegar grískt risaolíu- flutningaskip sneri mannlaust frá norðvesturströndum Spánar og út á Atlantshafið. Gat hafði komið á skrokk skipsins og hafði áhöfnin öll að undanskildum þrem mönnum yfirgef- ið skipið á björgunarbátunum. Hefur ekki orðið vart við neinn þeirra tutt- ugu og níu lifandi eftir það. Samkvæmt siöustu fregnum sigldi skipið í vestur átt á um það bil fjög- urra hnúta hraða. Sjálfvirk stýring mun vera í sambandi á skipinu. Ástæðan fyrir að vél skipsins er í gangi er sú að yfirvélstjóranum tókst að gangsetja hana rétt áður en hann yfir- gaf skipið síðastur þeirra þriggja sem bjargaö var af þyrlu i gær. í fyrstu var mjög óttazt að skipið mundi bera að landi og menga fjörur á Spáni og spilla dýra- og fuglalifi. Leit stendur yfir að þeim, sem fóru I björg- unarbátana en þar á meðal var tveggja ára gamalt barn. Níu lík hafa þegar fundizt. Er skipinu hlekktist á var mik- ill sjór. Er talið að í það minnsta fimmtiu þúsund tonn af hráolíu hafi farið í sjóinn úr skipinu. Herskip og dráttarbátar fylgjast með oliuskipinu og er ætlunin að taka það í tog, þegar veður batnar. Olíulek- inn mun nú vera mun minni en i fyrstu. Sú olia, sem barst i hafið berst ekki til strandar Evrópu. Mikill eldur kom upp I skipinu eftir að oliulekinn hófst. Einnig urðu nokkrar sprenging- ar. Yfirgáfu þá allir skipið nema þre- menningarnir, sem síðan var bjargað. Var eldurinn þá slokknaður. Andros Patria en svo er gríska oliuskipið nefnt tók tvö hundruð og átta þúsund tonn af hráolíu í Rotterdam fyrir nokkrum dögum. Samningamál Egypta og Israelsmanna: AÐILAR TILBÚNIR TIL AÐ HEFJA VIÐRÆÐUR Egyptar eru tilbúnir til að hefja aftur viðræður um frið við Israel, segir i hálf opinberu málgagni egypzku stjórnarinn- ar Al-Ahrem i morgun. Segir þar að samningar verði að fela i sér að réttindi Palestínuaraba séu tryggð og að Egyptar þurfi ekki að ganga bak orða sinna gagn- vart öðrum arabaríkjum þó svo að þeir geri friðarsamning við ísrael. Koma þessar yfirlýsingar Egypta í kjölfar yfirlýsingar ísraelsmanna frá því á sunnudaginn um aö þeir væru reiðu- búnir til frekari samningaviðræðna við Egypta. í öðru egypzku dagblaði Al- Gomhouria, segir að afstaða rikjanna tveggja sé mjög ólík i mikilvægum atriðum og stjórnin i Kairo ætti ekki vona á að til samninga drægi alveg á næstunni. í Al-Gomhouria sagði að Egyptarætl- uðust til þess af Bandaríkjamönnum að þeir tækju afstöðu til harðrar afstöðu ísraelsmanna í samningamálunum. Begin forsætisráðherra Israels sagði á sunnudaginn að þeir féllust ekki á sér- staka dagsetningu á hvenær sjálfstjórn Palestinuaraba á vesturbakka árinnar Jórdan hæfist né þeirra sem á Gaza- svæðinu búa. Þessa hafa Egyptar kraf izt. Begin hefur einnig lýst sig andvigan breytingum á svokallaðri grein sex i Camp David samkomulaginu, svo tryggt sé að gagnkvæmar skuldbindingar ísra- els og Egyptalands brjóti ekki i bága við skuldbindingar ríkjanna gagnvart öðrum rikjum. Atök með Kínverjum Lögreglan í Chicago hefur nú hafið leit að hugsanlegum vitorðsmanni með John Gacy, sem játað hefur á sig morð á þrjátíu og tveimur piltum. sem hann hafi áður misþyrmt kynferðislega. Lögreglanerekki fullviss umaðGacy hafi getað framið öll þessi voðaverk einn síns liðs þó svo hann sé sterk- byggður maður. Hefur verið hafin leit og eftirgrennslan í þeim hverfum og veitingastöðum, þar sem vitað er að Gacy lokkaði til sin pilta. Nú er búið að finna tuttugu og sjö lik undir húsi Gacy í úthverfi Chicago. Einnig er talið að hann eigi þátt í dauða þriggja manna, sem fundizt hafa I fljóti einu á siðustu þrem mánuðum. Lögreglan telur líklegt að einhverjir kynferðislega brenglaðra félaga Gacy hafi tekið þátt i morðunum eða þá verið vitni að atburðunum. Hafa nokkrir verið yftrheyrðir og eins manns, sem áður fyrr starfði við byggingarfyrirtæki Gacy, er sérstak- lega leitaö. Eitt vitni hefur gefið sig fram en hann mun hafa sloppið naumlega úr greipum hans. Telur vitni að annar maður hafi verið með í spilinu í það minnsta i það skiptið. Maðurinn Jeff Rignals, tuttugu og sjö ára gamall, segir Gacy hafa fengið sig upp í bifreið sína undir þvi yfirskini að þar ætti að reykja marijuana. Þar hafi Rignall verið svæfður með klóróformi og síðan ekið með hann til húss Gacy þar sem honum var nauðgað og síðan misþyrmt. Síðan var honum kastað inn í almenningsgarð. Telur Rignall að annar maður hafi verið viðstaddur er þetta gerðist. Rignall hlaut nokkrar fébætur frá Gacy siðastliðiö vor. Var það mál afgreitt án þess að til dóms kæmi. John Gacy átti að koma fyrir rétt á föstudaginn var en yfirvöld ákváðu á síðustu stundu að fresta réttar- höldunum. Var óttast, að Gacy kæmist ekki klakklaust til dóms- hússins þó hann væri í lögregluvernd. leitað 27 Síðbúin jólamynd Tveir sótarar I Bandartkjunum gera sér það til gamans um jólin að annar þeirra klæðist jólasveinabúningi. Þeir gera sig siðan Uklega til að fara niður um strompinn á ibúðarhúsum eins og jólasveina er siður þar i landi. Chicago: Vitorðsmanna morð- ingjans þegarfundin lík lögreglantelur ólíklegtað JohnGacy hafiveriðeinnað Rannsókn á fjöldasjálfsmorðunum I Guyana stendur enn yUr og allt I mikilli óvissu hvað þar raunverulega gerðist. Á myndinni sést Terri Buford, sem einu sinni var fjármálastjóri trúflokks Jim Jones á meðan hann starfaði f San Fran- sisco. Var hún að svara spurningum fréttamanna. Með henni er lógmaður trú- flokksins, Mark Lane. i Bandaríkjunum Fastafulltrúi Peking stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum sagði i gær að stjórn hans vonaðist til að megin- land Kína og eyjan Taiwan samein- uðust hið allra fyrsta. Chi Chu, en svo heitir fulltrúinn, sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í New York i tilefni af fullum stjórnmálasamskiptum stjórn- anna í Peking og Washington. Jafn- framt slitu Bandaríkjamenn stjórn- málasambandinu við stjórnina á Taiwan. Sex hundruð lögreglumenn gættu þess að hópum stuðningsmanna Pekingstjórnarinnar og Taiwanstjórn- arinnar lenti ekki saman en báðir fóru í hópgöngum um kinverska hverfið í borginni. Sömu sögu er að segja frá San Francisco þar varð lögreglan að gripa I taumana. Stuðningsmenn stjórnarinnar I Taiwan báru skilti sem á stóð til dæmis: Carter er lygari og Bandaríkjunum er ekki treystandi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.