Dagblaðið - 02.01.1979, Page 23

Dagblaðið - 02.01.1979, Page 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1979. Ct Utvarp 23 Sjónvarp DJÁSN HAFSINS—sjónvarp kl. 20.30: Undraheimur kórallanna í kvöld kl. 20.30 sýnir sjónvarpið átt- unda þátt af þrettán í myndaflokknum Djásn hafsins. Fræðsluþættir þessir eru gerðir í samvinnu austurríska. þýzka og franska sjónvarpsins og fjallar hver og einn um hið heillavænlega og fjölskrúð- uga lífriki hafsins. Myndin i kvöld nefnist Undraheimur kórallanna og fáum við þar að kynnast hinni stórbrotnu jurt hafsins. Margireru þeir sem kalla kóralinn jurt en aðrir vilja meina að hann sé dýr sem líkist jurt. Þátturinn i kvöld er tæplega hálfa klukkustund að lengd og þýðandi og þulurerÓskar Ingimarsson. -F.LA M Úr hinu fjölskrúðuga lifríki hafsins. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les úr bök sinni „Þaö voradi vel 1904” í Kvöld vöku i kvöld. KVÖLDVAKA - útvarp kl. 21.00: KVEDIÐ í GAMNI 0G ALVÖRU Kvöldvaka er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.00. Meðal efnis er einsöng- ur. Stefán islandi syngur nokkur lög við píanóundirleik Fritz Weisshappel. Það eru lögin Gígjan eftir Sigfús Ein- arsson við texta Benedikts Gröndal. Vögguljóð Rúnu eftir Sigurð Þórðarson við Ijóð Guðrúnar Jóhannsdóttur og Svanasöngur á Heiði eftir Sigvalda Kaldalóns við Ijóð Steingrims Thor- steinssonar ásarnt nokkrum lögum til viðbótar. Gunnar M. Magnúss les kafla úr bók sinni „Það voraði vel 1904", sá liður er kallaður i janúar fyrir 75 árum. Kveðið i gamni ogalvöru. Egill Jónas- son á Húsavík fer með nokkra kviðlinga. Siðan er fyrri hluti frásagnar Stefáns Ás- bjarnarsonar á Guðmundarstöðum i Vopnafirði þar sem hann rekur bernsku- minningarsínar. Siðasti liður Kvöldvöku i kvöld er kór- söngur. Það er Eddukórinn sem syngur nokkur erlend og innlend jólalög. þar á meðal frá Austurríki, Spáni og Þýzka- landi. Stjórnandi er Friðrik Guðni Þor- leifsson. Kvöldvakan er klukkustundar löng. -F.l.A Þriðjudagur 2. janúar i 2.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frí- vaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Á noróurslóöum Kanada” eftir Farley Mowat. Ragnar Lárus- son les þýðingu sina (4). 15.00 Miódegistónleikar: Fílharmoniusveitin i Vin leikur þætti úr „Hnotubrjótnum” eftir Pjotr Tsjaíkovský; Herbert von Karajan stj. / Filharmoníusveitin i Lundúnum leikur „Ung- verjaland”, sinfóniskt Ijóð op. 9 eftir Franz Liszt; Bernard Haitink slj. 15.45 Til umhugsunar. Karl Helgason lög- fræðingur flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson stjórnar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Barnió og fjölskyldan. Dr. Björn Björns- son prófessor fly tur erindi. 20.00 Tónlist eftir Johannes Brahms. a. Verk fyrir kvennakór, tvö horn og hörpu. Gáchingerkórinn syngur, Heinz Lohan, Karl Ludwig og Charlotte Cassedanne leika. Stjórn- andi: Helmut Rilling. b. Scherzo op. 4. Claudio Arrau leikur á pianó. c. Trió fyrir horn, fiðlu og píanó op. 40 (fyrsti þáttur). Dennis Brain, Max Salpeter og Cyril Preedy leika. 20.30 (Jtvarpssagan: „Innansveitarkronika” eftir Halldór Laxness. Höfundurinn byrjar lesturinn. 21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngun Stefán íslandi syngur Islenzk lög. Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. í janúar fyrir 75 árum. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les kafia úr bók sinni „Það voraði vel 1904”. c. Kveóió I gamni og al- vöru. Egill Jónasson á Húsavik fer með nokkra kviðlinga. d. Raddir vindanna. Stefán Ásbjarn- arson á Guðmundarstöðum i Vopnafirði rekur bernskuminningar sinar; — fyrri þáttur. c. Kórsöngun Eddukórinn syngur jólalög. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Víósjá: Ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.05 Á hljóóbergi. Umsjónarmaður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Þótt ég fari um dimman dal”: Judith Anderson les úr Davíös- sálmum. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. \ Hin fræga fröken Svínka: „BÝST VIÐ AÐ NÁ í KERMir ’ Umboðsmaður Fröken Svinku er froskurinn Kermit. Hún var spurð að því hvort þau hjúin hygðu á hjóna- band. „Ég býst við að ég geri það. Spyrjið samt ekki Kermit." sagði hún við fréttamenn. „Við þurfum að komast að niðurstöðu um samband okkar i heild. Ég vil eignast böm en ég vil halda frama minum og Froskinn vil ég fá. En i hvaða röð ég tek þetta er ekkiennákveðið.” Fyrir árið 1979 ætlar frökenin sét að vera ögn kvenlegri en hún hefui verið og ekki alveg eins ýtin. „Ef þaö „Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að ég er stjarna." sagði hin föngulega fröken Svínka við þjón sem snérist i kringum hana á Savoy mat- staðnum i London. Frökenin brá sér þar til kvöldverðar á dögunum og var óðar fest á filmu af blaðasnápum sem snérust i kringum hana eins og óðir rakkar. tekst ekki brýt ég alla í tvennt þar til ég næárangri." Skáldkonan fræga. Barbara Cart land. segir að Svínka gefi „vcnju legum" konum nokkra von. Hún sc ckki fríð sýnum en persónuleiki hcnn ar sésvosterkur að útlitið glcymist. Frægð frökenarinnar er cnda nokkuð sem hægt er að státa af. Fyrir leik sinn i sjónvarpsþáttunum Prúðu leikurunum i þrjú ár og framkomu sina i Prúðu kvikmyndinni hefur hún fengið mikið lof og tilboð um leik í fleiri kvikmyndum. Styrkið og fegríð líkamann Nýtt 4ra vikna námskeið í megrunar- og frúarleikfimi hefst 8. janúar. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd JúdódeildÁrmanns Armúía 32

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.