Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979. Stefniríbaráttu íslands og Sví- þjóðar um 5. sætið — á Baltic-Cup og að dönsku liðin leiki umsæti7-8. Svíar unnu Norðmenn tvívegis fyrir Baltic-Cup Sviar hafa nú i tvigang tapað stðrt fyrir austur- blukkinni. í gærkvöld töpuðu Svíar stórt fyrir A-Þjöð- verjum, 28—20. t Danmörku er almennt litið svo á að það verði þýzku liðin, sem leika til úrslita þó vissulcga sé möguleiki á að úrslitaleikurinn frá i vor verði end- urtekinn — viðureign V-Þjóðvcrja og Sovétmanna. En úrslit i gærkvöld urðu: A-riðill: V-Þýzkaland—ísland 17—14 Danmörk—Pólland 15—22 B-riðill: Sviþjóð—A-Þýzkaland 20—28 Danmörk B—Sovétrikin 17—23 Staðan i riðlunum er nú: A-riðill: V-Þýzkaland 2 2 0 0 36-32 4 Pólland 2 1 0 1 40- -34 2 tsland 2 1 0 1 32- -32 2 Danmörk 2 0 0 2 30- -40 0 B-riðill: A-Þýzkaland 2 2 0 0 52- -34 4 Sovétrikin 2 2 0 0 53-36 4 Svíþjóð 2 0 0 2 39- -54 0 Danmörk B 2 0 0 2 31- -47 0 Ef að likum lætur munu tslendingar og Svíar leika um 5. sætið — því möguleikar tslendinga til að sigra Pól- verja hljóta að vera litlir. Þrautþjálfaðir atvinnumenn Pólverja er æfa tvisvar á dag eiga mun auðveldara með að fara i gegnum svo sterkt mót án þess að missa púst. Danir fara tæplega að vinna V-Þjóöverja og ætli ís- land að leika um 3.—4. sætið verða íslendingar að sigra Pólland með 5 marka mun. Sviar hljóta að sigra B-lið Dana — og mæta íslendingum. Áður en Svíar héldu á Baltic-Cup léku þeir tvo landsleiki við Norðmenn, unnu þann fyrri 22—17 og þann síðari með niu mörkum, 29—20. Leikur Dana og íslendinga ekki sýndur í sjónvarpinu Vegna þeirra ummæla að sjónvarpið ætlaði ekki að fá landsleik íslands og Danmerkur í Baltic keppninni hingað til sýningar, hafði DB samband við Bjarna Fclixsson og spurði hvað stæði i vegi fyrir þvi að fá þennan leik. Sagði hann að danska sjónvarpið hefði ekki tekið leikinn upp og þess vegna væri ekkert hægt að fá. Vegna fréttar i einu dagblaðanna i gær, þar sem sagt var að leikurinn hefði verið sýndur beint um gjörvalla Danmörku, hringdi fjöldinn allur af fólki í sjónvarpið og kvartaði yflr því að sjónvarpið skyldi ekki sýna þennan leik. Bjarni sagði að fólk skildi það ekki að þótt við tækjum upp flesta landsleiki gerðu Danir það ckki. Danir sýndu i gær lcik Danmerkur og Póllands og munu einnig sýna leik Danmerkur og V-Þýzkalands auk úrslitaleikja Baltic-C'up. -GHP- Borðtennismót Víkings 1978 Sunnudaginn 7. janúar var keppt i kvennaflokki i litla salnum i Laugardalshöll. Kcppendur voru aUs 7 og léku allir við alla og urðu úrslit sem hér segir: 1. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 2. sæti Dagrún Hjartardóttir Viking 3. -4. sæti Nanna Harðardóttir Víl ing 3.-4. sæti Sigrún Sverrisdóttir Viking Mánudaginn 8. janúar var lcil ió í 2. flokki og nú i Fossvogsskóla. Keppendur voru alls 11 og var lcikinn einfaldui útsláttur. Úrslit urðusem hérsegir: 1. sæti Brynjólfur Þórisson Gerplu 2. sæti Ragnar Ragnarsson Örninn 3. -4. sæti Gylfi Pálsson UMFK 3.-4. sæti Bjami Kristjánsson UMFK. Þriðjudaginn 9. janúar var enn á ný leikið I Foss- vogsskóla og nú í 3. Bokki. Skráðir voru til keppni 58 keppendur en þvi miður vegna slæmrar færðar komust ekki þátttakendur frá UMSB, 8 talsins, og að- eins 1 frá Keflavík af 5 skráðum en engu að síður fór fram jöfn og skemmtileg keppni. Úrslit urðu sem hér segir: 1. sæti Guðmundur Maríusson KR 2. sæti Kristján Jónasson Vikingur 3. -4. sæti Gunnar Andrésson Fram 3.-4. sæti Jónas Kristjánsson Örninn. Glæsimarkvarzla lagði grunn að þýzkum sigri — V-þýzku markverðirnir vörðu 19 skot —4 víti fóru forgörðum hjá íslandi er heimsmeistarar V-Þjóðverja sigruðu íslendinga 17-14 í Viborg Heimsmeistarar V-Þjóðveja sigruðu tslendinga 17-14 i Baltic-Cup i Viborg i gærkvöldi. Þriggja marka sigur i leik hinna sterku varna. Já, sannarlega sterkar varnir í Viborg og frábær mark- varzla. Þannig vörðu markverðir Þjóð- verja 19 skot frá tslendingum, þar af fóru fjögur vitaköst tslands forgörðum á afdrifaríkum augnablikum. Þrjú mörk skildu liðin i lokin, fjögur vitaköst for- görðum. Menn geta aðeins getið f eyð- urnar. En islcnzka liðið stóð sig sem heild mjög vel. Varnarleikurinn var mjög sterkur og enn einu sinni var markvarzla Ólafs Benediktssonar snjöll — hann varði 13 skot. „Og þau erfið þvi V-Þjóð- verjar eru gifurlega agað lið og skjóta ekki nema i góðum færum,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðsþjálf- ari. „Vörn íslands var aöall liðsins,” bætti Jóhann Ingi við, „það áttu allir mjög sterkan varnarleik. Að vísu fékk Ólafur Jónsson á sig þrjú mörk í röð, virðist þreyttur en þá tók stöðu hans Þorbjörn Guðmundsson og kom í veg fyrir lek- ann. 1 sókninni gekk hins vegarekki eins vel. Vörn Þjóðverja var gífurlega sterk, og markvarzlan frábær. En þetta var einfaldlega ekki dagur stórskyttna okkar. Ólafur Einarsson skoraði sitt mark úr víti, af tveimur mörkum Jóns Péturs skoraði hann annað af linu og af þremur mörkum Viggós Sigurðssonar var eitt úr langskoti. En islenzka liðið hefur sannað að minu mati styrkleika sinn, með sterkum varnarleik, mjög góðri markvörzlu og agaðri sóknarleik en oft áður,” sagði Jóhann lngi ennfrem- ur. Þorbjörn Guðmundsson skoraði fyrsta mark Islands í Viborg í gær, jafn- aðiþá 1-1. Þjóðverjarnáðusiðan2-1 for- ustu en Ólafur Jónsson jafnaði enn, úr horninu. Síðan fylgdu i kjölfarið þrjú v- þýzk mörk, heimsmeistararnir komust í 5-2. Það var afdrifarikur kafli fyrir ís- lenzka liðið, eftir það þurfti það ávallt að sækja á brattann. Ólafur Einarsson skoraði þriðja mark Islands — úr víti, 5- 3 — eina vítið sem ísland notaði af fimm. Viggó Sigurðsson bætti við fjórða marki tslands, enn þrjú mörk — þá 7-4. island náði að minnka muninn í tvö mörk, 8-6, með mörkum jyeirra félaga úr Val, Jóns Péturs Jónssonar og Steindórs Gunnarssonar. En lokakaflann skoraði ísland aðeins eitt mark gegn þremur V- Þjóðverja — Steindór Gunnarsson var þá að verki. 1 upphafi síðari hálfleiks minnkaði Bjarni Guðmundsson muninn í þrjú mörk, Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum og Viggó Sigurðsson skoraði 9. mark íslands, 13-9. Aftur svara Þjóð- verjar fyrir sig, 14-9, en Ólafur Jónsson minnkaði muninn i fjögur mörk, 14-10. Þjóðverjar náðu enn fimm marka for- ustu en í kjölfarið fylgdu þrjú íslenzk mörk. Bjarni Guðmundsson, 15-11, Páll Björgvinsson 15-12 með gegnumbroti, og Jón Pétur Jónsson 15-13. Þegar níu mínútur voru eftir gafst Islandi færi á að minnka muninn i eitt mark, 15-14 er Island fékk víti brást bogalistin, þeir Ólafur Einarsson 2, Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Guðmundsson misnotuðu vítin. Þjóðverjar náðu hraðaupphlaupi og juku muninn í þrjú mörk aftur, 16-13, og sigurinn í raun tryggður. Viggó Sigurðsson skoraði síðasta mark Islands, og er flautan gall var knötturinn á leið í mark Þjóðverja eftir hörkuskot Ólafs Einarssonar — kom sekúndubroti of seint. Siðustu sex mínúturnar voru Islendingar einum fleiri, einum leik- manna vikið af velliogVlado Stenzel lét óspart í sér heyra og fékk meira að segja gula spjaldið. „En þýzka liðið leikur svo agað og sterkt að það tókst ekki að nýta þetta til að knýja fram jafntefli. Þeir fengu að halda knettinum, ein sókn þeirra stóð í 2 mínútur, náðu ávallt að láta brjóta á sér,” sagði Jóhann Ingi. „Ég er i sjálfu sér ánægður með is- lenzka liðið. Við höfum leikið mjög sterkan varnarleik, fengið 32 mörk á okkur i 2 leikjum. Markvarzla Ólafs Benediktssonar verið mjög góð. Við höfum reynt að byggja sóknarleikinn á skynsemi. Ég var mjög ánægður með Viggó Sigurðsson í gærkvöld. Hann lék alveg eins og fyrir hann var lagt, vel ógn- andi og ég hef trú á að hann sé að koma aftur upp. Hann á mjög erfitt uppdrátt- ar heima í landsleikjum, vegna þess hve áhorfendur eru andsnúnir honum. Það sem mér finnst nokkuð táknrænt hér er hve sterka hornamenn við eigum, byggjum upp á hraðaupphlaupum og sterku línuspili — en tsland hefur ein- mitt ávallt verið þekkt fyrir stórskyttur, þeirra dagur var einfaldlega ekki í gær- kvöld,”sagði Jóhannlngiaðlokum. Mörk íslands skoruðu: ViggóSigurðs- son 3, Ólafur Jónsson, Jón Pétur Jóns- son, Steindór Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson skoruðu allir 2, Þorbjörn Guðmundsson, Ólafur Einarsson og Páll Björgvinsson I mark. H.Halls. Óli Ben varði einnig vel —13 skot V-Þjóðverja. Vlado Stenzel þjálfari heimsmeistaranna fékk gula spjaldið er íslendingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 15-13 „Er ekki bjartsýnn á sigur gegn Pólverjum” — sagði Jóhann Ingi. Fjórar breytingar á íslenzka liðinu. „Viðhöfumsettstefnunaáfimmta sæti, að sigra Svía” „Ég er ekki bjartsýnn á sigur gegn Pólverjum, þó auðvitað sé stillt upp að standa sig sem bezt. Það hefur oft sýnt sig hjá okkur að i svona sterku móti er þriðji leikur mjóg erfiður fyrir okkur, þreytan kemur þá fram. Pólverjar hins vegar hafa ekkert fyrir þcssu — enda æfa þeir tvisvar á dag,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson um leik íslands við Pól- verja í kvöld. „Ég mun gera breytingar — fjórir leikmenn koma inn. Þeir Brynjar Kvaran, Stefán Gunnarsson, Axel Axelsson og Þorbjörn Jensson. Við tókum ekki áhættu á að láta Axel leika, vildum að hann næði sér fullkomlega af meiðslum,” sagði Jóhann Ingi. Þeir sem detta út eru Steindór Gunnarsson, Ólafur Benediktsson, Ólafur Einarsson og Jón Pétur Jónsson. „Ég hvíli Ólaf Benediktsson. Mér er það engin launung, ég mun gera til- raunir með islenzka liðið. Við munum leika pýramídavörn, verðum að eiga varavörn. Markmið Baltic-Cup er að finna út kjarna. Það er ekki nóg að eiga einungis 12 leikmenn, við verðum einnig að geta stillt upp varamönnum. Þetta verður 5. leikur Islands á 6 dögum og ég á von á að þreytan komi fram i íslenzka liðinu í kvöld. Við höfum sett stefnuna á 5. sætið — að mæta Svíum um það og sigra þá. Þannig er ég að reyna að skapa stemmningu fyrir Svíaleikinn, en við munum einmitt mæta slíkum kringumstæðum á Spáni,” sagði Jóhann Ingi ennfremur. Islenzka liðið i kvöld verður skipað: Markverðir: Jens Einarsson, ÍR, Brynjar Kvaran, Val. Aðrir leikmenn: Árni Indriðason, Viking, Páll Björgvinsson, Víking, Ólafur Jónsson, Víking, Viggó Sigurðsson, Víking, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Bjarni Guðmundsson, Val, Þorbjörn Jensson, Val, Stefán Gunnarsson, Val, Ólafur H. Jónsson, Dankersen, Axel Axelsson, Dankersen. „Kjarninn er byggður eins og áður úr Val og Víking. Það skapar að vissu leyti vandræði því Víkingur er frábært sókn- arlið, Valur frábært varnarlið og því eru innáskiptingar tiðari en gott telst,” sagði Jóhann Ingi aö lokum. Jóhann Ingi. Óli Ben., Ólaf ur Einarsson, Jón Pétur Jónsson og Steindór Gunnarsson hvfla gegn Pólverjum —á White Hart Lane í bikarnum enska bikarsins — og þar að venju var margt um óvænt úrslit. Southend — Liverpool 0-0 Nottingham Forest — Aston Villa 2-0 Tottenham — Altringham 1-1 Ipswich — Carlisle 3-2 Sunderland — Everton 2-1 Millvall — Blackbum 1-2 Aldrei fyrr í sögu Southend hafa jafn- margir komið til Roots Halls, leikvallar félagsins. 1 gærkvöld var völlurinn þétt- setinn, og svo mikil var ásókn að áhorf- endur voru enn að koma sér fyrir þegar nálgaðist leikhlé — ástæðan, jú Evrópu- meistarar Liverpool voru í heimsókn. Og Southend stóð fyllilega fyrir sínu, markalaust jafntefli og skömmu fyrir leikslok bjargaði Phil Thompson er knötturinn stefndi í markið. Áður hafði Ray Clemence þurft að hlaupa út fyrir vítateig til að bjarga. Þeir Gary Rowell og Bob Lee skoruðu mörk Sunderland í 2-1 sigri gegn Everton, Martin Dobson skoraði fyrir Everton, sem áður hafði tapað aðeins 2 leikjum i vetur á Englandi. Þeir Kevin Beattie og Arnold Muhren komu bikarmeisturum Ipswich 2-0 yfir en Carlisle úr 3. deild jafnaði með mörkum Mike Tait og David Kemp. John Wark skoraði sigurmark Ipswich úr víti skömmu fyrir leikslok. David Needham og Tony Woodcock skoruðu mörk Forest gegn Aston Villa. Frest^ varð leikjum Man. Utd. og Chel- sea og Newcastle og Torquay. Þeir voru sneyptir, leikmenn 1. deildarliðs Tottenham er þeir yfirgáfu Whit Hart Lane 1 gærkvöld. Áhangend- ur þeirra púuðt' á þá og kyrjuðu „lélegt, lélegt”. Jú, Altringham, úr Norðurdeild- inni ensku, náði jafntefli gegn Totten- ham, 1-1. Og jafnteflið varengin tilviljun — sanngjörn úrslit. Peter Taylor náði forustu fyrir Tottenham í fyrri hálfleik er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Osvaldo Ardiles. Altring- ham varðist vel og skyndisóknir liðsins voru ávallt hættulegar. Og þolinmæði leikmanna Altringham gaf rikuleg laun á 85. minútu, aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Þá jafnaði Jeff Johnson, vélfræðingur. Hann fékk góða sendingu, og skoraði með góðu skoti — i fyrra skoraði hann 37 mörk fyrir liðsitt. Þjálf- ari Altringham er Tony Sanders en hann þjálfaði áður Víking. En litum á úrsiit leikja i 3. umferð ALTRINGHAM NÁÐI JÖFNU GEGN SPURS Ef leikmenn vilja, þá er ég reiðubúinn að hætta sagði Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana eftir ósigurinn gegn Pólverjum ogáðurgegníslandi Cup. „Ég hef trú á að við munum leika „Ef leikmenn vilja það, þá er ég reiðu- búinn að hætta,” sagði Leif Mikkelsen, eftir ósigur Dana gegn Pólverjum 1 gær- kvöld, 22-15. Mikkelsen er nú undir mikilli pressu, þvi Danir eru sáróánægð- ir með frammistöðu danska liðsins. Það er þó næsta vist að dönsku leik- mennirnir eru reiðubúnir til að bakka þjálfara sinn upp, mjög góð samvinna er milli Mikkelsen og leikmanna hans. Danir hafa ekki gleymt hinni góðu frammistöðu danska liðsins á HM er Danir náðu4.sæti. Mikkelsen var bjartsýnn fyrir Baltic- Viðureign Óla og Berg Það köm á óvart i Reykjavik þegar Jóhann Ingi Gunnarsson lét Ólaf H. Jónsson leika bakvörð 1 vörn, gegn Pól- verjum. Og skýringin kom 1 Ijós i leikn- um gegn Dönum. Einn af hápunktum viðureignar tslands og Dana var viður- eign Ólafs H. Jónssonar og Mikhael Berg. Sigurvegarinn i þcirri viðureign var Ólafur — Berg skoraði aðeins eitt mark gegn tslandi úr langskoti. Þá Uka kom f Ijós ástæðan fyrir þvf að Jóhann Ingi lét Ólaf leika bakvörð — það var með þessa viðureign f huga. «C ísland gleymdist ísland gleymdist Fyrir Baltic-Cup sagði Mikkelsen, þjálfari Dana, að lykilleikur Dana væri gegn Pólverjum. Ef sigur ynn- ist þá væri gatan greið gegn V-Þjóðverj- um. En hann gleymdi tslandi og vonir hans brugðust. Á myndinni skoðar Leif Mikkelsen upplýsingamöppu sfna um Pólverja. Mappan um tsland liggur óhreyfð fyrir neðan. til úrslita. Lykilleikur okkar verður við Pólverja í Árósum,” sagði Mikkelsen fyrir Baltic-Cup. „Náum við að sigra Pólverja, þá tel ég möguleika okkar gegn v-þýzku heims- meisturunum mjög góða, og úrslitaleik- inn í Bröndby-hallen raunhæfan mögu- Afmælisbarnið KR vann sigur á Vals- liðinu f sérstökum hátiðaleik f körfu- bolta, sem fram fór f Laugardalshöllinni f gærkvöldi. Lokastigin urðu 107 gegn 106 — bæriieg afmælisgjöf til KR á átta- tlu ára afmælinu sem er f vetur. Leikur- inn var allan tfmann mjög jafn en þó komst ekki regluleg spenna f hann fyrr en undir lokin en þá varð hann lika bráð- skemmtilegur. Þegar 4 minútur rúmar voru til leiks- loka var staðan 99 stig gegn 96 fyrir KR. Hudson rauf 100 stiga múrinn með þvi að fá eitt stig úr víti. Valur bætti stöðuna með tveim stigum Dunbars úr vitum og sinni körfunni frá hvorum, Dwyer og Rikharði. Staðan orðin 100- 102 fyrir Val. Gunnar Jóakimsson jafnaði fyrir KR og tvær mínútur til leiksloka. Dunbar og Dwyer bættu við körfum, sinni hvor, fyrir Val, 102 gegn 106 fyrir Val og aðeins ein mínúta til leiksloka. Síðan brunaði Jón Sigurðsson upp og skorar fyrir KR. Aðeins tveggja stiga munur og 45 sekúndur til leiksloka. Valsmenn i sókn en allt of bráðir á sér. Missa knöttinn og KR brunar upp. Hudson reynir skot úr miðlungsfæri, mistekst og dæmt viti á Dwyer — umdeildur dómur. Hann fær þrjú skot en hittir aðeins einu. 105 gegn 106 fyrir Val. Valur fær knöttinn, sækir en klúðr- ar sókninni aftur og Jón Sigurðsson á skot beint í netið. KR hefur tryggt sér leika.” En Mikkelsen gleymdi einu — tslandi. Hann ræddi aldrei um litla ísland — það var sjálfsagt að sigur ynnist gegn íslendingum. Pólverjar og V-Þjóðverjar, það voru þjóðirnar er varð að sigra. tsland skipti ekki máli. En svo fór að Danir töpuðu fyrir íslending- sigur á siðustu andartökum leiksins. Fátt kom á óvart i þessum leik KR, sem styrkti lið sitt með Mark Christian- sen sem leikur með Þór Akureyri og Val en þar léku með þeir Dirk Dunbar, ÍS, Poul Stewart, ÍR, Mark Holmes, UMFG, og John Johnson, Fram. Hinir fimm hundruð áhorfendur fengu að sjá léttan og skemmtilegan leik par sem mikið var skorað á báða bóga. Þó var hittni ekkert sérstök í fyrri hálf- leik miðað við skottilraunir. Helzt vakti athygli góð frammistaða þeirra Mark Christiansen, Þór, og Mark Holmes, Grindavik. Þetta eru þeir tveir útlend- ingar i körfuboltanum sem verið hafa frekar í skugganum en sýndu nú og sönnuðu að þeir standa hinum ekkert að baki. Auk þessa má nefna að stöðugt undrunarefni hlýtur það að teljast hvernig Dirk Dunbar getur leikið sinn annars fótar körfubolta og jafnvel skotið með góðum árangri. Sannarlega leitt fyrir stúdenta og körfuknattleiksunn- endur að hann verði að hætta vegna al- varlegra meiðsla í hné. I leiknum í gærkvöldi skoraði Hudson 41 stig fyrir KR, var hæstur og átti raunar prýðisleik, Mark Christiansen 26, Jón Sigurðsson 14, Birgir Guð- björnsson 10, Gunnar Jóakimsson 10, Einar Bollason 2, Garðar 2, og Árni Guðmundsson 2. Dunbar var stiga- hæstur i Valsliðinu með 31 stig. Aðrir um, og í kjölfarið fylgdi nánast hið óhjá- kvæmilega — ósigur gegn Pólverjum. Finn Andersen, aðstoðarmaður Mikkelsens, var og bjartsýnn. „Island er með lélegt lið nú. Við vinnum þá með 15 mörkum. Ég tel nánast víst að Islend- ingar falli niður í C-hóp á HM á Spáni,” lét hann hafa eftir sér. En málin þróuð- ust öðruvísi — og þeir Andersen og Mikkelsen eru nú undir pressu. sem skoruðu voru Dwyer 23, Mark Holmes 18, Stewart 16, Þórir Magnús- son 8, Rikharður 5 og John Johnson 4. ÓG Dirk Dunbar skorar eitt af stígum slnum gegn KR — en nú kveður þessi snjalli leikmaður vegna meiðsla. Stigaflóð er KR sigr- aði Val í Höllinni —80 ára af mælisleikur KR, sem sigraði Val 107-106 Glitrandi hvolfið var beint fram undan flugvélinni. ,, Við komumst víst ekki hjáþvt að berja þetta niður.'' TAJ m' MAHAL BEINT FRAM UNDAN —Jack Kent — — Saga handa börn- um á öllum aidri — Bókin: Heljartak eftirMajorie Wallace og Michael R obson , .Frænka,” sagði sex ára snáðinn, þegar Hazel lagði hann í bólið. ,,Hvers vegna lyfta læknarnir litlu börnunum upp á fótunum og flengja þau, þegar þau eru nýfædd?” Hazel velti því fyrir sér, hvað koma myndi á eftir þessari spurningu, en skýrði fyrir honum tilganginn. „Hvernig fóru þeir þá að því að flengja mig?” spurði litla röddin. , ,í hvað gátu þeir haldið til að hafa endaskipti á mér? ’ ’ Hazel flýtti sér að svara: , ,Ég hugsa að þegar þú komst út hafi þeir bara þrifið í eyraA á þér og skellt á bossann á þér, og þannig lifnaðir þú við.” Hann var lítill mannhnoðri, fótalaus og handalaus, en með járnvilja til að komast yfir vansköpun sína. Övænt lágu leiðir kjörforeldranna og fórnarlambs thalidomidelyfsins saman, og í sameiningu unnu þau þrjú sigur á gráglettni örlaganna. BÓK t BLAÐFORMI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.