Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR ll.JANÚAR 1979.
<§
Útvarp
9
t---------------;-------------------\
KABALAFRÆÐINGURINN A EAST BROADWAY - útvarp
kl. 20.10 íkvöld
„DRAUGARNIR TALA
- myndi gefa hálf nóbelsverðlaunin
til að geta rætt við kippu af djöflum,
segir Isaac Bashevis Singer
JIDDISKU
Gissur Ó. Erlingsson les í kvöld í út-
varp smásöguna Kabalafræðingurinn á
East Broadway eftir Isaac Bashevis
Singer sem hlaut nóbelsverðlaun í bók-
menntum á síðasta ári.
Singer er töluvert öðruvisi en fólk er
flest. Hann flutti til Bandarikjanna fyrir
meira en 40 árum en heldur samt tryggð
við það samfélag gyðinga sem hann er
sprottinn úr og skrifar jiddisku. blöndu
af hebresku og Evrópumálum sem
gyðingar töluðu sin á milli en er óðum
að deyja út.
Singer, sem er af hinni frægu sauma-
vélafjölskyldu, er fæddur í Póllandi i
héraði sem þá var undir stjórn Rússa-
keisara. Foreldrar hans ætluðust til að
hann næmi trúarbrögð og yrði rabbíi
eins og faðirinn og afinn. En vegna
áhrifa frá eldra bróður sínum ákvað
Isaac heldur að skrifa. Fyrst skrifaði
hann á hebresku en síðar á jiddisku.
Árið 1935 flutti hann vestur um haf og
hóf að skrifa greinar í blöð á jiddísku.
Þar byrjaði hann einnig á smásögum
sinum og stóru skáldsögunum.
Skáldsögur Singers gerast meðal
drauga og djöfla sem ásækja fátæka
pólska gyðinga, fólk sem er haldið ótak-
markaðri hjátrú og heimsku en er samt
svo innilega mannlegt. Djöflarnir, sem
ásækja það, eru svo eðlilegir i lýsingu
Singer lifir i heimi fortiðarinnar og
skrifar aðallega um fátæka pólska
gyðinga og það umhverfi sem hann ólst
upp 1.
Singers að engu er líkara en að hann
ekki einungis trúi á þá heldur þyki
honum beinlinis vænt um þá. Enda
segist hann myndu gefa hálf nóbelsverð-
launin til að hitta kippu af djöflum og
geta rætt við þá.
Singer er sannfærður um að draugar
og aðrar kynjaverur tali jiddisku og
muni einn daginn rísa upp og spyrja
höstum rómi: „Hvað hefur komið út á
jiddísku nýlega?" Fyrir þá segist hann
skrifa. Þeir sem á lífi eru og lesa málið
eru hins vegar fáir og fer fækkandi. Þó
voru bækur Singers lengi ekki þýddar á
önnur tungumál. Frægð hans var því
ákaflega takmörkuð og bækur hans
seldust litið. Það var ekki fyrr en fyrir fá-
um árum að farið var að þýða bækur
hans á ensku og þá fóru menn að lesa
þær i ríkari mæli.
Singer er orðinn 74 ára og segist vera
fullur bjartsýni á mannkynið. „Ég haga
mér að minnsta kosti eins og ég sé bjart-
sýnn. En ég trúi þvi í rauninni alls ekki.
að þjóðfélagið verði neitt betra á
morgun en það er i dag. Þvert á móti.
Sömu vandamálin verða enn fyrir hendi.
Það verður jafnerfitt fyrir stelpu að ná
sér í strák og það er núna.”
- DS
<r
Utvarp
Fimmtudagur
11. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Viö
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Á norðurslóðum
Kanada” eftir Farley MowaL Ragnar
Lárusson endar lestur þýðingar sinnar (11).
15.00 Miödeglstónleikan Sinfóníuhljómsveitin í
Genf leikur milliþáttatónlist úr óperunni
„Macbeth'* eftir Ernest Bloóh; Pierre Colombo
stj. Sinfóníuhijómsveit rússneska útvarpsins
leikur Sinfóníu nr. 6 í h-moll op. 54 eftir
Dmitri Sjostakhovitsj; Alexander Gauk stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður-
fregnir).
16.20 Tónleikar.
16.40 Lagiö mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir
óskalög barna.
17.20 (Jtvarpssaga barnanna: „Dóra og Kári”
eftir Ragnheiöi Jónsdóttur. Sigrún Guðjóns-
dóttir les (5).
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. FréttaaukLTilkynningar.
19.35 Daglcgt mál. Eyvindur Eiríksson flytur
þáttinn.
19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja.
20.10 „Kabalafræðingurínn á East Broadway”,
smásaga eftir Isaac Bashevis Singer. nýbak-
aðan Nóbelshöfund. Gissur Ó. Erlingsson les
eigin þýðingu.
20.30 Sinfóniuhljómsveit tslands leikur l Há-
skólabiói. Fyrri hluta Beethoven-tónleika
sveitarinnar útvarpað beint. Stjórnandi:
Wilhelm Bruckner Rúggenberg. Einleikari:
Pi Hsien-Chen, —• bæði frá Vestur-Þýzka-
landi. a. Sinfónia nr. I í C-dúrop. 21. b. Pianó-
konsert nr. 3 í c-moll op. 37.
21.35 Leikrit: „Eineggja tvíburar” eftir Agnar
Þórðarson. Leikstjóri: Benedikt Ámason. Per-
sónurog leikendur:
Hún........................Kristbjörg Kjeld
Hann....................Róbert Arnfinnsson
22.20 Sembalmúsik. William Neil Roberts
leikur Sónötu í B-dúr og Sónötu I d-moll eftir
Carlos Seixas.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Víðsjá: Friörik Páll Jónsson sér um þátt-
inn.
23.05 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur
Jónsson ogGuðni Rúnar Agnarsson.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
12. janúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.I0 Leikflmi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturínn. Umsjónarmenn: Páll
Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veöurfregnir. Fomstugr. dagbl. (útdr.).
Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh.
11 -00 Það er svo margt. Einar Sturluson sér um
þáttinn.
II.35 Morguntónleikar:
VIÐ STÆKKUM ]
0G BREYTUM
bjóðum við flestar byggingavörur á
sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1.
og 2. hæð, samtals 600 m2.
Komið og skoðið. — Það er hagkvœmt að verzla
allt á sama stað.
Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður
Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fittings Veggstrigi
Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflísar
Grindaefni Skrúfur Álpappir Veggflisar
Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím
Gierullareinangrun Hreinlætistæki Lamir&skrár Gólfdúkur
Steinuliareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar
Glerullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur
Þakjárn Baðskápar Verkfæri
ALLT UNDIR EINU ÞAKI
V
BYGGINGARVÖRUDEILD
JÓN LOFTSSON HF.
HRINGBRAUT121
/
Kerfisfræóingur
með haldgóða þekkingu á rekstri óskar
eftir góðu starfi. Tilboð merkt „Kerfis-
fræðingur” sendist afgreiðslu Dagblaðs-
ins.
Reyðarfjörður
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins er
Árni Elfsson,
Túngötu 5, sími 97-4265.
wmi/uai
ÖKUÞÓRINN
ÖKUÞÓRINN
BRUCE DERN ■ ISABELLE ADJANI
Æsispennandi litmynd.
Bönnuö innan 14 ára.
Hækkaö verö.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.