Dagblaðið - 12.01.1979, Side 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGLR 12. JANÍJAR 1979 — ÍO.TBL.
RITST.IÓRN SÍDl'Ml I A 12. AIK.I.ÝSINGAR OG AKíREIÐSI.A ÞVKRHOLTI 11.—ADALSÍMI 27022.
Stjömumessa79:
GLÆSILEGASTA SKEMMTUN ÁRSINS
Stjörnumessa Dagblaösins og Vik-
unnar hefst stundvislega kl. 19 næst-
komandi fimmtudagskvöld að Hótel
Sögu.
Hefst skemmtunin með þvi, að
borinn verður fram drykkur á Mlmis-
bar um leið og gesti ber að garði. en
Gunnar Axelsson pianóleikari mun
leika létt lögá flygilinn.
■<------------------------
Álsteypumót verðlaunagrips Stjörnu-
messunnar búið til I Málmsteypunni
Hellu i gær. Steypa gripanna er þegar
hafin — þótt enn sé ekki Ijóst hve
margir þcir verða né hverjir hljóta þá.
-DB-mynd R.Th.
Borðhald hefst kl. 20.30.
Sögubændur hafa að vanda lagt
mikla alúð við matseðil kvöldsins og
reyna að tengja hann listamannalifi og
tónlist.
Aðalréttur kvöldsins verður
Escalope de boeuf du Restaurant Bré-
bant. Rétturinn samanstendur af mjög
þunnum sneiðum af nautalæri. sem
skellt er á pönnu rétt áður en þær eru
bornarfram.
'v. Réttur þessi er kenndur við veit-
ingahúsið Brébant-Vachette í lista-
mannahverfinu Montmartre í Paris.
1 eftirrétt verða bornar frani
Profiteróles Othello. Það eru vatns-
deigsbollur fylltar konditorikremi.
fjórar til fimm mismunandi bragðteg-
undir. Rétt áður en bollurnar eru
bomar fram á fati er hellt yfir þær
heitri súkkulaðisósu.
Carl Billich leikur létta tónlist á
flygilinn í Súlnasalnum á meðan á
borðhaldi stendur.
Skömmu eftir kl. 22.00 hefst verð-
launaafhending Stjörnumessunnar.
Blaðamennirnir Ásgeir Tómasson,
Helgi Pétursson og Ómar Valdimars-
son munu kunngjöra úrslit vinsælda
vals blaðanna og afhenda þeim lista-
mönnum, sem sigrað hafa i hverjum
flokki, verðlaunastyttur til minningar
um sigurinn, en listamennirnir munu
skemmta áhorfendum við undirleik
Stjörnuhljómsveitarinnar.
Er verðlaunaafhendingu lýkur rnun
verða stiginn dans til kl. 01 við undir-
leik hljómsveitar Ragnars Bjarnason
ar.
Miðasala á Stjörnumessuna hefst
kl. 14.00 á morgun að Hótel Sögu.
Miðaverði hefur mjög verið stillt í hóf,
hver miði kostar 11.000 krónur og
innifalið í því er drykkur á Mímisbar,
og matur í Súlnasal. Borðapantanir
fara fram á sama tima og stað.
-HP.
„ÉG VERD AÐ TAKA
ÞESSA ÁHÆTTU”
— segir Benedikt Gröndal um spurninguna um, hvort Færeyjasamningarnir hafi þingmeirihluta
— skiptar skoðanir að minnsta kosti í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi
„Ég verð að taka þá áhættu, að vera
kunni, að ekki sé þingmeirihluti fyrir
Færeyjasamningunum,” sagði Benedikt
Gröndal utanrikisráðherra í morgun.
„En ég trúi þó ekki, að það sé rétt hjá
Ólafi Ragnari Grimssyni að samning
arnir njóti ekki meirihlutafylgis.” DB
greindi frá þvi i gær, að sumir þingmenn
efuðust um. að ráðherrar
Alþýðuflokksins hefðu haft umboð til að
gera samningana og að þeir nytu
meirihlutafylgisá Alþingi.
f " "IBI *
Kemur
bjórinn?
— sjá kjallaragrein
Friðriks Sophussonar
abls. 10-11
Alþjóðlegar
ráðstef nur í nýja
Borgarleik-
húsinu?
Út íhött, segir Vigdís
— sjá bls. 8
„Svargrein til
Guðmundarí
Bæ, sem alltaf
fórað gráta
þegarégvar *
búin aðtalaá
aðalfundum
Kaupfélags
Strandamanna”
— eftirRegínu
Thorarensen
— sjá bls. 2-3
„Það er mælt í fáfræði. þegar efazt er
um heimild ráðherra til að gera slíka
samninga. Stjórnarskrá kveður svo á, að
forseti íslands skuli gera samninga við
aðrar þjóðir og þvi ráðl.eirar fyrir hans
hönd. Ég hafði lagt málið fram í rikis
stjórn og þótti eðlilegast, að það færi
fyrir utanríkismálanefnd. Ég sagði
nefndinr.i i byrjun desember að vera við-
búinni að ræða þctta frekar. Nefndin
var kölluð á ftmd i siðustu viku og málið
rætt itarlega.
Þar kom l'ram. að þótt ég hefði
beðið um, að málið yrði rætl hafði ekki
vegna jólaanna gefizt tinti til að ræða
það loiinlega i neiiiuin þingliukki. Allir
nefndarmenn nema kannski einn voru á
því, að á málum yrði haldið eins og við
gerðum i samningunum. Ég hafði skýrt
nefndinni frá, að i tveimur flokkum að
minnsla kosti væru skiptar skoðanir.
Alþýðuflokknum og Alþýðubanda-
laginu. Ég leitaði eins náins samráðs og
hægt var og mæltist meðal annars til, að
formaður utanrikismálanefndar Einar
Ágústsson yrði í samninganefndinni og
gæti hann kvatt nefndina til fundar
fyrirvaralitið, ef þurfa þætti. Þá hafði ég
náið samband við forsætisráðherra,
meðan viðræður stóðu," sagði Benedikt.
Benedikt sagði, að menn í færeysku
nefndinni hefðu einnig efað, að
samningarnir fengju meirihluta á Lög-
þinginu, þar sem þeir væru harla óhag-
stæðir Færeyingum.
-HH.
Þær voru glaðlegar og ánægðar I frostinu i gær. Mesta trost á landinu I gær var 22 stig á Grimsstöðum á Kjöllum, en pao
stóð stutta stund og lækkaði sfðan örlitið. Heldur gæti hlvnað hér næsta sólarhring, skv. upplýsingum Vcðurstofunnar I
morgun. Lægð er á leiðinni að landinu með vaxandi vestanáti. Það gæti haft i för með sér einhverja snjókomu.
DB-mynd: Ragnar Th.
Ættgengir
æðahnútar
og dulinn
lekandi
— sjá svör heimilis-
læknis DB á bls. 5
Viðhaldsdeild
Flugleiðaá
VeHinumá1
hrakningum
undan hernum
— ogstórverk-
efni aðflytjast
úrlandinu
Sjábls.9
A