Dagblaðið - 12.01.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
3
Skóverzlun Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181
landi á nærbuxun-
Getum flutt úr
um og auralausir
Sigga flug finnst' litið varíð i að flytja
úr landi á nxrbuxunum einum fata. En
ef það eru islenzkar uilarbuxur má
fara anzi langt án þess að verða kalt.
DB-mynd: Bjarnleifur.
fsland er stór eyja, norðarlega í
Atlantshafinu, langt frá öðrum
löndum.
Eitthvað likt þessu stendur í landa-
fræði þeirri er við lásum þegar við vor-
um ungir. Þetta mun hafa verið landa-
fræði Karls Finnbogasonar, sem sjálf-
sagt fyrir löngu er hætt að nota og
nýrri og fullkomnari bækur komnar í
staðin.
Það er þó eitt sem ekki hefur breyst
þrátt fyrir nýjar bækur, en það er lega
landsins, sem enn er nokkuð stór eyja,
norðarlega í Atlantshafinu,langt frá
öðrum löndum.
Lega landsins hefur það m.a. í för
með sér, að við eigum ekki landamæri
að nokkru öðru landi á þurrlendi og
finnst sumum, þar á meðal mér, að við
séum afar einangraðir og langt frá
öðrum löndum.
- Þetta hefur ýmislegt skringilegt í för
með sér, þ.á.m. að bifreiðaeign lands-
manna er mjög mikil, og finnst mörg-
um að um algert óhóf sé að ræða.
Þetta hefur aftur á móti eðlilegar
skýringar að minu áliti.
Það hefur lengi viljað loða við alla
eyjarskeggja að þeir væru svolitið und-
arlegir, ómannblendnir og innhverfir.
Þeir liðu af svokallaðri „Claustropho
bia” sem orðabók Websters skýrir sem
„hræðslu við að vera í lokuðum (af-
girtum) plássum (places)”, eða liðu af
innilokunarkennd, sem við mundum
þýða svo á íslenzku. Hér hefur bíllinn
heldur en ekki bætt um fyrir mönnum
Heimilisbíllinn, sem stendur fyrir
framan íbúðarhúsnæðið leysir þennan
vanda, því fólki finnst það hafa þarna
tæki sem það getur hvenær sem er far-
ið upp i og ekið út í buskann
(innanlands aðeins). Þetta vcitir
mönnum þá tilfinningu um frjálsræði,
að nokkru, sem svo mjög er sótzt eftir.
og sem háttvirtur forsætisráðherra
landsins gerði að nokkru að
umræðuefni I áramótaræðu sinni.
Forsætisráðherra þótti sem við
hefðum nóg frelsi, og því væri ekki rétt
af þjóðinni að vera sifellt að kvarta.
Þetta getur vel verið, að hans mati, en
með sífelldum afskiptum hins opinbera
er þessu frelsi stefnt I hættu, og það er
þessari hættu sem við viljum bægja frá,
áður en það er orðið um seinan.
í skjóli þess, að við erum langt frá
öðrum löndum og eigum ekki landa-
mæri á þurrlendi að öðru ríki er margt
hér öðruvísi en hjá öðrum þjóðum.
Við búum hér við eldgamalt (50 ára
eða svo) haftakerfi, sem á nokkurra
ára fresti er verið að lappa upp á af
eintómri sýndarmennsku. í raun og
veru er alltaf verið að bæta gamla flik
með nýrri bót, og áður en varir er
ekkert eftir nema bæturnar, en upp-
runalega flikin löngu týnd.
Þannig getur farið með frelsið
okkar, að það týnistáðuren við fáum
rönd við reist.
1 skjóli þess að ísland á engin
aðliggjandi landamæri á öðru landi
ríkir hér haftafargan. Landsmönnum
er skammtað hve mikið þeir fá að eyða
i utanlandsferðir, hvort sem um er að
ræða sumarleyfisferðir, námsferðir,
eða þá ef menn óska að flytja úr landi
og taka eigur sínar með sér.
Við tölum oft um þennan svo-
kallaða HELSINKISÁTTMÁLA, og
alveg sérstaklega þegar að okkar dómi
eitthvað óréttlæti hefur bitnað á ein-
hverjum þeim, er hefur viljað flytja frá
Sovétríkjunum. Þá er af miklum fjálg-
leik talað um að USSR hafi undirritað
þennan sáttmála en framfylgi honum
ekki.
Maður líttu þér nær, liggur i
götunni steinn, segir einhvers staðar.
Hvernig stendur á þvi, t.d. að
mönnum er gert ókleift að flytja úr
landi, nema þá á nærbuxunum, einum
fata, auralausir. Hvers vegna er ekki
hægt að veita ákveðnum fjölda manna
brottfararleyfi á ári hverju, og þá
þannig að þeir er þess æskja fái fluttan
gjaldeyri til annars lands, t.d. eftir að
hafa selt fasteign eða annað?
Það er mörgum hér á landi mikið
íhugunarefni hve okkur hefur verið
stjórnað illa á undanförnum árum.
Margur maðurinn er mjög viðkvæmur
fyrir þessu, og það svo, að oft hafa
menn orðið fyrir geðrænum
truflunum og þurft að gista sjúkrahús
af þeim sökum. Margir gætu sjálfsagt
hafið nýja tilveru erlendis ef þeim væri
leyft að setjast að í öðru landi (flytja)
með eitthvað af þeim eignum sem þeir
ættu.
Það kostar eitthvað um 60.000.00
fyrir hið opinbera að hafa sjúkling
liggjandi á sjúkrahúsum rikisins á dag.
Á ársgrundvelli, eins og það er nefnt,
erþetta dágóðurskildingur.
BERLÍNARMÚRINN var byggð
ur til þess að gera fólki ókleift að kom-
ast til vestursins. Fólkið í Austur-
Þýzkalandi var þar með orðið fangar i
sinu eigin landi og ófrjálst ferða sinna.
Getur það verið að við séum búnir
að koma okkur upp slíkum vegg hér á
Íslandi?
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877—8083.
Hringið ísíma
27022
miili kl. 13 og 15,
eða skrifið
NY SENDING
Teg. 500.
Skinnfóðraðir
ogmeð
leðursóla.
Litir: Drapp leður
eða vínrautt leður.
Stæðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 22.685.-
Teg. 401
Litur: Beinhvrtt leður.
Fóðraðir.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 18.925.
Teg. 503
Skinnfóðraðir
og með leðursóla.
Litur: Koníaksbrúnt
leður.
stærðir.Nr. 36—41.
verðkr. 22.685.-
Teg.402
Lhur: Svartleður.
Fóðraðir.
Stærðir: Nr. 36—41.
Verðkr. 18.925.-
Hvert myndirðu fara
ef þér byðist frí ferð
til útlanda?
Jósef Þrastarson: Það væri gaman að
fara til Afríku, Úganda eða eitthvert
þangað suðureftir. Sólin, já, hún freistar
manns. Svo eru stelpurnar þarna falleg-
ar...
Spurning
dagsins
Daniel Kristinsson: Það er ómögulegt
að segja, maður. Ég veit ekki. Það er
margt hægt að fara. Sólina? Nei, sízt af
öllu myndi ég fara til sólarlanda. Til
noðurlanda,? Já, ég myndi fara þangað.
Birgir Guðlaugsson: Til Austurríkis. Já,
það hlýtur að vera skemmtilegt. Skiði og
túristaskemmtanir.
Sigurður Þorsteinsson: Ekkert. En mig
langar i hringferð kringum landið,
tsland.
Magnús Jakobsson: Til Norðurlanda
fyrst og fremst. Af hverju? Þar er fallegt
og skemmtilegt að vera.
Krístján Leifsson: Miami Beach. W)
eina sem mig langar til að faia.«g,áafttir
að fara.