Dagblaðið - 12.01.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Gríðarlegur verðmunur á bflavarahlutum:
35.932 kr. hjá umboðinu en
9.800 á ..frjálsunV7 markaði
Citroöneigandi kom að máli við
blaðið og vildi fá hjálp þess til að finna
út af hverju mjög mikill verðmunur
væri á sams konar varahlutum.
Varahlutirnir sem um ræðir eru
bremsuklossar i framhjól á Citroen
CX 2000. Klossar þessir eru með inn-
byggðum rofa, sem gerir viðvart er
klossamir slitna og þurfa endurnýjun
arvið.
Eins og lög gera ráð fyrir fór bíleig-
andinn fyrst i bílaumboðið til að leita
varahlutanna þar og voru þeir til. 1
framhjól (bæði) kostuðu klossarnir
samtals 23.308 kr. en í afturhjól kr.
12.624 kr. eða samtals 35.932 kr. i all
an bílinn.
Þetta fannst bíleigandanum há upp-
hæð og fór á stúfana til þess að leita
eftir bremsuklossum annars staðar.
Klossar af þessari gerð, kanadiskir,
voru til hjá fyrirtækinu Álímingum sf.
og kostuðu 1 framhjól 6.200 kr. og i
afturhjól 3.600 kr. eða samtals 9.800
kr. i allan bílinn. Einnig voru til
klossar hjá Bílanausti og kostuðu þeir í
allanbílinn 15 500 kr.
Þessi mismunur á samsvarandi
vöru, kr. 35.932 kr. fyrir bremsukloss-
ana hjá Globus og svo hins vegar
9.800 kr. hjá Álimingum fannst bíleig-
andanum of mikill þótt í öðru tilfellinu
sé búið að pakka varahlutunum i
pakka merktan bílaverksmiðjunum.
‘»ÍI’*EtP‘JtDEaj»
Ucmu i - m - u mm («
Núm*r Stk. Art.: Varahl.
Tjtm'r>9°.
^,rnólaj
2
666
\2\
pevjý!
l89lKS
tt
5S%SS%r
..-
,tötev"0 —
000656^.
JpíÁæö
f |0'D'
- V«r8 Kiótunr
\ ’
\
\: . \
\
P
\ ntcd*
Reikningarnir fyrir
bremsuklossum 1 framhjól
á Citroén CX 2000, kr.
23.308 frá Globus hf. og
6.200 kr. frá Álimingum sf.
Frá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur
Athygli samlagsmanna skal vakin á því að Ásgeir Karls-
son læknir hefur látið af sérfræðingsstörfum fyrir sam-
lagið frá og með síðustu áramótum.
Reikningar hans eru því ekki lengur endurgreiddir af
hálfu SR.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
Reyðarfjörður
Nýr umboðsmaður Dagblaðsins er
Árni Elísson,
Túngötu 5, sími 97-4265.
BIADIB
ENDURSKINS-
MÉRKI ERU
NAUÐSYNLEC
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ
Montemario Handsaumaðar; ítalskar leður-
karlmannamokkasínur
Fást bœði
með leður-
Sérlega mjúkar og vandaðar.
Litir: Brúnt og svart. Kr. 14.640. }
Skór í sérstökum
gæðaflokki ^
Opið föstudag til kl. 7, )
laugardag 9—12. ^
‘V
gúmmísóla
Vl/. yy. o.u. v>xw.v/.
Minni pakkinn er merktur Citroén-verksmiðjunum en sá stærri er frá kanadiskri
verksmiðju.
DB-mynd Hörður
„Milliliðakostnaður,
gengisbreytingar,
smæð maHtaðarins og
verðlagsákvæði”
DB leitaði til fyrirtækjanna Globus
hf. og Álimingar sf. og spurðist fyrir
um þennan verðmismun. Globus
hafði eftirfarandi um málið að segja:
Vegna fyrirspurnar yðar varðandi
verð á bremsuborðum, viljum við taka
fram eftirfarandi:
Hér er ekki um sambærileg gæði að
ræða og munar þar miklu. Þeir
bremsuborðar sem við seljum hafa
reynzt áberandi betri en þær eftirlík-
ingar sem hér eru á markaðinum. Auk
þess eru allir varahlutir sem við seljum
frá Citroén með 6 mánaða ábyrgð.
Bremsuborðarnir sem koma upphaf-
lega i Citroén bílunum eru framleiddir
í Þýzkalandi en ekki hjá Citroen verk-
smiðjunni og höfum við ávallt flutt
inn bremsuborða frá sömu verksmiðju
gegnum Citroen verksmiðjuna. Þetta
hefur í för með-sér þó nokkurn milli-
liðakostnað sem erfitt hefur verið að
komast hjá sökum smæðar íslenzka
markaðarins og verðlagsákvæða.
Þá getur skipt miklu máli hvenær
varan kemur til landsins með hliðsjón
af gengisskráningu islenzku krónunn-
ar, vegna gengissigs og gengisfellinga.
Til marks um þetta má geta þess að
verð á þessum sömu bremsuborðum
var um mitt síðasta ár kr. 23.000.
Að lokum skal þess getið að verk-
stæðisformaður þjónustuverkstæðis
okkar hefur reynt flestallar gerðir af
bremsuborðum sem hér eru á mark-
aðinum fyrir Citroén og hefur hann
eindregið ráðið okkur frá því að nota
aðrar gerðir af bremsuborðum en þá
sem hér um ræðir.
Virðingarfyllst,
f.h. Globus hf.,
Guðjón Jónsson, deildarstjóri.
(sign)
„Varahlutirnir alltaf
dýrari hja
bflaumboðunum”
„Við höfum verið með þessa vöru i
mörg ár og mér finnst alveg fráleitt að
ætla að halda því fram að þessir
bremsuklossar séu einhver eftirlíking,”
sagði Elsa Lorange verzlunarstjóri hjá
Álímingum sf. er við bárum undir
hana hvort bremsuklossamir sem
kosta 9.800 kr. undir bílinn, séu eftir-
líking.
„Fjölmargir leigubilstjórar eru með
bremsuklossa frá okkur og vilja alls
ekki annað. Það er af og frá hjá bíla-
umboðunum, að halda þvi fram að
þeirra varahlutir séu eitthvað betri en
annarra sem framleiða þá. Það er
einnig vitað mál að bílaverksmiðjurn-
Laugavegi 69 simi168bU.
ar sjálfar framleiða ekki varahluti í
bíla sína.
Þá er það líka alkunna að þeir vara-
hlutir sem b.ílaumboðin hafa á boðstól-
um eru alltaf dýrari en þeir sem fást
annars staðar,” sagði Elsa.
Rétt þykir að taka það fram að
verðið á bremsuklossunum frá Álim-
ingum sf. var frá þvi fyrir síðustu
gengisfellingu.
i svari Globus kemur fram að um
mitt síðastliðið ár var verð á bremsu-
klossunum 23.000 kr. en þrátt fyrir
það er þetta nokkuð mikill verðmunur
eða 13.200 kr.
A.Bj.