Dagblaðið - 12.01.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANUAR 1979.
HEIMILISLÆKNIR SVARAR
Ættgengir æðahnútar
og dulinn lekandi
í minni ætt er mikið um æðahnúta
á fótleggjum. T.d. eru báðir foreldrar
minir með æðahnúta. Mig langar því
að spyrja heimilislækni: Er eitthvað,
sem ég get gert, svo ég fái ekki æða
hnúta?
Kærar kveðjur,
Ein lóára, Akureyri.
Svar:
Rétt er að æðahnútar eru ættgengt
fyrirbæri. Þó er sitt af hverju sem þú
getur gert til að forðast þá. Sennilega
er mikilvægast að þú hreyfir þig hæfi-
lega mikið. Langar stöður eru afleitar.
Sund, göngur og alrnenn líkamsrækt
geta hindrað myndun æðahnúta lengi.
Þá er og nauðsynlegt að gæta að
þyngdinni. Of þungu fólki hættir
fremur við kvilla þessum.
Margar og tiðar barneignir eiga hér
einnig verulegan hlut að máli. Alténd
er heppilegra að láta a.m.k. 3 til 4 ár
líða milli fæðinga, þ.e. ef æðahnúta-
sjónarmið fá að ráða. Loksins er
hugsanlegt að getnaðarvarnapillan
auki iíkur á myndun æðahnúta, en
það er flókið mál og þú þyrftir að ræða
það við þinn heimilislækni þegar þú
þarft á getnaðarvörn að halda.
Geta kvenmenn gengið lengi með
lekanda án þess að verða fyrir óþæg-
indum? Ef svo er, hve lengi? Hver eru
fyrstu einkennin og hvernig þróast
Þau? M.D.
Svar:
Konur geta geta gengið með lek-
andabakteríur í mánuði, jafnvel ár, án
þess að hljóta af nokkur óþægindi, en
geta þó smitað aðra allan þennan
tíma.
Algengustu einkenni eru aukin út-
ferð úr leggöngum, oft aðeins lítillega
aukin. Slík útferð stafar þó oftast af
öðrum orsökum. Stundum eru þvag-
rásareinkenni líkt og hjá karlmönnum,
þ.e. tíð og sár þvaglát og útferð úr
þvagrás.
Fyrir kemur að engin einkenni
koma fram fyrr en bakteriurnar hafa
ráðizt inn í leg og eggjaleiðara. Af þvi
leiðir kviðverki. oftast með háum hita
og verulegri hættu á ófrjósemi i kjöl-
farið.
Meðferð er fremur einföld. Því er
enn sorglegra að hugsa til þeirra
kvenna sem beðið hafa varanlegt
heilsutjón af völdum lekanda.
Fólki sem stundar skyndimök er
ávallt hættast við smiti og skal hér enn
Skrifið:
Heimilislæknir
svarar
Dagblaðið
Síðumúla 12
Reykjavfk
eða hringið:
Raddir lesenda
Sími 27022
Kl. 13—15 virka
daga.
bent á þá vörn gegn,lekanda sem
verjur (smokkar) og sæðisdrepandi
krem veita.
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Nemendur komi í skólann mánudaginn 15.
jan. kl. 10, að sækja stundaskrár og fá bóka-
lista. Nýnemar eiga að standa skil á gjöldum
til skólans. Gjöld til nemendafélagsins hækka
og skal mismunur greiddur við afhendingu
stundaskránna. Kennsla hefst þriðjudaginn
16. jan. kl. 8.30.
Skólameistari.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
Geon samábyroð
(ÍAlrlrsnHa
RAUN ER
ÞUBRU
l. "n |;«
—
' mm
VIÐ STÆKKUM1
0G BREYTUM
bjóðum við flestar byggingavörur á
sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1.
og 2. hæð, samtals 600 m2.
Komið og skoðið. — Það er hagkvœmt að verzla
allt á sama stað.
Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóóur
Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fíttings Veggstrigi
Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólffíisar
Grindaefni Skrúfur Álpappir VeggfUsar
Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím
Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur
Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar
Glerullarhólkar ViðarþUjur Máiningarvörur Saumur
Þakjárn Baðskápar Verkfæri
ALLT UNDIR EINU ÞAKI
BYGGINGARVÖRUDEILD
JÓN LOFTSSON HF.
HRINGBRAUT121