Dagblaðið - 12.01.1979, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
Orgelskóli
Yamaha
Skráning nýrra nemenda og upplýsingar um
kennslufyrirkomulag er hafið í hljóðfæraverzl-
un Paul Bernburg, Rauðarárstíg 16, sími
20111. Kennsla í byrjunarflokki og fyrir þá
sem lengra eru komnir. Nýr skólastjóri: Guð-
mundur Haukur Jónsson.
Orgelskóli Yamaha.
Starfsmannafélagið
Sókn tilkynnir
Af marggefnu tilefni lýsir félagið yfir að
Skúli Halldórsson, fyrrum starfsmanna-
stjóri ríkisspítalanna hefur ekkert talað
við félagið um þær breytingar sem verið
er að læða inn á einstaka deildir ríkis-
spítalanna, enda um tilraun til kjara-
skerðingar að ræða.
Stjórnin
Sjúkrahús
Keflavíkurlæknishéraðs
Tilboð óskast í að fullgera síðari áfanga ný-
byggingar við sjúkrahús Keflavíkurlæknishér-
aðs, útboðsverk II. Verkinu skal að fullu lokið
28. febrúar 1981. Áætlað er að 2. hæð hússins
verði tilbúin til notkunar 15. febrúar 1980.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofuvorri,
Borgartúni 7 Reykjavík, gegn 40.000.- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudag-
inn 6. febrúar 1979 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
^ ili \
2
B|!
w
Alþjóðleg ráðstefnuaðstaða
í nýja Borgarleikhúsinu?
„hugmyndin fellur ekki að starfsemi Leikfélagsins/’
segir Vigdís Finnbogadóttir
„Mér finnst þetta sýna að það er þó
ein rödd í borginni sem áttar sig á þvi að
verið er að bruðla með fé, nema betri
nýting fáist á Borgarleikhúsinu,” sagði
Lúðvik Hjálmtýsson, formaður ferða-
ntálaráðs, þegar fréttamaður bar undir
hann tillögu sem Albert Guðmundsson
flutti á borgarráðsfundi sl. þriðjudag.
Rætt var um framlag borgarinnar til
Borgarleikhússins á fjárhagsáætlun
Reykjavíkur á þessu ári. Tillaga Alberts
gekk i þá átt, að þegar i stað yrðu gerðar
þær breytingar á fyrirhugaðri notkun
væntanlegs Borgarleikhúss, að mann-
virkið yrði byggt þannig að það gæti
þjónað sem alþjóðlegt ráðstefnuhús i
höfuðborginni jafnframt þvi að vera
leikhús.
,.Ég tel að hér sé tækifæri til þess að
gera hér góða ráðstefnuaðstöðu," sagði
Albert i viðtali við DB. „Þessa aðstöðu
vantar hér auk þess sem með hugmynd
minni gæti borgin sjálf fengið mann-
sæmandi aðstöðu jafnframt þvi sem
fyrst og fremst yrði bætt aðstaða Leik-
félags Reykjavikur, sem er alls góðs
maklegt.”
„Ég kann vel að meta menningarstarf
Leikfélags Reykjavikur i 70 ár," sagði
Lúðvik Hjálmtýsson, „en ég held að
flestir geti verið sammála um það, að
svona bygging er ckki skynsamleg nema
hún verði nýtt betur en undir leikhúsið
eitt,” bætti hann við.
Lúðvik minnti á nýlegt mannvirki i
Helsinki. Hótel President. Þar er, að
sögn Lúðvíks, leikhús, bíó, hótel og ráð-
stefnuaðstaða.
Albert kvað meðal annars bæði Flug-
leiðir og Ferðamálaráð auglýsa island
sem gott ráðstefnuland á alþjóðlegan
mælikvarða vegna legu sinnar. „Hér
vantar þrátt fyrir allt boðlega aðstöðu,"
sagði hann.
„Mér finnst þessi hugmynd alveg út í
hött,” sagði Vigdis Finnbogadóttir.
framkvæmdastjóri Leikfélagsins, i við
tali við DB. „Það er óhugsandi að aðrir
geti haft þau not af leikhúsinu sem Al
bert talar um, þann hluta ársins, sem
Leikfélagiðstarfar.
Allar hugmyndir um að breyta nú
hönnun hússins yrðu til þess að seinka
byggingunni, auk þess scm það yrði ekki
aðeinsdýrt heldur vafasamt hvort þaðer
i rauninni hægt,"sagði Vigdís.
Á fjárhagsáætlun borgarinnar er nú
gert ráð fyrir þvi að veita um I30 milljón
króna til að styrkja rckstur Leikfélags
Reykjavikur, en aðeins 50 milljónir til
byggingar Borgarleikhúss.
„Við hefðum þurft að minnsta kosti
150 milljónir nú til byggingarinnar til
þess að hefja næsta þriggja ára áfanga í
byggingu Borgarleikhússins.” sagði Vig-
dis, „en okkur er sagt að ekki séu til pen-
ingar og við þvi er vist ekkerl að gera.”
i borgarráði var frestáð umræðum um
tillögu AlbertsGiuðniuiulssonar. . BS
Prestafélag Suðurlands:
Nýtt Arnarfell
komið til landsins
Þeir voru hressir og kátir, Bergur
Pálsson skipstjóri og Axel Gislason
framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS,
þegar þeir stigu um borð i Arnarfellið,
hið nýja skip SÍS, sem kom til landsins i
fyrrinótt. Arnarfell er fyrra skipið af
tveimur, sem Sambandið hefur fest kaup
á, 3050 lestir og ætlað til almennra
flutninga.
Skipið kom til landsins mcð fullfermi
af kornvörum og stykkjavöru frá Svend-
borg I Danmörku. Farmurinn verður
losaður í Reykjavik og sex öðrum
höfnum hérlendis. Siðan mun Arnar-
fellið taka upp fastar áætlunarsiglingar
milli Íslands og Rotterdam, Antwerpen
og Hull.
Skipið var smíðað 1974 og 75 hjá
Frederikshavn Værft & Tördok A/S i
Frederikshavn. Skipið kostaði rúmar
500 milljónir kr. isl.
GAJ/DB-mynd Bjarnleifur.
Sérstæðar
messuferðir
austan heiðar
Nk. sunnudag munu prestar í um-
dæmi Prestafélags Suðurlands efna til
sérstæðrar messuferðar í kirkjur austan
heiðar. Prestar úr Reykjavikur og
Kjalarnesprófastsdæmi ætla að fjöl-
menna austur i sveitir og skipta sér á
hinar ýmsu kirkjur i Árnes- og Rangár-
vallaprófastsdæmi og annast guðsþjón-
ustugjörðásamt heimapresti.
Með þessu er verið að endurgjalda
heimsókn austanmanna sl. vetur, en þá
fjölmenntu prestar austan að og mess-
uðu í flestum kirkjum i Rvik og ná-
grenni. Tilgangurinn er m.a. sá að efla
kynni milli presta og skapa þeim tæki-
færi til að kynnast ólíkum söfnuðum og
starfsaðstæðum. Aðkomuprestar munu
ásamt eiginkonum sinum njóta gestrisni
kollega sinna eystra. en um kvöldið
verður komið saman í hótelinu á Selfossi
til kvöldverðarogskemmtunar. -GAJ
Sr. Halldór S. Gröndal verður meðal
þeirra presta sem fjölmenna austur fyrir
fjall um helgina.