Dagblaðið - 12.01.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
Viðhaldsdeild Flugleiða á Vellinum á hrakningum undan hernum:
Önnur Boeing 727 þota Flugleiða
heldur utan til Portúgals strax eftir
helgina i meiri háttar skoðun hjá við-
haldsdeild flugfélagsins TAP. Þessi
skoðun hefði að mestu leyti getað farið
fram hérlendis sem fyrr ef varnarliðið
hefði ekki í fyrra þrengt svo skýlispláss
Flugleiða á Keflavikurflugvelli að nú
er aðeins hægt að taka inn eina þotu I
einu I stað tveggja áður.
Það þýðir að ókleift er að teppa það
pláss vegna meiri háttar skoðana þar
sem taka verður þoturnar inn til minni
háttar viðgerða, a.m.k. á veturna.
B-727 þotur Flugleiða eru ávallt
báðar á Keflavíkurflugvelli á næturna.
þannig að nú verður önnur að sianda
úti, hvernig sem viðrar.
Hin B-727 þotan fer einnig til
Portúgals í stóra skoðun um næstu
mánaðamót og hefði einnig verið hægt
að framkvæma þá skoðun að verulegu
leyti hér ef húsakostur hefði verið fyrir
hendi.
Þá verða báðar B-707 þotur Arnar-
flugs meira óg minna í áætlanaflugi
hér um í sumar og þurfa væntanlega á
viðgerðum að halda og að sjálfsögðu
skoðunum sem ekki verður unnt að
framkvæma hér. Önnur er nú í leigu-
flugi í S-Ameríku og haldið við þar, en
búið var að semja um viðhald á hinni i
Englandi fram í júni í sumar áður en
til samstarfs Flugleiða og Arnarflugs
kom.
Þrátt fyrir að meiri háttar skoðanir
B-727 þotanna hafi nú'Verið fluttar úr
landi, ef svo má að orði komast, þýðir
það ekki að flugvirkjum Flugleiða
verði fækkað, a.m.k. ekki á þessu ári,
að sögn Halldórs Guðmundssonar
yfirmanns viðgerða- og verkfræði-
deildar Flugleiða, í viðtali við DB.
Hins vegar er Ijóst að ekki er áætlað
að fjölga flugvirkjum.
Ástæður þess að ekki þarf að koma
til uppsagna eru þær að á næstunni
verða Fokker vélar félagsins teknar í
meiri háttar skoðanir ein af annarri
Gólfpláss Flugleiða I stærsta flugskýlinu á Keflavikurflugvelli rúmar aðeins eina
þotu. örvarnar sitt hvoru megin á myndinni sýna hvernig athafnapláss „snattvél-
ar” varnarliðsins annars vegar og athafnapláss björgunarþyrlanna hins vegar af-
marka Flugleiðaplássið. Byggingin i miðjunni er verkstæðisbygging frá hernum. I
hinum helmingi hússins er aðstaða radarflugvéla hersins. DB-mynd 11V
Stórverkefni að
Eftir að enn var prengt ao aostoou Hugieiða I stóra skýlinu varð félagið að gripa til þess ráðs að reisa litla verkstæðisbyggingu úti á hlaði og er liún til hægri á
myndinni. nR.mvml HV
fram í maí og þá hefst sumarleyfistím-
inn. Fækkar þá flugvirkjum eitthvað
um tima en þar sem minni skoðanir
Arharflugsþotnanna bætist þá við
minni skoðanir B-727 þotnanna
verður næg vinna. 1 haust liggja einnig
fyrir skoðanir sem unnt er að fram-
kvæma hér og búast má við að standi
fram undir jól.
Eftir það hefst nokkur óvissutími,
a.m.k. miðað við stöðuna nú. Við-
haldspláss Flugleiða á Vellinum er i
skýli í eigu hersins, en islenzka ríkið á
a.m.k. flugskýli þar, sem herinn notar
eingöngu.
Um afnot af þeim sagði Halldór að
til þess þyrfti að breyta þeim verulega
og auk þess þyrfti herinn samfara því
að breyta tilhögun sinni á vellinum
umtalsvert.
Sér sýndist eina lausnin vera bygg-
ing nýs flugskýlis og það á réttum
stað, eða á fyrirhuguðu almennu
svæði, eftir að skörp skil hafa verið
dregin á milli hernaðarsvæðis og al-
menns svæðis (fyrir „civil” umferð).
En til bráðabirgða taldi hann brýna
nauðsyn þess að hægt sé að hýsa tvær
þotur í senn svo viðhaldið verði ekki
ennfrekaraðflytjastúrlandi. ,GS
swillK*
DB-mynd HV
Tvö flugskýlanna, sem talin eru i eigu íslendinga og herinn notar undir viðhald
Phanton þotanna. Þau henta ekki Flugleiðum og eru auk þess innan þess svæðis,
sem áætlað er að verði afmarkað hernaðarsvæði.
2>igríður Ella Magnúsdóttir
Elín Sigurvinsdóttir
Elisabet Erlingsdóttir
Svala Nielsen
Már Magnússon
Sigurður Björnsson
SimonVaughan ásamt
Sigrúnu K. Magnúsdóttur
Berglindi Bjarnadóttur
Signýju Sæmundsdóttur
Gestur Guðrún Á. Símonar
Kynnir María Markan
Undirleik annast Carl Billich og Ólafur Vignir Albertsson
Aðgöngumiðar fást hjá Bókaverzlun Lárusar Blöndal,
Skólavörðustig og Vesturveri.