Dagblaðið - 12.01.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979.
N .........
arabaþjóða. Landið var hið eina
þeirra, þar sem evrópskir — franskir
— landnemar settust að í stórum stíl.
Á sjötta áratugnum bjó þar um það bil
ein milljón franskra landnema. Alsir
var einnig eina arabalandið sem berj-
ast þurfti blóðugri baráttu fyrir frelsi
sínu. Frelsisstríðið stóð á árunum
1954 til 1962 og kostaði rúmlega eina
milljón Alsírbúa lífið. Er það gífurleg
blóðtaka hjá þjóð sem ekki taldi þá
nema tíu milljónir.
Nú eru landsbúar aftur á móti
orðnir átján milljónir og sex af hverj-
um tíu yngri en tvitugir. Þeir muna
ekki frelsisstríðið. Það sem þá skiptir
máli er húsnæðisleysi, 30% verðbólga,
ófrjósemi landsins til jarðræktar og
mikið atvinnuleysi í borgunum, sem
stöðugt þenjast út vegna vaxandi
mannfjölda. Því fer fjarri að öll þessi
vandræði séu stjórnvöldum að kenna.
Staðreyndin er sú að ekki er svo margt
hægt að gera fyrir þjóð sem fjölgar um
3,2% á ári. Ekkert breytir þó þeirri
Houari Boumedienne forseti Alsir
var mjög einráður alla sina þrettán
ára stjórnartfð. Af þvi súpa landar
hans seiðið núna þvi allt er i óvissu
um hver taka eigi við af honum.
Ekki eru einu sinni til nein formieg
ákvæði um hvernig staðið skuli að
vali nýs forseta. Átta manna ráðið,
sem tók við völdum eftir að forset-
inn lagðist banaleguna fer sér hægt
og ekki er Ijóst hvað framtiðin ber í
skauti sér fyrir Alsirbúa.
staðreynd að eymd fjöldans stafar af
fátækt og mikilli fjölgun ibúanna.
Alsír er og hefur verið lokað land
þar sem íhaldssemi í trúmálum hefur
ríkt. í engu arabalandi munu sjást
hlutfallslega jafnmargar konur með
andlitsblæjur og þar. Stjórnarhættir
verða þó að kallast vinstri sósíalískir,
en stjórnartaumarnir eru í höndum
fólks sem menntað er i Frakklandi og
vill jafnvel enn tala frönsku. Þrátt
fyrir mikinn mun á skoðunum og
stjórnarháttum á ytra borði þá mun
munurinn á stjórnendum Alsír og al-
múganum þar í landi ekki vera minni
en munurinn á milli keisarans í íran
og þegna hans.
Ef valdastéttinni í Alsír tekst ekki
innan skamms að finna hæfan eftir-
mann Boumedienne niun skjótt koma
til vandræða i lándinu. Lýðurinn í
borgum landsins er auðtældur til upp-
hlaups og einnig hirðingjaþjóðflokk-
arnir í fjallahéruðunum. Ekki má
heldur gleyma því að næsti nágranni
er Marokkó, sem aðeins bíður eftir
tækifæri til að slá frá sér og þar með
binda endi á stuðning Alsír við skæru-
liðana, sem berjast gegn yfirráðum
Marokkó í hinu gamla spánska
Sahara.
Styrkur Houari Boumedienne
fyrrum forseta var svo mikill að til-
tölulega mikill stöðugleiki hefur verið
yfir vötnunum i Norðvestur-Afríku
síðustu þrettán ár. Nú, þegar hann er
fallinn frá gæti farið að draga til
tíðinda í þessum heimshluta og meiri
og fjörugri fregnir að berast þaðan.
KEMUR
BJORINN?
Fyrir skömmu fór fram á vegum
Dagblaðsins skoðanakönnun um bjór-
inn og samkvæmt henni virðist fylgi
við bjórinn heldur hafa vaxið að und-
anförnu. Þessi niðurstaða kemur
undirrituðum ekki á óvart. Með aukn •
um samskiptum við aðrar þjóðir, tíðari
siglingum og vaxandi heimabruggun
hér á landi hefur mönnum lærzt, að
bjórinn þarf ekki að vera hættulegri
íslendingum en öðrum þjóðum.
Rökin gegn
bjórnum
Flest rökin gegn því, að hér á landi
sé leyft að brugga og drekka áfengt öl,
eru í eðli sínu rök gegn áfengisneyzlu
yfirhöfuð. Þau rök eru að sjálfsögðu
gild sem slik, en varla verður það á
dagskrá næstu árin að banna áfengi
alfarið, enda hafa íslendingar og aðrar
þjóðir heldur slæma reynslu af sliku
banni.
, Sérstakar mótbátur gegn bjórnum
hafa einkum verið þær, að bjór-
neyzlan bætist við áfengisneyzlu þjóð-
arinnar, að fólk byrji að drekka fyrr á
ævinni og líkur á daglegri drykkju á
vinnustöðum aukist. öll sjónarmið
eiga fullan rétt á sér og taka ber tillit til
þeirra, þegar málið er rætt og á-
kvörðun tekin. Að mínu mati breyta
þau samt ekki niðurstöðunni, en það
er skoðun mín, að fólki hér á landi eigi
að gefast tækifæri á að drekka bjór,
fyrst á annað borð er verið að leyfa á-
fengisneyzlu. Þegar bjórinn verður
leyfður ber þó að hafa þessi viðhorf og
reynslu annarra þjóða i huga.
Rökin með
bjórnum
Grundvallarspurningin er auðvit-
að sú: Hvers vegna getum við ekki
fengið að drekka bjór hér á landi —
fyrst okkur er treyst til að drekka vin,
bæði sterk og veik. Slíkt lögbundið
bann, sem stríðir gegn siðferðishug-,
myndum manna, er fremur fallið til,
að fólk haldi áfram að umgangast á-
fengi með því tvískinnungsviðhorfi,
sem einkennir drykkjuvenjur
íslendinga.
í dag geta allir, sem vilja, bruggað
sinn eigin bjór og reyndar aðrar á-
fengistegundir einnig. Svo rammt
kveður að þessum heimilisiðnaði, að
hækkun áfengisverðs hefur ekki leng-
ur tilætlaða þýðingu. (Enda hefur
hækkunin venjulega verið gerð til að
bæta úr fjárhagsstöðu ríkissjóðs, en
ekki til að draga úr neyzlunni).
Flugliðar og farmenn geta flutt bjór
til landsins og í sendiráðum hérlendis
er drukkinn íslenzkur bjór. Þannig er
ekki bannað að neyta bjórsins heldur
aðeins að brugga hann og selja. Slik
mismunum verður að sjálfsögðu
óþolandi í augum þess fólks, sem telur
sig geta umgengizt bjór með viðlíka
hætti og útlendingar og íslenzkt sér-
réttindafólk i þessum efnum.
Engin kaffihúsamenning þrífst hér
á landi. Ef menn vilja hittast í góðra
vina hópi yfir kaffibolla eða glasi
annars staðar en á einkaheimilum eftir
kl. 9 á kvöldin er það varla hægt nema
á börum, sem eru áfastir matsal og
fyrsta flokks eldhúsi, þvi að enginn
fær vínveitingaleyfi nema slikum skil-
yrðum sé fullnægt. Sumir halda því
fram, að bjórinn sé fyrst og fremst
„kommunikations"-miðill. Hann er til-
valinn mjöður til að hafa um hönd,
þegar menn koma saman til að slaka á
og ræða málin — án þess að stofna
þurfi til allsherjarfyllerís.
Hér skal ekki farið út í þá sálma að
bera saman gæði bjórs við annað á-
fengi, en benda má á þýðingu Halldórs
Laxness á grein, sem birtist í heilbrigð-
isdálki Súddeutsche Zeitung i Munch-
en 26. apríl 1977. Í inngangi þýðingar-
innar segir Halldór Laxness m.a.:
„Fróðlegt er að heyra hverju hlut-
gengir menn í heilbrigðismálum
Þýzkalands, þessa mikla bjórneyzlu-
lands, halda fram um þennan drykk,
og bera saman við ýmislegt sem skrif-
að er um málið hér á landi — ekki sizt
með tilliti til þess að hér veit al-
menningur ekki gjörla um hvað verið
er að tala þegar bjór er á dagskrá, þar
sem drykkurinn hefur verið
krímúnaliseraður hjá okkur í tvær
kynslóðir, það er að segja látinn jafn-
brýna glæp allar götur síðan árið
1915.” (Sei, sei, jú mikil ósköp, bls.
121, Helgafell 1977.).
Kjallarinn
Friðrik Sóphusson
engar flöskur verði í umferð heldur
verði bjórinn einungis framreiddur í
glösum. Slíkt kemur í veg fyrir fyllerí á
vinnustöðum og í Ijós kemur, hvort ís-
lendingar þola drykkinn verr en aðrar
þjóðir!
Sem kunnugt er, hefur mesti styrr-
inn staðið um millisterka ölið i ná-
grannalöndunum. Af þeim sökum
mætti reyna þá aðferð hér að leyfa
fyrst i stað aðeins sölu bjórs með
tilteknu áfengismagni og feta sig á-
fram á grundvelli þeirrar reynslu, sem
fengist með þeim hætti.
Hver og hvernig
á að ákveða
afnám bannsins?
Að sjálfsögðu hefur löggjafarvaldið
síðasta orðið um það, hvort og hvernig
'/Ja um hond Pe9a æða makn
arfyllm8"
Hvernig og hvar
á að selja bjór
í umræðum um bjórmálið er ekki
eingöngu á það að líta, hvort leyfa
skuli sölu áfengs öls, heldur einnig
hvernig að sölunni skuli staðið, ef
leyfð verður. Mín skoðun er sú að var-
lega eigi að fara af stað í þeim efnum.
Ég er alveg á móti því, að bjór verði til
sölu I matvörubúðum, eins og viða
tíðkast. Til að byrja með er eðlilegt, að
hann verði einungis seldur i útsölu-
stöðum ÁTVR og þá aðeins í heilum
eða hálfum kössum. Meira að segja
kæmi til greina að fara enn hægar í
sakirnar fyrst í stað og takmarka
söluna við vínveitingahúsin, þannigað
skuli ákveða afnám bjórbannsins.
Eðlilegast sýnist mér að almenningur
ákveði það sjálfur í þjóðaratkvæða-
greiðslu, enda virðist það vera regla
hér á landi, að almenn atkvæða-
greiðsla fari fram um það, hvort opna
skuli útsölur á viðkomandi stöðum.
Bjórmálið skiptir mönnum ekki í
stjómmálaflokka en niðurstöður slíkr-
ar þjóðaratkvæðagreiðslu gætu verið
leiðbeinandi fyrir þingmenn, enda má
búast við þvi, að í umræðum um slíka
atkvæðagreiðslu komi fram gnægð
raka og gagnraka í málinu til að moða
úr.
Alþingi gæti kosið nefnd til að út-
búa þá tillögu, sem leggja skal fram
um málið og í henni þarf að vera grein-
argóð lýsing á framkvæmd málsins,
þar sem m.a. er tekin afstaða til þeirra
þátta, sem að framan hafa veriö gerðir
að umræðuefni.
önnur atriði
Önnur atriði nátengd bjórmálinu
eru viðhorf yfirvalda til reksturs vin-
veitingahúsa hér á landi. Það getur
varla verið lögmál, að aðeins megi
selja áfengi á stöðum, sem hafa eldhús
af vissri stærð og það getur varla verið
náttúrulögmál að loka beri
skemmtistöðum á mínútunni hálftólf.
Aukin fjölbreytni og frjálsari reglur
hljóta á næstunni að koma til
athugunar í þessum efnum.
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyrir
lækkun lögræðisaldurs í 18 ár og Ijóst
er, að lækkun kosningaaldurs á vax-
andi fylgi að fagna. Mér þykir eðlilegt,
að í kjölfar lækkunar lögræðisaldurs
fái 18 ára og eldri heintild til að hafa á-
fengi um hönd nteð löglegum hætti.
Þetta er ekki sagt í því skyni að troða
áfengi ofan í fólk, sem hingað til hefur
|ckki neytt þess. Hér er um að ræða
viðurkenningu á staðreynd, en öllum
er ljóst, að 18—20 ára ungmenni fá
aðgang að vínveitingastöðum og
nánast er útilokað fyrir viðkomandi
aðila að greina aldursmun á þeim og
öðrum, sem eru Ijtlu eldri.
Lokaorð
Mér er fullljóst, að íslenzka þjóðin á
við áfengisböl að stríða. Fáum kemur
samt til hugar allsherjarbann í alvöru.
Framboði áfengi ber að sjálfsögðu að
halda innan ákveðinna marka, þannig
að freistingin blasi ekki alls staðar við.
Að mínu áliti ber þó fyrst og fremst að
draga úr eftirspurninni. Slíkt verður
ekki gert með boðum og bönnum —
heldur skilvirkri og skynsamlegri
fræðslu um afleiðingar drykkjunnar.
Með breyttum reglum gefst kostur á
nýjum umgengnisvenjum, heil-
brigðara almenningsáliti og nýrri og
haldbetri viðspyrnu. Fræðslustarf
áhugamannasamtaka og opinberra
aðila er happadrýgsta aðferðin og
skilar miklu meiri árangri en boð og
bönn, sem striða gegn skynsemi al-
mennings og leiða til virðingarleysis
gagnvart lögum og reglum.
Friðrik Sophusson
alþingismaður.