Dagblaðið - 12.01.1979, Page 12

Dagblaðið - 12.01.1979, Page 12
12 i DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1979. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. JANUAR 1979. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir I Island missti þrjá menn út af lokakaf lann og Pólland vann — „Grátlegt að tapa leiknum en ég vil ekki kenna dómurunum um það þó þeir haf i verið okkur óhagstæðir lokakaf lann. Bezti sóknarleikur íslands,” sagði Jóhann Ingi landsliðseinvaldur. ísland komst Í6-2 og hafði forustu mestallan leikinn „Þetta var bezti sóknarleikur Islands i Baltikkeppninni. Yfir 50% nýting í öllum leiknum og 60% í fyrri hálf- lciknum. Það var grátlegt að tapa leiknum eftir að hafa verið yfir nær allan ieikinn. Mest fjórum mörkum, 6—2, en lokakaflann voru dönsku dómararnir Christensen og Wöhik okkur ákaflega óhagstæðir. Á stuttum tíma, þegar staöan var 17—16 fyrir Ísland, misstum við þrjá leikmenn út af í tvær minútur hvern — og þegar staðan var 21—20 fyrir Pólland slepptu þeir augljósu víti á Pólverja. Það sáu allir i húsinu nema þeir — og dönsku blaðamennirnir, sem fjölmenntu til okkar eftir leikinn, voru á Ólympíumeistarinn fyrstur Ölympíumeistarinn Haseley Crawford, Trindidad, sigraði skozka spretthlauparann Alan Wells í hörku- keppni í 100 m hlaupi á móti í Mclbournc.f Ástraliu í gær. Báðir fengu sama tíma 10.4 sek. en Crawford var sjónarmun á undan. Don Quarrie, hlauparinn frægi, margfaldur ólympíumeistari, varð þriðji á 10.5 sek. í 200 m hlaupinu sigraði Wells hins vegar örugglega. Hljóp á 20.8 sek. Quarrie varð annar á 21,0 sek. og Paul Darracot, Ástraliu þriðji á 21.6 sek. i 2ja milna hlaupi setti Steve Austin, Ástralíu, nýtt Ástraliumet — hljóp á 8:23.4 min. Bætti 13 ára gamalt met John Coyle um 1.8 sek. Annar i hlaupinu varð Markus Ryffel, Sviss, sem varð annar í 5000 m hlaupinu á Evrópu- meistaramótinu i Prag í sumar. Hann hljóp á 8:27.3 mín. David Fritzsimmons. Ástralíu. varð þriðji á 8:28.0 mín. Gary Honey, Ástralíu, sigraði i 400 m hlaupi á 46.9 sek. John Higham. Ástralíu, i 800 m hlaupi á 1:46.4 min. Dennis Morris, Nýja-Sjálandi, varð annar á 1:47.7 min. og heimsmethafinn i miluhlaupi Johnny Walker, Nýja Sjálandi, varð þriðji á 1:48.8 mín. 1 1500 m hlaupinu sigraði David Moorcroft, Bretlandi, á 3:44.6 min. John Robson, Bretlandi, varð annar á 3:45.3 mín. og Ken Hall, Ástraliu. þriðji á 3:45.6 min. Ray Boyd, Ástralíu. stökk 5.10 m í stangarstökki. Bob Pullard. USA. varð annar með 4.90 metra. Danise Boyd, Ástralíu, sigraði i 200 m hlaupi kvenna á 23.0 sek. og 400 m á 51.9 sek. Carline Rendine, Ástralíu, i 800 m á 2:04.7 mín. Mary Decker, USA. önnur á 2.07.7 mín. Norska hlaupa- konan fræga. Grete Waitz, sigraði i 1500 m á 4:07.6 min, sem er nýtt Ástralíumet. Alison Wright, Nýja- Sjálandi, varðönnur á 4:17.7 min. Geel Mulhall, Ástraliu, setti nýtt samveldis- met í kringlukasti kvenna. Kastaði 63.00 metra. einu máli um það. Hins vegar vil ég alls ekki kenna dómurunum um það að við töpuðum leiknum — síður en svo,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þcgar DB ræddi við hann i nótt. í gærkvöld sigruðu Pólverjar íslendinga með 22—20 í B- riðli og ísland leikur því á laugardag um fimmta sætið i Baltic-cup við Svía. „í heild er ég mjög ánægður með leikinn. Leikurinn varoft frábærlega vel leikinn af báðum liðum. Stórkostlegt að horfa á sóknarloturnar og falleg mörk voru skoruð. Þeir Axel Axelsson, Þor- björn Jensson og Stefán Gunnarsson léku sinn fyrsta leik i keppninni. Stóðu sig mjög vel allir þrír. Axel skoraði átta mörk í leiknum en hann þreyttist skiljanlega því hann hefur ekkert getað æft nokkuð lengi. Hann varð því að hvila og það hefði ekki átt að koma að sök ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun. Hins vegar fundu þeir Jón Pétur Jónsson og Viggó Sigurðsson sig aldrei i leiknum og það varð því afdrifaríkt að Axel þreyttist. Þorbjörn Jensson stóð sig mjög vel bæði i sókn og vörn og það var áfall. þegar hann meiddist á 43. min. og gat ekki leikið meir. Þessir þrir komu í stað Ólafs Einarssonar, Steindórs Gunnars- sonar og Þorbjörns Guðmundssonar. Ég ætlaði líka að nota Brynjar Kvaran í markið — hvila Óla Ben — en það var svo mikill hugur i strákunum að ná sem beztum árangri að þeir vildu endilega að Óli léki. Valsmenn mördu sigur gegn ÍS! —stórieikur Dwyers tryggði tvö stig að Hlíðarenda Góður kafli Tim Dwyer, þegar fimm minútur voru liðnar af siðari hálfleik var nóg til að tryggja Valsmönnum sigur gegn ÍS i úrvalsdeildinni i körfuboltanum i gærkvöldi. Lokatölurnar 94 stig gegn 90 og munurinn varð aldrei meiri en niu stig, þegar staðan var 63 gegn 54 fyrir Val. í hálfleik var staðan 42 gegn 40. Stúdentar sýndu nú og sönnuðu að þeir hafa ekki algjörlega lagt upp laup- ana, þó á móti hafi blásið um hrið. Meiri kraftur var i liðinu í gærkvöldi en nú um nokkurt skeið. Gisli Gíslason, sem ný- lega er genginn yfir í raðir þeirra hefur hresst upp á spilið og „gamlir menn" eins og Bjarni Gunnar blómstruðu í gær- kvöldi. Hinn siðarnefndi átti líklega sinn bezta leik i vetur. Dirk Dunbar kom inn á í síðari hálfleik og var drjúgur við að skora en komst síðan í örugga gæzlu Tim Dwyers, sem lauk ekki fyrr en rúm- ein mínúta var til leiksloka. Þá fékk Dwyer fimmtu villuna. Sá ágæti leik maður er haldinn þeim leiða vana að mótmæla nær öllum dómum og hlýtur hann að tapa verulega á þvi. Skiptir þá Þar verður hægt að taka 1410 upp á klukkustund! — Fyrri áfanga skíðalyftu Ármanns íBláf jöllum lokið Fyrri áfangi afkastamestu skiðalyftu á landinu var tekinn í notkun á vegum Skíða- deildar Ármanns við Kóngsgil i Bláfjöllum 9. janúar sl. Skiðalyfta þessi flytur nú með hálfum afköstum rúmlega 700 manns á klukkustund og fer i um 1400 þegar síðari áfanga er lokið. Lyftan er sunnan Kóngsgils og liggur upp á hæsta tind Bláfjalla, sem er 702 m á hæð. Lyftan er innlend smíði að svo miklu leyti sem því var við komið. Möstur, sem eru tvi- stæður, voru smíðuð hjá Vélsmiðjunni Norma hf. i Garðabæ og galvanhúðun var gerð hjá Sandblæstri og málmhúðun sf„ Akureyri og tókst smiði þessi mjög vel og er innlendum iðnaðarmönnum til mikils hróss. Annar búnaður svo sem drifstöð, enda- hjól og upphengi eru frá Doppelmayr i Aust- urríki og eru af nokkru veigameiri gerð en notuð eru t.d. í toglyftum Bláfjallanefndar sem eru á svipuðum slóðum. Félagar skíðadeildar Armanns hafa ann- ast alla uppsetningu, grafið fyrir undir- stöðum og steypt þær, reist möstur og sett upp allan vélbúnað. Lyfta þessi kostar sem næst 40 milljónum króna og er þá sjálfboða- vinna verðlögð að fullu. Leyfi snjóalög verður toglyfta þessi vænt- anlega komin í rekstur um' næstu helgi og er skíðafólk með nokkra þjálfun boðið v?l- komið. Þvi miður urðu þau mistök á forsiðu blaðsins í gær að þar sló saman tveimur fréttum um skíðalyftur í Bláfjöllum — þar var borgarstjórinn i Reykjavik, Egill Skúli ingibergsson, i stólalyítu Bláfjallanefndar. sem vígð var 10. janúar. Að henni standa sveitarfélögin i nágrenninu — Reykjavik, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjamames, Garðabær, Keflavik og Selvogshreppur. Lyftan fullbúin mun kosta um 140 milljónir króna — og liggur upp i 685 metra hæð. DB mun síðar birta ítarlegri frétt um þá lyftu. Ármanns-lyftan er eins og áður segir tog- lyfta upp í 702 metra hæð og jiegar síðari áfanganum verður lokið er hægt að flytja i henni 1410 manns á klukkustund. litlu máli hvort rétt er dæmt eða ekki. Dómararnir ráða meðan á leik stendur. Ailir skilja að visu að mjög svekkjandi hlýtur að vera að verða fyrir þvi að nán ast sé gerð tilraun til þess af andstæðingi að rifa annan handlegginn af leikmanni eins og Dwyer mátti búa við í gærkvöldi án þess að dómararnir gerðu neina at hugasemd. Ekki skal dregið úr þvi að i körfubolt- anum rikir hið margumtalaða dómara- vandamál en sterkur leikmaður eins og Tim Dwyer hlýtur að gera bæði sjálfum sér og liði sinu Val mun meira gagn með því að sleppa sifelldum athugasemdum viðdóm. Nóg um það — fyrir utan Tim Dwyer virtist Valsiiðið frekar dauft i gærkvöidi. Þórir Magnússon gerði nokkrar góðar körfur i fyrri hálfleik en var daufari er iiða tók á ieikinn. Staðan þegar ein minúta var til leiks- loka var 90—88 fyrir Val. Þá fór Tim Dwyer út af eins og áður sagði. Stú dentar höfðu boltann en misstu hann tvisvar og lokatölurnar urðu 94 stig gegn 90 fyrir Val. Dwyer gerði 36 stig fyrir Val, Torfi 16, Kristján 11, Þórir 10, Lárus 7, Sig urður 5 og Hafsteinn 2. Bjarni Gunnar ÍS var með 22 stig, Dunbar 18, Steinn og Jón Héðinsson 14, Gisli 10, Jón Odds- son 4 , Ingi og Albert 2 hvor. ÓG. Staðan I úrvalsdeildinni: KR Valur UMFN ÍR ÍS Þ6r II 10 11 10 10 10 8 3 7 3 7 4 5 5 2 8 2 8 16 14 1008—868 1040—870 1083—1016 14 866—850 10 838—970 4 789—932 4 Ég ákvað á elleftu stundu að Óli yrði með, Jens Einarsson lék allan fyrri hálfleikinn og fyrstu tiu mínúturnar af þeim siðari. Stóð sig mjög vel en framan af síðari hálfleiknum fór Klempel að skora og ég setti Óla Ben. í markið. Hann byrjaði á því að verja víti frá Klempel og varði vel — en hins vegar var markvarzlan i heild ekki eins góð og i leikjunum við Dani og Vestur Þjóðverja,” sagði Jóhann Ingi enn fremur. „Dönsku blaðamennirnir skrifuðu mjög lofsamlega um leik Islands við Vestur-Þjóðverja — og eftir leikinn við Pólverja áttu þeir varla nógu sterk orð til að lýsa sóknarleik okkar — (vegar þeir ræddu við okkur eftir leikinn. Sögðu að það hefði ekki verið nein tilviljun að Ísland vann Danmörku — ísland væri einfaldlega með betra lið. Annars náðu Danir sínum bezta leik í gær og gerðu jafntefli við heimsmeistara V-Þjóðverja. Það var að sögn skemmtilegur leikur — en ég hef iitlar fréttir af honum,” sagði Jóhann Ingi. Pólland skoraði fyrsta markið leiknum í gær i Hammel en Páll Björg- vinsson jafnaði úr hraðaupphlaupi. Pól- land komst aftur yfir en Stefán Gunnarsson jafnaði í 2—2 með lang skoti. Axel Axelsson skoraði þriðja mark íslands — Þorbjörn Jensson það fjórða. Axel svo tvivegis úr vítaköstum og eftir 15. mín. var staðan 6—2 fyrir island. Fjögurra markaforusta. Pólverjar skoruðu tvö næstu mörk en Axei kom íslandi í 7—4 úr vítakasti. Pólverjar skoruðu en Þorbjörn kom Íslandi i 8—5 og Axel siðan i 9—6. Þá skoruðu Pólverjar en Páll tiunda mark íslands 10—7. Pólverjar skoruðu sitt áttunda mark og enn var Axel á ferðinni — kom islandi í 11—8. „Rétt á eftir brauzt Páll snilldarlega i gegn og átti skot á markið. Með ein- hverri furðanlegri heppni varði pólski markvörðurinn — grísamarkvarzla — og Pólverjar brunuðu upp og skoruðu,” sagði Jóhann Ingi. Staðan þá 11—9 fyrir ísland. Bjarni Guðmundsson kom íslandi í 12—9 en Pólverjar áttu síðasta orðið í hálfleiknum. Staðan 12—10 i hálfleik fyrir ísland. „Jerzy Klempel skoraði ekki nema eitt mark úr langskoti í fyrri hálfleikn- Talbot til Arsenal Arsenal keypti I gær enska landsliðs- framvörðinn Brian Talbot frá Ipswich fyrir 450 þúsund sterlingspund. Það er fjórða hæsta sala milli enskra liða. Talbot mun leika sinn fyrsta leik með Arsenal gegn Nottingham Forest á laug- ardag. Hann er 24 ára. Hefur leikiö fimm landsleiki fyrir England — og um 200 deildaleiki fyrir Ipswich. Hann er fæddur í Ipswich. Hann lék ekki i bikar- leiknum gcgn Carlisle nú I vikunni og má því leika I fjórðu umferð fyrir Arsenal ef liðið sigra Sheff. Wed. í þriðju umferð. Arnarmót í borðtennis Borðtennisklúbburinn Örninn, heldur hið árlega Arnarmót laugardaginn 13. janúar kl. 15.30 í Laugardalshöllinni. Mótið er punktamót og verður keppt i 1., 2., og 3. flokki. Þátttaka tilkynnist til Aðalsteins Eirikssonar, s. 32559. Dregið verður á töflu kl. 11 á laugardaginn 13. jan. Þetta er i 8. skipti sem keppt er um hinn veglega Arnarbikar. um en í byrjun síðari hálfleiksins skoraði hann þrjú mörk úr langskotum. Ég lét þá Óla Ben fara í markið. Klempel skoraði átta mörk í leiknum — þrjú úr vítaköstum. Hann misnotaði tvö viti. Axel skoraði einnig átta mörk og hann, nýtti öll þrjú vítin, sem ísland fékk í leiknum,”sagði Jóhann Ingi. Pólverjar byrjuðu mjög vel í s.h. og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Komust i 13—12 í fyrsta skipti, sem þeir komust yfir í leiknum. Þorbjörn jafnaði í 13—13 og síðan fylgdu þrjú mörk frá Ólafi H. Jónssyni, Bjarna og Páli og ísland hafði aftur náð góðri forustu, 16—13. Pólverjar skoruðu næstu tvö mörk en A-xel kom íslandi i 17—15. Pólverjar jöfnuðu í 17—17. Páll kom Íslandi í 18—17 en þá fóru dönsku dómararnir aðsýna íslendingum rauða spjaldið. Pól- land komst i 20—18. Ólafur Jónsson Vikingur skoraði 19. mark íslands en Pólverjar komust í 21 —19. Þá skoraði Axel og síðan slepptu dómararnir augljósu víti á Pólverja. Þeir skoruðu hins vegar í staðinn 22—20 og það urðu lokatölur leiksins. ísland var með knött- inn þegar flautað var. Pólskur sigur. Mörk íslands skoruðu Axel 8/3, Páll 4, Þorbjörn 3, Bjarni 2, Stefán 1, Ólafur H. I og Ólafur Jónsson 1. Árni. Jón Pétur og Viggó léku einnig. Klempel skoraði 8/3 fyrir Pólland, Garpiel 4. íslendingum var vikið af velli í 12 mín. Ólafi Jónssyni, Árna, Jóni Pétri og Páli í tvær mín. hverjum. Ólafi H. í fjórar mínútur, tvívegis. Pólverjum vareinnig vikiðaf velli í 12 mín. Tveim- ur tvívegis í fjórar mínútur — Jedlinski og Kaluzinski. Siðustu 15. min. leiksins skoruðu Pólverjar 9 mörk en tvö fyrstu 15 mínúturnar. -hsím Sveitakeppni Júdósambands ísiands verður háð nk. sunnudag 14. janúar i íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14. Tekin hefur verið upp deilda- skipting í sveitakeppninni, og keppa aðeins 3 svcitir í A-deild. Rétt til þátt- töku hafa sveitir Judofélags Reykja- vikur, Ármanns og Ungmennafélags Keflavikur. Keflvíkingar munu ekki ætla að senda sveit til keppni að þessu sinni. og kemur þá önnur sveit i hennar stað i deildina. Keppnin á sunnudaginn er meistara- mót. Sigurvegararnir öðlast rétt til þátt- töku í Evrópubikarkeppni meistara- sveita. Judofélag Reykjavíkur hefur sigrað í sveitakeppninni frá upphafi, þ.e. fimm sinnum í röð, en Ármenningar munu hafa fullan hug á að binda enda á þá sigurgöngu núna. Axel Axelsson skoraði átta mörk gegn Pólverjum og skoraði úr öllum vltaköstum Ís- lands — þremur að tölu. Erfitt að ákveða hverjir verða ekki með gegn Svíum —sagði Jóhann Ingi landsliðseinvaldur. íslenzka liðið valið íkvöld „Það verður ákaflega erfitt fyrir mig að ákeða hverjir verða ekki með gegn Svíum I keppninni um fimmta og sjötta sætið I Kalundborg á morgun, laugar- dag. Þeir Axel Axelsson, Þorbjörn Jens- son og Stefán Gunnarsson léku sinn fyrsta leik gegn Pólverjum i keppninni — og stóðu sig mjög vel. Skoruðu 12 af 20 mörkum íslenzka liðsins og munar þar auðvitað mestu átta mörkin, sem Axel skoraði,” sagði Jóhann Ingi lands- liðseinvaldur, þegar DB ræddi við hann I gærkvöld. „Allir strákarnir hafa hug á þvi að standa sig vel og það verður því erfitt að velja eða hafna. Við höldum til Kaupmannahafnar eldsnemma í fyrra- málið. Förum með rútu svo ferðin tekur langan tíma — meðal annars ferðazt með ferju. Það verður létt æfing, þegar við komum til Hafnar og ég mun ákveða liðið gegn Svíum eftir þá æfingu. Þá kemur væntanlega í ljós hve slæm meiðsli Þorbjörns Jenssonar eru — og hvort hann getur leikið gegn Svíum. Allir aðrir eru heilir — engin meiðsli nema hjá Þorbirni þó hins vegar Axel sé ekki orðinn alveg góður í bakinu. Ég er að vinna að þvi að leikurmn við Svía verði tekinn uppá myndsegulband — það verður gott að kynna séi þann leik vel fyrir átökin á Spáni. Þar gætum við komið til með að þurfa að leika við Svia.” sagði Jóhann Ingi að lokum. Úrslit í leikjunum í gær urðu þessi. Danmörk V-Þýzkaland 13—13, A- Þýzkaland-Sovétríkin 20—19 og Sviþjóð-Danmörk B 25 16. Lokastaðan i riðlunum. A-riðill A-Þýzkaland 3 3 0 0 72—53 6 Sovétrikin 3 2 0 1 68—56 4 Svíþjóð 3 10 2 64—70 2 Danmörk B 3 0 0 3 47-72 0 B-riðill V-Þýzkaland 3 2 10 49—45 5 Pólland 3 2 0 1 62—56 4 ísland 3 10 2 52-55 2 Danmörk A 3 0 12 43—53 I Leikur A Þjóðverja og Sovétmanna i gær var ákaflega spennandi. Í hálfleik höfðu Sovétrikin fjögur mörk yfir 12— 8, en Þjóðverjum tókst að snúa leikn- um sér í hag i siðari hálfleik. Þeir leika því um efsta sætið í Baltic-cup við heims- meistara V-Þjóðverja en Sovétmenn leika við Pólverja um þriðja sætið. ísland og Sviþjóð um fimmta sætið og dönsku liðin um neðsta sætið. Allir útileikmenn Íslands skoruðu niörk í B riðlinum. Markatala þeirra er þannig og rétt er að geta þess að Axel, Þorbjörn Jensson, og Stefán léku ekki nema einn leik. Páll Björgvinsson 9, Axel Axelsson 8, Bjarni Guðmundsson 7. Jón Pétur og Viggó Sigurðsson 5, Ólafur Einarsson 4, Ólafur Jónsson, Ólafur H. Jónsson og Þorbjörn Jensson 3. Steindór Gunnars son 2, Stefán Gunnarsson, Árni Indriða- son og Þorbjörn Guðmundsson eitt hver. Óvenjulegt tilboð frá V-Þýzkalandi: BJÓÐA15 ÍSLENDINGUM í ÆFINGABÚÐIR í 2 MÁNUÐI - setja sem skilyrði að tveir þýzkir þjálfarar verði með ólympíuliði Islands f Moskvu ASV Köln, frjálsíþróttafélagið, sem Jón Driðriksson æfir og keppir með i Vestur-Þýzkalandi, hefur sent Frjálsí- þróttasambandi tslands og ólympiunefnd tilboð, sem Jón afhenti þessum aðilum, þcgar hann var hér hcima i jólafríi. Þýzka félagið býðst til að taka að sér þjálfun og uppihald fimmtán íslenzkra frjálsíþróttamanna frítt — einn mánuð að vetri til og annan mánuð að sumri til fyrir Ólympíuleikana í Moskvu 1980 — en setur sem skilyrði að í hópi lslands á leikunum í Moskvu verði tveir þjálfarar frá þýzka félaginu. Ólympiunefnd og FRl hafa ekki tekið afstöðu til þessa til- boð þýzka félagsins — en eftir þvi sem DB hefur frétt er mikill áhugi hjá islenzku frjálsíþróttafólki að því verði tekið. Ef af verður þurfa islenzku þátt- takendurnir að borga ferðir sínar til Kölnar. Tveir íslenzkir þjálfarar, Ágúst Ás- geirsson, hlauparinn kunni úr ÍR, og Stefán Jóhannsson, Ármanni, eru nýkomnir heim af frjálsiþróttanámskeiði í Edinborg á Skotlandi þar sem aðalá- herzla var lögð á 3000 m hindrunar- hlaup, sleggjukast og 400 m grindahlaup kvenna. Talsvert hefur verið um félagaskipti frjálsíþróttafólks að undanförnu. Elías Sveinsson, KR, mun keppa fyrir FH næsta keppnistimabil og athygli hefur vakið hve margir kunnir iþróttamenn hafa gerzt félagar í KA á Akureyri. Má þar nefna Óskar Reykdalsson, Ingunni Einarsdóttir, Jón Sævar Þórðarson, Véstein Hafsteinsson og Stcindór Tryggvason. Nýlega var háð frjálsiþróttainót í Baldurshaga. Þráinn Hafsteinsson, ÍR, stökk 6.19 m í langstökki. Hinn 15 ára Stefán Þór Stefánsson, ÍR, 6.03 m og Vésteinn Hafsteinsson, KA, 5.63 m. Þráinn og Stefán hlupu 50 m grinda- hlaup á 7.4 sek. Vésteinn á 7.9 sek.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.