Dagblaðið - 12.01.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 12.01.1979, Qupperneq 24
Sundlaugin fyrir Kópavogs- hælið er enn í pakkhúsinu — og tillöguteikningar liggja í skúff u á skrifstof um ríkisspítalanna Nú er um það bil ár siðan hafizt var handa um almenna fjársöfnun til sundlaugarbyggingar við Kópavogs- hæli. — Almenningur brást vel við söfnuninni sem upphaflega var stjórnað af brezkum diskótekara I Óðali. John Lewis, í samráði við DB og fl. í vor voru fest kaup á sundlaug og vilyrði fékkst fyrir einfaldri byggingu hjá ráðherra. En þegar til átti að taka var ekki hægt að hefja framkvæmdir ýmissa hluta vegna. Stjórn rikisspitalanna lét gera tillöguteikningar að einfaldri byggingu yfir sundlaugina, því hún taldi ekki að sundlaugin kæmi að fullum notum, nema hún væri yfirbvggð. í dag standa málin þannig að tillöguteikningamar liggja enn á borðinu á skrifstofu likisspitalanna, sundlaugin cr enn í pakkhúsinu hjá Gunnari Ásgeirss; n og vistmenn á Kópavogsliæii liala eski getað notfært sér sundlaugina, sem með réttu er þeirra eign. -ABj. Svona lltur sundlaugin út, þegar búið er að koma henni fyrir i „sumarlandinu”. Laugin er 6 metrar á breidd, 12 metrar á lengd og 1,2 m á dýpt. Brandugla á f lækingi — köld og svöng „Mér þykir langscnnilegast að hér sé um branduglu að ræða án þess að geta fullyrt um það þar sem ég hef ekki séð ugluna." sagði Ævar Petersen á Náttúrugripasafni íslands er DB hafði samband við hann i morgun út af uglu, sem starfsfólk gróðrastöðvarinnar Alaska fann í gærkvöldi heldur illa á sig komna í polli fyrir utan stöðina. og færði hana inn í stöðina og setti hana þar i búr. Ævar sagði að branduglan verpti hér um allt land en þó aðeins á láglendinu. Hún æti fyrst og fremst mýs og á veturna væri hún að fiækjast viðsjávarsíðuna. Starfsfólk Alaska hafði ekki enn ákveðið. hvað gert yrði við ugluna en fyrst i stað ætlaði það að setja hana i stórt og gott búr og gefa henni aðéta. Hún horfir rannsakandi augum á Ijósmyndarann, þar sem hún situr i búri hjá starfsfólki Alaska við Miklatorg. Uppáhalds- matur hennar er mýs. -DB-mynd: Ragnar Th. DB-mynd Bjarnleifur. Bandarískir þingmenn í Reykjavík: Á HEIMLEH) FRÁ MOSKVU Sex öldungadeildarþingmenn frá Bandarikjunum komu við i Reykjavik i á leið sinni frá Moskvu i gær. Áttu þeir stuttan fund með Benedikt Gröndal utanríkisráðherra og Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra i Ráðherrabústaðnum. Fundurinn i Ráðherrabústaðnum stóð i tæpa klukkustund. A myndinni sjást Björn Bjarnason. skrifstofustjóri i forsætisráðuneytinu og Hörður Helgason skrifstofustjóri i utan rikisráðuneytinu taka á móti þingmönn- unum á Reykjavikurfiugvelli en þangað komu þingmennirnir með þyrlu varnar- liðsins. Á myndinni sjást m.a. Samuel lchiye Hayakawa frá Kaliforniu og Howard H. Baker Jr„ en hann er leiðtogi minnihluta repúblikana í öld- ungadeildinni og hafði hann forystu fyrir hópnum sem hingaðkom. GAJ Utvarpsráð hættir við reykingavarnadagskrá — sem átti að vera að kvöldi „reyklausa dagsins” og fyrra útvarpsráð var búið að samþykkja Ekkert verður af skemmtiþætti. sem samstarfsnelnu uui reykiugavarim hafði fengið sa'n jiykki fyrir i sjónvarp inu- þann 23. janúar hjá gamla út- varpsráðinu. Er ráðið, sem skipað var um siðustu áramót. tók þáttinn fyrir á fundi sínum, var samþykkt að hætta við hann. „Það urðu talsverðar umræður um þennan þátt á útvarpsráðsfundi." sagði Árni Gunnarsson alþingis- maður, einn útvarpsráðsmanna, i sam- tali við DB í morgun. „Ef ég man rétt. bauðst samstarfsnefnd um reykinga- varnir til að kosta gerð þessa skemmti- þáttar, sem átti að verða i beinni út- sendingu. Ég man ekki svo gjörla, hvernig umræður um þáttinn snerust,” sagði Árni, „en niðurstaða þeirra varð sú að útvarpið skyldi halda sig við þá meginreglu að liafa frumkvæði að þeim þáttum, sem það tekur til flutnings og kosta gerð þeirra sjálft. Þar að auki verður i sjónvarpi þetta kvöld mikið af efni um reykinga- varnir.” Árni Gunnarsson sagði, að helzt hefði verið á tilboði samstarfsnefndar um reykingavarnir að skilja, að nefndin hefði svo rúm auraráð, að hún vissi ekki til hvers hún ætti að verja fénu. „Það atriði út af fyrir sig er vert athugunar.” sagði Árni. -ÁT- fijálsl, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 12. JAN. 1979. Skákmótið íHamar: Margeir í 1.—2. sæti Margeir Pétursson er nú i 1.-2. sæti á skákmótinu i Hamar í Noregi ásamt Sví- anum Niklasson. Hafa þeir hlotið 3 vinninga eftir 4 umferðir. Jón L. Árna- son hefur hlotið 2 vinninga. 1 gær- morgun voru tefidar biðskákir. Margeir gerði þá jafnéfii við Goodman frá Englandi og vann Berkell frá Sviþjóð. Jón L. náði jafntefii í biðskák gegn Goodman, en skákin hafði verið talin töpuð fyrir Jón. 1 4. umferð, sem einnig var tefid i gær, vann Margeir Jensen frá Noregi og Jón L. vann Guddahl 5. umferð verður tefid í dag. -GAJ- Cargolux: Munaði litlu að illa færi Á föstudaginn var hlekktist DC-8 vél frá Cargolux á í aðfiugi að fiugvellinum i Lagos í Nigeríu. Þarna mun hafa verið þoka og iágskýjað og vélin var komin of neðarlega og sleit annar hreyfill á hægri væng vélarinnar háspennulinu. Flug stjóranum á vélinni tókst siðan að hækka flugið á ný og lenda áfallalaust. Tók ekki nema um 2 klst. að gera við skemmdirnar á vélinni. Áhöfnin á vél- inni var bandarisk. Að sögn Grétars Óskarssonar hjá Flugleiðum er ekki hægt að segja neitt frekar um orsakir slyssins fyrr en svarti kassinn svonefndi hefur verið kannaður hjá framleiðanda. GAJ Reykjavík eignast fullkomnasta frystihús íheimi Reykvikingar hafa nú eignazt fullkomnasta frystihús i veröldinni. í byrjun þessarar viku var landað fyrsta farminum í hið nýja frystihús ís bjarnarins hf. á Norðurgarði í Örfirisey. A siðustu árum hefur Reykjavik dregizl aftur úr í frystihúsaframförum, þegar litið er til landsins alls. Óhætt er að fullyrða að nú hefur verið bætt um betur hvað snertir tækni til framleiöslu og möguleika til skammtimageymslu á fiski. Bæjarútgerð Reykjavikur hefur nú til alvarlegrar athugunar að kaupa annan þeirra togara, sem samið var um smíði á í Portúgal, og einnig togarann, sem Stálvik er nú að ljúka smiði á. Á undanförnum árum hefur stærsta togaraverstöð landsins verið að dragast aftur úr að þvi er tekur til veiðiskipa- fjölda. Þetta virðist nú vera að snúast við og sem fyrr segir hefur Bæjarút- gerðin nú til athugunar að kaupa ekki aðeins einn nýjan togara heldur tvo. -BS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.