Dagblaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1979. 15 Hvað er á seyði um helgina? Sjórrvarp næstuviku ••• 22.30 Aö kvöldi dags. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 12. febrnar HÁSKAGRIPUR í HÍALÍNI — sjónvarp laugardaginn 17. febr.: Flökkuleikarar f Villta vestrinu Sophia Loren hefur leikið með mörgum frægum kvennabösanum á hvfta tjaldinu, til dæmis Clark Gable, sem hún sést med á þessari mynd sem er úr kvikmyndinni Það húfst i Napóli. Sjónvarp Dagskrárliðir eru i litum neirta' annað sé tekið fram. Laugardagur 10. febrúar 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Flóttamaður hverfur. Sænskur mynda- flokkur í fjórum þáttum eftir Ulf Nilsson, Leikstjóri Marianne Rolf. Aðalhlutverk Erik Koutola og Isabel Diaz. I. þáttur. Hvergi er hægt að felast. Flóttamannafjölskylda trá Chile fær inni í flóttamannabúðum í sænskum smábæ. Dag nokkum hverfur fjölskyldu- faðir inn, og Amanda dóttir hans hefur leit að honum. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 18.55 Knska knattspyman. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Stúlka á réttri leið. Bandarískur gaman- myndaflokkur. Mary býður heim gestum. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 20.55 Sjálfsmorðssveitin. Jassþáttur með nýrri hljómsveit, sem kom fyrst fram á hljómleikum með Megasi. Hljómsveitina skipa: Björgvin Gislason, Gúðmundur Ingólfsson, Lárus Grímsson, Pálmi Gunnarsson og Sigurður Karlsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.30 Voða vöðvar. Finnsk mynd um vöðva- rækt. Meöal annars er lýst, hvernig vöðva- 4 menn búa sig undir keppni. Þýðandi Borgþór Kjæmested. 21.55 Bjargið tigrinum (Save the Tiger). Banda- rísk bíómynd frá árinu 1972. Leikstjóri John G. Avildsen. Aðalhlutverk Jack Lemmon og Jack Gilford. Fataframleiðandinn Harry Stoner er kunnur maður í tískuheiminum. En honum hefur ekki vegnað vel að undanfömu, og hann grípur til óyncþsúrræða til að forðast gjaldþrot. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. febrúar 16.00 Húsið á siéttunni. Ellefti þáttur. Þvotta- bjöminn. Efni tiunda þáttar: Karólína Ingalls tekur að sér að kenna í forföllum fröken Beadle. Einn nemandinn, Abel, er eldri en hinir, og hann kemur sjaldan i skólann því að börnin stríða honum. En Karólína veit, að talsvert er í hann spunnið. Hún er á góðri leið með að koma honum i sátt við námið, þegar frú Olesen birtist og eyðileggur allt. Karólina hættir þá að kenna, en endurskoðar afstöðu sína, þegar Abel lofar að koma aftur í skólann til hennar. Þýðandi óskar Jngimarsson. 17.00 ó óvissum timum. Tíundi þáttur. Land og fólk. Þýðandi Gylfi Þ. Gislason. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Áreóla. Ballett eftir Paul Taylor við tónlist eftir Hándel. Dansarar Rudolf Nureyév, Vivi Flindt, Anne Sonnerup, Eva Kloberg og Johnny Eliasen. Russel Harris stjórnar hljómsveit danska útvamsins. (Nord- vision — Danska sjónvarpið). 20.55 Rætur. Bandariskur framhaldsmynda- flokkur. Sjö.tti þáttur. Efni fimmta þáttar: Eftir misheppnaða flóttatilraun er Toby (Kúnta Kínte) settur undir umsjá Ames verkstjóra og sætir nú verri meðferð en áður. Tóbaksuppskeran. reynist góð og haldin er uppskeruhátið. Þá notar Toby tækifærið og strýkur enn. Hann vinnur Föngu og vill fá hana til að strjúka með sér, en hún vill það ekki. Þrælaveiðarar ná Toby og höggva framan af öðrum fæti hans til að fyrirbyggja frekari flóttatilraunir. William læknir, bróðir /. Johns Reynolds, fær Toby og Fiðlarann upp í skuld. Toby liggur veikur í tæpan mánuð, en nær sér fyrir umönnun Bell, eldabusku læknisins. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.45 Versalir. Frönsk mynd um einhverja fegurstu borg Evrópu. Þar er hin fræga konungshöll, sem Lúðvik fjórtándi lét reisa og er nú þjóðminjasafn. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.00 Skýjað loft. Breskt sjónvarpsieikrit eftir Paul Jones. Leikstjóri Joh Keye Cooper. Aðalhlutverk, Diane Fletcher, Charles Keating og Irene Richard. Katy og Russell Graham hafa verið gift i sjö ár og eru orðin leið á tilbreytingarlausu hjónabandinu. Russell tekur að venja komur sinar á krá nokkra á kvöldin, og þar kynnist hann ungri stúlku. Þýðandi óskar Ingimasson. * 21.50 Lakandon-indíánar. Lakandonamir i Mexíkó em siðustu afkomendur hinna fomu maja og eru um 300 talsins. Þessi kanadiska heimildamynd lýsir daglegu lífi þeirra og sér- stæðum trúariðkunum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjömsson. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Járnbrautin mikla. s/h. Ungversk mynd um rúmlega 3000 km langa járnbraut, sem verið er að leggja í Austur-Síberiu. Þýðandi og þulur Bogi Amar Finnbogason. 21.00 Umheimurinn. Fjallað verður um efna- hagsástandið og verkföllin í Bretlandi og rætt við Sigurð Stefánsson hagfræðing. Umsjónar- maður ögmundur Jónasson. 21.40 Hættuleg atvinna. Norskur sakamla- myndaflokkur. Þriðji og síðasti þáttur. Þriðja fórnarlambið. Efni annars þáttar: Helmer lög- reglumanni verður litið ágengt i leitinni að morðingja Benediktu. Hann handtekur þó vinnuveitanda hennár, blaðaútgefandann Bmun. Lik annarrar ungrar stúlku finnst. Lög- reglan sætir harðri gagnrýni i dagblöðunum. Einkum er blaðamaðurinn Sommer harðorður. Yfirmaður Helmers hugleiðir að fela öðmm lögreglumanni rannsóknina. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. febrúar 18.00 Rauður og blár. ítalskir leirkarlar. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá bömum til Sjónvarpsirts. Kynnir Sigríður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 GuDgrafamir. Níundi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralíf viða um heim. Þýðandi og þulur Gylfi Palsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. 1 þessum þætti verða umræður um leikritagerð Sjónvarpsins. Dagskrárgerð Þráinn Bertelsson. 21.20 Will Shakespeare Breskur myndaflokkur i sex þáttum. Annar þáttur. Gleymt er þá gert er. Efni fyrsta þáttar: William Shakespeare lýsir velgengni sinni í höfuðborginni i bréfum til ættingja heima í Stratford, en fornvinur hans, Hamnet Sadler, kemst að raun um annað, þegar hann kemur til Lundúna. En þar kemur að Shakespeare fær litið hlutverk í Rósarleikhúsinu. Hann kynnist leikskáldinu Christopher Marlowe, sem eggjar hann til dáða. Marlowe á i útistöðum við yfirvöld og er myrtur. Við fráfall hans verður Shakespeare helsti leikritahöfundur Rósarleikhússins. Hann er einnig fastráðinn leikari. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Þróun fjölmiðlunar. Franskur fræðslu- myndaflokkur í þremur þáttum. Annar þáttur. Frá handriti til prentaðs máls. Þýðandi og þulur Friðrik Páll Jónsson. 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 16. febbrúar 20.00 Fréttir ogveður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 FaDvölt fegurð. Þessi breska fréttamynd ■ Háskagripur í híalíni (Heller in Tight Pants) nefnist bíómynd sjónvarpsins á laugardagskvöldið i næstu viku. Ekki ómerkari leikarar en Sophia Loren og Anthony Quinn leika þar aðalhlutverk. Myndin greinir frá farandleikflokki sem kemur til sýningar í borg einni í villta vestrinu. Þar tekur aðalleikkonan, Angela (Sophia), þátt í fjárhættuspili og tapar öllum eigum sínum og meiru til. Myndin er frá árinu 1960 og er ein af þeim myndum sem marka endalok hinna klassísku „vestra”. Kvikmynda- biblían gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og segir hana þolanlega skemmtilega og spennandi. t bókinni er einnig sagt að myndin lýsi því sem fáar aðrar hafi gert, lífi leikara á þessum árum. Þau Sophia og Anthony eru löngu kunn íslenzkum sjónvarpsáhorfendum fyrir leik sinn bæði í bíómyndum sem þar hafa verið sýndar og eins úr skemmtiþáttum. Stutt er síðan við sáum ’Anthony i myndinni Leyndardómur Sama Yittoria og Sophiu í myndinni Flothýsið. Þau Sophia og Anthony eiga það sameiginlegt að vera útlendingar í guðs eigin landi. Sophia er ítölsk eins og flestir vita en Anthony er fæddur í Mexikó og er blanda af Mexíkana, tra og Banda- ríkjamanni. í myndinni Santa Vittoria tókst honum þó sæmilega, svo ekki sé meira sagt, að vera ítalskur og yfirleitt á hann mjög auðvelt með að leika allra þjóða kvikindi. Þau Sophia og Anthony eru nokkuð farin að eldast bæði hvað aldur varðar og í starfi. Sophia er fædd 1934 og er því 45 ára og Anthony er fæddur !9l6,og því 63 ára. En með aldrinum hafa þau bæði fengið fleiri hlutverk sem krefjast mikils og góðs leiks en ekki bara rétts útlits. -DS. SKÝJAÐ LOFT—sjónvarp á mánudagskvöldið: ÞEGAR KARLINN FER AÐ YNGJA UPP A mánudagskvöldið verður flutt brezkt sjónvarpsleikrit í íslenzka sjón- varpinu. Nefnist það Skýjað loft og er eftir Paul nokkurn Jones. Leikritið greinir frá hjónunum Katy og Russell Graham sem gift hafa verið í 7 ár. Hjónabandið gengur ekki sem bezt og Russellfer að stunda drykkju á krá í nágrenninu. Þar hittir hann unga stúlku og þau fara að vera saman. Þó hann segi stúlkunni að hann sé giftur lætur hún það ekki á sig fá og þau halda áfram að hittast. Þegar karl hættir að koma heim á þeim tíma sem „pubinn” lokar fer eiginkonuna að gruna margt. Aðalhlutverkin í leikritinu leika þau Diane Fletcher, Charles Keating og Irene Richard. Leikstjóri er John Keye Cooper. Þýðandi leikritsins er Óskar Ingimarsson. -DS. Charles Keating leikur Russell Graham

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.