Dagblaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 4
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1979. Á VEIÐUM—sjónvarp á föstudagskvöldið: Berklaveika, afkasta mikla, rússneska skáldið Sovézkar bíómyndir eru sjaldgæfar i íslenzku sjónvarpi. En eina fáum við að sjá á föstudagskvöldið í næstu viku. Nefnist sú mynd Á veiðum og er gerð eftir smásögu Antons Tsjekhovs. Að sögn Evgenis Barbukho, sem vinnur hér á landi hjá APN og hefur oft skrifað greinar í Dagblaðið, er myndin mjöggóð og vel þess virði að horfa á. Oleg Jankov- skí, sem leikur annað aðalhlutverkið, er einn af albeztu leikurum Sovétmanna og Galja Béljaéva, sem leikur hitt aðalhlut- verkið, er mjög góð, þó ekki jafnist hún á við Oleg. Bíómyndin fjallar um rithöfund sem semur sögu um morð á ungri stúlku. Þegar útgefandi hans les söguna sér hann strax hvernig sambandi rithöfund- arins við hina myrtu var háttað. Anton Tsjekhov, höfundur sögunnar sem myndin er gerð eftir, lifði aðeins 44 ár en náði því samt að verða einn þekkt- asti höfundur Rússa. Evgení sagði að enn væru sögur eftir ha«n lesnar á hverju einasta rússnesku heimili og sá sem ekki væri vel að sér i ritum hans væri ekki samræðuhæfur. En undir Tsjekhov var ekki mulið. Faðir hans, sem átti litla verzlun, ól son sinn og fimm systkini hans upp undir orðtækinu „Enginn verður óbarinn biskup”. Seinna sagðist Anton aldrei hafa átt neina æsku því þó að draumar hans um að ganga í skóla rættust þurfti hann að vinna í búð föður síns, oft fram á rauða nótt. Anton var einnig einrænn og eignaðist því enga félaga í skólanum. Þegar hann var 15 ára varð faðir hans gjaldþrota og varð þá Tsjekhov að fara að vinna fyrir sér með skólanum. Og um leið varð hann að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Til þess að afla sér fjár kenndi hann í fyrstu en fór siðan að skrifa sögur. Hann las til Iæknis og árið 1884 tók hann embættispróf. Þá þegar hafði hann skrifað um 2 þúsund sögur til þess að vinna fyrir sér. Þó hann væri orðinn læknir ákvað hann að leggja ekki skrift- Anton Tsjekhov og kona hans, Olga Knipper. irnar á hilluna, hann vildi vera bæði rit- höfundur og læknir. Árið eftir embættisprófið fór hann að hósta blóði. Þó hann tryði því ekki sjálfur var hann kominn með berkla. Til þess að sanna fyrir sjálfum sér að hann væri alheill skrifaði hann meira en nokkru sinni fyrr. Árið 1887 byrjaði hann að skrifa leikrit. t fyrstu fengu þau dræmar undirtektir en þegar farið var að sýna þau í Pétursborg ætluðu áhorf- endur vitlausir að verða af hrifningu. Þegar Tsjekhov var 38 ára hitti hann leikkonuna Olgu Knipper og tókust með þeim ástir. Þau giftust nokkrum árum seinna en urðu fljótt að skilja því Tsjekhov varð að halda til Jöfu heilsu sinnar vegna en Olga varð eftir í Moskvu. Þegar hann var 44 ára var leikrit hans Kirsuberjagarðurinn frumsýnt með Olgu I aðalhlutverki. Fékk leikritið fádæma góðar undirtektir. Nokkrum mánuðum seinna dó svo Tsjekhov. - DS Útvarp Ásgeirsson framkvæmdastjóra um kaupskipa- útgerð. 11.15 Morguntónleikan Roberto Szidon leikur Pianósónötu nr. 3 í fis-moll op. 23 efíir Alexander Skrjabín / Gervase de Peyer og Erik Parkin leika Fantasíusónötu fyrir klarinettu •• og pianó eftir John Ireland. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frí- vaktinni. Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.25 Miðlun og móttaka. Annar þáttur Emu IndriÖadóttur um fjölmiðia. Fjallað verður um útgáfu dagblaða og rætt við blaðamenn. 15.00 Middegistónleikan Hljómsveitin „Har- monien” I Björgvin leikur „Zorahayda prins- essu" sinfónískt Ijóð op. 11 eftir Johann Svendsen; Karsten Andersen stj. / Filhar- moniusveitin í Vin leikur Sinfóniu nr. 6 í C- dúr eftir Franz Schubert; Istvan Kertesz stj. 15.45 Til umhugsunar. Karl Helgason tekur saman þáttinn, sem fjallar m.a. um áfengis- lausa dansleiki. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifs- son stjórnar timanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Steyttur hnefi l Paris. Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi. 20.05 Kammertónlist. Strauss-kvartettinn leikur Kvartett í C-dúr op. 76 nr. 3, „Keisarakvart- ettinn”, eftir Joseph Haydn. 20.30 Útvarpssagan: „Eyrbyggja saga”. Þor- • varður Júlíusson les (3). 21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngun Ólafur Þor- steinn Jónsson syngur við pianóundirleik ólafs Vignis Albertssonar. b. Sagan af Lykla- Pétri og Magellónu. Séra Sigurjón Guðjóns- son fyrrum prófastur les þýðingu sína á gam- alli sögn, sem kynjuð er frá Frakkiandi. Baldur Pálmason les brot úr rímum, sem séra Hail- grimur Pétursson orti út frá sömu sögu. c. Til sjós á striðsárunum. Jón Gislason póstfulltrúi talar við Áma Jón Jóhannsson sjómann, m.a. um minnisverða ferð með Goðafossi vestur um haf. d. Kórsöngur. Kór Söngskólans í Reykjavik syngur undir stjóm Garðars Cortes; Krystyna Cortes leikur á píanó.' 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passiusálma (2). 22.55 Víðsjá: ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.10 Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur. „The Hobbit” eftir J.R. Tolkien: Omstan um Arknastein; Bilbo Baggins snýr heim frá afrekum. Nicol William- son les síðari lestur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20. Bæn. 7.25 Morgunpósturínn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Fomstugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þor- valdsdóttir heldur áfram að lesa „Skápalinga”, sögu eftir Michael Bond (17). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. I0.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulurkynnirýmislögfrh. ll.OO Horft til höfuðátta. Séra Helgi Tryggva- son les kafla úr bók sinni „Visið þeim veginn”. 11.25 Kirkjutónlist: Verk eftir Felix Men- delssohn. Wolfgang Dallmann leikur Orgelsónötu nr. 3 i A<lúr, og kór Kirkju- tónlistarskólans í Westfalen syngur fjórar mótettur, Wilhelm Ehmann stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Litli barnatíminn. Sigríður Eyþórsdóttir stjórnar. Lesið úr bókinni „Fólk” eftir Jónas Ámason. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Húsið og hafið” eftir Johan Bojer. Jóhannes Guðmundsson islenzkaði. Gisli Ágúst Gunnlaugson les (14). 15.00 Miðdegistónleikar: Fíiharmoniusveit Lundúna leikur „Scapino” gamanforleik eftir , William Walton; Sir Adrian Boult stj./ Paul. Tortelier og Boumemouth sinfóníuhljómsveit- in leika Konsert nr. 1 i Es-dúr op. 107 fyrir sclló og hljómsveit eftir Dimitri Sjostakovitsj; Paavo Berglund stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurt. þáttur Gunnlaugs Ingólfssonar frá 10. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Otvarpssaga barnanna: „Bernska i byrjun aldar” eftir Erlu Þórdlsi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona byrjar iesturinn. 17.40 Á hvltum reitum og svörtum. Guðmundur Amlaugsson flytur skákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Frá tónleikum í Háteigskirkju 18. desember sl. Serenaða nr. 12 i c-moll fyrir blásaraoktett (K388) eftir Mozart. Flytjendur: Duncan Campbell, Lawrence Frankel, Einar Jóhannesson, óskar Ingólfsson, Hafsteinn Guðmundsson, Rúnar Vilbergsson, Gareth Mollison og Þorkell Jóelsson. 20.00 Cr skólalifinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum, sem fjallar um skipulag og baráttumál Iðnnemasambands íslands. 20.30 Útvarpssagan: .Eyrbyggja saga”. Þor- varður Júliusson ies (4). 21.00 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Hvoru megin er hjartað? Jónas Guðmundsson les frumort Ijóð. 21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Ludwig Streicher leikur á kontrabassa lög . eftir Giovanni Bottesini; Norman Shetler leikur á pianó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passiusálma (3). 22.55 Úr tónlistarlífinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.10 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. >3.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 15. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 LeikfimL 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturínn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þor- valdsdóttir lýkur lestri „Skápalinga”, sögu eftir Michael Bond i þýðingu Ragnars Þorsteins- sonar(18). 9.20 LeikfimL 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög, frh. 11.00 Verzlun og viðskipd. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 11.15 Morguntónleikan John Wiliams og Filadelfiuhljómsveitin ieika Gítarkonsert i D- dúr op. 99 eftir Mario Castelnuovo-Tedesco; Eugene Ormandy stj./ Lamoureux hljómsveitin i París leikur „Francesca da Rimini”, hljómsveitarfantasiu op. 32 eftir Pjotr Tjaíkovsky, Igor Markevitsj stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunæTónieikar. 14.30 Heimili og skóli. Umsjón: Birna G. Bjam- leifsdóttir, sem ræðir ásamt Bryndisi Helga- dóttur við Ásgeir Guðmundsson skólastjóra um samstarf heimili og skóla. Einnig rætt við Sigfriði Angantýsdóttur. 15.00 Miðdegistónleikan Peter Schreier syngur lög eftir Felix Mendelssohn; Walter Olbertz leikur á pianó/André Watts Ieikur Píanósónötu í h-moll eftir Franz Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 17.20 ÚtYarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar” eftír Erlu Þórdisi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona les (2). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Linditréð” eftir J. B. Priestley. Mollie Greenhalgh bjó til útvarpsflutnings Þýðandi og leikstj.; Ævar R. Kvaran: Per- sónur og leikendur: Linden prófessor-Rúrik Haraldsson, Isabel-Guðbjörg Þorbjamar- dóttir, Rex Linden-Gísli Alfreðsson, Jean Linden, læknir-Margrét Guðmundsdóttir, Marion de Saint Vaury-Sigríður Þorvalds- dóttir, Dinah Linden-Helga Þ. Stephensen, Edith Westmore-Steinunn Jóhannesdóttir. Aðrir leikendur, Klemenz Jónsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Pétursdóttir. 22.00 Samleikur í útvarpssal: Símon H. tvarsson og Carl Hánggi leika gítartónlist eftir Villa- Lobos, Antonio Lauro, de Falla, Turine. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. (Lestur Passiusálma (4). 22.55 Viðsja: Friðrik Páll Jónsson sér um þáttinn. 23.10 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 16. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 LeikfimL7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturínn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). •ú 8.15 Veðurfregnir. Fomstugreinar dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Helga Stephensen les tvær sögur, „Söguna af Héppa” eftir Kathryn og Byron Jackson og „Þegar haninn hélt veizlu fyrir þá ríku og ráðsettu” " eftir Hugo Gyllander. Þýðandi: Þorsteinn frá Hamri. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög: — frh. 11.00 Ég man það enn: Skeggi Ásbjamarson sér um þáttinn. 11.35 Morguntónleikan Mozart-hljómsveitin í Vin leikur þrjá menúetta (K363) eftir Mozart; Willi Boskovsky stjJ Han De Vries og Filharmoniuhljómsveitin i Amsterdam leika Inngang, stef og tilbrigði i f-moli op. 102 eftir Hummel; Anton Kersjesstj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegisdagan: „Húsið og hafið” eftír Johan Bojer. Jóhannes Guðmundsson þýddi. Gísli ÁgústGunnlaugsson les (15). 15.00 Miðdegistónleikan Alicia De Larrocha og Fílharmoniusveitin í Lundúnum leika Pianókonsert i Des-dúr eftir Aram Khat- sjatúríjan; Rafael Friibeck de Burgos stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16,00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.30 Popphom: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Bernska i byrjun aldar” eftir Erlu Þórdisi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona les (3). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar. 19.40 Fróðleiksmolar um illkynja æxli. Dag- skrárþáttur að tilhlutan Kabbameinsfélags Reykjavíkur. Þátttakendur. Hrafn Tuliníus, Jónas Hallgrímsson og Þórarinn Guðnason. 20.05 Frá tónieikum i Champs Elysées leikhúsinu í París 23. nóvember sl. Franska ríkishljómsveitin leikur Sinfóníu i e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms. 20.50 Fast þeir sóttu sjóinn. Þriðji þáttur Skreiðarferðir. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesarar ásamt honum: Baldur Sveinsson og Snorri Jónsson. 21.30 Kórsöngur. Krosskórinn í Dresden syngur alþýðleg lög. Stjórnendur: Rudolf Mauers- berger og Martin Flámig. 22.05 Kvöldsagan: „Klukkan var eitt”, samtöl við ólaf Fríðríksson. Haraldur Jóhannsson skráði og les ásamt Þorsteini ö. Stephensen. (1). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passiusálma(5). 22.55 Bókmenntaþáttur. Umsjónarmaður: Anna Ólafsdóttir Bjömsson. I þættinum er fjallað um lestur og kaup bóka á erlendum málum. 23.10 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 17. febiúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskiptí: Tónlistarþáttur í umsjá Guðmundar Jónssonar píanóleikara (endur- tekinn frá sunnudagsmorgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 LeikfimL 9.30 óskalög sjúklinga: Kristín Sveinbjöms- dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir). 11.20 Að leika og lesa: Valgerður Jónsdóttir aðstoðar hóp bama úr Snælandsskóla í Kópa- vogi að gera dagskrá. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 t vikulokin. Blandað efni í samantekt ól- afs Geirssonar, Jóns Björgvinssonar, Eddu Andrésdóttur og Áma Johnsens. 15.30 Tónleikar. 15.40 íslenzkt mál. Guðrún Kvaran cand. mag. flytur þáttinn. 16.00 Fréttir.. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Söngleikir í Lundúnum, III. þáttur. Ámi Biandon kynnir söngleikina „Ipi Ponpi” og „A Chorus Line”. 17.55 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 „Góði dátinn Svejk”. Saga eftir Jaroslav Hasek i þýðingu Karls ísfelds. Gísli Halldórs- son leikari byrjar lesturinn. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson kynnir sönglög og söngvara. 20.45 Ferðaþættir frá Vermalandi; fyrri hlutí. Sigurður Gunnarsson segir frá. 21.20 Gleðistund. Umsjónarmenn: Guðni Einarsson og Sam Daniel Glad. 22.05 Kvöldsagan: „Klukkan var eitt’, samtöl við Ólaf Fríðríksson. Haraldur Jóhannsson skráði og les ásamt Þorsteini ö. Stephensen (2). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg, undagsins. Lestur Passiusálma (6). 22.50 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.