Dagblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.03.1979, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1979. 15 Hvaðeráseyðiumhelgina? Sjónvarp næstuvika ••• Sjónvarp Dagskrárliðir eru i litum nerria annað sé tekið fram. Laugardagur 10. mars 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Töfratappinn. Sænsk leikbrúðumynd, byggð á sögu eftir önnu Wahlenberg. Þýðandi Hallveig Thorlacius. (Nordvision—Sænska sjónvarpið). 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Allt er fertugum fært (Life Begins at Forty). Nýr, breskur gamanmyndaflokkur i sjö þáttum. Aðalhlutverk Rosemary Leach og Derek Nimmo. Fyrsti þáttur. Þýðandi Ragna Ragnars. 20.55 Hár 19. Samband hárgreiðslu- og hár- skerameistara sýnir hártísku. Kynnir Magnús Axelsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 22.00 ó, þetta er indælt stríö (oh, What a Lovely War). Brezk bíómynd frá árinu 1969, gerð eftir samnefndum söngleik Charles Chiltons og Joan Littlewoods, en hann var frumsýndur i Þjóðleikhúsinu vorið 1966. Kvikmyndahandrit Len Deighton. Leikstjóri Richard Attenborough. Leikendur Laurence Oliver, John Gielgud, John Mills, Ralph Richardson, Dirk Bogarde, Michael Redgrave o. m. fl. Hér er deilt á kaldhæðinn hátt á striðsrekstur og herverk, þar sem saklausir eru reknir á vígvellina eins og fé til slátrunar, hershöfðingjum og stjórnmálaleiðtogum til dýrðar. Þýöandi Ingi Karl Jóhannesson. Ljóðaþýðingar Indriði G. Þorsteinsson. 00.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. mars 16.00 Húsið á sléttunni. Fimmtándi þáttur. Skólaverðlaun. Efni fjórtánda þáttar. Presturinn segir Láru að þvi nær sem hún sé Guði þvi líklegra sé að hann bænheyri hana. Morguninn eftir strýkur hún að heiman og klifrar upp á hátt fjall, sem er dagleið 1 burtu. Á fjallinu hittir hún undarlegan mann, Jónatan, og segir honum, að hún ætli aö bjóða Guði sjálfa sig i skiptum fyrir litla bróður sinn, svo að faðir hennar verði ánægður. Jónatan smíðar kross handa Láru, og hann kemur föður hennar og Edwards á sporið, þegar þeir hafa næstum gefið upp alla von. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Á óvissum timum. Þrettándi þáttur. Skoðanaskipti um helgi. Galbraith ræðir enn við gesti sína, en þeir eru: Dr. Gyorgy Ar- batov, ráðunautur Brezhnefs um bandarísk málefni, Ralf Dahrendord, rektor Hagfræðihá- skólans í London, Katharine Graham, útgef- andi Wshington Post, Edward Heath, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, Jack Jones breskur verkalýðsleiðtogi, dr. Henry Kissing- er, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, Kukrit Pramoj, fyrrverandi forsætisráðherra Tailands, Arthur Schlesinger, bandariskur sagnfræðingur,, dr. Hans Selye, kanadísku raunvísindamaður, Shirley Williams, breskur ráðuherra, og Thomas Winship, ritstjóri Boston Globe. Annar hluti. Þýðandi Gylfi Þ. Gislason. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Þráinn Bertelsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. % 20.30 Simon H. ívarsson. Simon leikur á gitar lög eftir Bach, Villa Lobos og Lauro. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Rætur. Tíundi þáttur. Efni niunda þáttar. Negrar gera uppreisn og Tom Moore hættir að ala bardagahana. Englendingur kemur i sveitina með bardagahana sina og vill kaupa George til að annast þá. Moore vill ckki selja hann og snýr sér aftur að hanaati. George vill drepa Moore, en Kissý segir honum þá sannleikann um faðernið. Moore leggur meira en aleigu sina undir í hanaati, tapar og greiðir skuld sina með þvi aö lána Englendingnum George i nokkur ár. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Alþýðutónlistin. Þriðji þáttur Rugtimc. 1 þættinum koma fram Rudi Blesh Terry Waldo, Eubie Blake, Christy Minstrels o. fl. Þýðandi Þorkell Sigurbjörnsson. 22.30 Aö kvöldi dags. Séra Árni Pálsson, sóknarprestur i Kársnesprestakalli, flytur hug- vekju. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 12. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.00 í einskis manns landi. Leikrit eftir Harold Pinter. Leikstjóri Julian Amyes. Leikendur John Gielgud, Ralph Richardson, Terence Rigby og Michael Kitchen. Leikurinn hefst á því, að mikilsmetinn rithöfundur býður heim til sin ókunnugum manni, sem hann hefur hitt á kránni. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. mars 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Liknarsystir í Ladeira. Bresk mynd um portúgalska konu, sem margir telja að geti læknað dauðvona sjúklinga og rekið út illa anda. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 20.55 Umheimurinn. Viðræðuþáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Gunnar Eyþórsson fréttamaður. 21.45 Hulduherinn (The Secret Army) Nýr, breskur myndaflokkur gerður af Gerard Glaister. Aðalhlutverk Bernard Hepton, Jan Francis og Christoph'er Neame. Fyrsti þáttur. öðru nafni Yvette. Á striðsárunum vom fjöl- margar flugvélar bandamanna skotnar niður yfír umráðasvæði Þjóðverja. Flestir flugmann- anna, sem komust lífs af, urðu striðsfangar, en allmörgum tókst að komast aftur til Bretlands með hjálp fólks, sem starfaði i neðanjarðar- hreyfingum í hemámslöndunum. Þættir þessir eru um starfsemi slíkrar neðanjarðarhreyfíng- ar. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. mars 18.00 Börnin teikna. Kynnir Sigriður Ragna Sig- urðardóttir. 18.10 Gullgrafararnir. Lokaþáttur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralíf víða um heim. Þýðandi og þulur Gylfí Pálsson. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vaka. Greint verður frá leiksýningum, leikdansi og óperuflutningi. Dagskrárgerð Andrés Indriðason. 2I.20 Will Shakespeare. Sjötti og síðasti þáttur. Efni fímmta þáttar: Jarlinn af Essex og jarlinn af Southampton gera misheppnaða tilraun til uppreisnar gegn Elisabetu drottningu. Baráttu sinni til stuðnings fá þeir Will til að setja á sviö leikritið Rikarð annan, og þannig flækist leik- flokkurinn óviljandi í málið. í „refsiskyni” fyrirskipar drottning, að hún fái að sjá leikrit Shakespeares, Hinrik fjórða, annan hluta. Jarl- arnir hljóta dauðadóm. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Áfengismál á Norðurlöndum. Hinn fyrsti þriggja norskra fræðsluþátta um áfengismál á Norðurlöndum. Meðal annars er fjallað um vaxandi neyslu áfengis og varnir gegn henni. (Nordvision — Norska sjónvarpið). Þýðandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. ■ 4 I HULDUHERINN - sjónvarp þriðjudag 13. marz kl. 21.45: FLUGMONNUM HJÁLPAÐ AÐ FLÝJA Á þriðjudagskvöldið hefur nýr myndaflokkur göngu sína í sjónvarp- inu og nefnist hann Hulduherinn (The Secret Army). Þættirnir fjalla um starfsemi neðan- jarðarhreyfinga í hernámslöndum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Á stríðsárunum voru fjölmargar flugvélar bandamanna skotnar niður yfir umráðasvæði Þjóðverja. Flestir flug- mannanna, sem komust lífs af, urðu stríðsfangar, en allmörgum tókst að komast aftur til Bretlands með hjálp fólks, sem starfaði i neðanjarðar- hreyfingunni í hernámslöndunum. Talið er, að um 3500 flugmönnum hafi tekizt að komast undan til Bretlands á þennan hátt. Sögusvið þessara þátta er því sögu- legt en atburðarás hinna einstöku þátta algjör skáldskapur. Þættirnir eru alls 16 en ekki er vist að þeir verði allir sýndir. Það fer allt eftir viðtökunum,' sagði Björn Baldursson hjá dagskrár- deild Sjónvarpsins. Hann sagði að hver þáttur væri algjörlega sjálfstæð heild og því þyrfti ekki að sýna þá alla ef þeir yrðu ekki vinsælir. Myndaflokkur þessi er gerður af Gerard Glaister, þeim hinum sama og gerði hina vinsælu sjónvarpsþætti um Coleditz-fangelsið, sem sýndir voru hér í sjónvarpinu. Eru leikendurnir i þessum þáttum margir þeir sömu og í Coleditz. -GAJ- Clifford Rose sem Kesler geslapóforingi í kvikmyndinni llulduherinn. f GLERHÚSIÐ — sjónvarp laugardaginn 17. marz kl. 22.10: Hrottaleg refsivist Þessi mynd er tekin i rikisfangelsinu í Utah-fylki og þannig að nokkru leyti heimildarmynd. Metsöluhöfundurinn Truman Capote samdi handritið, en um líkt leyti vann hann að bókinni ,,!n cold blood.” Hún er byggð á viðtölum við tvo afbrotameun, sem dæmdir voru til dauða fyrir að hafa myrt bónda nokkurn og fjölskyldu hans. Myndin er vel gerð, en hrikaleg og ekki hægt að mæla með henni fyrir börn. Eftir að hafa séð hana fýsir mann ekki að leggja út á glæpabraut- ina, og jafnframt er hún hörð ádeila á refsikerfið, sem beitt er gegn föngunum. Aðalpersónurnar eru nýr fangelsis- vörður, háskólaprófessor dæmdur fyrir manndráp og piltúr, sem lent hefur í eiturlyfjamáli. Það er dregin upp mynd af því, hvernig harðsvíraður fangi heldur völdum yfir hinum með ógnarstjórn. Þeir, sem þrjózkast gegn honum, eiga á hættu að verða kálað umbúða- laust. Og fangaverðimir loka augunum og þykjast ekkert taka eftir hrotta- skapnum. -IHH. Vic Morrow og Alan Alda túlka með sterkum og áhrifamiklum leik tilfinninga- hreim þeirra, sem í fangelsinu dvelja. •f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.