Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. ■rayttur opnunartlmi OPlD KL. 9 i Allar skreytingar unnar af fag- , mönnum. 'BIÓMÍWIXIIH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Starf við innheimtu og sendiferðir hjá Hafnarskrif- stofunni er laust til umsóknar. Umsækjandi sé minnst 16 ára og æskilegt að hann hafi vélhjól til afnota. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir laugardaginn 24. marz nk. Hafnarstjórinn f Reykjavik. BÍLAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: 1 Plymouth Belvedere '67 Peugeot 404 '67 Moskwitch '72 Hillman Hunter '70 BMW 1600 67 ----1--------------------- Ejnnighöfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 - Sími 11397 um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heil- brigðisþjónustu fyrir árið 1980. Evrópuráðið mun á árinu 1980 veita starfsfólki 1 heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfs- grein sinni í löndum Evrópuráðsins. Styrktímabilið hefst 1. janúar 1980 og því lýkur 31. desember 1980. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu landlæknis og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 25. april nk. Heilbrígðis- og tryggingamálaréfluneytM) 12. mars 1979. Laus staðaí Keflavík Staða skrifstofumanns t hjá Pósti og síma í Keflavík er laus til umsóknar nú þegar. Allar uppl.'um stöðu þessa verða veittar hjá stöðvarstjóra Póst og síma í Keflavík. Póst- og simamálastofnunin. FR f élagar — ÁRSHÁTÍÐ FR félagar félagsins verður haldin 17. marz í Festi, Grindavík. Aðgöngumiðar eru seldir á skrif- stofu félagsins, Síðumúla 22, sími 34100. Rútuferðir frá Rvk., Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. FR félagar fjölmennið á árshátíðina og takið með ykkur gesti. KÍNVERJAR FAGNA HERMÖNNUM SÍNUM SEM SIGURVEGURUM —er hersveitirnar snúa aftur f rá Víetnam Kínverskar hersveitir, sem hertóku víetnömsku borgina Lang Son hafa nú snúið heim og er þeim fagnað sem miklum sigurvegurum. Er hersveit- irnar fóru í gegn um svonefnt vináttuskarð á landamærum Kína og Víetnams fagnaði mannfjöldinn her- mönnunum ákaft. Sendimenn í Kína telja að mark- mið innrásar Kínverja í Víet'nam hafi verið að hertaka Lang Son , sem er 130 km norður af Hanoi og kenna Vietnömum þannig lexíu. Stuttu eftir að Kínverjar höfðu náð borginni á sitt vald tilkynntu yfirvöld í Peking að kínverska liðið yrði kallað aftur heim. Innrásin hófst 17. febrúar, en nú eru átta dagar liðnir frá því að Kínverjar tilkynntu að þeir drægju lið sitt til baka. Hanoistjórnin hefur lýst því yfir að brottför kinverska liðsins verði ekki tafin ef Kinverjar yfirgefi landið með friði. Ekki var tekið fram í fréttum frá Kína, hve margir hermenn hefðu farið gegnum vináttuskarðið í gær. Þar sem hermennirnir fóru var alls staðar fólk meðfram veginum og veifaði blómum og dansaði og lék á hljóðfæri, auk þess sem flugeldum var skotið upp. Hermenn voru sýnilega hrærðir er þeir sáu hinar hlýlegu móttökur og blóm voru sett um háls þeirra. Leiðtogar Kommúnistaflokksins voru og viðstaddir og tóku á móti herliðinu. Kinverskir skriðdrekar. Hermenn Kinverja hafa fengið afar góðar móttökur er þeir hafa snúið aftur frá Víetnam eftir innrásina í landið. HERLIÐ AMINS UMKRINGT — árásum nú beint að höf uðborginni Kampala Útlægir Úgandamenn halda því fram að innrásarliðið frá Tanzaníu hafi nú umkringt það herlið Amins Uganda- forseta, sem reyndi gagnárás nú um helgina. Heimildirnar greina að herliðið hafi verið einangrað frá höfuðborginni Kampala. Á meðan hafi innrásarliðið skotið á höfuðborgina og skotmörk í grennd við hana. í innrásarliðinu eru hermenn frá Tanzaníu og útlægir Úgandamenn, auk málaliða. Þá var einnig greint frá því að Líbýumenn héldu áfram að senda hergögn til Amins forseta. Margt bendir nú til þess að Idi Amin Ugandaforseti eigi nú fátt eftir annað en að rétta hendur sínar upp i uppgjöf. Innrásarliðið frá Tanzaniu, sem stutt er útlægum Úgandamönnum, hefur sótt stöðugt nær forsetanum í höfuðborginni Kampala og skv. síðustu fréttum virðist höfuðborgin nær einangruð. Þó kann það að breyta nokkru að Líbýumenn senda nú stærri vopnaskammta til herliðs Amins og vera má að hann nái einhverri gagnsókn. Einingarsamtök Afríkuríkja og Nígeriustjóm hafa reynt sættir milli Uganda og Tanzaníu en þær tilraunir hafa enn ekki borið árangur. Bandaríkin: OLÍUNOTKUN ALDREIMEIRI — þrátt fyrir sparnaöaráróður—stóru olíuf élögin stórgræða á kreppunni Mikil herferð er nú í gangi í Banda- ríkjunum, þar sem menn eru hvattir til þess að spara bensín og olíu. Herferðin er aðallega rekin í sjón- varpi. Hún hefur þó hingað til ekki borið mikinn árangur. Síðustu fjórar vikur hefur olíunotkunin i Banda- ríkjunum numið um 21 milljón tunna á dag og hefur hún aldrei verið meiri. James Schlesinger orkuráðherra Bandaríkjanna hefur lýst þvi yfir að þessi sparnaðarherferð hafi mis- tekizt. Ráðherrann sagði að nokkuð hefði gengið á olíubirgðir Bandaríkj- anna vegna þessarar miklu notkunar, og haldi fram sem hingað til stefni í skort á þessum mikilvæga vökva. í morgun greindi bandaríska stór- blaðið 'The New York Times hins vegar frá því að bandarísku olíu- félögin hefðu sýnt metgróða ásíðasta ársfjórðungi 1978 og spáin fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs væri einnig stórgróði olíufélaganna. Gróð- inn er jafnvel svo mikill að félögin eiga í erfiöleikum með að réttlæta hann á sama tíma og barlómurinn er hvað mestur vegna olíuskorts. Reynslan er raunar sú að stóru olíufélögin blómstra hvað mest er kreppan i olíumálum er hvað mest. Er olíukreppan skall yfir 1973 sýndu olíufélögin mikinn gróða, þar sem þau fá í sinn hlut vænan skammt af hækkunum olíuverðs. -ÓG New York/-JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.