Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979.
mmiAÐw
fijálst'áháð dagblað
Útgefandi: DagblaöM hf. f
Framkvnmdastjóri: Svalnn R. EyJÓHsson. Rhstjórí: Jónas Kristjénsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri rttstjómar
Jóhannas ReykdaL Iþróttir Hallur Sfmonarson. Aöstoöarfréttastjórar Atll Stalnarsson og ómar Valdi-
marsson. Mannlngannél: Aðabtainnlngólfsson. Handrit Asgrimur Pélsson.
Blaðamann: Anna BJamason, Ásgair Tómasson “ragl Sigurösson, Dóru Stafénsdóttir, Gbsur Sigurös-
son, Gunniaugur A. Jónsson, HaMur Halsr^i, Haigi Pétursson, Jónas Haraidsson, Óiafur Gairsson,
ólafur Jónsson. Hönnun: GuÖJÓn H. Pélsson.
yósmyndlr Aml PéU Jóhannsson, BJamlaifur BJamleHsson, Höröur Vlhjélmsson, Ragnar Th. Sigurös-
son, Svelnn Pomtóösson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. GJakJkeri: Þrélnn Þorialfsson. Sölusljóri: Ingvar Svainsson. Draiflng-
arstjóri Mér E.M. HaHdórsson.
Rltstjóm SiöumCila 12. Afgraiösla, éskriftadaUd, auglýsingar og skrifstofur ÞvarhoM 11.
Aðalsbni blaösins ar 27022 (10|nuri. Askrift 3000 kr. é ménuði Innanlands. i lausasölu 150 kr. eintaklð.
Satning og umbrot Dagblaöiö hf. Siöumúla 12. Mynda- og plötugarö: Hlmlr hf. Stöumúla 12. Prantun:
Arvakur hf. Sketfunnl 10.
Aðgræðaísvefni
hálfan Vil-
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
fremur máttlítill fyrsta hálfa árið í
stjórnarandstöðu. Fátt eitt hefur heyrzt
frá honum, enda loft jafnan þrungið
vopnagný frá bræðravígum stjórnar-
flokkanna. Menn sögðu, að Sjálf-
stæðisflokkurinn allur væri aðeins á við
mund.
En svo sýndi skoðanakönnun Dagblaðsins ísíðustu
viku, að kjósendur voru alls ekki búnir að gleyma
Sjálfstæðisflokknum. Hún sýndi ekki 25 þingmanna
styrk eins og var fyrir síðustu kosningar og enn síður 20
þingmanna styrk eins og verið hefur síðan. Hún sýndi
30 þingmanna styrkleika.
Þetta er hvorki meira né minna en helmingur sæta á
alþingi. Ef könnunin gefur rétta mynd, ætti Sjálf-
stæðisflokkinn aðeins að skorta tvo þingmenn í starf-
hæfan meirihluta í báðum deildum, ef kosið yrði nú til
alþingis. Þetta er gífurlega og ótrúlega mikið fylgi.
Þess ber að gæta, að áður hafa skoðanakannanir
Dagblaðsins ofmetið fylgi Sjálfstæðisflokksins lítillega
og gæti svo einnig verið nú. Samt er engin ástæða til að
efast um, að könnunin endurspegli í stórum dráttum
sterkan straum kjósenda frá Framsóknarflokki og
einkum Alþýðuflokki til flokksins.
Efast má um, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi skilið
þessa miklu velgengni. Það er aðeins í borgarstjórn
Reykjavíkur, að broddur hefur verið í andstöðu
flokksins. Fítonsandinn hljóp ekki í þingmenn flokks-
ins fyrr en síðari hluta síðustu viku, þegar niðurstaða
skoðanakönnunarinnar varð kunn.
Til skamms tíma er eins og neista hafi skort í
Sjálfstæðisflokkinn. Nýjar stefnuskrár í efnahags-
málum og landbúnaðarmálum breyta þar litlu. Þær eru
í verulegum atriðum gamlar og þreytulegar, ekki líkleg-
ar til að vekja mikinn eldmóð.
Þar á ofan hefur Sjálfstæðisflokkurinn enga tilraun
gert til að leysa forustuvanda sinn. Og sá vandi hefur
hingað til verið talinn svo geigvænlegur, að flokkurinn
mundi ekki treysta sér til næstu kosninga fyrr en að
honum leystum. Nú virðist hins vegar svo, sem þessi
vandi skipti litlu.
Kjarni.málsins er auðvitað sá, að stjórnarandstaða
þarf engin eigin vandamál að leysa, þegar hún hefur
annan eins andstæðing og ríkisstjórnina. Það er ein-
mitt ríkisstjórnin, sem hefur bjargað málum Sjálf-
stæðisflokksins — að sinni. Flokkurinn getur setið
með hendur í skauti og grætt fylgi í svefni.
Hinar óheyrilegu andstæður í ríkisstjórninni fara
ekki framhjá kjósendum. Ríkisstjórnin lifír frá einum
úrslitakosti til annars, einum harmleik til annars, einu
öngþveiti til annars. Hún er eins og flak, sem steytir á
hverju skerinu á fætur öðru.
Fyrst tókst ríkisstjórninni þetta sæmilega. Mönnum
fannst ofur eðlilegt og lýðræðislegt, að til væri ágrein-
ingur, sem leysa þyrfti með prútti og þjarki, hótunum
og málamiðlunum. En þar kom, að kjósendum fór að
ofbjóða. Þá hugarfarsbreytingu endurspegla niður-
stöður könnunarinnar.
Það er ekki á eigin verðleikum, heldur óvinsældum
ríkisstjórnarinnar, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið að raka að sér fylgi að undanförnu. Enda segjast
sumir sjálfstæðismenn vilja, að ríkisstjórnin sitji sem
lengst, svo að fylgisaukningin fjari ekki út.
Ummæli margra hinna spurðu í könnun Dagblaðsins
sýna, að hinir nýju stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins stjórnast af óbeit og ótrú á ríkisstjórninni fremur en
af dálæti á flokknum.
Daglegt líf um borð í geimstöð:
Diskamir boiðaðir
i lok máltíðarinnar
Sovézkir geimfarar dvelja nú um
borð í geimstöðinni Salyut-6 en þeim
var skotið á loft nýlega með geim-
farinu Soyus 32, eins og DB hefur
greint frá. Margar áhafnir geimfara
hafa dvalið um borð í Salyut-6 og sl.
haust settu sovézkir geimfarar
dvalarmet úti í geimnum er þeir
dvöldu þar í I40sólarhringa.
Langtímaþol
manna í
geimnum kannað
Sovézkir vísindamenn eru með
þessum rannsóknum sinum að kanna
þol manna í langdvölum úti í geimn-
um og er talið að geimfararnir tveir,
sem nú dvelja um borð í Salyut-6,
reyni að setja enn eitt dvalarmetið.
Sovétmenn hafa undanfarið sent
birgðaflaugar til þeirra geimfara er
dvelja í geimstöðinni. Komið er með
nýjar birgðar og úrgangsefni tekin úr
geimstöðinni. Líklegt verður að
teljast að svo verði einnig nú. Að
jafnaði dveljast tveir geimfarar í
geimstöðinni, en þeir eru fjórir þá
daga sem birgðaflaugarnar standa
við.
En skyldi ekki vera heldur
einmanalegt að dveljast um borð í
geimstöð á braut umhverfis jörðu í
langvarandi einangrun? Við skulum
kynnast daglegu Iífi geimfaranna
tveggja, sem nú dvelja i Salyut-6
örlitið nánar.
Langur vinnutími
Þegar allar áhyggjur vegna
tengingar geimfarsins við Salyut-6
geimstöðina og fiutningur geimfar-
anna, Vladimir Lyakov og Valery
Ryumin, um borð í hana eru að baki,
er lífið þar um borð farið að ganga
sinn vanagang. Geimfararnir vinna
að verkefnum sínum frá kl. 8 f.h. til
kl. II að kveldi. Auðvitað taka þeir
sér frí til að borða og hvílast og gera
líkamsæfingar. Þeir hafa fimm daga
vinnuviku og tveggja daga hvíld.
Geimfararnir hafa þegar lokið
hinum þýðingarmestu verkefnum, að
yfirfara tækjabúnað geimstöðvar-
innar. Sérfræðingar hjá geimferða-
eftirlitinu sögðu að þeir hefðu á sér-
stakan hátt rannsakað allan tækja-
búnað þess, til að fullvissa sig um
beztu hugsanlegar aðstæður fyrir
dvöl manna um borð.
Ekkert má
út af bera
Geimfararnir sneru sér fyrst að þvi'
að endurnýja andrúmsloftið. Tæki
geimfarsins gefa frá sér 25 lítra af
súrefni á klukkutima. Endurnýjunin
felst í því, að koma fyrir geymum
sem drekka í sig súrefni og kolsýru.
Byggist þetta á sambandi milli þeirra
efna sem framleiða súrefni og
kolsýru og uppgufunar vatnsefna. Ef
eitthvað ber út af getur það haft
örlagaríkar afleiðingar. Til að stjórna
andrúmsloftinu i geimfarinu eru
Veldur hver á heldur
Hvað er orðið af öllum fyrirheitum
núverandi borgarstjórnarmeirihluta
frá því á sl. vori?
Var þá ekki fullyrt í einu og öllu,
að næði núverandi meirihluti borgar-
stjórnar völdum yrði öllu borgið,
kjör borgaranna mundu stórum
batna, framkvæmdir stóraukast,
félagsleg aðstaða batna að mun,
félagsleg þjónusta aukast o.s.frv.,
o.s.frv.?
Loforðin voru mörg og stór og öll
skyldu þau efnd. Talsmenn núver-
andi meirihluta prísuðu samstöðu
þessara þriggja sundurleitu hópa i
bak og fyrir, þótt hún hefði verið
allsendis óþekkt fyrirbæri, er þeir
voru í minnihluta.
Fólk var blekkt á allan handa
máta.
Nú hefur fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1979 loksins
.verið samþykkt og við lauslega
athugun á henni kemur í ljós, að nú-
verandi borgarstjórnarmeirihluti
getur ekki lengur beitt Reykvíkinga
sjónhverfingum.
Gífurleg hækkun fjárhagsáæd-
unar á milli ára, sem er meiri en verð-
bólgan, aukin skattheimta, mikill
niðurskurður á þjónustu og fram-
kvæmdum, nefndafjölgun í borgar-
kerfinu o.s.frv. sýnir hvert stefnir.
Vandamálin hrannast upp hjá
þessum „stjórnsnillingum”, sem
töldu og reyndu að sanna með úttekt
á fjármálum borgarinnar s.l. sumar,
að óráðsia sjálfstæðismanna og
óstjórn á borginni hefði verið slík að
sýna þyrfti svart á hvítu. En mikil
urðu vonbrigðin, þegar í ljós kom, að
úttektin sannaði einvörðungu trausta
og ábyrga stjórn í hvívetna.
Nú má glöggt heyra og sjá, hversu
harkalega þessi þríoddvitameirihluti
hefur brugðist umbjóðendum sinum.
Sparnaður í rekstri grunnskóla
Reykjavíkur frá sept.-des. á þessu
ári hefur ekki verið ræddur i
fræðsluráði og virðist einsýnt að
þríeykið ætlar sér að göslast
einhvern veginn áfram í þeirri forar-
eðju, sem það er búið að koma sér út
í.
Hlutverk skólans
og aðstaðan
Hlutverk grunnskólans er markað
Kjallarinn
Sigurjón Fjeldsted
deildum allra grunnskóla Reykjavík-
ur verði 28, annars verði borgar-
sjóður að greiða þann kostnað sem af
lægra meðaltali hlýst.
Ekki ætla ég að fara mörgum
orðum um það að sinni a.m.k.,
hversu alvarlegar afleiðingar þessi
aðgerð kann að hafa í för með sér, en
rétt væri, að foreldrar og aðrir veltu
þessu atriði gaumgæfilega fyrir sér.
Ég tel að skólamenn hafi svo lengi
þraukað við erfiða aðstöðu í starfi og
jafnvel orðið að sitja undir
ásökunum, sem fyrst og fremst má
rekja til margs konar aðstöðuleysis,
að ekki verði unað við skerðingu sem
þessa, né þá 40 milljón króna
skerðingu í rekstri grunnskóla á þessu
ári, sem fyrst og fremst hlýtur að
falla á mánuðina sept.—des. og nú-
verandi meirihluti borgarstjórnar
hefur boðað. Áðurnefnd grein
grunnskólalaga virðist mér vera
markmiðsgrein þeirra, er með völd
fara nú, enda þeim best trúandi til
þess að meta börn okkar, velferð
þeirra og þroska i krónum og aurum.
Fækkun og fjölgun
nemenda
Útþensla borgarinnar hefur haft
það í för með sér, að flutningar milli
borgarhverfa hafa orðið miklir, og
börnum fækkað i gömlu skóla-
,,Þeir, sem lofa gulli og grænum skógum en svíkja
síðan allt og alla, eiga ekkert skilið annað en rækilega
áminningu.........Reykvíkingar hafa lítinn áhuga á sjón-
hverfingum... ”
Hinn styrki
þrífótur
Greinilegt er, að þremenningarnir
Björgvin, Kristján og Sigurjón P.
telja sig lítt þurfa á nefndum og
ráðum borgarinnar að halda, þó að
þeir hafi bætt svo sem einu 7 manna
ráðinu við.
Þær umræður og blaðaskrif, sem
urðu fyrir skemmstu um að fella
niður rekstur Mæðraheimilisins,
starfsemi Útideildar, rekstur með-
ferðarheimilis á Kleifarvegi og skera
niður fjárveitingu til reksturs grunn-
skóla í Reykjavík um 40 millj.
o.s.frv. sönnuðu, að ekki hafði sam-
starfið né samvinna milli oddvitanna
annars vegar og hinna ýmsu nefndar-
manna hins vegar verið ýkja mikil.
Fræðsluráð Reykjavikur hafði t.d.
ekki verið beðið um að gefa umsögn
um - Kleifarvegsheimilið, en með
bókun meirihluta Fræðsluráðs frá
I2. febr. sl. má fullyrða að þessari
starfsemi hafi verið bjargað að sinni
a.m.k.
og skýrt í grunnskólalögunum frá
1974. Má því ætla, að nemendum sé
tryggður jafn réttur til náms, for-
eldrar barnanna séu þar með vissir
um skyldur skólans gagnvart
nemendum og kennurum og öðru
starfsfólki skólans séu tryggð viðun-
andi starfsskilyrði, svo settum mark-
miðum verði náð.
Einhverra hluta vegna virðist
skólamönnum þær kröfur sem
gerðar eru til skólans vera oft í afar
litlu samræmi við þá aðstöðu, sem
skólunum er búin.
Svo virðist sem sumar greinar
grunnskólalaganna séu öðrum æðri
og má þar t.d. nefna 46. gr., þar sem
stendur:....skal við það miðað að
jafnaði, að meðaltal nemenda i
bekkjardeildum hvers grunnskóla
fari'ekki yfir 28 né nemendafjöldi í
einstakri bekkjardeild yfir 30”. Um
þessa grein er mikið rætt þessa
dagana, því heyrst hefur að fjármála-
ráðuneytið vilji túlka hana á þann
hátt, að meðaltal nemenda í öllum
hverfunum en þörf aukins skóla-
húsnæðis vaxið í nýjum hverfum. Er
nú svo komið, að skólar sem áður.
höfðu 1000 nem. eða fleiri eru með í
kringum 4—500 börn.
Flestir, ef ekki allir þessir skólar,
hafa verið ofsetnir og mikil þröng á
þingi árum saman og hafa nemendur
og starfsfólk þurft að búa við erfiða
aðstöðu svó hægt hafi verið að koma
nemendum í hús.
Flestir eru því sammála, að ekki
verði hjá þvi komist að búa við
þröngan kost, þau ár, sem nemenda-
fjöldinn er hvað mestur, þvi ekki
verða steinhús byggð a.m.k. til þess
að taka á móti mesta kúfnum, sem
siðar minnkar eftir 5—7 ár. Til þess
að brúa þetta bil, hafði fyrri borgar-
stjórnarmeirihluti látið byggja
færanlegar kennslustofur, sem hafa
gefið góða raun, og hafa þær jafn-
framt verið notaðar við starfsvelli á
sumrin.
Margt bendir nú til þess, að ekki