Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979 — 67. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVFRHOLTI 11.—ADALSÍMI 27022.
Niðurstaða
fundar
Alþýðu-
banda-
lagsins:
ff
Guðmundur J. má
reyna kóngsbragð
—Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstof nunar upphaf smaður þreif inga
ff
„Guðmundur J. Guðmundsson
má reyna kóngsbragð til að bjarga
ríkisstjóminni.” Sú var niðurstaða
fundar í þingflokki, framkvæmda-
stjórn og verkalýðsmálaráði
Alþýðubandalagsins í gær.
„Sólóspil” var þó nokkuð gagnrýnt
Steingrímur
Hermannsson:
„Furðulegt
ef upp úr
slitnar nú”
„Ég tel það i meira lagi furðulegt,
ef upp úr þessu stjórnarsamstarfi
slitnar nú og þá myndi það gerast
fyrir einhverjar aðrar ástæður en
efnahagsfrumvarpið,” sagði Stein-
grímur Hermannsson dómsmálaráð-
herra i viðtali við Dagblaðið i
morgun. „Við vitum, að það eru
mikil átök innan Alþýðubandalags-
ins, en við vitum líka, að það að slíta
stjórnarsamstarfi nú mynd; kosta
mörg verðbólgustig og valda miklu
tjóni. Ég held, að enginn stjórnmála-
flokkur vilji láta kenna sér um slíkt,"
sagði Steingrimurennfremur.
„Persónulega hef ég mestan áhuga
á þeim tillögum, sem komnar eru frá
Verkamannasambandinu,” sagði
Steingrímur ennfremur. „Þaö er hins
vegar ákveðin stefna okkar fram-
sóknarmanna að breyta engu í frum-
varpinu, sem orðiö gæti til þess að
draga úr áhrifum þess í baráttunni
gegn verðbólgunni. Ef menn geta
bent á einhverjar aðrar aðferðir sem
ná sama tilgangi, erum við til við-
tals.”
-HP.
Jón L með
2 vinninga
— eftlr4umferðir
á skákmótinu
íKaupmannahöfn
„Þetta hefur ekki gengið nógu vel
— ég er í miðjum hóp með tvo vinn-
inga eftir fjórar umferðir,” sagði
Jón L. Árnason, þegar DB ræddi við
hann í morgun. Jón teflir nú á skák-
móti i Kaupmannahöfn.
í fyrstu umferðinni tapaði Jón
fyrir Dananum Jens Kristiensen.
Fékk siöan þrjá Svía í röð. Gerði
jafntefli við Schneider, vann Wed-
berg og gerði jafntefli við Niklasson í
4. umferð. í dag teflir Jón við Dan-
ann Fuglsang.
Danirnir Jens öve Fris NieLsen og
Jens Kristiensen eru efstir eftir fjórar
umferðir með 3 vinninga og eina bið-
skák hvor. Hins vegar er staðan
nokkuð óljós að ööru leyti, þar sem
ekki var öllum biðskákum lokið,
þegar DB ræddi við Jón í morgun.
hsim.
og ætlast til, að flokkamenn í Verka-
mannasambandinu hefðu framvegis
gott samband við stofnanir
flokksins.
Alþýðubandalagsmenn voru
ánægðir með kröfur verkalýðsfélaga
um land allt, að stjómin skyldi sitja
og flokkarnir semja. Þeir ræddu
ýmsar leiðir og þreifingar. Bezt væri,
að málamiðlunartillögur, sem gætu
bjargað stjórnarsamstarfinu, kæmu
ekki frá Alþýðubandalaginu eða
Alþýðuflokknum heldur öðrum
aðilum.
Fram kom á fundinum, að Jón
Sigurðsson, forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar, hefði verið
upphafsmaður þreifinga um helgina,
sem DB rakti í gær. Jón hefði haft
samband við Snorra Jónsson vara-
forseta ASÍ, og Snorri síðan við ýmsa
alþýðubandalagsmenn i verkalýðs-
hreyfingunni. Þeir gerðu Ásmund
Stefánsson út af örkinni, og hafði
hann samband við Karl Steinar
Guðnason, Sighvat Björgvinsson og
Kjartan Jóhannsson með tilslökun,
einsogskýrthefurveriðfrá. -HH.
Það skiðlogaði I þakhæðinni um tíma en eins og sést á innfelldu myndinni varð tjón minna en xtla hefði mátt.
DB-myndir Sveinn Þorm.
LÝSISVERKSMIÐJA í BÁU
—lögreglumenn á eftirlitsferð sáu eldinn í tíma
Lögreglumenn á eftirlitsferð urðu
varir við eld í rishæð Grandavegs 42,
þar sem Lýsi hf. er til húsa kl. 5 í nótt.
Er slökkvilið kom á vettvang var
orðinn mikill eldur í rishæðinni og í
skyndingu var kallað út varalið.
Slökkviliðið var að störfum á staðnum
til klukkan 7.
Á loftinu, er eldurinn kom upp á,
var geymsluloft og mátti það heita
alelda er slökkviliðsmenn komu á
staðinn. Milli loftsins og vélarsals niðri
er steinsteypt loft og þangað niður
komst eldur ekki og heldur ekki vatn að
ráði svo talið er að tiltölulega litlar
skemmdir hafi þar orðið.
Á geymsluloftinu var ýmislegt dót,
en ekki verðmæti að ráði að því er talið
var í morgun. Þar voru þó til að mynda
bíldekk sem loguðu glatt og skópu
mikinn reyk.
Þakið yfír geymsluloftinu brann og
það sem var á loftinu ónýttist. Talið er
þó að tjón af þessum bruna hafi orðið
minna en ætla mætti af umfangi eldsins
á tímabili.
-ASt.
GOTUNAUÐGANIR 0G AÐRAR NAUÐGANIR
—Sjá kjallaragrein Hildigunnar Ólafsdóttur á bls. 10-11
i