Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979.
15
ÞRIÐJUNGUR
ÞJÓÐARINNAR
HEFUR
SÉÐ GREASE
Nú hafa 76 þúsund manns séð kvik-
myndina Grease sem sýnd hefur verið í
Háskólabíói að undanfömu, og þætti
það eflaust saga til næsta bæjar meðal
stærri þjóða ef þriðjungur þjóðarinnar
sæi eina og sömu kvikmyndina eins og
raun hefur orðið á hér.
„Þetta er algjört met,” sagði
Friðfinnur Ólafsson framkvæmda-
stjóri Háskólabíós í samtali við Dag-
blaðið. Sagði hann að uppundir 70
þúsund manns hefðu séð Sound of
Music eftir að hún hafði verið endur-
sýnd en upphaflega sáu hana rúmlega
50 þúsund manns og var það met á sín-
um tíma. Friðfinnur sagðist reikna með
að Grease yrði sýnd eitthvað áfram og
a.m.k. út þessa viku. Þá tekur við
önnur stórmynd, sem einnig hefur farið
mikla sigurför i Bandaríkjunum, það er
kvikmyndin Superman.
-GAJ-
Friöfinnur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Háskólabfós hefur sannarlega á-
stæðu til aö brosa þvf að kvikmyndin
Grease hefur slegið öll fyrri aðsóknar-
mct, og önnur stórmynd verður tekin
tii sýningar i Háskólabiói á næstunni,
þ.e. Superman. Hér eru þeir Friðfinnur
og Bogi sýningarstjóri í Superman-
stellingum. DB-mynd Ragnar Th. Sig.
Hærri aldur starfs-
manna borgarinnar?
r m ■ ■ * ■■■ ■ x | rm■ *
Kannað verður á næstunni hvort möguiegt sé að hækka aldurshámark borgarstarfe-
manna, en það er núna bundið við 70 ár.
„Við sjálfstæðismenn í borgarstjórn
fluttum fyrir rúmum hálfum mánuði
tillögu um að tekin yrðu til endurskoð-
unar lög um aldurshámark á starfs-
mönnum borgarinnar,” sagði Birgir
ísl. Gunnarsson, einn af fulltrúum
sjálfstæðismanna í borgarstjórn, i sam-
tali við DB í morgun.
Birgir ísleifur sagði að tilgangurinn
með tillögunni hefði verið tvíþættur.
Annars vegar að athuga með mögu-
leika á að hækka aldurshámarkið og
hins vegar að athuga hvort ekki væri
hægt að hefja skipulegar aðgerðir sem
miðuðu að því að menn gætu fengið að
vinna hluta úr starfi þótt þeir væru
komnir á eftirlaun. Hann sagði, að ein-
angrun aldraðra væri orðið félagslegt
vandamál og vaxandi áhugi væri meöal
aldraðra á að halda áfram starfi. Þessi
tillaga væri fram komin vegna þessa.
í lok síðustu viku var þessi nefnd
skipuð og er Ásdís Skúladóttir leikkona
formaður hennar.
-GAJ-
Stórmót Bridgefélagsins:
Góður sigur
Norðmannanna
Per Breck og Reidar Lien, hinir
norsku gestir á stórmóti Bridgefélags
og ReidarLien. DB-mynd Bjarnleifur.
Reykjavíkur fóru með sigur af hólmi
með 204 stig. t öðru sæti urðu Jón
Baldursson og Sverrir Alfonsson með
172 stig. í þriðja sæti urðu þeir
Sigurður Sverrisson og Valur
Sigurðsson með 170 stig, í fjórða sæti
Símon Símonarsson og Jón Ás-
björnsson með 168 stig. Ásmundur
Pálsson og Hjalti Elíasson urðu í 5.
sæti með 137 stig og í 6. sæti urðu
Guðmundur Pétursson og Karl Sígur-
hjartarson með 103 stig.
í þessu stórmóti var spilaður
tvímenningur og stóð keppnin á
laugardag og sunnudag.
Hinir erlendu gestir, sem eru
íslenzkum bridgespilurum að góðu
kunnir, báru sigurorð af gest-
gjöfunum með talsverðum yfir-
burðum. -BS.
BLACKE
^COIO
KARLAR
— —
‘WMT
Nú fer hver ab verba
SÍÐASTUR
t TIL ÞESS AÐ FAGNA HEIMSMETI
MickieGee
HANN KVEÐUR SUNNUD. 25.
með1500tíma að baki
Video
ÝMSIR
HEIMSFRÆGIR
LISTAMENN
VERÐA
Á SKJANUM
”GLEYMD BÖRN 79„ Þakka
BLIKKSMIÐJU BREIÐFJÖRÐS
veitta fjárhagsaðstoð