Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 2

Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. Teljum okkur heppna að fá Steinunni Finnbogadóttur sem forstöðukonu Dagvistunarnefnd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra skrifar: Vegna lesendabréfs er birtist í Dag- blaðinu 14. þessa mánaðar undirritað „hjúkrunarkona”, vill dagvistunar- nefnd Sjálfsbjargar taka fram eftir- farandi: Hjúkrunarkonan misskilur eðli þessarar dagvistunar (dagcenters) og virðist telja að hér sé um dag- spítala að ræða. Svo er ekki. Þeir sem dvelja í dagvistuninni fá morgunmat, hádegismat og miðdegiskaffi. Þeir sem þess þurfa eiga kost á sjúkraþjálfun. Starfsfólk dagvistunarinnar aðstoðar fólkið við föndur og létt afþreyingarstörf. Geta má þess, að auglýst var eftir for- stöðumanni dagvistunarinnar i öllum dagblöðum. Engin umsókn barst frá hjúkrunarfræðingi. í sambandi við dagvistun er félags- legur þáttur stórt atriði. Dagvistunar- nefnd telur sig mjög heppna að fá Steinunni Finnbogadóttur til þess að veita dagvistuninni forstöðu, en Steinunn er þaulvön félagsmála- störfum. Við viljum að endingu bjóða „hjúkrunarkonunni” að koma í Hátún 12 og skoða dagvistunina og ræða við starfsfólkið og þá sem þar dvelja. Steinunn Finnbogadóttir forstöðu- kona dagvistunar fyrir fatlaða. Bariómur óperusöngvara —uppsetning Pagliacci kraftaverk? Lesandi skrifar: Ég las í Morgunblaðinu 11. mart sl. um óperuna Pagliacci og viðtöl við söngvarana. Svona barlómur kemur ekki frá söngvurum sem ráða við hlutverkin, Magnús. Það á ekki að telja okkur óperuunnendum tríu um þetta. Ef menn ráða ekki við; hlufverkin þá afþakka þeir þau. Og í sambandi við kraftaverkið að koma óperunni upp. Það þótti ekkert kraftaverk hér um árið er Þjóðleik- húskórinn og Þjóðleikhúsið setti þetta á svið. Þá var aldrei talað um hve erfitt þetta væri. Svona barlómur reisir enga óperu á íslandi. Ef næsta ópera verður svona erFið þá ættuð þið að fá aðra söngvara sem syngja af gleði og léttleika en ekki af rembingi. Atriði úr ópcrunni Pagliacci DB-mynd Bj.Bj. Hugsið ykkur tvisvar um Vesturheimsfarar — brostnar vonir geta farið illa með marga J. Magnússon í Kanada Marlín G. skrifar: Að sönnu er viðurkennt að verðbólgan á íslandi er mikil, en samt er eftir að vita hvort ófrelsið er meira en annars staðar. Menn gera það ekki hér í Kanada eða í Bandaríkjunum að hlaupa af landi burt, strípaðir eða á nærbuxunum og krónulausir. Jafn- vel er Skattkarlinn með vakandi auga á öllum hér í Vesturheimi eins og annarsstaðar. Annað er nú en þegar vestur- ferðirnar voru. Þá fluttu menn sig til þess að „komast áfram”, og var séð að þeir fengju landspildu sér til eignarréttar, fyrir $10, og ef að þeir unnu landið þá áttu þeir það eftir eitt ár. Nú er það ekki lengur, og Skattkarlinn þuklar ófeiminn á pyngju manna, er þeir flytja til landsins. Hafa þeir eitthvað? Ha! Nú þarf að borga hér vestra frá $25.000 til $70.000 bara fyrir litla lóð fyrir íveruhús! Er þetta ekki verðbólga? Buxur og nærbrækur? Fyrir sjö árum keypti ég góðar buxur fyrir $9, og þótt ég hafi auðvitað keypt margar buxur siðan, þá borgaði ég um daginn $32 fyrir buxur, engu betri. Eins er með nærbuxur, en þær eru svo lélegar að ég læt engan mann sjá mig í þeim og áreiðanlega klæðist ég þeim ekki til annarra landa. Svona má telja. Állt hækkar í verði árlega, og jafnvel daglega, og atvinnuleysi stendur nú í Kanada rétt við eina milljón manna, og þar með há- menntaðir menn, auk æfðra verka- manna, með fjölskyldur til að sjá fyrir. Menn skyldu stilla sig um að flytja frá öðrum löndum til Vesturheims eins og allt er hér nú, og ekki er betra ástandið suður í Bandaríkjunum. Brostnar vonir og vonleysi getur farið illa með marga, og gerir það hér vestra ekki síður en á fslandi, og enn er eftir að vita hvaða ráð stjórnir geta fundið til að stemma stigu við hamslausri verðbólgunni, sem er um allan heim. Atvinnuleysið hér vestra er hræðilegt og ef ekki væri fyrir at- vinnuleysisstyrk, ellistyrk, barna- styrk og fleira, þá væri hér verri kreppa hejdur en árin 1930—40: Menn skyldu hafa vissu sina um framtíðina áður en þeir flytja sig. Raddir lesenda BÍLASALAN. ijM VITAT0RGI Sími29330 Ávallt mikið úrval notaðra bifreiða Bronco árg. 1973 eldnn 112 þús. 8 cyl 302 cup. beinsk. rauflur + hvítur, powerstýri + Tracer dekk + magnesium felgur. Gullfallegur og góður bill. Verð 3,2 miilj. imm mm Plymouth Valiant árg. 1974 6 cyl sjálfsk. útvarp, aflstýri + bremsur. Drapplitur mjög fallegur' bill. Verfl 2,5 millj. Blazer Cyanne árg. 1973 8 cyl 350 cup. sjálfsk. vetrardekk ný 16 tommu aflstýri + bremsur, útvarp, segul- band, electronisk kveikja.upphækk- aður. Verð 4—4,2 millj. Audi 100 LS árg. 1976 ekinn 44 þús. blár sumard. útvarp. Mjög vel með farinn bíll. Verð 3,7 millj. hmm 'M 1« : bi m VW 1303 árg. 1975 Ijósgrænn sumard + vetrardekk, útvarp, bíll sem stendur fyrir sínu. Verð 1600 þús. Saab 96 árg. 1974 eldnn 82000 km Toyota Carina árg. ’76 ekinn 48 þús. Skoda Pardus árg. 1974 eldnn 55 þús. Ford Escort árg. 1974 þýzkur ekinn rauður sumard + vetrardekk. sldpti km 4ra dyra rauðbrúnn, vetrardekk, sumard. + vetrardekk, útvarp, 57.000 km rauður 2ja dyra, vetrar á dýrari koma til greina. Verð 2,2 útvarp, segulband. Verð 2,8—3 millj. álfelgur, flauelskl. að innan. Verð dekk, útvarp. Verð 1450—1500 þús. millj. Mazda 323 árg. 1977 ekinn 57000 lun 3 dyra, blár, sumard. + vetrardekk, útvarp, segulband, sldpti á góðum jeppa koma til greina. Verð 2,8 mtilj. ikoda 110 L árg. 1977, ekinn 32000 km. grænn sumard. + vetrardekk, itvarp. Bill i góðu lagi. Verfl 1100 þús. skipti. Oldsmobile Cutlass árg. ’67, svartur, gullfallegur, nýinnfluttur, 8 cyl, 455 cup, sjálfskiptur, vél árg. ’74, króm- felgur, útvarp. Óryðgaður. Verð kr. 1.800 þús. mm Ford Cortina árg. 71, furðulega gott eintak, ekinn aðeins 64 þús. km frá upphaB, grænsanseraður 4ra dyra. Verð kr. 900 þús. Volvo 144 de luxe árg. 1969 orange , gott lakk, vetrardekk, góður bill,. Verfl 1400 þús. til kl. 7, Mercury Comet 1972 ekinn 90 þús. IflUQBr* gulur, útvarp powerstýri + bremsur. , 11 Verð aðeins 1400 þús., lækkar mikið Q3Q3 gegn staðgreiðslu. “ til kl. 5J Óskum eftír öllum tegundum ný/egra brfreiða á skrá. Miki/sa/a BÍLASALANi w VITAT0RGI Sími 29330

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.