Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 3

Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. 3 Hundleiðinlegt sjónvarp sorgarmyndir og ræf larokkarar Brcfrilari slingur upp á þvi að sjónvarpið laki til sýningar tónlislarþætti með James Last. Lesandi ó Norðurlandi skrifar: ört versnandi smekkur sér- fræðinga sjónvarpsins okkar í vali kvikmynda og tónlistarþátta leynir sér ekki. Við úti á landsbyggðinni og í tilbreytingarleysinu hlökkum alltaf til helgarinnar og þá er kannski okkar stærsta tilbreyting fjörug mynd i sjónvarpinu á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Nú 4-5 sl. helgar hefir ekki gengið á öðru en sorgarmyndum eða þá svo háfleygum að við alþýðan skiljum þær ekki. Eitt ber þó að viðurkenna. Síðan sá frægi atburður er Kvikmyndahátíð nefnist heiðraði höfuðborgina á sl. ári hefir ekki sézt klám á skerminum og er það vel, en við áhorfendur skiljum samt ekki alla þessa sorg. Við greiðum okkar sjónvarpsgjald til að fá útúr því gleði- stundir en ekki grátköst. Þá eru það tónlistarþættir. Þeir hafa oft verið settir inn á laugardags- dagskrána í 30 til 45 mínútur og gæti það líka verið prýðilegt. En þar hefir þó nokkrum sinnum brugðið fyrir vægast sagt undarlegum smekk á vali efnis, sem ég held að hljóti að vera til kominn vegna mikils mis- skilnings, en það var síendurtekið á síðustu mánuðum sl. ár eða fyrri hluta vetrar að sýna brjálaðar (popp) lunglingahljómsveitir. Meðlimir kannski berir niður að mitti með hárlufsur í allar áttir, allir ráfandi um sviðið með öll einkenni dópistans hvar sem á þá er litið. Ég vildi vinsamlegast benda dagskrárstjórri sjónvarps á eftirfarandi: Sjónvarps- áhorfendur á laugardögum eru ýmist eldri en 25 ára eða yngri en 12 ára, Þeir sem ánægju hafa af þess háttar ræflarokkurum eru eldri en 12 ára og yngri en 25 ára. Þessi hópur er ekki heima á laugardögum. Ef ráðamenn eru í vandræðum með heppilegt efni vil ég benda þeim á að bæði Danir o& Svíar eiga skemmtilega músikþætti í tonnatali. Þjóðlagasöng með beztu. söngvurum og hljómsveitum, létt: klassísk verk sem bæði ungir og gamlir kunna að meta allt frá Rapsody No 2 eftir Lizt fært upp í leikformi, jasstónleika með Elling- ton, Basie eða blandaða tónlist meíi James Last. Af nógu virðist þar vera að taka. Alla vega þá vona ég að for- ráðamenn sjónvarpsins fari að átta sig á að það eru þeir sem eiga aíi reyna að þóknast okkur, en ekki við þeim. ENN UM DRAGNOT Trausti Guðmundsson sjómaður skrifar: Að undanförnu hafa fáeinir menn látið Ijós sitt skína varðandi drag- nótaveiðar í Faxaflóa. Það eru eingöngu menn sem eru á móti dragnót. Dragnót drap einu sinni þorsk og ýsu. Þess vegna er hún stór- hættulegt eyðingartæki að manni skilst. Rök manna Maður nokkur gekk út með kíki sinn suður í Garði. Brá hann sjónaukanum á loft og horfði til hafs og hvað sá maðurinn. Jú, hann sá dragnótarbát og að líkindum við veiðar, því nær var hann ferðlaus. Þvílíkt. Einhver hefði nú verið munurinn að vera bara á marglyttu- veiðum. Svo máttlaus geta rök manna verið og svo fráleit að tæpast er hægt að brosa að vitleysunni. Rök fiski- fræðinga varðandi dragnótina eftir aðjiafa rannsakað yfirferð hennar um botninn og með stækkun möskva í 170 mm hníga eindregið í þá veru að nýta beri skarkola þann sem nóg er talið af og hefur verið vannýttur. Skynsamleg nýting fiskstofna innan landhelginnar virðist eiga örðugt uppdráttar. Skal hér minnzt á hið gífurlega smásíldardráp hringnóta- báta, seiðadráp rækjubáta og síðast en ekki sízt ef dengja á loðnuflot- anum í þorskanet eftir að hafa ausið upp loðnunni langt umfram það sem fiskifræðingar töldu ráðlegt. Hér þarf víst ekki að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það væri vissulega at- hugandi fyrir seglasaumara að láta þetta ekki framhjá sér fara. Málstaður útgerðarmanna Ólafur Björnsson útgerðarmaður í Keflavík er einn þeirra örfáu suður þar sem leitt hefur málstað útgerðar- manna og sjómanna i ræðu og riti. Manni finnast hálfrætnar og ræfils- legar persónulegar árásir einstakra manna á hann vegna þess að hann hafði dug og þor til þess að bera fram tillögu á alþingi þess efnis að nýta ,beri skarkolann með því að opna tak- mörkuð svæði fyrir dragnót. Nýta ber vannýtta fiskstofna Hér verður skynsemin að ráða ferðinni. Nýta ber vannýtta fisk- stofna svo sem unnt er og taka skal meira tillit til vísindalegra athugana og kannana fiskifræðinga en gert hefur verið. Fóðlegt verður að sjá skynsamleg nýting fiskstofna virðist eiga erfitt uppdráttar hvort hið háa alþingi metur meir, rök fiskifræðinga eða hagsmunapotara og rithandasafnara. RAGNHEIÐUR KRISTJÁNfeDÓtTI Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Spurning i Hvað ætlar þú að gera í sumarfrfinu? Helga Tómasdóttir, nemandi og sendill: Ég ætla að vinna hjá Tryggingastofnuninni. Magdalena Gissurardóttir, sauma- kona: Ég reikna ekki með að fara neitt. Annars er ég ekkert farin að hugsa um það ennþá. Jón Hólmgeir Steingrímsson, nemi: Ég er að hugsa um að vinna hjá Hörpu, ef ég fæ vinnu þar hjáafa mínum. Gréta Pálsdóttir, kennari: Ég er ekki farin að hugsa um það. Ég fer náttúr- lega i frí, en það er alveg óráðið hvert þaðverður. Sigurður Hálfdánarson, verzlunar- maður: Það er ekkert ákveðið í þeim málum, en það verður sennilega í ágúst sem ég tek fríið. Undanfarin ár hef ég ferðast svona jöfnum höndum utan- lands og innan og ég er að hugsa um að vera bara heima í ár. Jónína Emilsdóttir, nemandi: Ég fer sjálfsagt eitthvað vestur og skoða Vest- firðina, til dæmis ísafjörð. Annars er ég lítið farin að hugsa um þetta ennþá.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.