Dagblaðið - 20.03.1979, Page 7

Dagblaðið - 20.03.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. 7 Finnland: Ihaldsmenn unnu á í þingkosningum Finnski íhaldsflokkurinn vann tals- vert á í þingkosningum, sem fóru fram í landinu í gær og fyrradag. Allt útlit var þó fyrir að samsteypa vinstri- og miðflokka myndi halda velli, er lokaatkvæði höfðu verið talin. Þau úrslit voru þó ekki opin- berlega staðfest. Sósíaldemókratar hafa að undan- förnu verið við stjórnvölinn í Finn- landi ásamt kommúnistum, mið- flokknum og frjálslyndum. Ólíklegt var talið í nótt að íhaldsmenn ættu eftir að taka þátt j næstu samsteypu- stjórn, en i ljósi ávinnings þeirra er talið að þeir eigi eftir að hafa meiri áhrif en ella á val næsta forsætisráð- herra. Þó að íhaldsmenn hafi unnið á, er flokkur sósíaldemókrata þó enn stærsti þingflokkurinn í Finnlandi. AUs sitja 200 menn þingið í Finn- landi, í einni málsstofu. Af þeim hafa Sósíaldemókratar nú 52 sæti og íhaldsmenn 46. Þeir hafa ekki átt fleiri menn á þingi síðan 1917 er Finnland varð óháð Rússakeisara. Vegna mikillar aðsóknar AUKAFERÐ TIL MALLORCA UM PÁSKANA r Vegna þess aö þeir erw 1. stillank’RÍr, sem býdur upp á mjúka Jjöðrun eða stifa eftir aðstædum ogóskum bílstjórans. 2. tvírirkir, sem kemuri vegfyrirað bíllinn „sláisaman"i holum eða hvörfum. 3. viðgeranlegir, sem þýðir að KONI höggdevfa þarf i Jlestum tilfellum aðeins að kaupa einu sinni undir hvern bíl. 4. með áhyrgö, sem miðasl við I ár eða 30.000 km akstur. 5. ódýrastir miðað við ekinn kílómetra. Ef þú metur öryggi og þægindi í akstri einhvers, þá kynntu þér hvort ekki borgar sig að setja KONI höggdeyfa undir bilinn. Varahluta- og viðgerðarþjónusta er hjá okkur. SMYRILL H/F Ármúla 7, sími 84450, Rvík OG ÞÁ ER EKKISEINNA VÆNNA AÐ fara að huga að vor- og sumartízkunni. Norræn tízkuvika hófst um síðustu helgi i Danmörku, þar sem línan var lögð fram á næsta vetur. Meðal hluta, sem vekja athygli þar eru þessi mat- rósaföt, sem danska deildin af Lee Cooper sendir á markaðinn. Galli þessi hentar báðum kynjum. Hann samanstendur af rauðum, bláum og hvítum bol, buxum og að sjálfsögðu sjóliðahúfu með dúski. Nauðsynlegt er að buxurnar séu úr lérefti og má nelzt ekki vanta bláa rönd eftir hliðar- saumnum utanáog meðfram vasanum. Þó er hægt að fá buxur án randa eða í þeim lit, sem passar bezt við þver- röndótta skyrtuna. — Sem sagt, nú er það röndótt heillin. 12dagar — 4.-15. apríl. Verðfrákr. 118.800.- Gist á eftirsóttum Sunnuhótelum, POR TONO VA, VILLA MA R og GUADALUPE. Hið ótrúlega lága verð er árangur hag- stœðra samninga um flug oggistingu. Ódýr vikuferð til New York 3. maf. REYKJAVIK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. Bandaríkin: T0PPAFUNDUR UMLEIÐIRTIL 0RKU- SPARNAÐAR Flogið verður með DC-10 þotu Flug- leiða og gist á hótel PICCADILLY, sem er rétt við Broadway á Manhattan í hjarta New York. íslenzkur fararstjóri. Verðfrákr. 149.500.- Pantið strax — fáein sæti laus. HVERS VEGNA HÖGGDEYFA? Barizt var víða nálægt landamærum írans og íraks í fyrrinótt. Þar áttust við íranski herinn og uppreisnarmenn Kúrda. Útvarpsstöðin Rödd byltingar- innar hóf fljótlega að útvarpa til- kynningum að vopnin hefðu verið slíðruð, þrátt fyrir að íbúar í kúrdanska bænum Sanandaj heyrðu enn mikla skothríð löngu eftir að til- kynningin i útvarpinu kom. Er rödd byltingarinnar tilkynnti að bardögum hefði verið hætt, var jafn- framt bætt við að þá hefðu bardagar staðið yfir í um sólarhring og tugir manna hefðu falliðeða særzt. Útvarpið lét þess ekki getið hverjir hefðu átt í stríði við íranska herinn. Khomeini trúarleiðtogi írana kom fram í útvarpi landsins í gær og hvatti til einingar Sunnt- og Shi’ iteflokka múhameðstrúarmanna. Khomeini og mikill meirihluti laiidsmanna tilheyrir síðarnefnda flokknum. Kúrdar eru hins vegar velflestir Sunni múhamneðs- trúarmenn. Túlka má þvi orð Khomeinis þannig að trúarástæður einar séu fyrir bardögunum við landa- mæri Íraks. Ekki er ljóst hvers vegna bardag- arnir hófust við bæinn Sanandaj. Hitt er vitað að Kúrdar hafa farið í taugar Khomeinis og fylgismenn þeirra, er þeir ferðuðust til nokkurra bæja og borgu i íran til að leggja áherzlu á þá einingu, sem náðst hefurmeðal þjóðarinnar. CARTER: Gefur ckkert upp að svo stöddu. Catter Bandarikjaforsett átti i gær dagslangan fund með æðstu ráðgjöfum sínum í orku- og efna- hagsmálum. Umræðuefnið var aðeins eitt. Leiðir til orkusparnaðar í Bandaríkjunum. Forsetinn færðist undan því að svara, hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar, er hann hélt með þyrlu áleiðis til Hvita hússins frá fundarstað hans og ráðgjafanna í Maryland. Eina svarið sem hann gaf frétta- mönnum var: „Við látum ykkur vita seinna.” Barry Bosworth launa- og verðlagsráðgjafi forsetans sagði fyrir fundinn, að skiptar skoðanir væru um, hvort afnema ætti verðtakmarkanir á olíu. „Það hlýtur að verða sárt fyrst í stað, ef takmarkanimar verða afnumdar,” sagði Bosworth, ,,en ef litið er til langs tíma, þá hlýtur það að verða til góðs eins. Erlendar fréttir REUTER I íranskir hermenn og Kúrdar berjast Bardagarnir eru taldlr vera af trúarástæðum

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.