Dagblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 24
Gífurlegt óveður norðanlands ígær og nótt:
„m VORUM MED
GÓDA SÆNG...”
Fjölskylda hafðist við í bfl sínum Í8 klst.
„Fólkið fannst rétt um kl. þrjú i illviðri, sem geisaði á Norðurlandi í mikiðhvassviðn.” hjálpina,”sagðiTornennfremur.
nótt og var þá við beztu heilsu, enda gærognótt. Tryggvi sagði, að það hefði farið Að sögn Gísia Lorents voru
hafðist það við í bílnum,” sagði Gisli ,,Við vorum búin aö vera þarna tiltölulega vel um þau, þau hefðu björgunarsveitarmenn á tveimur bil-
Lorents, aðstoðarslökkviliðsstjóri á stopp frá þvi um kl. sjö um kvöldið,” verið með góða sæng í bílnum og vel um og fór annar þeirra til aðstoðar
Akureyri i viðtali við Dagblaðið í sagði Torfi Sigtryggsson, húsasmiður búin skjólfötum. ,,Við lentum við bílalest, skammt undan
morgun, en Flugbjörgunarsveitin á á Akureyri, i morgun en hann hafði kannski ekki beint í hrakningum, það Svalbarðseyri, þar sem þeir fundu bíl
Akurcyri var beðin um aðstoð við að ætlað með konu sína, barn og má segja, að við höfum veriö lengi á Torfa. Þar voru flutningabilar og
leita fjögurra manna á bíl, hjóna, tengdamóður austur í Reykjadal. leiðinni,” sagði Torfi. „Engum hefur fóiksbílar i erfiðleikum og aðstoöuðu
gamallar konu og barns i gær. Fólkið „BUlinn bleytti sig og drap á sér, það orðið meint af þessu og við viljum björgunarsveitarmenn þá.
hafði ætlað austur í Reykjadal, en var ekki snjókorn á veginum til að þakka Flugbjörgunarsveitarmönnum Til Akureyrar kom fólkið um kl.
hafði snúið við i vaxandi ófærð og byrja með, en skafrenningur og og öllum hlutaðeigandi innilega fyrir fimm í morgun. -HP.
Aö sofa svefni
hinna réttiátu
Islendingar hafa heldur betur þurft á vetrarbúnaði að halda í vetur og
óneitanlega minnir þessi mynd á útbúnað nágranna okkar Grœnlendinga
þar sem barnið sefur áhyggjulausum svefni í þessum haglega útbúna sleða.
Myndina tók Magnús Hjörleifsson í Bláfjöllum, þar sem Reykvíkingum
hefur gefizt nægur tími til hollrar útivistar í vetur.
Norðanátt spáð áfram:
MIKIÐ ÍSREK FYRIR NORÐURLANDI
Mikið jakahrafl er nú fyrir Norður-
og Austurlandi. Að sögn Hafliða Jóns-
sonar verðurfræðings er mjög erfitt að
skilgreina ísröndina, þar sem ísinn er
yfirleitt ekki nema 1/10 til 3/10 að
þéttleika. Sagði hann, að þetta væri
mesta hrafl sem hefði brotnað úr
aðalísnum en þar sem búizt er við á-
framhaldandi norðanátt næstu daga
má reikna með versnandi ástandi.
ísinn er allt suður á Héraðsflóa. Við
Langanes eru ísspangir landfastar og
mikið ísrek þar um slóðir. isrekið er 1,5
sjómílur á klst. við Langanes enda
norðan 8 vindst. Á Þisdlfirði er mikið
ísrek á siglingaleið og eins út af Sléttu
og Mánáreyjum. Sigling er greiðfær
fyrir Horn og Húnaflóa og að
Rauðunúpum en getur verið varasöm á
Þisdlfirði og fyrir Langanes að nóttu
til. Stakir jakar og mjóar spangir eru
fyrir Norðurlandi öllu á siglingaleið.
-GAJ-
Rannsókn á aðalverktökum?
SAMSTADA KRATA OG
AIÞÝÐUBANDALAGSINS
Klofningur varð í stjórnarliðinu í um, að rannsókn fari fram á starf- hildi Helgadóttur og Friðjóni til, að tillagan verði samþykkt með
utanríkismálanefnd Alþingis i gær semi íslenzkra aðalverktaka. Þórðarsyni. smávægilegum breytingum.
um þingsályktunartillögu al- Formaður nefndarinnar, Einar Meirihluti nefndarinnar, Alþýðubandalagsmenn í nefndinni
þýðuflokksmannanna Vilmundar Ágústsson (F) snerist gegn tillögunni, alþýðuflokks- og alþýðubandalags- eru Gils Guðmundsson og Jónas.
Gylfasonar og Árna Gunnarssonar ásamt sjálfstæðismönnunum Ragn- menn standa að áliti, þar sem lagt er Árnason. -HH/
frýálst, úháð daghlað
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979
Hvervill
kaupa
Víðishús?
Víðishúsið er nú að hluta til sölu.
Hefur Innkaupastofnun ríkisins verið
falið að leita efdr tilboðum í þrjár efstu
hæðir hússins, þ.e. 3., 4. og 5. hæð.
Ríkisútgáfa námsbóka hefur fengið
j arðhæðina og 1. hæð hússins fyrir sína
starfsemi.
Þegar húsið var keypt á sínum tíma,
þrátt fyrir mikla gagnrýni og almenna,
var fyrirhugað að menntamálaráðu-
neytíð fengi það til afnota.
Hæðirnar sem nú eru auglýstar dl
sölu eru, að mati byggingamanna, vel
fokheldar. Yrðu breytingar á húsinu
mjög kostnaðarsamar með tilliti til nýt-
ingar fyrir skrifstofur. Hins vegar eru
vonir bundnar við að vegna stöðugrar
verðbólgu kunni að fást viðunanlegt
verð fyrir efstu hæðir hússins.
BS.
Ellilífeyrir
gamallar
konu fauk
útíveður
ogvind
í snarpri vindhviðu opnaðist taska
gamallar konu sem var á leið niður
Laugaveg. Féll úr töskunni allt sem í
henni var. Meðal þess voru peninga-
seðlarogskilríki.
Margir vegfarendur urðu vitni að
þessu. Hjálpuðust þeir að við að grípa
það sem til náðist. Því fór samt fjarri
að allt kæmi til skila. Þegar síðast sást
til gömlu konunnar gekk hún grátandi
áfram niður Laugaveginn.
Þetta gerðist um klukkan 14.30 í
gærdag. Þegar konan fór yfir Baróns-
stíginn stóð vindstrengur upp götuna
frá sjónum. Var hann svo hvass í hvið-
unum að gangandi vegfarendur gátu
naumast hamið sig. Þarna opnaðist
taska gömlu konunnar og fór allt úr
henni, sem fyrr segir.
Það var tilgáta fólks, sem þarna var,
að konan hefði verið að koma með elli-
lífeyrinn úr Tryggingastofnun ríkisins.
Hvort sem svo var eða ekki hefur kon-
an orðið fyrir dlfinnanlegum skaða,
enda gat hún ekki leynt hryggð sinni og
geðshræringu.
Hafi einhverjir vegfarendur fundið
einhverja peningaseðla eða annað, sem
telja má, að konan hafi misst úr tösku
sinni, þá væri DB ánægja að því að
halda þeim upplýsingum til haga i
þeirri von, að gamla konan lesi þessa
frétt og geri blaðinu viðvart.
-BS.
y KaupidT
TftllfMR >1
0
TÖLVUR
f* OGTÖLV
BANKASTRÆTI8
127*^