Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.03.1979, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1979. 17 Hvað er á seyði rnn helgina? Sjónvarp næstuviku Sjónvarp Dagskrárliðir eru i litum nenú annað sé tekið fram. Laugardagur 31. mars 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.25 Platan. Sovésk mynd um vinsæla hljóm- sveit, sem flytur frumsamda dægurmúsík og fylgst er með því, hvernig hljómplata verður til. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Þau koma að norðan. Finnur Eydal, hljómsveit hans og söngkonan Helena Eyjólfs- dóttir skemmta. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Allt er fertugum fært. Breskur gaman- myndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.30 Humarínn og hafið. Kanadísk fræðslumynd. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 22.00 Melody. Bresk bíómynd frá árinu 1971. Tónlist Bee Gees. Leikstjóri Waris Hussein. Aðalhlutverk Mark Lester, Tracy Hyde og Jack Wild. Sagan er um þrjú börn í barnaskóla i Lundúnum, Daniel, Ornshaw og Melody. Daníel og Melody verða hrifin hvort af öðru og ákveða að giftast, en það er ekki svo auðvelt, þegar menn eru aðeins ellefu ára. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 23.50 Dagskrárlok. Sunnudagur 1. apríl 17.00 Húsið á sléttunni. Átjándi þáttur. Fjölskyldudeila. Efni sautjánda þáttar: Undar- legan gest ber að garði hjá Ingallsfjöl- skyldunni. Það er sirkuseigandi O’Hara að nafni. Hann hefur m.a. meðferðis töfraduft, sem að hans sögn getur læknað alla sjúkdóma. Baker læknir er lítt hrifinn af starfsemi hans, og loks neyðist hann til að fara úr bænum. En þegar hundurinn Jói verður fyrir meiðslum, gerir Karl það fyrir þrábeiðni Láru að sækja hann aftur. Hundinum batnar, en O’Hara ját- ar, að það sé ekki duftinu hans að þakka. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Þráinn Bertelsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Rústir og heilagur Magnús. Bresk mynd um Orkneyjar og sögu þeirra. Tónlist eftir Pet- er Maxwell Davies, sem býr í Orkneyjum. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.20 Syngjandi kyrkislanga. Danskur skemmtiþáttur. Tveir farandskemmtikraftar efna til sýningar á lélegum skemmtistað, en þegar í upphafi fer allt í handaskolum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 22.10 Alþýðutónlistin. Sjötti þáttur. Revíusöngvar. Meðal þeirra sem sjást i þættinum eru Liberace, Sylvie Vartan, Mae West, Danny La Rue, Edith Piaf, Charles Aznavour, Charles Coburn, Marlene Dietrich, Maurice Chevalier og Judy Garland. Þýðandi Þorkell Sigurbjörnsson. 23.00 Að kvöldi dags. Ottó A. Michelsen, for- stjóri, flytur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok. Mánudagur 2. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 fþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.00 Birta s/h. Leikrit eftir Erling E. Halldórs- son. Leikstjóri Þorsteinn Gunnarsson. Leik- endur Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Margrét Ólafsdóttir, Jón Hjartar- son, Jón Júlíusson og Guðrún Þ. Stephensen. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Frumsýnt 18. janúar 1976. 21.50 Guðir og geimvcrur. Astrolsk mynd um fljúgandi diska og tilraunir visindamanna að ná sambandi við lífverur á öðrum hnöttum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.50 Dagskrárlok. Þriðjudagur 3. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Ungverskir hestar s/h. Ungverjar eru víð- frægir hestamenn. 1 þessari mynd er brugðið upp svipmyndum af þjálfun gæðinga af úrvals- kyni, m.a. Lipizzan-stofni, en þeir eru þekktir um allan heim fyrir fótfimi. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 20.50 Loftslagsbreytingar. Umræðuþáttur í beinni útsendingu undir stjórn Páls Bergþórs- sonar veðurfræðings. Þátttakendur dr. Sig- urður Þórarinsson, Trausti Jónsson og Svend- Aage Malmberg. Útsendingu stjórnar öm Harðarson. 21.40 Hulduherínn. Feluleikur. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. apríl 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá siðasta sunnudegi. 18.05 Börnin teikna. Bréf og teikningar frá börn- um. Kynnir Sigríður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Hláturleikar. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Annar þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Heimur dýranna. Fræðslumyndaflokkur um dýralíf viða um heim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og visindi. Uppleysanlegt gler. Segulknúið færiband. Sundhanskar. Sykursýki: Ný læknismeðferð o.fl. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.00 Lifi Benovský. Þriðji þáttur. Gústaf Wynblath. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.15 Atvinnuher Bandarikjanna. Sænsk heimildamynd. Á valdatíma Nixons var her- skyldu aflétt i Bandarikjunum, en atvinnuher- mennska tekin upp. Sumir telja, að nú fáist aðeins dreggjar þjóðfélagsins til hermennsku og herinn sé því vart hæfur til að gegna hlut- verki sinu og standa við skuldbindingar sínar i Evrópu. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin er ekki við hæfi barna. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.45 Dagskrárlok. Föstudagur 6. apríl 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðu leikararnir. Gestur í þessum þætti er bandariska söngkonan Pearl Bailey. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 22.05 Á ystu nöf s/h. (Pressure Point). Bandarísk bíómynd frá árinu 1962. Aðalhlutverk Sidney Poitier, Bobby Darin og Peter Falk. Myndin gerist á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld og á striðsárunum. Geðlæknir lýsir kynnum sínum af fanga, sem haldinn er alls konar kynþátta- fordómum og er i bandariska nasistaflokkn- um. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 7. apríl 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Heiða. Nýr myndaflokkur i þrettán þátt- um, gerður i samvinnu þýzka, austurriska og svissneska sjónvarpsins og byggður á hinum sivinsælu Heiðu-bókum eftir Jóhönnu Spyri. Fyrsti þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Allt er fertugum fært. Breskur gaman myndaflokkur. Fjórði þáttur. Þýðandi Ragna Ragnars. Á YZTU NÖF — sjónvarp næsta föstudagskvöld: Nasistinn hatar sálfræðinginn —semáað lækna kann Það er orðið Iangt síðan Sidney Poi- tier hefur borið fyrir augu islenzkra sjónvarpsáhorfenda. Enda er þessi svertingi sem eitt sinn var hæst launaði leikari í heimi fallin stjarna og hefur lítið gert sér til frægðar hin siðari ár. En á föstudagskvöldið í næstu viku gefst fólki kostur á að sjá ágætan leik Poitier i myndinni Á yztu nöf, sem sýnd verður í sjónvarpinu. Poitier leikur þar sálfræðing sem starfar við bandarískt fangelsi. Sá sjúklingur sem hann þarf mest fyrir að hafa er nasisti sem hatar bæði negra og gyðinga, og þar af leiðandi sálfræðing- inn líka. Myndin gerist rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skellur á, þegar alls kyns fordómar voru sem algeng- astir. Auk þess sem myndin lýsir kynnum þeirra sálfræðingsins og nasistans er lýst ástæðunni fyrir þvi að nasistinn situr inni. Glæpur sá sem hann framdi var hreint ekkert smáræði. Eins og við er að búast leikur Poitier Úr mvndinni Á yztu nöf. sálfræðinginn af hógværð og lipurð. Bobby Darin leikur nasistann og er leikur hans aldeilis frábær. Enda fær myndin í heild þrjár stjörnur af fjórum mögulegum út á leikinn einan. í auka- hlutverki sjáum við svo Peter Falk, sem við könnumst betur við sem Colombo. DS. GREIFYNJAN FRA H0NG KONG, —sjónvarp næsta laugardagskvöld: L0REN, BRANDO OG CHAPUN Mynd Charlie Chaplin, Greifynjan frá Hong Kong, er á dagskrá sjón- varpsins á laugardagskvöldið í næstu viku. Greifynjan var sýnd hér i kvik- myndahúsum fyrir allmörgum árum. Söguþráður myndarinnar gerist mestallur um borð í lystisnekkju bandarísks stjórnarerindreka. Sophia Loren leikur þar greifynju frá Hong Kong sem faldi sig í skipinu til þess að komast úr landi. Marlon Brando leikur Bandaríkjamanninn sem í fyrstu verður ekkert hrifinn af laumufarþeganum og lenda þau hjúin í alls kyns skringilegum deilum áður en hin eina sanna ást nær tökum á þeim. Kvikmyndahandbókin okkar segir Greifynjuna vera lélega mynd þrátt fyrir góða aðstandendur eins og Chapl- in sem samdi handrit og er leikstjóri. Myndin fær aðeins tvær og hálfa stjörnu af fjórum mögulegum og er sagt að hún sé rétt ein venjuieg ástar- vellan. Höfundur bókarinnar segist hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum * með myndina og það eina sem honum fannst einhvers virði var að sjá Chaplin bregða fyrir í hlutverki sjóveiks þjóns. Ekki man þó undirrituð betur en hún hafi skemmt sér þolanlega þegar myndin var sýnd í bíó í æsku hennar. Myndin er líka töluvert fræg meðal þjóðanna þannig að ef til vill er kvik- myndabókarhöfundurinn sá eini sem ekki hefur smekk fyrir myndina. DS. Sophia Loren og Marlon Brando sem greifynjan og Bandaríkjamaðurinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.