Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAt 1979.
■N ú
Frá Keflavikurflugvelli.
DB-mynd Hörður.
HVAÐ LIÐUR STOFNUN SKRIFSTOFU
VARNARMÁLADEILDAR Á VELLINUM?
Heiðar Georgsson, starfsmaður á
Keflavíkurflugvelli, hringdi:
í kringum stjórnarskiptin var talað
um að setja á laggirnar skrifstofu
varnarmáladeildar utanríkisráðu-
neytisins á Keflavíkurflugvelli. Enn
hefur ekkert bólað á þeirri skrifstofu
og því langar mig að beina þeirri
spumingu til viðkomandi yfirvalda
hvað þessari fyrirætlun líði.
Þessari skrifstofu var ætlaðað fara
með öll ágreiningsmál íslenzkra
starfsmanna á Vellinum. Starfsmenn
þar eru orðnir leiðir á að leita stöðugt
með öll meiri háttar mál til ráðuneyt-
isins í Reykjavík enda eru menn þar,
sem fjalla eiga um málin, yfirleitt svo
uppteknir að þeir hafa ekki tíma til
að sinna þessum málum.
Það vaknar því óhjákvæmilega hjá
manni sú spuming hvort embættis-
mennirnir, sem um þetta fjalla, hafi
nógu gott samband við ráðherra. Þá
vil ég einnig varpa fram þeirri spurn-
ingu hvort þeir embættismenn sem
um þetta hafa fjallað áratugum
saman séu ekki óhæfir til þess vegna
‘kunningsskapar síns og vináttu við
Bandarí kj amennina.
Mig langar einnig að biðja um
skýra túlkun á því sem utanríkisráð-
herra samdi um 1974 — um að ís-
lenzkir starfsmenn taki i auknum
mæli við störfum af hermönnum á
Keflavikurflugvelli.
Þá þykir mér spuming hvort for-
svaranlegt sé að herinn gefi út öku-
skírteini bæði til þeirra sem hafa próf
fyrir og eins þeirra sém aldrei hafa
tekið ökupróf. Ég á við að herinn
gefur út ökuréttindi á stóra vörubíla,
stór tæki og strætisvagna, bæði inn-
an vallar og utan — þar með um allt
land. Þetta gerist jafnvel án þess að
framvísað sé bandarískum ökuskír-
teinum eins og þó er kveðið á um í 3.
grein B-liðar viðauka varnarsamn-
ingsins.
Spákonan spáði engu
— heldur spurði mig spjörunum úr
.Rósa Ólafsdóttir hringdi:
Fyrir stuttu fór ég til spákonu og
fór eftir auglýsingu í einu dagblað-
anna. Mér ofbauð svo vinnumáti
þessarar konu að ég get ekki orða
bundizt. Maður fer jú til spákonu til
þess að láta spá fyrir sér, en hún gerði
litið annað en spyrja mig. Það fyrsta
sem ég kom auga á var fjöldi stjömu-
merkjabóka. Hún spurði mig síðan
hvenær ég væri fædd og fletti siðan
upp í stjörnumerkjabók og las upp úr
henni fyrir mig. Þegar mér varð það
Ijóst að ég fengi ekkert af viti út úr
þessari heimsókn stóð ég upp og gekk
út. Mér var alveg nóg boðið. Fyrir
„spádóminn”, sem tekur um 20 min-
útur, tekur hún 2500 krónur. Þarna
biðu nokkrar unglingsstúlkur og ég
skil vel að þeim þyki spennandi að
fara til spákonu. En að plokka pen-
inga af þessum greyjum fyrir ekki
neitt finnst mér alveg ótækt.
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér um
farmannadeiluna?
Sigríður Sigurjónsdótlir nemi: Ég hef
ekki fylgzt mikið með henni. Mér
finnst þó kröfur sjómannanna ekki of
miklar.
Guðmundur Ingi Guðmundsson húsa-
smiður: Ætli farmenn verði ekki að fá
bætt kjör eins og aðrir þegnar í kerfinu
í dag.
Það er vinsælt að fara til spákonu og
spennandi að fá eitthvað að vita um
ókomna framtíð.
★
★
★
★
★
SÚPER-HLUTAVELTA
VERÐUR HALDIN í IÐNAÐARMANNAHÚSINU
SUNNUDAGINN 13. MAÍ NK. KL. 2 E.H.
SKÓLALÚÐRASVEIT ÁRBÆJAR OG BREIÐ-
HOLTS LEIKUR.
Meðal vinninga eru utanlandsferðir með Samvinnu-
ferðum.
Yfir 10.000 vinningar.
Engin núll.
Gamla krónan ífullu verðgildi.
Verðgildi allra vinninga yfir kostnaðarverði.
Allur ágóði til líknar- ogstyrktarmála.
Kiwanisklúbburinn ELLIÐI
Maria Emilsdóttir húsmóðir: Ég hef
ekkert hugsað um hana. Ég er uppalin í
syeit og þekki lítið til sjómanna.
ellilifeyrisþegi:
Farmenn sýna of mikla óbilgirni eins
og ástandið er i þjóðfélaginu i dag.
Heimilis
læknir
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heimil-
islœknir svarar" 1 slma
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
Það er hjá Skeifunni sem
ÞAÐ SKEÐUR
að bíllinn selst sé hann á staðnum.
BÍLASALAN
SKEIFAN
Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035.
Ester Sigurbjörnsdóttir húsmóðir: Ég
get lítið sagt um hana. Ég hef ekki
myndað mér skoðun á málinu.
Ingi Adólfsson heildsali: Farmenn eiga
rétt á kauphækkun eins og allir aðrir
þjóðfélagsþegnar.